Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1992, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1992, Blaðsíða 11
Sveinsstaðir í Lýtingsstaðahreppi, þar sem greinarhöfundur bjó. Jörðin er nú í eyði. á reipum. Sili var kallaður þar sem hagldir voru festar og náði svo til jafn langt niður og reiðingur. Reiptögl voru fest hvort við sinn enda á silanum. Þau voru nokkuð löng, því löng reipi urðu að vera utan um heybagga. Af fullorðnum hrossum var hálft faxið klippt og hálfur ennistoppur, því ekki mátti hann vaxa ofan yfir augu. Svo var skellt neðan af tagli. Á tömdum hestum þótti það Ijótt ef taglið var stutt. Af trippum var fax- ið klippt svo nærri makka, að það sem eftir var stóð beint upp og var það kallað bur- stafrakað. Ég man ekki eftir að snöruhár væri tekið úr tagli stóðmeranna á Seylu. Það var klipptur mjór lokkur úr síðu tagli upp við stert og innan úr taglinu. Það var kallað snöruhár. Úr þessum lokkum voru búnar til lykkjur, sem festar voru á fleka við Drangey til að veiða fugl. Flekaveiðin þótti ómannúðleg og var síðar bönnuð. Það er ágiskuð tala, að stóðhrossin á Seylu hafi verið 70 að tölu, en þau voru mörg og það vissu allir á þeim tíma, að Bjöm á Seylu var einn af hrossakóngum héraðsins. Björn sem með mér var við stóðréttina var meðalmaður á velli og harður og snar þegar til átaka kom og hafði gaman af að fljúgast á við stóðhross. Síðar var hann lengi bílstjóri á Sauðárkróki. Faðir hans var Bjöm Benónýsson bóndi á Illugastöðum í Skefil- staðahreppi og fleiri bæjum í þeirri sveit. Hann átti mörg börn og var fátækur. Bjöm vinur minn við stóðréttina á Seylu er nú farinn til feðra vorra. Mér finnst það undarlegt, að þeir sem voru menn með mönn- um um 1930 em nú allir dauðir nema ég. TÖLDU AÐ KÝR MJÓLKUÐU Ekki Af Slátturvélarheyi Það var á þessu ári 1929 að ég var kaupa- maður á Seylu einhveijar vikur um sláttinn. Vinnutími var frá klukkan átta eða hálfníu á morgnana til klukkan 10 á kvöldin. Það var borðað þrímælt.' Morgunmatur klukkan hálf ellefu, hádegiskaffi, molákaffi klukkan að ganga eitt, miðdegismatur klukkan þijú til hálf fjögur, miðaftanskaffi með brauði klukkan sex og svo kvöldmatur, þegar kom- ið var heim af engjum. Matur og kaffi var flutt á engið. Kona Björns á Seylu, Margrét Björnsdóttir, var myndar og rausnar kona og bjó til mikinn og góðan mat handa heimil- isfólkinu og hún hafði líka nóg fyrir framan hendur til þess. Að jafnaði voru sex manns við heyskap á Seyluengi, þtír karlmenn og þijár konur, stundum voru þó sjö eða átta manns. Bjöm bóndi var ekki að jafnaði á enginu enda hafði hann margvíslegum störfum að sinna. Hann var hreppstjóri og hreppsnefnd- aroddviti í áratugi. Þegar bundið var úr enginu fór hann á fætur klukkan 5 á nótt- unni til þess að láta sækja hesta og leggja reiðing á þá. Það tók tíma að leggja reiðinga á 10 eða 12 hesta og það var hafður sami reiðingur á sama hesti. Þeir meiddust þá síður var sagt. Þegar sprett var af reiðings- hestum, var fyrst sprett af aftasta hestinum og reiðingur af honum látinn neðst og svo reiðingar af hinum hestunum í röð þar ofan á eftir því sem þeir voru í lestinni. Þá kom það af sjálfu sér, þegar lagt var á, að sami reiðingur var lagður á sama hest. Hestar voru hafðir í lestum eftir ákveðinni röð. Sá hestur sem var verstur í taumi og vildi kippa var hafður fremstur. Reiðingar gátu meitt hesta og því var þess gætt þegar reitt var heim af engj- um, að hver hestur fengi ávalt sama reiðinginn. Hestasláttuvélin, framtíðarverkfærið um 1930, en nú orðin safngripur. Björn bóndi á Seylu keypti sláttuvél 1929, en sumir eldri bændur höfðu ótrú á þessii verkfæri. Þetta sumar var Björn á Seylu búinn að kaupa sláttuvél, sem tveir hestar gengu fyr- ir en hún var ekki notuð meðan ég var þar. Það var búið að slá með henni einhveija smábletti á bökkunum, sem sléttastir voru. Sumum gömlum bændum var illa við sláttuvélar, sögðu að slátturvélarljárinn lægi svo ijarri að kjarnmesta grasið yrði eftir við rótina og kýr mjólkuðu ekki