Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1992, Blaðsíða 6
FÁEIN ATRIÐI UM ÞRÓUN BYGGINGARLISTAR SÍÐUSTU 100 ÁRIN MILLISTRÍÐSÁRIN 3. HLUTI De Klerk: Eigen Haard byggingarnar í Amsterdam, 1913-20. Aftur á móti markaði sú hreyfing tímamót sem kennd er við Bauhaus. Þar var þýzk arkitektinn Walter Gropius potturinn og pann an (f,1883,d.Í969). í öðrum hluta þessar; samantektar var minnst á yngri ár hans oj vinnu á teiknistofu Peters Behrens. Árið 191! hafði hann verið útnefndur skólastjóri Weim ar-listaskólans. En 1919 var nafni skólan breytt í Das Staatliche Bauhaus og Gropiu gaf út yfírlýsingu um ný markmið. Uppha Bauhaus er rakið til þessara tímamóta, ei ætlunin var að vinna gegn stéttaskiptingi með því að stuðla að góðri hönnun á húsa kosti og innanstokksmunum sem almenningu réði við að kaupa. Það var mjög vinstrisinnað lið, sem valdis til starfa í Bauhaus og í hinu óstöðuga, póli tíska veðurfari Weimarlýðveldisins, leiddi þa; fljótlega til vandræða. Boðorð Bauhaus va almennur „fúnksjónalismi" og fúnkisstíll Árið 1925 fluttist Bauhaus-skólinn frá Weim ar til Dessau og og Gropius teiknaði fyri hann hús, sem voru um leið stefnuyfirlýsinj fyrir Bauhaus-stefnuna. Þetta þótti byltingar kennt, en þegar við sjáum myndir af þessur húsum núna, virðast þau hversdagsleg. Þa er vegna þess að víða um lönd voru í langai tíma byggð hús í þessum anda. Fúnkis stíllinn, sem svo var nefndur, barst til a> mynda til íslands um og uppúr 1930. í Vestur bænum í Reykjavík standa enn hús í góði gildi, sem byggð voru í anda þessarar stefni Sérstakt afbrigði í íbúðarhúsum, sem ein kenndust af á horngluggum, varð vinsælt hé 'nokkru síðar. Gropius lét af stjórn Bauhaus 1928 og vt tók Hannes Meyer, sem herti enn á vinsti slagsíðu og félagsleg viðhorf fóru að yfir skyggja hin fagurfræðilegu. Þetta varð ti þess, að deilur mögnuðust. Meyer var hrakim frá skólanum 1930 og fluttist hann til Moskvi í samræmi við pólitísk trúarbrögð sín. Hitle lét svo loka Bauhaus 1933, en Gropius fylll þann flokk listamanna, sem flýðu undan of ríki nasista til Bandaríkjanna og þar starfaf hann eftir það. Módemismi og skynsemishyggj a Isíðasta greinarkomi um þróun byggingarlistar var minnst á de Stijl-hreyfinguna, sem einkum átti sér samastað í Hollandi og var afsprengi tízku, sem var að ryðja sér til rúms í myndlist. Þetta var mjög „vitsmunalegur“ strangflatastíll eins og í geómet- Undir merki módern- ismans vildu menn ryðja því gamla alveg úr vegi, byrja uppá nýtt, og út- rýma öllum skeytingum. Menn beygðu sig undir ofurvald skynseminnar þar til fábreytnin og leið- indin urðu yfirþyrmandi. ríska afstraktmálverkinu. Fyrir fyrri heims- styijöld blómstraði hinsvegar gerólík mynd- listarstefna í Þýzkalandi: Expressjónismi, stundum nefnt innsæisstefna. Undir þessu merki leyfa menn sér ástríður og hömluleysi og það hefur verið notað yfir sumar bók- menntir. Það tíðkast í yfirlitsbókum um arki- tektúr, að koma hluta af byggingarlist, eink- um í Þýzkalandi og Hollandi, undir þennan hatt. Þetta eru sumpart byggingar frá því fyrir fyrra stríð og einnig frá millistríðsárun- um. Þessi merkimiði hlýtur að teljast ákaflega vafasamur þegar fjallað er um byggingarlist, sem er nytjalist í eðli sínu og snýst gersam- lega um allt annað en fijálsa myndsköpun. En þau hús frá þessum tíma, sem ekki eru byggð í strangflatastíl, eru gjarnan flokkuð undir expressjónisma, þó ávöl horn, sveigðar línur eða einhverskonar skreytingar eigi lítið skylt við hugsun expressjónista í myndlist. Innan þessa ramma eru til að mynda Eigen Haard-byggingarnar í Amsterdam eftir arki- tektinn De Klerk. Hann þótti þar leiða í ljós, hvað rauðbrúnn múrsteinn gat verið gott byggingarefni, en það sem einkennir húsin að öðru leyti eru boglínur, sérstæð glugga- skipan og turn sem einna mest setur svip á heildina. (Sjá mynd) Án hans væri varla mik- ið tekið eftir Eigen Haard-húsunum; þau voru samt nýmæli. í þessum anda var einnig Einstein-turninn í Potsdam í Þýzkalandi, sem Mendelsohn teiknaði og byggður var 1919-22. Þar notar hann „organísk" eða lífræn form, sem stund- um eru nefnd svo til aðgreiningar frá „mekk- anískum" eða vélrænum formum. Á vorum dögum er ekki fráleitt, að bæði Eigen Haard- Le Corbusier: Kirkja íRonchamp, 195( gefinn laus taumurinn. byggingarnar og Potsdam-turninn væru flokkaðar undir post-módernisma, sem ein- kennist af „tilvitnunum" í arkitektúr fyrri alda. Þriðja dæmið, sem hér verður nefnt um þessa skáldlegu tilþrifastefnu, er Stóra leik- húsið, - Das Grosse Schauspielhaus - sem Poelzig teiknaði og byggt var árið eftir að fyrra stríðinu lauk, 1919. Þar gerir Poelzig gælur við náttúruleg form, svo sem víða má sjá í hellum þar sem dropasteinar hanga nið- ur. Hann hefur röð og reglu á þessum grýlu- kertum - alles in Ordnung - og um leið minnir samröðunin á rómverska boga. Þessi hús eru fremur undantekningar á árunum milli styij- aldanna; annar stíll, sem höfðaði meira til skynseminnar en skáldlegrar fantasíu varð ofaná. GROPIUS OG BAUHAUS Einstakar tilraunir svo sem Einstein-turn- inn, höfðu engin almenn áhrif til frambúðar. Le Corbusier: Hugmynd um nútímaborg, 1922. í minna helzt á dapurlegar austantjaldsborgir. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.