Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Blaðsíða 3
l-EgBÉHr (•i o; R O U N B L A O 8 X N i Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Tímabilið 1918-1939 var umbrotatími í Evrópu, bæði í stjórnmál- um og eins í byggingarlist. Hér birtist þriðji þáttur samantektar um þróun byggingarlistar á síðustu 100 árunum og í þeim þætti er Bauháus-hreyfingin mark- verðust, svo og að módemisminn festist í sessi. er það ææviskeið sem allir vilja ná; samt vill enginn vera gamall. Það er margt sem amar að í ellinni, en „það sem ef til vill fær öldruðum áhyggju og kvíða meira en annað er nánd dauðans", segir Ólafur Sigurðsson, fyrrum sjúkrahúslæknir á Akureyri, í grein sem hann skrifar um þetta efni. Forsíðan í dag opnar Páll Guðmundsson frá Húsafelli listsýn- ingu í Hafnarborg í Hafnarfirði og sýnir hann þar bæði olíumálverk og höggmyndir, sem hann vinnur í marglita steina úr Bæjargili við Húsafell. Þar á með- al er myndin af heilagri Cecilíu frá 1989, sem er á forsíðunni. Páll sýnir líka nokkrar sérstæðar myndir, þar sem hann hefur þrykkt eftir leirmyndum á blaut- an pappír, en Thor Vilhjálmsson rithöfundur hefur skrifað texta á myndflötinn. Þróunin Pundist hafa ríkulegar minjar um þá grein á mann- trénu, en kennd er við Neanderthal í Þýzkalandi. Sú manngerð dó út og ekki er vitað hversvegna. Nú hafa rannsóknir leitt í ljós, að Neandertalsmaðurinn hefur átt erfítt með hljóðmyndun og þar með þróun tungu- máls. JÓHANNJÓNSSON Vindur um nótt Hvort sástu voríð veg þínum á, vindur um riótt? Hvað viltu því, hvort ég vorið sá? kvað vindur um nótt. Veit það ei, því veldur mín þrá, og vakan hverfur ei augum mér frá, .vindur um nótt! Hvort ert það þú, sem þreyir og bíður? Já, það er ég! Og kveður í þrá hverja stund er líður? Já, það er ég! Og gáir, hvort laufið á viðunum vaknar, því vorið skal færa þér þann, er þú saknar? Já, það er ég! Lát vökuna dvína, — vík burt þinni þrá, kvað vindur um nótt. Á leið minni að vísu ég vorið sá, kvað vindur um nótt. En lauf þess var dapurt og líkföl þess brá, og Ijóðið, er andaði vörum þess frá, sem vindur um nótt... Jóhann Jónsson (1896-1932) var langt í frá að vera „eins kvæðis maður" þótt Söknuður hafi mest haldið nafni hans á lofti. Jóhann var Snæfellingur að uppruna, en settist að í Þýzkalandi og dó þar fyrir aldur fram úr berklum. B B BEIINl FRA HÁBORÐIIMU yrst ein stutt saga sem mér var sögð fyrir nokkrum árum. Fyrir u.þ.b. tveimur ára- tugum skyldi ráðherra einn veita embætti nokkurt úti á landi. Um var að ræða yfirmannsstöðu nýrrar stofnunar sem skipti viðkomandi byggðarlag miklu máli og þurfti því natnar hendur með- an hún sleit barnsskónum. Um starfið sóttu nokkir mætir menn auk eins sem var óhæfur með öllu af ýmsum ástæðum. En hann var flokksbundinn og auk þess frændi ráðherra. Og svo var staðan veitt. Greindum lesendum þessa Rabbs þarf ekki að segja hver stöðuna hreppti. Hinir geta spurt næsta mann. Ymsir nýtir menn reiddust mjög þessari valdníðslu sem þeir kölluðu svo og söfnuðu liði og gengu í einbeittri fylkingu á fund ráð-. herrans. Hann tók þeim einkar ljúfmannlega, bauð þeim að setjast og svo hlýddi hann á erindi þeirra. Ráðherrann varð furðu lostinn þegar vand- lætingarræðu hinna reiðu ungu manna linnti. Sakleysið uppmálað en þreytulegur nokkuð vegna skilningsleysis æskunnar svaraði hann erindinu með þessum orðum: „Já, en strákar mínir, þið vitið að þetta er alltaf gert svona." Það var víst heldur lúpulegur hópur sem hvarf af ráðherrafundi — en þessir ungu reiðu menn voru vitrari en áður; ráðherrann, §em var annálaður sómamaður, hafði nefnilega gert það sem ekki er ófrávíkjanleg regla ráð- herra. Hann hafði sagt sannleikann; þannig fara embættisveitingar ótrúlega oft fram hér og hafa lengi gert. Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér hvað það merkir að vera flokksbundinn. Ég hef komist að eftirfarandi niðurstöðu og styðst ég þar við heldur flausturslegar rann- sóknir, samtöl og vettvangskannanir. Það að vera flokksbundinn í einhveijum stjórnmálaflokki merkir að maður auglýsir opinberlega að maður fylgir þeim flokki ævin- lega, gegnum þykkt og þunnt. Þessu fylgja eins og öðru talsverð réttindi en einnig nokkr- ar skyldur. Eftir því sem ég kemst næst eru skyldurnar þær helstar að sá hinn flokks- bundni verður einlægt að klappa forystu- mönnum flokksins lof í lófa — hvað sem á dynur, einkum ef þeim verður á skyssa. Þá ber þeim flokksbundna að rísa á fætur, hrópa a.m.k. ferfalt húrra og fullyrða að aðrir eins stjórnvitringar séu vandfundnir. Ef forystu- mennirnir ljúga gróflega, verða berir að sví- virðilegri valdníðslu eða verða sér til skamm- ar á annan hátt skal hinn flokksbandinginn hrópa daglangt