Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1992, Blaðsíða 11
ÞORGEIR IBSEN
Horft yfir
Breidafjörð
úr Kerling-
arskarði
Enn vekur þessi fagrí fjörður
fagra kennd í brjósti mínu,
svo snilldarlega af Guði gjörður
og guðdómlegur í veldi sínu.
Hvar sástu fegra fjallakögur,
fjallströnd meiri, vogum skorna,
fleiri eyjar^ - fegri ögur,
fegra en Asinn tiginborna?
Ásinn Snæfells- eðalborni,
útvörður þessa breiða fjarðar,
kunnur allt frá aldamorgni
í eldskírn vorrar fósturjarðar.
Ætla má að í essi sínu
almættið væri við Iistsmíð þessa,
skapari vor í skapi fínu
að skapa láð, sem margir blessa.
Höfundur er fyrrverandi skólastjóri í Hafn-
arfirði.
MATTHÍAS ÓLAFSSON
Lítið Ijóð
Hóllinn
sem í vetur
var svellbunga
og gladdi barnið
með sleðann.
Skartar nú gulur
í sólinni
með barnið
angandi af blómum
handa mömmu.
Emma Hansen
Hestur
Hestur í hafti
hoppar í þýfi
bragðinu beittur
berst fyrir Ufi.
Hoppar og horfir
hestur í vanda
fjör er í faxi
funi í anda.
Haft er um hófa,
heiðarnar lokka
litaðar lyngi
sem Ijúft er að brokka.
Höfundur er frá Sauðárkróki.
Þessi efnismikli
Buick frá fimmta
áratugnum er að
sjálfsögðu orðinn
klassískur.
Sumar kvikmyndir hafa orðið sígildar.
En nú er farið að framleiða kvikmynd-
ir í Bandaríkjunum, sem eru „instant
classic“, eða klassískar á stundinni.
Klassísk Hollywoodstjarna: Kvikmynd-
aleikarinn Robert Taylor. James Dean
varð jafnvel klassískur um leið og hann
féll frá fyrir aldur fram.
flokkaðist til hennar. Fram undir 17. öld
fóru byggingarmeistarar mjög frjálslegum
höndum um klassísk mótíf þegar skyndilega
kvað við nýjan, fomleifafræðilegri tón ef
svo má að orði komast, í verkum frönsku
arkitektanna Perrault og Mansart. Bretinn
fylgdi í kjölfarið einni öld seinna og standa
húsameistararnir Colen Campell, William
Kent og Lord Burlington þar fremstir í
flokki. Innblástur sinn og áhuga á fornlist
fengu þeir aðallega gegnum Englendinginn
Inigo Jones, sem uppi var á 16. öld og ít-
alska endurreisnarmanninn Andrea
Palladino. Við Palladino er stundum kennd
sú hreyfing sem betur er þekkt sem neó-
eða ný-klassíkismi, en hún fór líkt og eldur
í sinu um sjónlistir 18. aldarinnar. Þessi
stefna átti rætur að rekja til Rómaborgar
og var einhvers konar myndrænn mótleikur
við ofhlæði barokks- og rokokóstílsins.
Aðalboðberi hennar var þýski fornleifafræð-
ingurinn Johann Joachim Winckelmann, er
með riti sínu „Hugleiðingar um stælingar
á grískum verkum“ („Gedanken úber die
Nachahmung der griechischen Werke“) árið
1755 lagði grunninn að algjöru æði fyrir
öllu klassísku. Þessi eldáhugi hélst í hendur
við merka fornleifafundi í Pompeii og Herc-
ulaneum kringum miðja öldina, ásamt af-
drifaríkum pólitískum hræringum á megin-
landi Evrópu, og stældu nú menn fyrir-
myndina í fyrsta sinn samviskusamlega.
Dórískar súlur, sem eru nánast skraut-
lausar ólíkt þeim jónísku og korinþísku,
tóku að spretta eins og gorkúlur utan á
evrópskum byggingum, og þar fyrir ofan
trónaði gaflhlaðsþríhyrningurinn sívinsæli,
en þessi mótíf notuðu arkitektar líkt og um
bilaða grammofónplötu væri að ræða í
næstu aldir á eftir.
Listmálarar áttu ekki eins auðvelt með
að beita hermibrögðum og félagar þeirra í
byggingarlistinni, einfaldlega vegna þess
að fátt var um fína drætti í þeim efnum.
Einu verkin sem gátu gefið þeim hugmynd
um hvernig menn fóru að því að mála í
fornöld voru freskumar á veggjunum í
Pompeii, ef frá er talin Alexander-mosaíkin
og grískir vasar, einkum þeir sem unnir eru
í hinni svofcölluðu Leketoi-tækni. Þess í
stað reyndu þeir að fanga anda klassíkunn'-
ar, sem talinn var felast í göfgi og glæsi-
leika, eða svo vitnað sé til hinna fleygu og
illþýðanlegu orða Winckelmanns: „edle Ein-
falt und stille Grösse.“ Eitt frægasta verk-
ið sem unnið er í þessum stíl er „Eiður
Horatíanna“ frá 1785 eftir Jacques Louis
David, en hann var ásamt ingres og Pouss-
in einn helsti fulltrúi ný-klassíkurunnar.
Skýr, einföld myndbygging og skörp form-
túlkun eru aðaleinkenni þessara listamanna
og er klassíski stíllinn því oft kenndur við
þessi atriði. Þeir sem hafa lagt mikið upp
úr formrænum eiginleikum í verkum sínum,
eins og t.d. málarinn Paul Cézanne og kúb-
istarnir, eru þess vegna stundum taldir til
arftaka hins klassíska skóla.
