Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1992, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1992, Page 5
Sýningin á Svanavatninu var stórkostleg. Við sátum hjá leikhússtjóranum í stúku hans, sem er hægra megin við sviðið. Að baki stúku leikhússtjórans er lítið skrautlegt herbergi með rauðum floshúsgögnum. Þar vorum við í fyrra hléinu, leikhússtjórinn sagði okkur frá leikhúsinu og sýningunni og við dreyptum á freyðivíni. í seinna hléi var ætlunin að sýna okkur bygginguna. Nokkur þrep voru úr stúkunni niður á ganginn, sem var skreyttur listaverkum. En þegar við öll - kona leikhús- stjórans var þarna einnig sem og ráðuneytis- stjórinn og túlkurinn - vorum komin niður á ganginn kom eitthvert fát á gestgjafa okk- ar. Jafnframt tókum við eftir því, að kona og karl gengu í átt til okkar eftir löngum ganginum og margt fólk í humátt á eftir þeim. Konan og maðurinn reyndust vera Fúrtseva og Míkojan, blaðskellandi, og heils- uðu okkur öllum. Túlknum vafðist tunga um tönn, en samt fengum við að vita, að Fúrtseva og Míkojan hefðu setið saman á heiðurs- svölunum hjá Prasad Indlandsforseta. Hún hafði sagt Míkojan, að niðri hjá leikhússtjór- anum væru íslenzkir gestir, sém hétu Gísla- son. „Hvað er þetta,“ hafi þá Míkojan sagt. „Hann tók á móti mér á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Ég verð að þakka honum fyrir síð- ast.“ Pétur Thorsteinsson, sem var sendi- herra í Moskvu, sagði mér, að það væri mjög sjaldgjæft að ráðamenn Sovétríkjanna, sem að vísu kæmu oft í Bolsjoj, kæmu út á gang- ana, innan um almenna leikhúsgesti. Kynni mín af sovézkum ráðamönnum þennan fyrsta dag i Moskvu komu mér satt að segja mjög á óvart. En þau báru vott mjög vingjamleg- um og hlýjum manneskjum. Önnur kynni voru með sama hætti. Þeir sovézku sendiherr- ar, sem við höfðum kynnzt hér heima, höfðu allir verið mjög geðþekkir menn, sem og konur þeirra. Eg átti samt ekki von á jafn óvæntu samtali og þarna átti sér stað. IH. Við áttum að dvelja í þijá daga í Sotsjí, sem er fallegur sumardvalarstaður við Svartahaf, enn fallegri en Jalta. Frá flugvell- inum ókum við á bílum inn í bæinn. Þegar við komum að bústað okkar mun klukkan hafa verið milli fimm og sex. Þetta var glæsi- legt hús í stórum garði. Sá sem tók á móti okkur, vísaði okkur inn í rúmgóða íbúð, þriggja herbergja, og gengt gegnum garð- inn, beint niður að ströndinni. í miðri íbúð- inni var borðstofa, hægra megin við hana bókaherbergi, en vinstra megin svefnher- bergi. Ég tók eftir því, að búið var að leggja kvöldverð á borðstofuborðið, þar sem hefðu getað matast um tuttugu manns. Borðið var hlaðið kræsingum og mörg glös við hvem disk, en þeir hins vegar aðeins tveir, hvor sínum megin við mitt borðið. Það var ekki laust við, að mér brygði, svo að ég spurði konuna mína, hvort við ættum ekki að biðja um að ráðuneytisstjórinn og túlkurinn borð- uðu með okkur. Þegar hún kvað já við, sagði ég það við túlkinn. Hún sagði, að þau borð- uðu í matsal þar rétt hja, prýðisgóðum. Þeg- ar hún sá, að ég var ekki ánægður, sagðist hún skyldu kalla í forstjórann. Við hann sagði ég, að okkur hjónunum hálfleiddist að borða ein, samferðafólkið væri mjög skemmtilegt, og þá Ijómaði hann og sagði, að enginn vandi væri að bæta út þessu. Fyrr en varði voru komnir tveir nýir diskar á borðið. Þama borð- uðum við saman í þrjá daga og spjölluðum saman á ströndinni, en góð spilda fyrir fram- an húsið var afgirt og sáum við ekkert til þeirra, sem