Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1992, Qupperneq 5
!f!
-gégn'tælfilihýjilffgfmv smnst. vio: T'sörh'ú
blindni og menn lutu forðum véfréttum
frumstæðra skurðgoða fara menn að trúa
á almætti vísindanna, tæknina og allar þær
dásemdir sem hún getur af sér leitt. Fordóm-
afull oftrú á vísindi og tækni sem og and-
staðan gegn þeim, er háskaleg bæði lífríkinu
í heild, andlegu lífi manna og velferð, upp-
eldismálum, mannlegum samskiptum,
menningu og listum.
Slíkar sveiflur milli trausts og vantrausts
og fjölda annarra andstæðna í tilfinninga-
legri afstöðu eru vel þekkt fyrirbæri á frum-
bemskuskeiði bama, en illt er þegar það
mótar líf hins fullorðna manns. Þetta fyrir-
bæri er raunar mjög til umræðu og er á
ensku kallað splitting og um uppruna þess
og eðli má fræðast nánar í fjölmörgum ritum
um þróunarkenningar sálgreiningarfræð-
anna frá síðari árum.
Þó menn leggi ekki alltaf skýrt hugsaða
merkingu í hugtakið menning, mun enginn
í alvöru draga í efa gildi og nauðsyn menn-
ingar. En sérkennilegir fordómar endur-
speglast oft í yfirlætis- og háðslegu tali um
svokallaða menningarvita, það er að segja
áhugafólk um menningarmál. Af þessari
umræðu um margslungna flokkadrætti for-
dómanna má ráða að sjálf menningin getur
orðið menningarfjandsamleg, framfarirnar
skaðlegar og tæknin banvæn sé dómgreind-
in ekki með í ráðum. Hér er brýnt að hafa
í huga að mikill blæbrigðamunur er á notk-
un orðsins menning í þessum tveimur tilvik-
um og í raun róttækur merkingarmunur svo
einkennilegt sem það kann að virðast. Merk-
ingin er annarsvegar ytri neyslumenning,
en hins vegar menning með áherslu á and-
leg og siðræn gildi. Slíkur merkingarmunur
á orðum og hugtökum tengist afar óljósri
tilfinningu manna fyrir raunverulegu inn-
taki eða merkingum orða. Athyglisvert er
að þessi merkingarmunur er leynt og ljóst
nýttur í fordómasmíðinni.
Trúarhugtakið er annað dæmi um misnýt-
ingu' merkingarmunar. Orðið trú getur ann-
ars vegar merkt að trúa í þeim skilningi
að taka eitthvað algjörlega fyrir gefið sem
maður veit samt engar sönnur á (þetta er
sennilega hin hversdagslega merking orðs-
ins, því miður). Hins vegar merkir trú það
að treysta og vona. Þessi merking skírskot-
ar til viðurkenningar á mannlegum van-
mætti og smæð og þeirrar afstöðu að það
megi reyna að setja traust sitt á eitthvað
æðra og meira en sjálfan sig — þrátt fyrir
allt. Þessi síðari túlkun er í hnotskurn ein
af uppistöðum kristindómsins.
Trúarfordómar eru algengir og beinast
stundum að trúnni sjálfri sem fyrirbæri.
Kannski er það að einhveiju leyti vegna
þess að trúin, eða raunar öllu heldur trúar-
brögðin hafa því miður ekki alltaf látið gott
af sér leiða og einnig vegna rangrar túlkun-
ar á trúarhugtakinu. Þarna gætir mikils
ruglings sem stafar meðal annars af því að
þær tvenns konar merkingar orðsins trú,
sem áður voru nefndar, eru ekki aðgreindar.
