Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1992, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1992, Page 6
Frá slóðum Jóns Indíafara að var sól yfir sundum þegar við Vigurfrændur sigldum yfír Seyðisfjörð og Álftafjörð við Djúp 30. júní í sumar. Hesturinn, fegurstur fjalla, Kofrinn og Sauratindar blasa við í sumarblíð- unni, en Súðavíkurhlíðin hrímuð efst eftir ný- Séð yfir Súðavíkurkauptún. Ljósm.: S.Bj. Heimsókn í ÁlftaQörð í sól og sumri. Þar eru ættarslóðir Jóns Indíafara og þangað hvarf hann aftur eftir að hann kom úr sinni miklu reisu. Eftir SIGURÐ BJARNASON legt júníhret. Erindi okkar er að heimsækja slóðir Jóns Indíafara, sem fæddist 4. nóvem- ber 1593 að Svarthamri í Álftafirði, eða fyr- ir tæpum 400 árum. Hann lést 2. maí 1679 nær 86 ára gamall að Eyrardal í Álftafirði. En hvað var merkilegt við þennan fátæka sveitadreng fram yfir marga_ aðra íslenska Jóna sem lifað hafa og dáið á íslandi gegnum aldimar? Er það ómaksins vert að rifja nú sögu hans upp í örfáum dráttum. Eg ætla mér ekki þá dul, að segja mikið nýtt af þeirri sögu. En sjálfur hefur Jón skráð hana í nær 500 blaðsíðna ævisögu sinni er hann reit á gamals aldri árið 1661. Þessvegna lifir saga þessa sérkennilega ævintýramanns. Ámi Magnússon frá Geitarstekk í Dala- sýslu fór frá góðu búi og fjölskyldu 27 ára gamall og lagðist í siglingar til fjarlægra landa. Hann var fyrsti Islendingurinn, að því er vitað er, sem heimsótti Kína á dönsku herskipi árin 1759 til 1760 en sneri heimleið- is 1761. Jón Indíafari var fyrsti íslendingurin sem heimsótti Indland árin 1622 til 1625. Báðir skrifuðu þeir frægar ferðasögur um ævintýri sín. En ólíkir menn voru þeir samt. Ámi frá Geitastekk skrifaði sína sögu í Garpsdal í Barðastrandasýslu. Fór síðan aftur til útlanda og lést norður í Thy (Þjóðu) við Limafjörð á Jótlandi og er talinn grafinn þar. Hafði hann stundað þar bamakennslu. En Jón Indíafari hafði ekki frið í sínum beinum fyrr en hann komst heim til íslands aftur eftir ellefu ára heimsflakk. Veit ég ekki betur en að bein hans hvíli við kirkju hans að Eyri í Seyðisfirði við Djúp. Foreldrar Jóns Indíafara voru Ólafur Jónsson og Ólöf Þor- steinsdóttir. Um langafa sinn, Þorgrím Jóns- son, segir Jón að hann hafí verið „mikil- menni og nafnfrægur maður þó eigi væri hann stórríkur. Hann hafði bústað sinn lengi í Æðey í sókn Snæfjallakirkju". Um föður- móður sína, Bríeti Þórðardóttur segir hann að hún hafi verið: „fróm kvinna". Móðir hans hafði verið: „norðlensk að ætt í Miðfírði uppal- in, af göfugum ættstofni upprunnin". Má af þessum ummælum marka að Jón lætur vel af ætt sinni og uppruna, enda ekki ástæða til annars. Hann getur þess einnig að „mínir sálugu foreldrar áttu fjórtán böm sín í milli í heiðarlegum hjúskap, og af þeim komust ekki utan þijú til aldurs sem var Halldór, Þóra og ég“. Víkjum nú að ættarslóðum Jóns Indíafara í Álftafirði, er ég heimsótti í sumar eins og fyrr segir. Svarthamar stendur í innanverðum fírðin- um niður við sjó. Er þaðan fögur útsýn yfir fjarðarbotninn og inn með firðinum. Þar búa Höfnin í Súðavík. Togarinn Bessi við bryggju á sjómannadaginn í sumar. Ljósm.: S.Bj. Svarthamar þar sem Jón Indíafarí fæddist, séð út Álftafjörð. Ljósm. S.Bj. nú ung hjón, Þorbjörg Sigurðardóttir frá ísafírði og Guðmundur Halldórsson, er var sex mánaða gamall er hann flutti þangað. Er hann systursonur Georgs Guðmundssonar sem er sonur Guðmundar Guðbrandssonar frá Drangavík í Strandasýslu. Flutti hann þaðan til Álftafjarðar. Ungu hjónin á Svarthamri una þar vel ráði sínu og hafa þar um þijú hundruð fjár. Ekki hafa foreldrar Jóns Indíafara verið svo fjárrík. Svarthamarsfjall, Kofri og Sauratindar gnæfa yfir vestanverðum firðinum. Undir- lendi er þar ekki mikið en grösugt. Á þessum slóðum hefst veraldarsaga Jóns Indíafara. Strax í bemsku ber til tíðinda í lífí hans. „Þá ég var fímm ára gamall því nær í bæjarlæknum í Svarthamri í minni sjálfs- vöggu drukknaður, sem vera átti skipsmynd, hefði ei mína sáluga móðir svo fljótt að borið“. Þegar hann er átta ára er hann nærri drukknaður í „þeirri stóru Fjarðará". „í þriðja sinn á sama ári er ég var sendur inn yfír Ósa eftir mönnum í kaupstaðarferð lá mér við í Seljalandsós af hesti að flotna". ■ í fjórða lagi „anno 1615 á mínu tuttugasta og öðru ári lá mér við úr Dvergasteinshlíð um veturinn mér til heljar að hrapa, svo ég fékk yfir 40 köst og kom ég jafnan niður á bakið“. Fleiri hrakföllum varð Jón fyrir