Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1992, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1992, Side 4
Fórdómar og því líklegt til að vera fljótfærnislegt þó að svo þurfi ekki endilega að vera. Athyglis- verð er sú aðdáun sem skjótar ákvarðanir oft njóta — en því miður ekki alltaf að verð- leikum. Forskeytið for- getur einnig verið herðandi og stundum með neikvæðum og háðslegum blæ eins og í orðunum for- heimskun og forfrömun. Orðið dómur hefur ýmsar merkingar og birtist í mörgum orðasamböndum og sam- setningum. Algengasta merking þess er nið- urstaða eða úrskurður, til dæmis dómsniður- staða, ákveðin skoðun, staðhæfíng eða loka- ákvörðun. Samanber latnesku setninguna: „Roma lobuta causa finita“ sem merkir: vandamál Ahugi minn á að grúska í fordómum og skilja bet- ur eðli þeirra kviknaði meðal annars í tengsl- um við nám og störf á sviði geðlæknisfræðinn- ar. Þar kemst maður aftur og aftur í nána snertingu við fordóma eins og kunnugt er. Þó að þeir hafi rénað eru þeir fjarri því að vera horfnir. I. UM FORDÓMA Fordómar eru flókið og margbrotið hug- tak og fyrirbærið er til í mörgum gerðum og afbrigðum. Á ensku er áð fínna ýmis kunn orð eða meginhugtök um fordóma og skyld fyrirbæri, svo sem prejudice, stigma, discrimination og dogma. Prejudice sam- svarar nánast íslenska orðinu fordómur hvað merkingu og myndun þess varðar. Discrimination nær yfir það að gera upp á milli einstaklinga eða hópa, t.d. kynflokka eða samfélaga, fara í manngreinarálit. Stigma samsvarar nánast íslenska orðinu stimpill eða brennimark, en dogma er notað um stirðnaða kennisetningu eða kreddu (dregið af latnesku sögninni credo = ég trúi). Á íslensku eru einnig til fleiri en eitt orð Ur íðjuþjálfun á Geðdeild Landsspítalans. Ljósm.Lesbók/RAX. rökum og réttmæti dómsins, má segja að fordómar styðji hugsun okkar. Það má líkja fordómi við afstöðu, með eða á móti ein- hvetju, sem er tekin eða samþykkt að óat- huguðu máli og væntanlega af lítilli dóm- greind. Orðið dómgreind merkir greind til að dæma rétt. Sigurður Guðmundsson skól- ameistari talar á einum stað um hina „rétt- gáðu dæmigreind“ sem er dómgreind sem ekki lætur stýrast af fordómum. Til þessa hef ég rætt röklega um fordóma og hvað orðið felur í sér. En auðvitað eru fordómar sjaldnast fyrirfram felldir dómar í þessari bókstaflegu merkingu. Fordómar hafa yfirleitt yfír sér einkennilega slæðu eða slikju. Það veit enginn nákvæmlega hvaðan þeir komu eða hvemig þeir mynduðust. Þeir virðast sjálfsagðar eða sjálfgefnar land- lægar hugmyndir og eru kannski hluti af hinum félagslega arfi eða innrætingu. En um leið eru þessar hugmyndir afar lífseigar og með ákveðnum, en fölskum raunveru- leikablæ. Fyrir fordómum færa menn yfir- leitt óskýr rök og barnaleg — „af því bara“. Fordómar eru notaðir til að afgreiða málin eða gera út um hlutina án þess að þurfa að hugsa um þá. Þar með eru þeir valdatæki og um leið meðal sem deyfir sam- viskuna og getur veitt falska lausn undan ábyrgð og skyldum. Það einkennir fordóma- fullan mann að hann upphefur sjálfan sig og kennir öðmm um það sem miður fer. Álit hans, fordómurinn, einkennist af sjálfs- ánægju og öryggi um réttmæti og ágæti að minnsta kosti á yfirborðinu. Undir niðri kann að vera allt annað á seyði. Mjög oft birtast fordómar sem andúð eða fyrirlitning á öðru fólki sem menn ímynda sér á einhvem hátt lakara eða verra en sjálfa sig og sína. „Svona erum við ekki“. Þetta fyrirbæri, fordæmingin, samsvarar vel kenningum sálgreiningarinnar um hinn frumstæða varnarhátt, frávarp (projection), þegar vissum þáttum, oft óþægilegum í eig- in vitund og sálarlífi er „varpað“ yfír á aðra og þeir tileinkaðir þeim. En þessi for- dómur, sem hér er nefndur og felur í sér fyrirlitningu