Yfirleitt er talað um fordóma sem afleið-
ingu af vanþekkingu og ótta við breytingar
og nýjungar og nánast sem birtingarform
íhaldssamrar andstöðu gegn öðrum kröfum
og viðhorfum en hinum ríkjandi. Þrátt fyrir
þessa einföldu og skýru skilgreiningu er
málið margslungnara. Fordómar birtast líka
sem andstaða gegn íhaldssemi, að minnsta
kosti vissri íhaldssemi. Þessi öfgakennda
róttækni gegn íhaldsemi er oft bamaleg
nýjungagirni eða vanhugsuð oftrú á breyt-
ingum eða niðurrifí — undir fölsku flaggi
umbóta. Athyglisvert er að oft mætast þess-
ar tvær gerðir fordóma og tengjast í harla
merkilegum faðmlögum flókinna eigingirn-
issjónarmiða, hroka og þokumekki sem erf-
itt er að sjá í gegnum. Kannski er hér ekki
um neinar djúptækar andstæður að ræða,
heldur sýndar-íhald og sýndar-róttækni sem
enginn munur er á. Þverpólitísk valdasam-
trygging er oft á bak við sýndarágreining-
inn. Frekju og yfirgang getur verið tilvalið
að hjúpa hæfilega margræðum hugtökum.
Þau deyfa og slæva.
í Vefaranum mikla eftir Peter Hallberg,
sem er fyrri hluti umfjöllunar hans um
skáldskap Halldórs Laxness, er getið um
kenningar þýska höfundarins Ottos Wein-
ingers. Hann setti fram hugtak sem hann
nefndi „henid“ og skilgreindi sem „vissar
tegundir óljóss eða óskipulegs hugar-
ástands, þar sem skynjanir og tilfinninga-
blær þeirra eða hugmyndir (skoðanir) og
tilfinningablær þeirra verður ekki aðgreint,
heldur rennur út í eitt“. Tilfinningar og
hugsanir renna sem sagt út í eitt í einhvers
konar tilfinningasömu hugmyndahrafli,
hugarmistri sem kalla mætti mengun. Um
myndun orðsins henid af hendi Weiningers
veit ég ekkert. Mér dettur þó í hug að það
sé samsetning úr forskeytinu hen- sem hef-
ur stefnulitla hreyfimerkingu (hingað eða
þangað) og úr latnesku (rótinni) id sem
merkir „það'“j 'Ánnar "mÖguTéiícl er’sa aðTJað
sé skylt orðinu idea og merkir það þá ein-
faldlega reikular og stefnulausar hugmynd-
ir. Þessi lýsing á einmitt vel við um marga
sleggjudóma og hleypidóma.
Brýnt er að gera sér grein fyrir því að
fordómur er eðli málsins samkvæmt hvorki
skýrt meðvitaður né viðurkenndur sem slík-
ur. Ef svo væri mundi sá sem hann hefur
vera kominn í innri mótsögn sem væri alvar-
leg ógnun við þann ávinning sem fordómur-
inn hefur veitt honum. Sjálf mannkynssagan
og bókmenntirnar eru að sjálfsögðu sam-
felld keðja af dæmisögum um þetta. Dæmið
af sögumanninum í skáldsögunni Fallið eft-
ir Albert Camus kemur upp í hugann í því
sambandi. Þar segir frá virtum dómara sem
við sérstakar aðstæður verður skyndilega
ljóst hve fánýtt og fáránlegt bæði starf
hans og smáborgaraleg tilvera er. Bókin
starfsemi — og sér í lagi þær truflanir og
misbrestir sem hér koma til.
Geðrænum sjúkdómsfyrirbærum er oft
skipt í tvo meginflokka; í fyrsta lagi hina
svonefndu meiriháttar geðsjúkdóma og svo
hina vægari geðsjúkdóma eða geðræn vand-
kvæði. Eiginlegir eða „þyngri“ geðsjúkdóm-
ar einkennast af meira eða minna brostnum
tengslum við raunveruleikann um skeið,
stundum hugsanatruflunum, ranghugmynd-
um og ofskynjunum og oft er mikil röskun
á dómgreind, sjálfstjórn og atferli í sam-
ræmi við það á meðan á veikindum stendur.
í minniháttar geðrænum sjúkdómsfyrirbær-
um eru tengslin við raunveruleikann yfir-
leitt heilleg þó ýmislegt þjaki sjúklinginn
og móti nokkuð persónu hans. Hæst ber
þar kvíða, brenglaða sjálfsímynd, einbeiting-
arörðugleika, skerta nýtingu getu og greind-
ar, snögg geðbrigði, skerta samskipta-
spurningum er líka ósvarað. Aukinn skiln-
ingur hefur ekki enn orðið að viðtekinni
þekkingu almennings og lífsskilyrði fordóma
eru enn alltof góð.
