Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1992, Síða 9
Documentaskálinn í Kassel: Stór glerveggur færir útisvæðið inní sýningarskálann. Þannig lítur hann út þýzki sýningarskálinn eftir Harald Miihlberger, sem varð
Klassískar súlur standa utan viðglervegginn. Byggingin „leysist upp“ útá gróðursvæðið. endanlega fyrir valinu og byggður var í Sevilla.
Byggingarlist á
sumarsýningum
Á þessu sumri skartar Evrópa sfnu bezta með
glæsilegum sýningum og íþróttaviðburðum,
þar sem Spánn fær vænan skerf með Olympíu-
Ieikum í Barcelonu og EXPO - Heimssýning-
unni í Sevilla. Þar að auki hefur Madrid verið
kjörin „Menningarborg Evrópu“. Á Ítalíu eru
haldnar afmælishátíðir Kólumbusar í Genúa
og minnst er 500. ártíðar málarans Piero della
Francesca í Sansepolcro. Og síðast en ekki
sízt er 9. Documentasýningin haldin í Kassel
í Þýzkalandi.
Nútímamaðurinn með rúman frítíma og
góðar aðstæður til að sjá sig um, hefur úr
nógu að velja. Auk þessara sýninga er haldinn
fjöldinn allur af hátíðum á ýmsum sviðum í
svo til hverri borg meginlandsins. Hvergi virð-
ist dregið í efa, hvort það geysilega fjármagn
sem slíkir viðburðir kosta, skili sér til baka.
Óhemju undirbúningsvinna gleymist í fögnuði
og tilhlökkun - og í voninni um að allt erfiðið
lyfti viðkomandi stað verulega upp.
Forvitnilegt er að velta því fyrir sér, hvaða
áhrif slíkar stórsýningar hafi á þróun umhverf-
is og skipulagsmála í viðkomandi borgum.
Við lauslega athugun á ofangreindum stöðum,
virðist svo sem Barcelona hafi fengið beztu
vítamínsprautuna. Olympíuleikarnir hafa haft
geysilega jákvæð áhrif á borgina og íþrótta-
mannvirkin nýju eru sum með því betra, sem
gert hefur verið í arkitektúr uppá síðkastið,
- svipað og í Múnchen 1972. Áð auki hefur
borgin eignast ný umferðarmannvirki og afar
vandaðar, opinberar byggingar. í þessu efni
hafði stuðningur ráðamanna í borginni afger-
andi áhrif.
Sá stuðningur virðist ekki hafa verið fyrir
hendi í jafn ríkum mæli í Sevilla. En í undir-
búningsvinnu þar fóru sérfræðingar í skipu-
lagsmálum aðrar leiðir en áður hafði þekkst,
þar sem heimssýningar hafa verið haldnar.
Með EXPO fyrir augum voru Öll grundvallar-
atriði borgarskipulagsins endurskoðuð. Mynd-
uð var ný „eyja“ fyrir sýningarsvæðið nærri
gamla borgarkjarnanum og rennsli fljótsins
var breytt; nýi og gamli tíminn fléttaðir saman.
Auðvitað eru sýningarhallir EXPO þver-
skurður af hrærigraut og tízkusveiflum arki-
tektúrs á vorum dögum. Varla er mögulegt
að finna þar byggingar sem gætu orðið fyrir-
myndir í framtíðinni. Við minnumst þess, að
hér áður fyrr voru byggingar á heimssýning-
um áhrifamiklar í stefnumótun arkitektúrs.
Sem dæmi um það má nefna glerhöllina í
London 1851, Eiffielturninn í París 1889,
Mies-skálann í Barcelonu 1929 og Eiermann-
skálann í Brússel 1951.
Álíka stefnumótun hefði að vísu getað orð-
ið, ef einn sýningarskáli, sem við höfum að-
eins séð á myndum, hefði orðið að veruleika.
En grimm örlög komu í veg fyrir það og ekk-
ert varð úr framkvæmdum. Onnur raunasaga,
og enn verri en saga íslenzka skálans, er af
þeim sýningarskála sem þýzka sambandslýð-
veldið ætlaði að reisa og menn væntu sér
mikils af. Verðlaunatillaga arkitektanna Auer
og Weber (sem áður fyrr unnu með Benisch)
vakti athygli fagmanna fyrir frumlega túlkun
á sýningarhúsi við fótskör 21. aldarinnar. En
flibbaöreigum í Bonn tókst að troða fram
andlausri tillögu, sem samkvæmt kostnaðar-
áætlun var ódýrari og var þessvegna byggð.
Hryggilegt dæmi um lítilsvirðingu á verki sem
Ungverski sýningarskálinn eftir Imre
Makovecz þykir minna á kirkju.