voru í næstu húsum. Borgarstjórinn í Sotsjí bauð í siglingu meðfram stöndinni. Þar stóð hvert sumar- búðaháhýsið við hliðina á öðm, hús tré- smiða, hús málara o.s.frv. var okkur sagt, glæsileg hús. í bók um Sotsjí, sem borgar- stjórinn gaf okkur, sáum við m.a. myndir af fjölda háhýsa verkalýðsfélaga, en engin af húsinu, sem við bjuggum í. Síðar var okk- ur sagt, að í þessu húsi væra einkaíbúðir ráðherra og hefðum við eflaust búið í íbúð Fúrtsevu. Aldrei væm myndir af slíkum hús- um í myndabókum. IV. Við heimsóttum Tíblísf, höfuðborg Georgíu og Grúsíu, og vomm þar í tvo daga. Það leyndi sér ekki, að þar býr önnur þjóð en í Rússlandi og talar annað mál. Þegar við lent- um á flugvellinum var þar kominn mennta- málaráðherra Georgíu ásamt embættismönn- um og túlki. Hann bauð okkur velkomin með ræðu á þjóðtungu sinni, hún var túlkuð á rússnesku, en túlkur okkar þýddi hana á ensku. Hún var mjög vinsamleg og hlýleg. Ég svaraði á ensku, túlkur okkar þýddi á rússnesku, en túlkur menntamálaráðherrans yfir á grúsísku. Seinna komst ég að raun um, að menntamálaráðherrann talaði talsvert í ensku, svo að allar þessar þýðingar voru ekki bráðnauðsynlegar. En jafnframt skildist mér, að það samrýmdist ekki þjóðarstolti Grúsíumanna að tala annað en eigjn tungu, þegar tekið væri á móti erlendum gestum. Jafnsjálfsagt væri hitt að nota alríkistung- una, rússnesku, þegar um gesti frá Moskvu væri að ræða. í veizlu, sem okkur var haldin í fornri höll í hlíðum ofan við Tíflis var mikið af lista- mönnum, rithöfundum og tónlistarmönnum. Þar var mikið spilað og sungið. Og söngurinn var hvorki einraddaður, tvíraddaður, þrí- eða fjórraddaður. Hann var fjölraddaður í orðsins fyllstu merkingu. Hver virtist syngja með sínu nefi, en úr varð hinn fegursti samhljóm- ur. Þessu fólki virtist tónlist i blóð borin. Ég gæti haldið lengi áfram að segja frá fjölmörgu, sem fyrir augu og eyru bar, t.d. í Leníngrad eða Pétursborg og í Úsbekistan, þar sem við heimsóttum Tasjkent og Samark- and og vorum þá komin á slóðir Þúsund og einnar nætur. Én alls staðar hittum við fyrir framúrskarandi geðþekkt fólk, hlýlegt og skemmtilegt, hvort sem um var að ræða Rússa, Grúsíumenn eða fólk af ólíkum kyn- stofnum, sem aðhylltist múhameðstrú. Þeim mun hörmulegra er að fréttá af því, að nú skuli ólíkar þjóðir í fyrrum Sovétríkjunum berast á banaspjót. V. Síðar kom ég tvívegis til Sovétríkjanna. í fyrra skiptið var ég sumarið 1968 sendur þangað af ríkisstjórninni sem viðskiptaráð- herra. Með mér var Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, en sendiherra í Moskvu var þá dr. Oddur Guð- jónsson og fyrsti sendiráðsritari dr. Hannes' Jónsson. Svo var mál með vexti, að samning- ar um olíu- og benzínviðskipti höfðu jafnan verið í dollurum, en samningar um fiskút- flutning í sterlingspundum. í nóvember 1967 hafði sterlingspund lækkað verulega gagn- vart dollar. Við það hækkaði olíuverð til Is- lands og verð á fiski til Bandaríkjanna. En hækkun varð hins vegar ekki á þeim fiski, sem fluttur var út til Sovétríkjanna til mót- vægis við þá hækkun, sem varð á olíu- og benzíninnflutningi .