Besta næring fordóma er eins og áður
segir ótti og vanþekking. Óttinn við geðsjúk-
dóma tengist ótta mannsins við ógnvekjandi
eðlisþætti innra með honum sjálfum, óttan-
um við að missa vald yfír sjálfum sér og
„missa vitið“ eins og sagt er, eygja engin
úrræði. Á þessum ótta þarf einmitt að vinna
bug með aukinni fræðslu. Sú ranga skoðun
að geðsjúkdómar batni sjaldan eða síður en
líkamlegir sjúkdómar ýtir undir ótta og for-
dóma.
Það stuðlar og að fordómum gagnvart
geðrænum einkennum að'þau verða yfirleitt
ekki rakin til beinna skemmda eða truflana
í ákveðnum líffærum með neinni öruggri
vissu. Mannshugurinn er ekki líffæri og
sést ekki á röntgenmynd og á honum verð-
ur ekki þreifað. Þetta finnst mörgum erfitt
að una við og finnst illt að þjáning þeirra
eigi sér ekki áþreifanlega orsök eða hlut-
læga skýringu. Það er kaldhæðnislegt að
fólk verði guðs lifandi fegið ef hægt er að
benda á líkamlega skýringu, jafnvel alvar-
lega meinsemd sem er orsök á andlegri og
tilfinningalegri þjáningu þess og neyð. Til
viðbótar og í samræmi við þetta íþyngir
fólki hvað mest sú útbreidda skoðun — sem
er afleitur fordómur líka — að flest geðræn
einkenni geti eða ættu að geta lotið stjórn
viljans eða viljastyrknum — ef hann er þá
einhver. Þar með er þeim áfellisdómi hamp-
að að sjúklingurinn eigi sjálfur sök á ein-
kennum sínum, hann beri ábyrgð á því að
harka ekki af sér eða hrista þau ekki af sér
og sé þannig lélegri og meiri aumingi en
aðrir. Með þessu móti er ýtt undir skömm-
ina sem oft fylgir í kjölfar geðrænna ein-
kenna og þjáninga og eykur þær. Það er
því skiljanlegt að reynt sé að fara í felur
Geðdeild Landsspítalans. Tilkoma hennar var merkur áfangi framávið.
Kleppsspítalinn. Nafnið Kleppur tengdist hér á landi margskonar fordómum varðandi geðsjúkdóma.
gengur reyndar út á að segja frá og lýsa
þessari hugarfarsbreytingu — hruni eða
vakningu — hvernig sögumaður rumskar
af blundi einnar fírringar til þess að vakna
á ný í annarri, en þó um leið talsvert nær
hugsanlegri lausn.
Hér hefur verið stiklað á stóru um for-
dóma og nokkur helstu afbrigði þeirra, ein-
kennum þeirra og afleiðingum. Fordóma-
fulla og einstrengingsiega afstöðu virðist
mega rekja til eða tengja nokkrum megin-
fyrirbærum og eru þessi helst: Óljósar skil-
greiningar í hugum manna, pólitískar grill-
ur, frumstæðir varnarhættir og viðbrögð og
loks almennt sinnuleysi og smásálarháttur
— hina víðfeðmu þröngsýni mætti kalla
það. Nánari sundurgreining þessara efnis-
atriða og kenninga um orsakasamspil og
eðli fordóma væri áhugaverð, en hér verður
að staldra við að sinni.
II. UM GEÐSJÚKDÓMA
Snúum okkur nú að tengslum fordóma
og geðsjúkdóma. Fyrst ætla ég að segja
svolítið frá geðsjúkdómum, en þeir hafa án
efa fylgt mönnunum frá fyrstu tíð. Hvað
er átt við þegar talað er um geðsjúkdóma
og hvað greinir þá frá öðrum veikindum í
grófum dráttum? Ólíkt viðfangsefni hefð-
bundinnar læknisfræði sem er hin flókna
vél, mannslíkaminn og bilanir á henni í öll-
um sínum margbreytileik — þá er viðfangs-
efni*>'geðlæknisfræðinnar samkvæmt orð-
anna hljóðan meðal annars geðið, tilfínning-
alífið, sjálfstjórnin, persónuleikinn, hæfnin
til tengsla og tjáskipta, samspil vitundar
og veruleika, víxlverkun sálarlífs og líkams-
hæfni, einsemd og einangrun, margvísleg
líkamleg einkenni og loks misnotkun vímu-
gjafa og mismunandi andfélagsleg hegðun-
arvandamál — en fáguð geðprýði getur
raunar einnig verið hjúpur sárra innri átaka.
