Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1992, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1992, Page 4
ímyndin um óspillta náttúru og sanna Sögueyjarmenningu Bláa lónið. Tilbúinn ferðamannastaður þar sem hægt var að nýta sérstök náttúru- skilyrði. Eftirlíking af gerviheimi: Disneyveröld við París, þar sem talið erað 11 milljón- ir manna komi strax á fyrsta árinu. ver er munurinn á Dimmuborgum í Mývatns- sveit og Eden í Hveragerði? Hver er munurinn á Höfða í Mývatnssveit og Bláa lóninu á Suður- nesjum? Á Snorra Sturlusyni og Sykurmolun- um? Gullfossi og diskótekum í Reykjavík? Ferðalög um ofurraunveruleika hins vestræna heims leiða ýmislegt merkilegt í ljós. Til dæmis það, að Eden í Hveragerði, Bláa lónið, Sykurmolarnir og reykvísk diskótek eru raunveruleg fyrirbrigði íslenzkrar nútímamenningar á nákvæmlega sama hátt og Disneyland, Disneyveröld, „the real thing“ kók, McDonalds og hraðbrautir eru raunveruleg fyrirbrigði bandarískrar nútímamenningar. Eftir INGÓLF Á. JÓHANNESSON Eða ætti ég kannski fremur að spyija „hvað er líkt“? Spurningar sem þessar þykja flestar frá- leitar. Ekki það að það sé svo erfitt að svara þeim, hvorki spurningunum um hvað sé líkt eða hvað sé ólíkt, — heldur má gera ráð fyrir að flestum finnist að það sé verið að bera saman fyrirbrigði sem sé fráleitt að bera saman. Að það sé verið að bera saman ekta hluti og óekta. Að það sé verið að bera saman hina óspilltu og fögru náttúru og hinn sanna menningararf við það sem fólk sækist eftir í venjulegum sunnudags- biltúr eða hluti tengda alþjóðlegum menn- ingaráhrifum — og ég undirstrika áhrifum. En öll svona afneitun fellur um sjálfa sig ef maður gerir sér grein fyrir að Dimmu- borgir og Eden höfða jafnt til sunnudags- ferðalaga, diskótekin þykja ekta af því að þau eru ólík diskótekamenningu annars staðar og að Snorri Sturluson var ekki síður undir alþjóðlegum áhrifum en Sykurmolam- ir. Hvað varðar diskótekin þá er fjallað um þau á forvitnilegan hátt í leiðbeiningabók fyrir ferðalanga um Útnorðurlönd sem ástr- ölsk kona, Deanna Swaney, skrifar. Hún getur diskótekanna ekki sjaldnar en þrisvar í bókinni, fyrst í almennum ráðleggingum til kvenna sem ferðast um löndin þrjú. Þar segir, í lauslegri þýðingu minni: „Konur sem ferðast einar um Island, Grænland og Færeyjar munu líklega síð- ur lenda í vandræðum en ef þær væru að ferðast um heimaland sitt. Kona, ein síns liðs eða í fylgd með öðru fólki, sem leggur leið sína í íslenskt diskótek skyldi búast við að verða vitni að eða taka þátt í talsvert hömlulausu atferli." (Iceland, Greenland & the Faroe Islands — a trav- el survival kit Bls. 28.) Swaney lætur ekki staðar numið en nefn- ir digkótek sem „sérstakt númer" (extra attraction) á lista yfír fímmtán helstu staði fyrir ferðalanga að heimsækja á íslandi. Hvað er ekta og hvað er óekta? Eden í Hveragerði með „feikaðri“ Afríkustyttu og eftirlíkingu af víkingaskipi - og hinsvegar Laufásbærinn og norðlenzk torf- hleðsla, hvorttveggja safngripir. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.