þaðan. Voru íslendingar því komnir í verulega skuld við Sovétríkin. Af þessu höfðu bæði olíu- og benzíninnflytj- endur sem og fiskútflytjendur miklar áhyggj- ur. Mikilvægast var talið, að framvegis yrði bæði inn- og útflutningur í sömu mynt, helzt dollurum, og reynt yrði að jafna þann mikla halla, sem orðið hefði á viðskiptunum vegna verðhækkunar á olíu og benzíni. Sendiherra Sovétríkjanna, sem við Þórhall- ur vorum báðir vel kunnugir, kom út á flug- völl til þess að kveðja okkur. Jafnframt sagð- ist hann hafa mjög góð tíðindi að segja okk- ur. Það yrði sjálfur aðalviðskiptaráðherra Sovétríkjanna, Patolísjev, sem mundi ræða við okkur. Þegar upp í flugvélina var komið, sagði Þórhallur, að ekki væri gott að vita, hvernig bæri að skilja þetta. Viðskiptaráðu- neytið væri skipt í nokkrar ileildir eftir heims- hlutum. Hingað til hefði .iðstuðarráðherrann fyrir Vestur-Evrópu, Kúsmín, alltaf annast viðræður við ísland, þegar þær hefðu farið fram í Moskvu, en ráðuneytisstjóri hans, Mansjúlo, venjulega, þegar þær hefðu farið fram í Reykjavík. En Þórhallur var allra manna kunnugastur viðskiptunum við Sovét- ríkin, alveg frá því að þau hófust um miðjan sjötta áratuginn. Þórhallur sagði, að Patol- ísjev hefði aldrei komið nálægt þessum við- skiptum, enda væri þau býsna lítil á þeirra mælikvarða. Honum datt í hug, að nú kynni að vera stungið upp á auknum samskiptum, þegar íslenzkur viðskiptaráðherra kæmi í fyrsta sinn til Sovétríkjanna, t.d. boðin lán til framkvæmda, en á slíkt hafði oft áður verið minnzt af hálfu sendiráðsins í Reykja- vík. Þegar við komum til Moskvu og hittum dr. Odd og dr. Hannes kom í ljós, að þeir vissu um, að Patolísjev mundi koma á fund- inn daginn eftir og var ástæðan hulin ráð- gáta, einkum þar eð yfir stæði fundur í Æðsta ráðinu, þar sem ráðherrann þyrfti auðvitað að vera. Okkur kom saman um, að ef lánveitingar eða eitthvað utan við það vandamál, sem okkur var falið að fjalla um, bæri á góma, skyldi ég segja, að ég hefði aðeins umboð til þess að ræða um skuldina og auðsyn þess að viðskiptin yrðu framvegis í sama gjaldeyri. Samkvæmt fyrri reynslu var gert ráð fyr- ir a.m.k. tveggja daga fundarhöldum. Kl. 10 næsta morgun komum við í viðskiptaráðu- neytið og voru þar þá Patolísjef, Manjúlo og nokkrir fleiri embættismenn, ásamt túlk, en við fjórir Islendingarnir hinum megin við borðið. Patolísjev bauð okkur hlýlega velkom- in og ég gerði siðan grein fyrir erindi okkar í ýtarlegu máli. Það fór ekki dult, að Patol- ísjev var áhrífamikill maður. Hann spurði aðstoðarmenn sína ýmissa spurninga á rússn- esku, en svör hans voru jafnan túlkuð á ensku, þótt okkur sýndist hann ekki þurfa á túlk að halda yfir á ensku. Um tólfleytið var viðræðunum lokið. Patolísjev hafði fallist á, að allir kaup- og sölusamningar yrðu fram- vegis gerðir í dollurum og að Sovétmenn myndu auka kaup á íslenzkum afurðum til þess að jafna viðskiptareikning ríkjanna fyr- ir árslok 1968, ef ekki yrði ágreiningur um verð. JJndir því, að Patolísjev skyldi ræða við okkur bjó auðsjáanlega ekkert sérstakt, ann- að en það að sýna litlu ríki norður í höfum sóma og vinsemd. Þriðja og síðasta heimsókn mín til Sovét- ríkjanna átti sér stað nokkrum árum eftir að ég lét af starfi ráðherra, en þá bauð Moskvu-háskóli okkur hjónum til Sovétríkj- anna og skyldi ég halda fyrirlestur um efna- hagslíf íslands í alþjóðamáladeild háskólans. Gerði ég það og voru áheyrendur kennarar og elztu stúdentar í deildinni. Ýmsar skyn- samlegar fyrirspurnir voru bornar fram eftir fyrirlesturinn. Én það, sem ég þó fyrst óg fremst man eftir, var, að flestir stúdentanna voru í bláum kakíbuxum og alþekkt amerískt vörumerki saumað á rassvasann. Mér var seinna sagt, að verksmiðja í Moskvu fram- leiddi þessar buxur í takmörkuðu magni, en stúdentar í alþjóðadeildinni