Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1992, Blaðsíða 4
Kynni mín af Sovét- ríkjunum sálugu Líklega hafa einhverjir ykkar orðið hissa, þegar þið heyrðuð, að ég hefði verið beðinn um að spjalla hér eitthvað við ykkur um kynni mín af Sovétríkjunum á sinni tíð. Af hverju hann? hafa einhverjir ykkar kannske hugsað. En skýr- ingin er ósköp einföld. Ég var fyrsti íslenzki ráðherrann, sem þáði boð stjórnarinnar í Moskvu um að heimsækja Sovétríkin. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að eftir byltinguna í Rússiandi 1917 höfðu hinir nýju valdhafar mikinn áhuga á því að bjóða til Sovétríkjanna ýmsum einstaklingum, eink- fyrsta ár Viðreisnarstjórnarinnar var annað að gera en að fara í slíka ferð, sem átti að taka fjórar vikur. En ég fór ásamt konu minni til Sovétríkjanna 1961. Áður en af þeirri ferð yrði öðlaðist ég dálítil kynni af miklum sovézkum vaida- manni, Míkojan. Á síðasta starfsári stjórnar Hermanns Jónassonar kom frétt um það í Morgunblaðinu, að Mikojan, sem þá var vara- forsætisráðherra Sovétríkjanna, myndi milli- lenda á Keflavíkurflugvelli á leið vestur um haf. Ég kom fyrstur til ráðherrafundar morg- uninn, sem þessi frétt birtist. Hermann Jón- asson spurði mig, hvort ég hefði heyrt Guð- mund í. Guðmundsson tala um, hvernig yrði væri nú starfsbróðir hans sem viðskiptaráð- herra, svo að formlega væri ekkert við þetta að athuga. Ég hafði samband við sendiherra Sovét- ríkjanna, sem ég var vel kunnugur. Spurði ég hann, hvort hugsanlegt væri, að Míkojan vildi hitta íslenzka blaðamenn. Hann kannaði málið og sagði Míkjoan vera fúsan til þess. Flugvélin átti að standa við í 2-3 tíma. Við- skiptaráðuneytið boðaði því til blaðamanna- fundar og móttöku á flugvellinum. Mætti þar fjöldi blaðamanna og ljósmyndara með Matt- hías Johannessen ritstjóra Morgunblaðsins fremstan í flokki. Heppnaðist fundurinn afar vel. Blaðamennirnir spurðu á ensku, en túlk- ur úr sendiráðinu túlkaði yfir á rússnesku. Ég sá hins vegar ekki betur en að Míkojan skildi ensku spurningarnar, því að hann greip stundum fram í fyrir túlkinum, eins og hann væri að leiðrétta hann, þegar hann túlkaði mál Míkojans yfir á ensku. Stór mynd af Míkojan birtist daginn eftir á forsíðu Morgun- blaðsins og merkilegt viðtal við hann. En fundinum lauk áður en komið var að brottfar- artíma vélarinnar, svo að Míkojan þáði að skreppa í stutta bílferð um Suðurnes ásamt sendiherra og túlknum. II. Gestgjafi okkar í Moskvu var menntamála- „Þegar ég horfi til baka yfír þróun heimsmálanna undanfarinn aldar- Qórðung kemst ég ekki hjá því að veita því eftirtekt, að svo virðist sem ráðamönnum í nágrannaríkjum Sovétríkjanna, austantjaldslöndunum svokölluðu, hafí orðið hinir gífurlegu ágallar sovézka stjórn- og hagkerfísins miklu fyrr ljósir en valdamönnum í Sovétríkjunum sjálfum.“ Míkojan varaforsætisráðherra Sovétríkjanna staddur á íslandi. Hann er sá með svarta hattinn og ræðir við sendiherra Sovétríkjanna á Islandi. A bak við stendur greinarhöfundurinn, Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamála- og viðskiptaráð- herra. Til hægri við hann er Jónas Haralz bankastjóri. Eftir GYLFA Þ. GÍSLASON um menntamönnum og fulltrúum margs kon- ar samtaka. Að lokinni heimsstyijöldinni síð- ari var það stefna stjórnvalda í Sovétríkjunum að gera samninga um menningarsamskipti við önnur lönd. I því skyni buðu þeir til sín menntamálaráðherrum hvaðanæva úr heim- inum. Og í kjölfar slíkra menningarsáttmála varð síðan mikið um alls konar gagnkvæmar heimsóknir. Ég varð menntamáiaráðhera í stjórn Her- manns Jónassonar sumarið 1956, samsteypu- stjórnar Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Tveir fyrirrennarar mínir, þeir Björn ólafsson og Bjarni Benediktsson, höfðu fengið boð frá