Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1992, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1992, Page 6
E.t.v. er þetta viðmið mesta blekkingin. Enn vitna ég í ferðalög okkar Ecos. í þeim tilgangi að átta sig á hughrifum sínum ferð- aðist og heimsótti Eco á einum og sama sólarhringnum eftirlíkingu af New Orleans- borg og Mississippiá í Disneylandi og hina upprunalegu borg á bökkum Mississippiár í Louisiana. Hann fór frá: „hinni villtu á Ævintýralands í ferð á Missisippiá, þar sem skipstjóri gufu- skipsins skýrir gestum frá því að unnt sé að sjá krókódíla á bökkunum. En þegar þú sérð enga krókódfla, geturðu átt á hættu að fá heimþrá til Disney- lands þar sem ekki þarf að plata hin villtu dýr til að sýna sig. Disneyland kennir okkur að tæknin geti sýnt okkur raunveruleikann betur en náttúran er fær um“ (Travels in Hyperreality, bls. 44). Það sem sett er upp fyrir ferðalanga er því ekki síður raunsatt en hitt sem að nafn- inu til er upprunalegt. Auðvitað er New Orleansborg fyrir löngu orðin undirlögð af öilu sem tilheyrir góðum ferðamannastað — og reynslan af því að drekka kaffi þar og borða góðan mat á fínum veitingastað er varla „raunsannari" en reynsla þess sem meiri áhuga á því að leika sér við starfsfólk Disneys. I Disneyveröld er gerviheimur boð- inn sem raunveruleg reynsla. Reynslan af gerviheimunum er jafn raunveruleg og reynslan af því að sitja ráðstefnu og borða dýrindis mat í New Orleans. En í Disneyver- öld vita allir að verið er að plata þá. Ég bendi líka á að kvarðinn um hvað sé raunsætt — hvað sé ekta og óekta þegar grannt er skoðað — er ekki samkvæmur viðteknum hugmyndum um sanna Sögueyj- armenningu og óspillta náttúru. Á þessum kvarða standa þjóðgarður á borð við Stóru- Reykjaföll og ímynd á borð við Gullfoss lágt en íslensk diskótek hátt. Eden í Hveragerði er e.t.v. einn sá mest ekta staður sem við fínnum á íslandi á þessum viðsnúna kvarða en stóð þó ekki hátt í mínum augum fyrr en ég áttaði mig á að þangað fer raunveru- legt fólk í raunverulega sunnudagsbíltúra. Og reynsla þess er jafnraunveruleg og þeirra sem hafa tækifæri til að sitja ráðstefnur og fyrirlestra annars staðar í veröldinni. Við skulum líka átta okkur á því að ís- land-er land nútímamenningar. Við eigum tónlist og leiklist sem er hluti alþjóðlegrar menningar og við höfum sett upp fyrir okk- ur sjálf. Þetta er ekki ómerkari hluti ís- lenskrar menningar en íslendingasögumar. Nútímamenninguna, sígilda tónlist jafnt sem Sykurmolatónlist, má selja ráðstefnu- gestum og öðrum ferðalöngum án þess að viðkvæmri náttúru landsins sé hætt — sé þess á annað borð nokkur kostur að selja íslenska sígilda tónlist. Ættum Við Að Setja Upp Skrúðgarð í Ódáða- HRAUNI? Víkjum aftur að Ódáðahrauni. Við land- verðir viljum ná samstöðu um að það sé mikilvægt og að það beri að friða. Við vilj- um líka ná samstöðu um það beri að taka í burtu útlend tré á Þingvöllum og Dimmu- borgum. En ekki endilega í þeim tilgangi að gera staðina meira aðlaðandi fyrir ferða- fólk, heldur til að þeir uppfylli betur hina vísindalegu ímynd um óspilltan stað og hina fagurfræðilegu ímynd um hvað á heima í íslenskri náttúru. Það hefur líka umtalsverð áhrif á í um- ræðuna um Ódáðahraun að mjög margt erlent ferðafólk er orðið það skynugt að það er ekki hægt að selja því landgræðslu- og skógræktarrómantík íslendinga. Mið-Evr- ópubúum finnst meira til um auðnir, viðáttu og undraheim Ódáðahrauns en barrtrén í skrúðgarðinum í Höfða við Mývatn. Ódáða- hrauni er hægt að stilla upp sem einstöku svæði í Evrópu. Höfundur er uppeldisfræðingur og sagnfræð- ingur, starfaði í nokkur sumur sem landvörður í Skaftafelli, Mývatnssveit og Jökulsárgljúfrum, bjó í rúm fjögur ár í Bandaríkjunum og starfgr nú hjá Umferðarráði. Hverinn Blesi við Geysi. Er hann sannari en Bláa lónið? Stóru ReykjarfjöII í Bandaríkjunum. Atta milljónir manna koma í þennan þjóð- garð á ári hverju. Ég læt aðra um að „markaðssetja" Ódáðahraun. Ég tel Ódáðahraun og íbúa þess eiga rétt á að vera þar í friði fyrir gróðaásókn. Ef hugmyndin um að það sé stærsta óbyggða svæði Evrópu á