húrra, syngja Táp og fjör og frískir menn og fara um það mörgum fögrum orðum að þar fari nokkur af mikilmennum sögunnar, óviðjafnanlegir snillingar og vand- aðir menn til orðs og æðis. Það skal tekið fram að þetta á við um flokksbundið fólk allra flokka og ganga sumir svo langt að kalla þetta ástand lýðræði. Og hvað bera menn svo úr býtum fyrir þessa þjónustulund? Því er fljótsvarað. Þeir fá velvild flokks síns og forystusveitar hans — sem lýsir sér í því að fyrr eða síðar er fleygt í þá eins og þæga búrakka góðu beini frá háborðinu. Beinið er oftar en ekki gott embætti. Sagan sannar að fjölda manns munar ekk- ert um að gleyma um stund sæmd og heiðri meðan það lætur sig dreyma um beinið góða. Ég þekki margt fólk sem er flokksbundið í ýmsum flokkum. Ég hef oft veitt því eftir- tekt að hvað eftir annað verður það að taka á honum stóra sínum til að fara að lögum hins flokksbundna manns, kyngja talsverðri ógleði og taka til við að lofsyngja og mæra firrur, mistök, ósannindi og flest það sem óprýða má eitt mannkerti. Það fer heldur ekki hjá því að ég hef oft séð að þetta fólk klífur metorðastigann undra- hratt og örugglega og fyrr en varir ber það starfsheiti sem byija á for- og yfir- eða enda á -stjóri. Oft er þetta fólk búið að kyngja slíkum haugum af ógleði í þessu framapoti að svipur þess og fas allt ber þess skýr merki. Hér er líklega best, að maður eigi ein- hveija vini áfram, að geta þess að svo eru hinir líka til sem vegna verðleika sinna vegn- ar vel og því ber auðvitað að fagna. Nú eru víst margir lesendur farnir að hugsa með sér að þessi Þórður sé greinilega haldinn slíkri öfundsýki að honum sé varla sjálfrátt. Honum sárnar líklegá að hann er bara kenn- ari eins og hann var fyrir 20 árum og verður áreiðanlega eftir önnur 20 ár. Honum vex það náttúrlega bara í augum að öðrum vegn- ar betur — grey-stráknum. Líklega skaffar hann heldur illa. Já, framaleysið er náttúrlega hryggilegt fram úr máta, fyrir mig og fjölskyldu mína sem verður að horfa upp á að — „skaffarinn“ skaffar bara ekki neitt, enda eru laun fram- haldsskólakennara einungis u.þ.b. 40% þess sem þau voru fyrir tuttugu árum. Fyrir skyld- menni mín, sem bundu við mig talsverðar vonir i æsku, er framaskorturinn náttúrlega átakanlegur. Það er t.d. ekkert grín að standa fyrir framan aldraða frænku sína sem spyr varlega. „Ertu enn að kenna, Þórður minn? Er ekkert að rofa til?“ Svo strýkur hún kon- unni minni um kinnina og klappar barninu á kollinn og skipar mér að lokum að drepa að minsta kosti helvítis köttinn áður en hann étur okkur út á gaddinn. En framaleysið og sultarlaunin þykja mér ekki dýru verði keypt miðað við þá hremm- ingu að vera flokksbundinn. Og svo er bara nokkuð gaman að kenna. Og ekki má gleyma því að engan þekki ég flokkinn sem ég vil bindast hjúskapareiðum — og enginn flokkur sækist eftir mér nema á fjögurra ára fresti. Ég er líka svo vanstilltur að eðlisfari að mig langar miklu oftar til að draga niður um ráðamenn þessarar þjóðar og hýða þá ræki- lega heldur en að hylia þá fyrir þeirra góðu verk. Menn verða svo að ráða það við sig hvorum þetta lýsir betur, mér eða ráðamönn- um vorum. Nú um stundir er mikið um það rætt að illa ári í samfélagi voru. Það er ltklega rétt. Við getum hins vegar látið okkur dreyma um stund um það hvemig hér væri um að litast hefði þess ávallt verið gætt að láta hæfileika ráða fremur en flokksskírteini er valið var til metorða. Ég hef oft veitt því eftirtekt að nemendur mínir telja sér það til gildis að leggja hart að sér við lærdóm. Margir þeirra ætla sér líka dijúgan hlut í framtíðinni og er það vel. Við sem erum eldri og reyndari vitum hins vegar að hitt er miklu fljótlegri og fyrirhafn- arminni leið að gerst flokksbundinn í einhveij- um flokki. Svo er bara að láta talsvert á sér bera, láta t.d. Heimsmynd eða Nýtt líf hafa viðtal við sig um nýaldarhyggju, ástina og aukakílóin, mæta á nýársfagnað á Ömmu Lú vandlega merktur frægum tískuhúsum og leyna eftir bestu getu fráfræði og hæfi- leikaskorti meðan flokknum er hrósað. Og svo skyndilega gerist það að beinið kemur fljúgandi. Og þá er að grípa! Að lokum nokkur orð í fullri einlægni og vinsemd. Nú er vegið hart að mörgum mann- inum. Hundruð manna hafa misst atvinnu sína eða dijúgan hluta hennar og fá því litla rönd við reist. Af þessu leiðir að það er óvana- lega óviturt þessa dagana að leika sér að embættisveitingum. Það hlýtur t.d. að vera fiskverkakonunni, sem nýlega missti vinnuna, talsverð raun að horfa upp á getuleysið dreg- ið að húni. En henni er nær. Hún hefði getað verið flokksbundin! ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MAÍ1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.