Svífandi léttleiki í brezka skálanum í Sevilla. Höfundur Skáli Chile á heimssýningunni er eftir José Cruz Ovalle og
hans er Nicholas Grimshaw. Germán del Sol.
bar með sér andlega frjósemi.
Örlaganomimar vom miskunnsamari í
Kassel. Nýr skáli var byggður fyrir 9. Docu-
menta-sýninguna, sem stendur yfir í 100 daga
(13/6-20/9) Byggingin er fyrirmyndar dæmi
um verk, sem sprottið er af samkeppni meðal
arkitekta og sannar að slík aðferð er réttmæt.
Frá sjónarmiði skipulags er skálinn veruleg-
ur ávinningur fyrir sýningarsvæðið í borginni
Kassel. Húsið brúar biiið milli borgarhluta og
útisvæðis. Spennan sem myndast milli þessara
andstæðna - gróðri útisvæðisins og steini
Finnskur strangleiki í formi finnska skál-
ans. Höfundar kalla sig Arkkitehtuurito-
imisto 92.
Verðlaunatillaga Auer-Weber hefði getað orðið áttaviti í tískusveiflum arkitekt-
úrs í dag, ef hún hefði verið byggð. Uppbyggingin er ströng og einföld en krydd-
uð hæfilegu hugmyndaflugi. Hásumarhitar Spánar höfðu áhrif á form og útlit
en kjarni byggingarinnar er meiriháttar leiksvið lífsfjörs.
byggingarinnar - setur sterkan svip á húsið.
í rauninni er hér tilbrigði við stefið, sem unn-
ið var með f Ráðhúsi Reykjavíkur; í stað vatns
er hér gróður.
Að innan myndar húsið afar skemmtilegan
ramma utanum nýstárleg og hugmyndarík
listaverk. Uppbyggingin er einföld, efnisvalið
einnig og með virðingu fyrir því sem sýna
skal. Öfugt við það sem við eigum að venjast
úr nýjum söfnum eða sýningarskálum, yfir-
gnæfir persónulegur stíll arkitektsins hvergi
það sem hlýtur að teljast aðalatriðið: Verk
listamannanna. Á einfaldasta máta eru klass-
ísk form og grundvallaratriði í arkitektúr túlk-
uð. Sérkennum staðhátta eru gerð skil á bezta
hátt, svo flest virðist sjálfsagt og eðlilegt.
Hvergi er rembing að finna og menn sakna
ekkert frægra karla eins og Stirlings eða
Holleins, eða hvað þeir nú heita. Arkitektar
hússins mega heita óþekktir.
Nýi skálinn er auðvitað ekki það eina sem
ýtt gæti undir menn að takast á hendur för
til Kassel í sumarfríinu í svo sem tvo eða
þrjá daga. Það sem mestu máli skiptir er sjálf
Documentasýningin, sem telst mikilvægur
mælikvarði á nútímalist, - jafnvel Biennalinn
í Feneyjum hefur naumast sama vægi. Fyrir
sýninguna í ár unnu næstum 200 listamenn
víðsvegar -að úr heiminum verk, sem voru
sérstaklega ætluð Documenta. Sjaldan hefur
á jafn sannfærandi hátt verið sýnt framá að
myndlist er ekki bundin við olíuliti og léreft.
Hugmyndaflugið er næstum óendanlegt.
Að auki er boðið uppá ýmsar uppákomur, sem
ekki eru síður spennandi: Hljómburð, lát-
bragðsleiki, ljóssýningar, kvikmyndir og ýmis-
legt annað, sem undirstrikar það að svið ein-
stakra greina hefur víkkað út, en um leið
færst saman og tengst.
í lystigarði í Kassel hefur verið sett upp
skrautlegt tjald, hannað af upphafsmanni
postmodernismans, James Stirling. Það er
jafnframt síðasta verk hans; arkitektinn lézt
í sama mund og sýningin hófst. Sömu öriög
hlaut meistari Francis Bacon; síðustu verk
hans, ógnvekjandi að venju, eru á sýningunni.
Stór hluti sýningarinnar er á opnu svæði
undir berum himni. Á upphækkuðum trépöll-
um má njóta frumlegra listaverka við kaffi-
bolla eða bjórkrús. Andrúmsloftið minnir á
útimarkað; óþvingað, og á kvöldin er það töfr-
andi. Umhverfið og stór hluti af verkum lista-
mannanna hafa mikil og örvandi áhrif á hug-
myndaflugið; eru óvænt, skemmtileg og
spaugileg, þó að undirtónninn sé yfirleitt al-
varleg áminning til okkar á hinum síðustu og
verstu tímum.
Gunnlaugur Baldursson arkitekt.
' LESBÓK MORfitINRI AÐSINS R. SEPTEMBER 1992 9