Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Blaðsíða 9
Grant Wood: Gömul kona með kaktus, 1938. þverr ekki auðveldlega, og menn kjósa yfirleitt að halda í tilveru sína eins lengi og framast er kostur, vilja yfirleitt ekki láta lífið fyrr en það verður með engu móti lengur umflúið. Dauðinn er ófreskja, sem hendir út hinum spennta áhorfenda úr hinu mikla leikhúsi, sem lífið er áður en lokið er leiknum sem hann horfir á og lætur sig varða. Sagt hefur verið að gam- alt fólk haldi fastar í lífið en börn og yfir- gefi það nauðugra og með minni þokka en þau. Þó telja trúlausir sig ekki upplifa eigin dauða, heldur hverfi þeir úr lífinu í tilveruleysi án þess að vera sér þess með- vitandi og gerist það á svipaðan hátt og menn sofna draumlausum svefni án þess að vita af því sjálfir. Menn deyi því ekki í vitund sjálfra sin en í vitund annarra og dauðinn sé ekki atburður í eigin lífi heldur í lífi annarra. Sumir kvíða ekki eins mikið dauða sínum og dauðastríðinu og óska þess í elli að fá að deyja skyndidauða, að verða bráðkvaddir. Þó munu ófáir hinna öldruðu vera haldnir banageig undir ævi- lokin. Það vilja fæstir deyja og sú mun einnig vera raunin á í elli. Því eldri sem við verðum þvi hraðar finnst okkur tíminn líða. Hallgrímur segir: „Lífið manns hratt fram hleypur hafandi enga bið“ _og má óhikað taka undir þau orð hans. Áður en menn eiga von á ellinni ber hana að í lífi þeirra sem ekki deyja ótímabærum dauða og hún kemur mönn- um oft að óvörum. Hyggilegt þykir að láta ellina ekki koma sér í opna skjöldu heldur búa sig í tíma undir þá glímu, sem bíður svo margra nú á dögum. Kunnara er en frá þurfi að segja, hversu ein- staklingsbundin og breytileg er frá einum til annars líkamleg og andleg ending manna í lífinu. Því virðist sveigjanleg eða breytanleg starfslok vera æskileg en munu vera erfið í mati og framkvæmd og óvíst er, hvort þeim verði komið við á þann veg, að fólk sættist almennt á þau. Al- gengt mun vera að roskið fólk þreyi starfs- lok en hitt er sagt fremur sjaldgæft að fyrirhitta þá sem látið hafa af störfum og sjá ekki eftir því. Hægfara starfslok eru sögð heppilegri einstaklingum en snöggur endir á vinnu. Eins og öllum mun vera ljóst er húsrými flestra mjög svo aukið frá því sem var á fyrri tíð. Því má heita þverstæða að nú rúmar fjölskyldan miklu síður gamalt fólk fyrri tíð. Því má það heita þverstæða að nú rúmar fjölskyldan miklu síður gamalt fólk en áður. Koma þar til öðruvísi atvinnu- hættir, vinna húsmæðra utan heimilis til framfærslu eða tekjuauka fjölskyldunni, lítil aðstoð við húsmæður við heimilisstörf utan eiginmanns, nýr tíðarandi, breytt við- horf hinna yngri til aldraðra. Verður því ekki umbreytt og tjáir ekki um að fást. Á móti kemur allt það sem gert er fyr- ir aldraða í samfélaginu nú orðið og er ekki lítið. Ellilífeyrir, tekjutrygging, eftir- laun, þjónustuíbúðir, heimilishjálp, heima- hjúkrun, vistheimili aldraðra, hjúkrunar- heimili og stofnanir, allt léttir þetta byrði áranna og ellihrumleika. Tryggingar, heil-_ brigðislöggjöf og velferð hefur vissulega komið miklu og þarflegu til leiðar í öldrun- ar- og heilbrigðismálum hér á landi. Kjör gamalla manna og kvenna eru nú ólíkt betri en var fyrir hálfri öld. Allt um það er þó hlutskipti margra aldraðra dapurlegt enn þann dag í dag, tekjumissir þeirra stundum tilfinnanlegur og erfitt er að þola fátækt í elli. Iðjuleysi hjá öldruðum getur valdið áhuga- og sinnuleysi jafnframt því sem hugkvæmni þeirra