Nú vaknar sú spurning hvort nokkur
maður sé heilbrigður ef öll þessi einkenni
eru alltaf sjúkleg. Því er til að svara að
þessi „vægari" geðrænu einkenni skarast
mikið og renna nánast saman við fullkom-
lega eðlilegar tilfínningar og viðbrögð venju-
legs fólks. Skarpa línu milli sjúks og heil-
brigðs er því erfitt að draga. Velflest áður-
nefnd einkenni upplifa allir öðru hveiju, en
að vísu mjög mismunandi svæsin og það
gerir gæfumuninn. Flest eru þessi einkenni
og tilfínningar auðvitað eðlilegt hlutskipti
allra manna sem ekki má flýja frá heldur
verður að takast á við og vaxa við það. Að
sjálfsögðu geta menn þurft aðstoð bæði
geðlækna og annarra meðferðar- og hjálpar-
aðila vegna þessara tiivistarvandamála þeg-
ar svo ber undir án þess að nokkuð sé við
það að athuga. Það er í rauninni miklu
meira við það að athuga ef menn leita ekki
aðstoðar þegar það er nauðsynlegt. En ein-
mitt það að leita ekki hjálpar getur líkast
til einmitt stafað af fordómum í þá veru
að slíkt sé alvarlegt veikleikamerki, um
aumingjaskap eða því um líkt.
Um aldaraðir hefur ríkt mikil vanþekking
á geðsjúkdómum og enn hvílir mikil hula
yfír þessum málaflokki. Meðal elstu kenn-
inga um geðsjúka eru til dæmis þær að ill-
ir andar hefðu tekið sér bólfestu í fólki og
ættu sök á einkennum þess eða þá að þau
stöfuðu af reiði guðanna og svo framvegis.
Margar bábiljur eru enn við lýði og mörgum
með þessi vandamál og sjúkdóma fremur
en nokkra aðra.
Saga geðsjúkdómanna ber vitni þessum
háskalegu fordómum. Sjúklingarnir vöktu
andúð og ótta sem var bæði ómaklegt og
ómannúðlegt. Gömlu geðveikrahælin svo-
nefndu voru úr alfaraleið og helst úti í sveit,
umgirt háum girðingum og gluggar hafðir
hátt uppi á vegg svo að óhægt væri um vik
að sjá hvort heldur var út eða inn um þá.
Auðvitað er þetta svolítið að breytast, eins
og allir vita, en þó heyrir maður enn í dag
orðin Kleppur, Klepptækur og geðveikur og
ýmis fleiri notuð sem skammir og svívirðing-
ar í daglegu tali.
Það var ekki fyrr en á síðustu öld að
settar voru fram þær kenningar um geðræn
einkenni að um sjúkleika væri að ræða líkt
og hina líkamlegu sjúkdóma. Þá voru búin
til fræðileg sjúkdómshugtök og kenningalík-
ön sem mörg eru enn í notkun. Þetta var
mikið framfaraspor. En það er alkunna að
lausn á einum fordómi getur hæglega leitt
af sér annan, það er að segja að ný kenning
sem leysir af hólmi fyrri kreddur getur sjálf
staðnað í klisju eða innantómum orðum og
orðið að álíka neikvæðum stimpli og hinar
eldri bábiljur.
Á það hefur verið bent að í skjóli sjúk-
dómsgreming-a sé auðvelt að láta sér yfir-
sjást og leiða hjá sér flókið en mikilvægt
samhengi sjúkdómse/nkenna, bæði við hinn
ytri félagslega veruleika og umhverfi í sam-
félaginu — svo og við innri kreppur og ör-
væntingu — og fara að meðhöndla sjúkdóma
í stað sjúklinga. Gagnrýnendur frá þessari
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13.JÚNÍ 1992 5