Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Blaðsíða 7
ÞÁTTUR LE CORBUSIERS Ekki verður skilið við þennan kapítula án þess að minnast á Le Corbusier (Charles Edouard Jeannaret) f.1887, d.1965. Hann var af svissneskum uppruna, en starfaði í Frakk- landi eftir 1917 og hafði þá sérstöðu meðal arkitekta að vera þekktur listmálari einnig. Hann var auk þess hugmyndafræðingur og skrifaði mikið um hagnýta byggingarlist og borgarskipulag og hafði veruleg áhrif. Hug- myndir hans um módúlkerfí, sem samræmir hagnýti og fagurfræði og byggir á hlutföllum mannslíkamans, þóttu mjög nýstárlegar. Eins og Gropius og Mies van der Rohe hafði hann verið um tíma hjá Pétri Behrens, sem kannski var mestur áhrifavaldur allra. Á sama hátt og Frank Lloyd Wright vestan hafs, varð Le Corbusier óþreytandi talsmaður þess að byggingar yrðu að vera skilgetin af- kvæmi hinnar nýju vélaaldar. Hann var eins- konar púrítani, strangrúarmaður, í bygging- arlist og málverk hans var reist á sömu skoð- unum. Honum fannst kúbisminn í myndlist fljótlega bregðast og vera orðinn að skreyt- ingu, sem var eitur í hans beinum. íbúðar- hús, sem hann teiknaði, eru jafn ströng í formi að innan sem utan og sízt af öllu gátu þau orðið heimilisleg. Hús átti að vera „vél til að búa í“. Þetta var stefna, sem í höndun- um á ýmsum sporgöngumönnum vai-ð æði sálarlaus. Stöðlun var lykilorð hins módemismans og Le Corbussier hnykkti á skoðunum sínum um arkitektúr árið 1926 með þessu meðal annars: 1) Með súlum skyldi iyfta húsum upp um eina hæð til þess að stuðla að betri birtu og til þess að fá aukið lóðarrými undir garð og bílastæði. 2) Garður til einkaafnota á þakinu. 3) Fastir útveggir, en innveggir hreyfanleg- ir að vild. Þessi atriði koma fyrir í nokkrum frægum húsum Le Corbusiers, þar á meðal Villa Savo- ye í Poissy í Frakklandi, sem hér sést á mynd. Endurómur af þessum kenningum sést í nokkrum íbúðarhúsum í Reykjavík, en af tvennum ástæðum verður að telja íslenzkar aðstæður afar óheppilegar fyrir hús af þessu tagi. I fyrsta lagi kom ekki annað til greina en flöt þök og allir vita nú hvemig þau hafa reynst hér. I annan stað verður mjög mikil kæiing og mun hærri upphitunarkostnaður þegar hús er látið standa á súlum. Arið 1922 setti Le Corbusier fram hug- myndir um skipulag stórborgar í þá veru, að úthverfin skyldu vera byggð stöðluðum íbúð- FORMIÐ DAUÐHREINSAÐ Alþjóðleg sýning á módern arkitektúr var fyrst haldin í New York 1932 og þá kom fyrst fram hugtakið „Alþjóðlegur stíll“ (Int- ernational Style). Menn sáu hvemig þróunin var að beinast í ákveðinn farveg, til dæmis í Steiner-húsi Adolfs Loos í Vínarborg (sjá „Upphaf módernisma" í Lesbók, 7. marz sl.), og í húsum Rietvelds í Hollandi, svo og Bau- haus-byggingunum. Menn eins og Gropius, Mies van der Rohe og Le Corbusier, höfðu allir lagt sitt til málanna, til dæmis með góð- um rökstuðningi í greinaskrifum. Það er hins- vegar undarlegt, að fjórði stjörnu-arkitektinn, Frank Lloyd Wright, skyldi vera utan þessar- ar hreyfingar, því verk hans voru í góðu sam- ræmi við hana. Hreyfingin var álitin vera evrópsk. Meðal stíleinkenna vom flöt þök; nýmæli, sem síðar reyndist hinn mesti ófögn- uður fyrir Islendinga. Annars var mergurinn málsins sá eftir skilgreiningu brautryðjend- anna, að hús, sem vel gegndi sínu hlutverki væri fallegt; hinsvegar væri það ljótt, ef það væri óhentugt. Þarna var með öðrum orðum kominn nýr skilningur á fagurfræðina. Menn létu þó ekki duga að einblína á hús. Hverskon- ar húsbúnaður var tekinn til endurmats, og bæði Le Corbusier og Mies van der Rohe teiknuðu afar nýstárlega stóla úr stálgrind, sem teljast nú klassískir og eru framleiddir enn á voram dögum. í húsagerð snerist hugsunin talsvert um það að útrýma öllu, sem gat verið óþarft og árangurinn varð mjög spartanskur stfll. Þetta kom skýrt og greinilega fram í Tugendhat- húsinu, íbúðarhúsi, sem Mies van der Rohe teiknaði 1928-30 og byggt var í Bmo í Tékkó- slóvakíu. Hér má í fyrsta sinn sjá glerrúður frá lofti og niður í gólf, en ytri form undir- strikuðu breidd, líkt og hjá Frank Lloyd Wright. Innan dyra voru létt, færanleg skil- rúm í stað hefðbundinna og fastra milli- veggja. Náskyldur þessu var svonefndur Kali- forníustíll síðar á öldinni, einhver vafasam- asti innflutningur á tízku, sem borizt hefur uppá Islandsstrendur. 1-54. Hugmyndafluginu Le Corbusier: Villa Savoye, 1929-30. Opið innra rými og húsið að hluta á súlum til þess að auka lóðarrými. ■ ■ Poelzig: Stóra Ieikhúsið, 1919, í Berlín. Expressjónismi í byggingarlist. amótaverk: Skóla- og verkstæðisbyggingar sem Gropius teiknaði fyrir Bauhaus í Dessau, 1925-26. Mendelsohn: Einstein-turninn í Potsdam, 1919-22. ikyrisemishyggja í skipulagsfræðum, sem gerir ráð fyrir háreistum viðskiptakjarna í miðju, en þar fyrir utan blokkir, sem nú arhúsum (samanber söngtextann: Litlir kassar og allir eins). En í miðborginni gerði hann ráð fyrir allt að 60 hæða skrifstofubyggingum, sem rísa eins og klasi yfir umhverfið á sama hátt og sjá má í mörgum bandarískum borg- um. Aðrir spámenn höfðu reynt þetta á undan Le Corbusier, en það höfðu verið útópískar tillögur, sem aldrei kom til greina að yrðu framkvæmdar. Le Corbusier gerði hinsvegar ráð fyrir kapítalísku kerfi sem grundvelli borg- arinnar og fyrir bragðið réðist franska komm- únistablaðið L' Humanité heiftarlega á hann. Af frægum byggingum Le Corbusiers má nefna kirkjuna Notre dame du Haut í Ron- champ; einstæð bygging enn á vorum dögum, einnig íbúðabiokk í Marseilles, Menntamála- ráðuneytið í Rio de Janeireo (ásamt Niemeyer og fl.) borgarskipulag og byggingar í Chandi- garh á Indlandi og La Tourette-klaustrið hjá Lyon í Frakklandi. Framhald síðar. Gísli Sigurðsson. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MAI1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.