minnkar. Óhófleg- ar tómstundir eru ef til vill óhollari en ungum. Þá reynir gamalt fólk það að talað er niður til þess. Þýðingarkennd aldraðra minnkar við athafnaleysi og jafnvel þeim efnuðu meðal þeirra líður illa vegna gagns- leysis síns. Algert aðgerðaleysi getur fætt af sér lítt bærileg leiðindi. I sumum tilvik- um virðast aldraðir rýrna og stirðna af brúkunarleysi á ekki óáþekkan hátt og vélar, sem ryðga þegar þeim hefur verið lagt til hliðar. Ellin hefur ekki einungis í för með sér hrörnun heldur einnig einangrun, endrum og sinnum svo mikla að jaðrar við útlegð frá samfélaginu. Ekki er einsemdin auð- veld viðfangs með ástleysi því sem henni er samfara. Ekki er út í hött þjóðsagan um Þórgunni hina suðureysku, þá sem olli Fróðárundrunum í Eyrþyggju. Kveðið heyrðist upp úr gröf hennar í Skálholts- kirkjugarði: „Kalt er á fótum, Mána Ljót- ur“ og svarað heyrðist: „Það gerir, að fáir unna, Þórgunna.“ Sami þanki kemur fram í hinu alkunna erindi Hávamála: „Hrörnar ■ þöll, sú er stendur þorpi á, hlýr at henni börkur né barr. Svo er maður er manngi ann. Hvað skal hann lengi Iifa?“ Þeir hrörna fyrr sem engir unna eða láta sér annt um og segir fátt af einum og eins og þegar hefur verið vikið að fylgir missir ellinni í sumum tilvikum svo að þungbært er. Einvera og vöntun á iðju eru tveir óvin- ir, sem sækja að hinum gömlu. Eftir því sem líður á ellina ágerist aftur- för og hnignun margra. Sumir verða ósjálf- bjarga, komnir upp á aðra og eru bæði öðrum og sjálfum sér til byrði. Þá hljóta menn þau örlög að þurfa að yfirgefa heim- ili sín, afdrif þeirra verða vist á stofnun- um, jafnvel höfnun af öðrum, en hún veld- ur alltaf sársauka, þó að með öðrum hætti sé en hjá Kristi á krossinum. í Bandaríkjunum eru sjúkra- og al- mannatryggingar mun skemmra á veg komnar en víða í Evrópu. Mörgum rennur til rifja hlutskipti gamalmenna þeirra, sem búa við fátækt og eignaleysi þar í landi. Ekki er eingöngu tálað um kynþáttamis- rétti þar heldur einnig um aldursmisrétti. Þó mun það hvarvetna tíðkast að gamalt fólk er gjarnan sett hjá og verður afskipt ' um vinnu og alla afkomu. Heita má, að því sé varnað að vinna fyrir tekjum utan lágra eftirlauna. Til varnar áhrifum ellinnar koma ýmis- konar úrræði til greina. Framar öðru skipt- ir máli í heilsuvernd, sem felur í sér heil- brigt líferni, reglubundna hreyfingu, hollt mataræði, hófsemi í hvívetna, bindindi á tóbak, hófiega eða enga neyslu áfengis og losun streitu, hvort heldur sem hún kemur innan að eða utan frá. Jafnframt hefur þýðingu að glæða með sér hugarró- semi og jafnaðargeð, ef mönnum er það unnt á annað borð. Til undirbúnings eftir- launaárUnum er mikilvægt að ala með sér og ástunda hugðarefni utan starfsins svo og að styrkja fjárhag sinn innan hóflegra marka. Vel settir þar að tiltölu þykja þeir vera, sem búa við þolanlega heilsu í ell- inni, áhyggjulitla afkomu og eiga sér lif- andi áhugamál. Yfirleitt standa þar best að vígi mennta- og efnamenn. Áframhald- andi þátttaka í starfi, þá sjaldan hennar er kostur, er vafalítið einna vænlegust til árangurs í baráttunni við áhrif aldurs og elli. Notkun kraftanna í hófi, brúkun hug- ar, handa og líkama ásamt umgengni við aðra er það sem gildir á efstu árum manns- ins. Skapandi iðja, markmið sem menn geta sett sér og unnið að er það sem veit- ir lífinu inntak, þýðingu og tilgang í ell- inni. Að lifa öðru og öðrum hefur verið sögð vera eina eignin að leiðarlokum. Latínuklerkarnir hér á landi urðu marg- ir