í músíkinni eru línurnar enn óskýrari en
í byggingarlist og málun, þrátt fyrir að
orðtakið „klassísk tónlist" hljómi óefað
mjög kunnuglega í eyrum. Þessa orðnotkun
má rekja aftur til byijun 19. aldarinnar,
sumir segja 1820 þegar rómantíkin var upp
á sitt besta, til aðgreiningar frá eldri tón-
list eða tímabilinu frá 16. öld fram að enda
18. aldarinnar. Þannig tölum við um Bach,
Hándel, Purcell, Mozart og Beethoven sem
klassísk tónskáld þó að þau séu afar ólík
um marga hluti.
Með þessa skilgreiningu bak við eyrað
hljómar orðatiltæki eins og „klassa pulsa“
og „klassískur skákleikur" jafnvel ennþá
annarlegar. Við slíka ofnotkun fer orðið að
missa tilgang sinn og hafnar að lokum sem
merkingarleysa. í víðasta skilningi hefur
orðið klassískur verið notað í viðurkenning-
arskyni yfir menningarafrek sem staðist
hafa tfmans tönn, eitthvað sem hefur verið
metið að verðleikum kynslóð eftir kynslóð
og öld eftir öld. í aðeins þrengri og rótgrón-
ari merkingu nær hugtakið einvörðungu til
bókmennta og lista er hafa að geyma viss
formræn einkenni eins og drepið hefur ver-
ið á hér að framan. Það má því heita furðu-
legt að tala um matvæli og skákleiki líkt
og um klassísk fyrirbæri væri að ræða. Er
ekki nær að segja t.d. einfaldlega að puls-
urnar á Bæjarins bestu séu sér á parti, eða
jafnvel „þrusugóðar", að þessi eða hinn
skákleikurinn sé hefðbundinn og að kjóllinn
beri vott um sígilda hönnun.
Hvað sem þessu líður þá sakar kannski
ekki að velta fyrir sér hvernig standi á
þessari brengluðu orðnotkun og hvernig
hún sé tilkomin, og er ég sjálfur helst á
því að hún eigi rætur að rekja hingað vest-
ur um haf til Bandaríkjanna. Eins og lýðum
er ljóst eiga Bandaríkin sér stutta sögu
samanborið við aðrar þjóðir og því fátt í
menningu þeirra sem hægt er að tala um
sem klassískt með góðu móti. Þó er óvíst
hvort nokkurt annað þjóðfélag í heiminum
hafi notað þetta umrædda orð oftar eða sé
óragara við að merkja sína framleiðslu sem
klassíska en Bandaríkjamenn, hvort sem
um er að ræða gosdrykki, gamanleiki, bíó-
myndir, popptónlist eða ýmiss konar áhöld.
Leikarinn James Dean, sem dó í bílslysi
fyrir aldur fram, er fyrir löngu orðinn klass-
ískur að þeirra mati, varð það nánast andar-
takið sem hann dó. í vikunni sem leið sendi
sjónvarpið frá sér gamlar úrklippur er sýna
Dean leika í alls konar auglýsingum áður
en hann hélt innreið sína í kvikmyndimar
og fjallaði þulurinn um þessar ræmur eins
og þær hefðu að geyma sígild listræn verð-
mæti, þó sjálfum hafi mér þótt söluhlutverk
leikarans vera nauða ómerkilegt. Svipað er
að segja um gamanleikkonuna Lucille Ball,
sem lést í fyrra, og virðist núna komin á
stall með stórmennum heimslistarinnar, eða
í sama „klassa“ og Beethoven, Homer og
gríski höggmyndarinn Phidias.
En ofnotkun Bandaríkjamanna á klassa-
stimplinum er ekki bara bundin við leikara-
flotann í Hollywood. Kóka-kóla fyrirtækið
auglýsir „Coke Classic", bankinn Citibank
býður mönnum upp á klassískt greiðslu-
kort, Nútímalistasafnið í New York heiðrar
svissneska vasahnífinn sem klassískan,
grínistinn John Goodman auglýsir klassíska
hamborgara fyrir Burger King, hin vel
þekkta popptónlistarrás MTV hefur viku-
lega þætti sem hún kallar klassísk mynd-
bönd, til er útvarpsstöð er ber heitið „Rock
Classic" og leikur lög eins og „Roll Over
Beethoven“, og um daginn heyrði ég einn
kynninn í sjónvarpinu tala um að B-myndin
„Easy Rider“ með Peter Fonda og Jack
Nicholson hefði orðið „instant classic", eða
klassísk á stundinni! Þá hafa myndbanda-
leigurnar sérstakan bás sem merktur er
„klassík“, en þar gefur að líta bíómyndir
með leikurum eins og Gregory Peck, Kat-
harine Hepburn og Kirk Douglas, og í þeirri
sem ég skipti við má einnig finna myndir
eins og „Hinir þrír skósveinar Heraklesar"
og „Risaeðlan Godzilla, konungur skrímsl-
anna, ræðst á New York“.
Við erum sem betur fer ekki alveg eins
illa á vegi stödd og Bandaríkjamenn með
bruðli okkar á orðinu klassískur, þó ekki
sé seinna vænna að reyna að sporna gegn
frekari misnotkun. Það ber að vona að
menn taki ekki upp á þeim ósóma að tala
um klassískan þorramat, klassíska íslenska
glímu, klassískan rímnakveðskap og þess
háttar, eða um klassískan grínleik Ladda
og hina klassísku tónlist popphljómsveit-
anna Hljóma og Brimklóar, og er þá ekki
meiningin að gera lítið úr verkum þessara
listamanna.
Höfundur er listfræðingur og býr í New York.
l
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13JU.Nl 1992 .1 f