í bemsku sinni í Álftafírði. Þakkar hann skapara sínum fyrir undursamlega björgun úr margvíslegum háska meðal annars með þessum orðum: „Ég má segja guð hafí varðveitt mig í lofti, á jörðu, í vötnum, við mararbotn og í eldi undir skmggum og reiðarslögum". Þegar Jón á Svarthamri er tuttugu og tveggja ára tekur vemlega að bera til tíðinda í lífí hans. Hann var þá vorið 1615 við fískút- vegun í Seljadal á Óshlíð, stutt utan við Hnífs- dal. Var sá staður kallaður Rómaborg og „að róa í Róm“ að vera þar við fiskveiðar. Þá ber svo við „um voiið fyrir Krossmessu að eitt engelskt skip upp á 50 lestur sleit upp frá Vestmannnaeyjum í miklum stormi og hleypti inn á ísafjarðardjúp og lagðist framundan þeirri veiðistöð er Rómaborg nefnist, hvar ég var við fiskútvegun". Ævintýraþráin hefur þá tekið hinn unga Álftfirðing föstum tökum. Hann fer um borð í skipið, hittir skipstjóra þess að máli og hef- ur enga vafninga á um ákvörðun sína, en ræður sig, „án vitundar minnar elskulegu móður til fars og útferðar með þessum manni“. Að þremur dögum liðnum finnur hann svo móður sína og fær samþykki hennar við ráða- gjörð sína. Faðir hans hafði látist þegar Jón var sex ára gamall. Jónsmessukvöld um náttmálabil kvaddi hann móður sína og flytja Halldór bróður hans, mágar og bestu vinir hann um borð í skipið, sem sigldi síðan burt af Ísafjarðar- djúpi til hafs. Gerði á þá mikið landnyrðings- veður. Misstu þeir 10 tunnur lýsis og átti Jón eina þeirra. Hleyptu þá vestur til Tálknafjarð- ar. Þar gerði presturinn sr. Guðmundur SKúlason, tilraun til þess að telja hann af Englandsferðinni. En „presturinn varð af að láta og skildum vér svo að gjörðri bæn og blessan yfír mér og minni ferð“. Þar með er teningnum kastað. Álftfírðing- urinn er lagður af stað til Englands. Er Is- land var horfið rak „stórmótviðri af suðaustri í gegn oss“. Síðar er þeir náiguðust England „hljóp á æðistormur mikill á norðvestri". Þar forgengu tvö skip um kvöldið, og seglrá brotn- aði á skipi Jóns. Hafa þeir síðan viðkomu í Jarmoð og sækir skipherra þar kirkju. „Voru þar miklar klukkur sem frábært hljóð af sér gáfu og vítt um kring tilheyrðist". Segir nú ekki frekar af ferðinni fyrr en þeir koma í heimahöfn skipstjóra í Harwich. Er honum þar vel tekið. Fer þaðan til London þar sem hann verður fyrir því áfalli að hann er rændur farangri sínum. Kemst síðan til Kaupmannahafnar og um það leyti í danska herþjónustu sem byssuskytta. Fer í siglingar um Norðurhöf með Jörgen Daae aðmírál árið 1616 og kemur þá við í Noregi. Árið 1617 er hann í siglingum með Kristjáni konungi fjórða og verður málkunnugur honum. Vorið 1619 er hann á Kronborgarsloti. Haustið 1619 er hann aftur kominn til Kaupmanna- hafnar, lendir þar í klandri við Týhúsið og er settur í Bláturn (fangelsi) fyrir misskilning. Gengur þannig á ýmsu fyrir Jóni. En haust- ið 1622 fer hann til Björgvinjar með Krist- jáni fjórða og 8. október það ár fer hann til Indlands. Þar stórslasast hann á báðum hönd- um, er hann skýtur af fallbyssu á herskipinu, sem var vopnað kaupfar. Jón segir að Kristján konungur hafí spurt sig, „hvort hann hafi í skóla gengið því ég sjái út til þess að ég hafí lærðra manna yfírlit". Jón á Svarthamri var eins og áður er get- ið byssuskytta í danska flotanum en þann titil höfðu þeir menn á þeim tíma er voru hermenn í fallbyssuliðinu, segir Sigfús Blön- dal sem ritar formála og athugasemdir við ævisögu Jóns Ólafssonar er í fyrsta skipti var gefin út af Hinu íslenska Bókmenntafélagi í Kaupmannahöfn árin 1908 til 1909. Þeir fengu í mála minnst 9 dali á hveiju misseri. Einkennisbúningur þeirra var rauður og gul- ur. Þeir voru notaðir í danska sjóhemum, Týhúsinu og í Krónborgarkastala. Kristján fjórði spurði Jón Ólafsson ýmsra spuminga um ætt hans og uppmna meðal annars hversvegna hann hefði farið með enskuskipi af íslandi. Svarar Jón öllum spurn- ingum konungs greiðlega og hlýtur að launum tólf marka vínstaup. Segir hann að „upp frá þessu ávarpaði kóngur mig þráfalt með ljúf- legu ávarpi hvar hann sá mig“. Nú er þess að geta að Jón hafði innskrifað sig „í regist- ur þeirra manna sem til Indía voru taxeraðir og var hveijum af oss tveggja mánaða pening- ar út í hönd afgreiddir, fyrr en afreistum". Er ekki að efa að hann hefur notað þá pen- inga vel áður en lagt var af stað í hina miklu reisu. Kveður hann síðan vini sína í Höfn með góðum óskum um „lukku aftur að 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.