hefðu heimild til þess að kaupa þær. VI. Þegar ég horfi til baka yfir þróun heims- málanna undanfarinn aldarfjórðung kemst ég ekki hjá því að veita því eftirtekt, að svo Jekaterína Furtseva, sem þá var menntamálaráðherra Sovétríkjanna. virðist sem ráðamönnum í nágrannaríkjum Sovétríkjanna, austantjaldslöndunum svo- kölluðu, hafi orðið hinir gífurlega ágallar sovézka stjórn- og hagkerfisins miklu fyrr ljósir en valdamönnum í Sovétríkjunum sjálf- um. Hið sama má raunar segja um forystu- menn í kommúnistaflokkum Vesturlanda og þeim flokkum, sem stóðu þeim næstir. Á sjö- unda áratugnum var okkur hjónum boðið til nokkurra austantjaldsríkja. Þegar góð kynni höfðu tekizt við gestgjafana brást það ekki að einhver gamansaga var sögð um skipulag- ið í Sovétríkjunum eða einhveija valdamenn þar. Menntamálaráðherra Ungveijalands bauð okkur einu sinni í heimsókn. Hún varð merki- leg að því leyti, að túlkur okkar í þeirri ferð var Aníkó Nagy, sem þá var stúdent í norræn- um fræðum við háskólann í Búdapest, hlaut í framhaldi af heimsókn okkar ungverskan og íslenzkan styrk til náms í íslenzku við háskólann hér, kom hingað tvívegis, lærði íslenzku fullkomlega, er nú kennari í Norður- landamálum við háskólann í Búdapest og hefur nýlega gefið út þýðingu sína á Eddu- kvæðum á ungversku. Menntamálaráðherr- ann ungverski reyndist frábær gáfumaður og skemmtilegur að auki. Sunnudaginn sem við dvöldum þarna, buðu þau hjónin okkur að Balatonvatni, þar sem er mikil náttúrufeg- urð og andrúmsloft, sem fyllir Ungveija svip- aðri tilfinningu og við finnum á Þingvöllum. Þarna var spjallað af mikilli hreinskilni um allt milli himins og jarðar. Það leyndi sér ekki, að ungverski menntamálaráðþerrann var ekkki ýkja hrifinn af áætlunarbýuskap Sovétmanna í skóla- og vísindamálum. Hann spurði okkur, hvort við hefðum séð aðalfjöl- leikaflokk Sovétríkjanna. Við héldum það nú og sögðumst, eins og satt er, aldrei hafa séð glæsilegri fjölleikasýningu. Þá sagði ung- verski ráðherrann, að einu sinni hafi fjölleika- flokkurinn verið á ferð um öll Sovétríkin. Forstjórinn hafi þá viljað fá bæði dýrunum og mönnunum dálitla hvíld og valið til þess nágrenni lítils bæjar, þar sem eingöngu voru rannsóknarstofnanir, sem störfuðu í þágu Rauða hersins. En sirkusstjórinn var stoltur maður og vidli gjarnan sýna vísindamönnun- um, að þeir í sirkusnum kynnu líka sitt fag. Þess vegna sagði hann við stærsta og virt- asta ljónið í sirkusnum, að það skyldi fra inn í bæinn á hveijum morgni klukkan níu, ganga um og sýna sig, en koma síðan heim klukk- an fimm. Og þetta gerði ljónið í fimm daga. Sirkusstjórinn frétti, að ljónið væri mikill auðfúsugestur í bænum, ekki aðeins hjá börn- um, heldur ekki síður hjá fullorðnum sem einnig þyrftu sannarlega á einhverri tilbreyt- ingu að halda. En á sjötta degi kemur aðalfor- stjóri rannsóknarstofnananna á fund sirkus- stjórans, er mikið niðri fyrir og spyr, hvort það sé satt, að hann hleypi stóru ljóni dag- lega inn í bæinn. Sirkusstjórinn kveður já við og segist ekki vita betur en að ljónið sé feyki visælt í bænum. Þá æsist vísindafor- stjórinn um allan helming og spyr, hvort sirk- usforstjórinn viti, hvað ljóniið hafi gert af sér í gær. Nei, það vissi sirkusforstjórinn ekki. „Það át þvottakonu í rannsóknarstofunni minni,“ sagði vísindaforstjórinn. „Það getur ekki verið,“ sagði sirkusstjórinn. „Ljónið mitt étur ekki manneskjur. En það er velkomið að spyija ljónið hvað hafí gerzt, þegar það kemur heim í dag klukkan firnrn." Svo þegar ljónið kemur heim spyr sirkusforstjórinn, hvort það hafi étið þvottakonu á rannsóknar- stofu í gær. „Já,“ segir Ijónið. „Hvað se- girðu," segir sirkusforstjórinn, „þú veizt þó, að þú átt ekki að éta manneskjur." „Nei, hvernig átti ég að vita það. Ég var búinn að éta einn víndamann á dag í fimm daga, og enginn hafði sagt neitt!