hveijir svo gamlir sem var í fyrri tíð miðað við það sem þá gerðist um fólk al- mennt. Líklega hefur það verið vegna þess að þeir bjuggu við góð lífskjör að tiltölu. Þeir báðu Guð sinn að varðveita sig frá því að verða í ellinni „difficilis querulosus et laudator tempori acti“, þ.e. erfiður, kvartsár og lofandi liðins tíma. Þessi varn- arorð halda enn að nokkru leyti gildi sínu. Nú er öldin önnur en á dögum Scythiu- búa, sem bjuggu fyrir botni Svartahafs á tímum Rómveija. Þeir leystu gamalmenna- vandann með því að þeir átu afa sína, þegar þeir fóru að segja sögur. Ekki fer þó öllum öldruðum aftur á þann hátt sem þessi saga gefur til kynna. Ávallt getur að finna meðal hinna gömlu menn og kon- ur, sem halda sálarauðgi sinni óskertri og eru veitandi til æviloka. Þau eiga þann þroska og þann hugarstyrk sem ekki þrýt- ur fyrr en yfir Iýkur og líta á hveija stund og hvern þann dag, sem þeim hlotnast í lífinu sem dýrmætan tímaauka og náðarg- jöf, sem beri að þakka og meta við forsjón- ina. Það eru þau gamalmenni, sem sýna, „að bjartast skín hjarta úr hálfslokknum augum“. Tómas Guðmundsson hélt að það væri mikil hamingja að ná háum aldri. Allt um það fer það þó eftir heilsu, kjörum og Jífsviðhorfi þess sem er aldraður. Á meðan mannúðarstefna má sín nokk- urs má ekki fúslega láta fyrir róða þá, sem hafa slitið sér út á langri ævi fyrir samfé- lagið og eftirkomendurna en lífð- og árin hafa unnið á. Með því að bæta aðstæður hinna gömlu eru flestir í raun réttri að búa í haginn fyrir sjálfa sig á síðustu árum sínum, þar eð ellin bíður meiri hluta fólks nú orðið. Þessi mál öll eru umfangsmikil, viðkvæm í eðli sínu og fjárfrek. Engu að síður ber nauðsyn til að halda áhuga manna vakandi á kjörum og líðan hinna öldruðu þeirra sem minna okkur á hinn haustlega og harmræna blæ alls sem er. Vona verður að á ókominni tíð horfi menn ekki framhjá ellinni, þessu síðkvöldi ævi- dagsins, sem fellur í hlut svo margra nú á dögum áður en allt um þrýtur. En „áfangann hinsta einn þú ríður“. Heimildir: Simone De Beauvoir: Old Age ( enskri þýðingu Patrieks O’Briáns. Penguin Books 1977. Cíceró: Um ellina í islenskri þýðingu Kjartans Ragnars. Hið íslenska bókmenntafélag 1982. Höfundur er læknir á Akureyri GUNNAR GUNNARSSON Jarð-Firð Gegnum móðu himinsins lít ég þig vafða slæðu úr tærri ull regnsins með gimstein í hári þér skínandi og sjal regnbogans um herðar þér. Augu þín eru lindirnar og lækirnir tárin en land mitt er lítið snjókorn á enni þínu. Tíma-tif Við hvert tikk og hvert takk færist ég nær hamingjunni Við hvert tikk og hvert takk er styttra í að draumur minn rætist Þótt hvert tikk og hvert takk beri mig nær dauða mínum. Höfundur er norðlenzkur Seyðfirðingur. BARÐI BENEDIKTSSON Kormáks- vísur Átta stórt hundruðum ára aftur í tímans straumi atburðir að mér sækja oftlega í vökudraumi, úr ævitíð ástaskáldsins Önundar sjóna af kyni kappanum kukli bældum Kormáki Ögmundarsyni. í Gnúpsdal að hausti halur með húskörlum náttstað tekur Steingerðar augu og ökklar ástaljóð kempunni vekur. Síðan um darraðar daga djarft leitar snótar fundar um elskuna fyrstu og einu yrkir til hinstu stundar. Lánleysi og örlögum illum ofín er Kormáks saga en listasmíð hans mun lifa lengi um ókomna daga. Þangað til held ég héðan heimsvist læt fyrir róða víst skal þig muna meðan Miðfjarðarskáldið góða. Höfundur býr á Akureyri LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MAÍ1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.