eftir að hjálpa til við að friða það — eins og stjórn- málakonur- og menn eru að reyna — er það frábært. En ég viðurkenni að ég óttast tölu- vert þá ofurmarkaðssetningu íslenskra óbyggða sem þegar er hafin. Kannski á ég einhvem tíma eftir að labba aftur um Ódáðahraun og skoða hraunið og sandana, áður en það verður eyðilagt með of mikilli umferð. Ég átti erindi í Ödáða- hraun löngu áður en ég hafði tækifæri til að heimsækja Dimmuborgir, þótt ég sé alinn upp í aðeins tólf kílómetra fjarlægð frá Borgunum, og marga aðra nálæga ferða- mannastaði. Eg hefi alla tíð undrast gróður- inn í Ódáðahrauni, eins og æmar sem þar ganga allt sumarið og skila kjötmeiri og bragðbetri háfjallalömbum en aðrar ær, ég var hrifinn af álftunum sem heyra mátti syngja vð kanta hraunsins á stilltum haust- dögum, en ég hafði ekki vit á því að skoða smádýralífið þar. Kannski eru það einmitt þau af lifandi vemm sem mestra hagsmuna eiga að gæta! Milan Kundera lýsir því hvernig hin vest- ræna nútímamanneskja ruglar saman raun- vemleika og óraunvemleika: „Franz fannst líf sitt innan um skruddurn- ar vera óraunverulegt. Hann þráði hið raunverulega líf, að ná sambandi við það fólk sem gekk við hlið hans, hann þráði hávaðann í því. Hann gerði sér ekki grein fyrir því að það sem honum fannst óraun- verulegt (starf hans innan veggja bóka- safna) var hið raunvemlega líf hans, en hópgöngurnar sem hann taldi raunvem- legar voru ekkert annað en leiksýningar, dans, hátíð, með öðmm orðum: draumur" (Óbærilegur léttleiki tilverunnar, bls. 116.) Umberto Eco lýsir nútímaborgarsvæði, eða eftirborgarsiðmenningu á þennan hátt: „Los Angeles er stórborg sem saman- stendur af 76 minni borgum sem tengdar eru saman með tíu akreina vegum, þar sem mannskepnan lítur svo á að hægri löppin sé hönnuð í þeim tilgangi að vera á bensíngjöfinni, og vinstri löppin óþörf sem hver annar visnaður botnlangi af því að bílar hafa ekki lengur kúplingu — augun eru hlutir til að fókusera á undur sjónarspils og mekanisma, skilti og bygg- ingar sem með ógnarhraða koma í ljós og hverfa og hafa aðeins örfáar sekúndur til að ná athygii og aðdáun. í tvíbura- fylki Kaliforníu, Flórída, sem einnig virð- ist vera gervisvæði, fínnum við í reynd hið sama, þ.e. ótruflaðar víðáttur af borg- armiðstöðvum, vegamótum sem spanna stór svæði, gerviborgir sem helgaðar eru afþreyingu. (Disneyland er í Kaliforníu og Disneyworld er í Flórída ...)“ (Trav- els in Hyperreality, bls. 22). (Byggt á fyrirlestri sem var fluttur á ráðstefnu leið- sögumanna og landvarða um náttúruvemd og ferða- mennsku í Odda, húsi Háskóla íslands, þann 21. mars 1992). Heimildir: Umberto Eco. 1986. Travels in Hyperreality. Picador. London. Gunnar Karlsson. 1977. Frelsisbarátta Suður-Þingey- inga ogJón & Gautlöndum. Hið íslenska bókmenntafé- lag. Reykjavík. Hörður Sigurbjarnarson. 1992. „Eyðimerkurdýrkun og svört náttúruvemd". Morgunblaðið 20. mars 1992. Milan Kundera. 1986. Óbærilegur léttleiki tilverunn- ar. Skáldsaga í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnsson- ar. Mál og menning. Reykjavík. Deanna Swaney. 1991. Iceíand, Greenland & tbe Faroe Islands — a travel survival kit. Lonely Planes. Hawthorn, Victoria, Australia. Bmce J. Weaver. 1991. „The Creation of á National Park: An Analysis of the Communication Campaign Ieading to the Creation of the Great Smoky Mounta- ins National Park“. Erindi flutt á ráðstefnu, The Disco- urse on Environmental Advocacy. Alta, Utah, Banda- ríkjunum, 29.-30. júlí. í auga óreiðunnar VI Yegir Sé litið yfír öldina, < kemur margt unda og byltinga, sagc standa, þó svo að um verði að teljaf „Sósíalisminn byggði á ótal mótsögnum. Einn þeirra var hið yfirlýsta guðleysi af meiði efnishyggjunnar, því að þrátt fyrir það er skilningur sósíalista á samfélaginu að mörgu leyti í ætt við guðstrú, nema hvað þeir flytja himnaríkitiljarðar. . .“ Eftir EINAR MÁ GUÐMUNDSSON Á þessari öld hefur fjöldi alsaklausra sannleika: „Sannleikurinn sem elt hei fanginu er því að mörgu leyti skyldai er fráleitt óumdeilanlegur og nær allta að.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.