“ Nokkru eftir að ég lét af þingmennsku 1978 vorum við hjónin boðin til Póllands og skyldi ég halda fyrirlestur við háskólann við Varsjá, en þangað höfðum við komið áður. Að loknum fyrirlestrinum var mikil veizla og mikill gleðskapur. Einn helzti hagfræðing- ur Pólveija var veizlustjóri, sat á milli okkar hjónanna og reyndist hinn skemmtilegasti. Meðal annars, sem hann sagði við okkur, var, að auðvitað vissum við að Brésnef væri nýorðinn sjötugur, eri spurði, hvort við viss- úm, að móðir hans væri enn á lífí. Hún hefði eignazt hann tvítug og hefði alla tíð búið hjá honum. Nú væri hún orðin níræð og orð- in býsna lasin. En hún byggi í einkabústað sonar síns fyrir utan Moskvu og hann léti sér einstaklega annt um hana. Þegar hún vaknaði kvíðin á morgnana þreyttist hann ekki á að brýna fyrir henni að láta sér líða vel og njóta lífsins, hún skyldi minnast allra kæliskápanna og frystikistnanna, sem væru fullar af gómsætum mat frammi í eldhúsinu, — svo gæti hún á daginn gengið um í aldin- garðinum, hann væri vel varinn, — og ef hana langaði í bílferð, þá vissi hún að hann ætti marga bíla og þyrfti ekki annað en að veifa hendi, þá yrði hún sótt og henni skilað aftur heim. En einn morgun, þegar henni leið sérstaklega illa og sonur hennar lagði sig mjög fram um að hughreysta hana, bætti hún alvörugefin við: „En hefur þér, elsku Leoníd minn, aldrei dottið í hug, að helvítis bolsévíkarnir taki upp á því að gera byltingu og taka þetta allt saman af okkur?“. VII. Það fólk, sem ég kynntist í þrem ferðum til Sovétríkjanna, var framsúrskarandi vin: gjarnlegt fólk, hlýlegt, glatt og vel gefið. í lok fyrstu heimsóknarinnar 1961 bauð ég Fúrtsevu í heimsókn hingað til lands, en til þess hafði ég umboð ríkisstjórnarinnar. Hún kom strax næsta sumar í fylgd með dóttur sinni. Það var fyrsta utanlandsferð hennar, en síðar átti hún eftir að fara víða og reyn- ast góður fulltrúi lands síns. Hér kynntist hún mörgu fólki og allir báru henni sömu söguna. Hún hefði glæsilegt viðmót, væri menntuð gáfukona. Matthías Jóhannessen birti við hana mjög snjallt viðtal í Morgun- blaðinu og hún lét afar vel af viðræðunum við hann. Nú virðist framtíð þeirra landa, sem áður voru Sovétríkin, í nokkurri óvissu og sömu- leiðis örlög þeirra mörgu tuga þjóða og þjóð- flokka, sem byggðu þessi lönd. En slavarnir í Sovétríkjunum, og þá fyrst og fremst Rúss- ar, eiga tvímælalaust mikla framtíð fyrir höndum. Rússar eru gáfuð og merk þjóð. Sú þjóð, sem ól Púsjkín, Tolstoj og Dostojevski, hlýtur að eiga áframhaldandi áhrif í vændum. Og snillingar munu auðvitað sigla í kjölfar Tsjækovskís og Sjostakovitsj. Það tekur tíma að læra á lýðræði. Og það tekur enn lengri tíma að koma á fót efnahags- kerfi, sem grundvallast á fijálsum viðskipt- um, en verður jafnframt að gæta mannúðar og réttlætis. En Rússar og aðrir slavar ættu að geta það ekki síður en aðrar þjóðir, ger- manskar og rómverskar. Erindið var flutt á hádegisverðarfundi Rotary í Reykjavik 22. apríl 1992. LES8ÓK MORGUNBLAÐSINS 5. SEPTEMBER 1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.