á öðmm, lyftir um leið undir „hagnýta" sjálfsblekkingu um eigið ágæti og stuðlar að ofmetakennd og sjálfsupp- hafningu. Kannski er innsta eðli og tilgang- ur fordóma sá að deyfa óþægilegar efasemd- ir, ótta, kvíða og vanmetakennd — að ógleymdri öfundinni. Um leið dofnar einnig réttlætiskennd og dómgreind, við losnum að minnsta kosti um stundarsakir undan því álagi að hugsa sjálf um rök hlutanna. Fordómar henta þannig bæði til vamar og sóknar. Hentugur fordómur er góð vörn gegn ýmsu sem er nýtt og óþekkt, frábrugð- ið og á einhvem hátt ógnandi og gæti vald- ið röskun á högum okkar. Þetta skýrir vin- sældir og langlífí sumra fordóma og það að þeir bæta líðan, verður næg ástæða til að varðveita þá og réttlæta. Sú grimmd og hræsni sem fordómunum fylgir birtist víða. Einhver allra þekktustu og grófustu afbrigð- in eru kynþáttafordómar, fordómar um kon- ur, pólitískir fordómar og fordómar með eða á móti trúarbrögðum — sem allir hafa þann eiginleika að geta réttlætt ill verk í nafni „hugsjóna" og orðið að tilganginum sem helgar meðalið. Eins og áður segir eru fordómar hentug- ir til að varðveita völd og hagsmuni þó að beita þurfí bæði rangsleitni og jafnvel kúg- un, beinni eða óbeinni, samanber fordóma- fulla afstöðu sem oft birtist gegn nýjungum og framförum. Sögulega frægir eru fordóm- ar gegn frumkvöðlum á sviði vísinda og þjóðfélagsumbóta og einnig gegn fjölmörg- um brautryðjendum á sviði skáldskapar og lista. Síðan hafa slíkir fordómar, til dæmis Róm hefur talað, málinu er lokið. Dómurinn er viss léttir. Þá má fara að snúa sér að öðru. Dómur í þessum skilningi er með öðr- um orðum niðurstaða eða ákvörðun sem tekin er af einum eða fleirum tilnefndum aðilum án þess að vera endilega sannanlega rétt, en er „pragmatískt" rétt frá því sjónar- miði sem ræður, til dæmis samkvæmt lögun- um og/eða af „félagslegri nauðsyn". Til dóma ber að vanda. Dómar dómsvalds- ins og raunar ýmsar aðrar niðurstöður og dómar eru með vissum hætti hagnýtir og nauðsynlegir, en eigi þeir ekki að valda skaða þurfa þeir að vera svo réttir eða rétt- látir sem kostur er. Fordóm má, samkvæmt samsetningu orðsins, skilgreina sem dóm sem er felldur áður en sannleiksgildi hans er staðfest með nauðsynlegri könnun og þekkingaröflun. Um fordóma gildir það því almennt að ekki hefur verið gengið úr skugga um það hvort þeir séu réttir eða réttlátir. I hvert sinn sem við fellum dóm, tökum ákvörðun eða kom- umst að niðurstöðu án þess að taka mið af Kennslustund í anatómíu heilans í Vínarháskólanum seint á 19. öld. Hugleiðingar um fordóma og geðsjúkdóma Viðvörtm Gadamers: Enginn er alveg laus við fordóma. Að halda hið gagnstæða er afleitur fordómur. Eftir MAGNÚS SKÚLASON um fordóma og skyld fyrirbæri og má nefna hér hleypidóma og sleggjudóma. Hvað ein- kennir þá og aðgreinir? Hvorir tveggja eru dæmi um fordóma. Hleypidómar eru dómar sem hafa tilhneigingu til að „hlaupa um“ og „stinga sér niður“ og birtast víða. Góð dæmi um þetta eru alls kyns hjátrú og hindurvitni manna á meðal. Sleggjudómar eru aftur á móti fullyrðingar eða dómar sem eru líkt og felldir með sleggju eða þungu höggi, sjálfumglaðar staðhæfingar: oft áfell- isdómar einstakra manna eða hópa gegn öðrum einstaklingum, hópum eða samfélag- inu og umhverfinu í heild. Þessi ummæli eru yfírleitt órökstudd og fjandsamleg og einkennast af dómhörku. Ellegar oflof í annarlegu skyni. Lítum nánar á sjálft orðið fordómur. Það er samsett úr forskeytinu for- og orðstofnin- um dómur. Forskeytið for- skírskotar til einhvers sem er hugsað eða framkvæmt fyrst, eða réttara sagt á undan einhverju öðru eða fyrirfram, a priori, án undangeng- innar athugunar og yfirleitt í fljótheitum - geðrænt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.