menntamálaráðherra Sovétríkjanna um að heimsækja Sovétríkin. Báðir afþökkuðu boðið. Þá voru tímar kalda stríðsins. Stjórn Hermanns Jónassonar hafið ekki setið ýkja lengi að völdum þegar mér barst sams konar boð. Ég skýrði bæði utan- ríkisráðherra, Guðmundi I. Guðmundssyni, og Hermanni Jónassyni frá þessu og var það síðan rætt í ríkisstjórninni. Hermann Jónas- son kvaðst vera þeirrar skoðunar, að boðið ætti að þiggja. Kaida stríðinu væri lokið. Og Guðmundur í. Guðmundsson var á sama máli. Ég tilkynnti því, að boðið væri begið. Þótt síðar hafi verið sagt, að ég væri ýmist að koma eða fara gaf ég mér samt ekki tíma til þess að fara til Sovétríkjanna fyrr en 1961. í stjóm Hermanns Jónassonar var við margháttaða efnahagserfiðleika að etja. Meðan stjórn Emils Jónssonar sat að völdum 1959 voru tvennar kosningar. Og tekið á móti honum. Ég sagði eins og satt var, að ég hefði ekki heyrt hann minnast á það. Þegar Guðmundur kom til fundarins spurði Hermann um komu Míkojans. Guð- mundur lét sér fátt um finnast og kvaðst ekkert um hana vita. Hermanni brá auðsjáan- lega og sagði eitthvað á þá leið, að lendingar- leyfi hlyti þó að hafa verið veitt. Guðmundur svaraði heldur kuldalega, að um það hefði ekki verið sótt til utanríkisráðuneytisins, heldur flugmálastjórnar og hefði hún veitt það. Síðar um daginn talaði Hermann um þetta við mig og hafði áhyggjur. Honum fannst ekki hægt að láta varaforsætisráð- herra Ráðstjórnarríkjanna lenda hér án þess að tekið væri á móti honum af hálfu stjórn- valda. Hann bað mig um að spytjá Guð- mund, hvort hann féllist á, að ég gerði það, enda hefði ég oft gegnt störfum hans. Ég ræddi þetta við Guðmund og kvað hann það góða lausn- á málinu, eins og komið væri. En af einhvetjum ástæðum varð ekki af heim- sókn Míkojans í það skiptið. Líklega hefur þá ekkert orðið úr heimsókn hans til vestur- heims. En 1960, á fyrsta ári Viðreisnarstjórnar- innar, gerðist hið sama. Míkojan er á leið til Mexíkó að opna sovézka vörusýningu. Sendi- ráðið sækir um leyfi tii lendingar til flugmála- stjórnar og fær það. Aftur kom upp sama vandamálið, Guðmundur sagði Olafi Thors frá fyrra tilvikinu og kom þeim saman um, að leysa vandann á sama hátt, að ég skyldi taka á móti honum á Keflavíkurflugvelli. Ég ráðherrrann, frú Jekaterína Fúrtseva, sem var tiltölulega nýtekin við embætti, en var mjög valdamikil, t.d. eina konan í fram- kvæmdastjórn Kommúnistaflokksins. Við vissum, að við áttum að heimsækja Moskvu og Leníngrad, Sotsjí við Svartahaf, Tíblísí í Georgíu og Taskjent og Samarkand í Úsbe- kistan. Með okkur skyldi ávallt vera ráðu- neytisstjóri í menntamálaráðuneytinu og túlkur, menntaskólakennari í ensku, sem verið hafði kynnir í sovézka sjónvarpinu á heimssýningu í Brussel nokkru áður. Hún varð raunar náinn vinur okkar og höldum við enn bréfasambandi við hana. Að morgni fyrsta dagsins í Moskvu heim- sóttu við Fúrtsevu í menntamálaráðuneytið og voru þar ýmsir embættismenn ásamt ráðu- neytisstjóranum og túlk'Unum, sem höfðu sótt okkur. Hún bauð okkur velkomin sagð- ist aldrei hafa séð íslendinga áður, en ég flutti stutt ávarp. Hún sagðist sjá, að við ættum að vera í Bolsjoj-leikhúsinu um kvöld- ið og talaði um það með mikilli hrifningu. Sýna ætti Svanavatnið eftir Tsjækovskí og væri þetta sýning til heiðurs Prasad Indlands- forseta, sem væri í heimsókn ásamt konu sinni, og mundi Maja Plísetskaja m.a dansa, en hún var þá frægasta dansmær Sovétríkj- anna og kannski alls heimsins. Fúrtsevu var mikið niðri fyrir og sagðist hún mundi senda leikhússtjóranum boð um, að hann hefði okk- ur í stúku sinni og sýndi okkur leikhúsið, en þarna yrðu helztu fyrirmenn Sovétríkjanna, að vísu ekki Krústjoff, sem væri í Rúmeníu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.