af sláttuvélar- heyi. Landinn Flaut í minni sveit, Lýtingsstaðahreppi, var byijað að brugga áfengi um 1930. Það voru nokkrir menn, ekki margir, en nóg til þess- að landinn fiaut eins og hver vildi hafa. Þó held ég að drykkjuskapur þá hafi ekki verið meiri en nú. Það var þá eins og nú, að mikill meiri- hluti manna hafði fullt vald yfir áfengis- neyslu sinni. Eitt var öðruvísi þá en nú. Konur drukku þá ekki. Ef kona varð drukkin á samkomu þótti það hneyksli. Slík var þá virðingin fyr- ir hlutverki konunnar í mannlegu lífi. Nú er þetta breytt. Nú virðist það vera eitt atriði í réttindabaráttu kvenna að konur megi neyta áfengis óátalið til jafns við karl- menn. Að brugga áfengi var ósköp einfalt. Það var keyptur strásykur í kaupfélaginu, sem hver gat fengið eins og hann vildi. Pressu- ger fengu menn í bakaríinu. Svo var lagt í, sem kallað var, látið getjast í tunnu. Því næst var geijunin soðin. Til þess þurfti prímus, kælivatn í stampi og mjótt eirrör. Úr rörinu lak svo áfengið í dropatali. Tví- eða þrísoðinn landi var að styrkleika næstum því eins og spíritus. Eftir 1940 hættu menn að brugga, nenntu því ekki lengur. Þá var komin áfengisútsala á Akureyri og greiðar samgöngur þangað. Um drykkjuskapinn í minni sveit á fjórða áratugnum er það að segja, að það voru ekki nema þrír eða fjórir menn, sem hægt var að segja að væru drykkjumenn og það er ekki mikið í 300 manna byggðarlagi. Ég man vel fýrst þegar ég drakk áfengi. Ég var þá á Mælifelli 17 ára. Þetta sumar 1923 var verið að byggja kirkjuna á Mæli- felli eftir brunann þar 1921. Nokkrir menn unnu þar við kirkjubygginguna og þeirra á meðal Sigurður hreppstjóri á Nautbúi, en hann mun hafa verið formaður sóknarnefnd- ar. Sigurður var ekki hrifinn af víndrykkju og við kaffiborð síðdegis sá hann að ég var undir áhrifum áfengis og hafði ég þó hægt um mig. Sigurður fór þá að segja sögu af Guð- mundi Sigurðssyni bónda í Ytra-Vallholti. Hann átti brennivínskút eins og sumir gildir bændur. Svo var það dag nokkurn að vinnu- maður Guðmundar í Vallholti varð drukkinn og hann skildi ekki hvemig á því gat staðið en sagði: Skyldi geta skeð, að hann hafi komist í kútinn? Á Mælifelli hef ég hlotið að komast í kútj en hver átti hann man ég ekki. Áður hafði ég ekki bragað vín nema ein- hveijar teskeiðar af sherry til lækninga þeg- ar ég var krakki. Þegar ég var fermdur var ekki messuvín til. Ég vík aftur að kaupavinnu minni á Seylu. Það var skemmtilegt samfélag og þar kvikn- aði ást hjá ungu fólki, sem eðlilegt og sjálf- sagt var. Áberandi ástarfar var þó ekki á Seyluenginu þetta sumar sem ég var þar. Það var nokkrum árum síðar á fjórða áratugnum, þegar kom fram á vetur, vora tvær ungar stúlkur ófrískar, sem höfðu ver- ið kaupakonur á Seylu sumarið áður. Bjöm á Seylu hafði gaman af að segja frá og naut þess. Hann lét svo um mælt að það hefði fleira verið gert á Seyluenginu í sumar en slá og raka. Það var oft mikið kapp við heyskapinn á Seylu. Björn gerði það að gamni sínu einu sinni á sumri að mæla út dagslægju handa hveijum sláttumanni og þá var keppst við að verða fyrstur að klára dagsverkið. Ég tók þátt í því og var ekki fyrstur og ekki síðastur. Venjulega var bundið í hverri viku og stundum dag eftir dag, ef hey hafði safnast saman á enginu vegna óþurrka. Það þóttu léleg vinnubrögð, ef einn maður og tvær stúlkur bundu ekki hundrað hesta yfír daginn. Ég hafði það af, en þótti binda laust, sagt að ég nennti ekki að reyra sáturn- ar nógu fast. Margrét á Seylu er mér minnisstæð sem skörungskona. Hún var talin skapmikil, hafði ákveðnar skoðanir og hélt fast við þær, vin- ur vina sinna og gerði þeim gott sem minnst máttu sín. Höfundur var bóndi á Sveinsstöðum í Lýtings- staðahreppi en býr nú á Sauðárkróki. ÞÓRHALLUR ÞÓRHALLS- SON Ó, kom þú Morfeus Sexbaujan dregur andann þungt í hljóðri vesturbæjarnótt sem bíður þín þögul og dimm. Djúpt í iðrum hússins heyrast raddir löngu iiðinna daga. Þú sofnar í hafsjó myrkursins sæll og glaður fumur ekki lengur fyrir hárbeittu dagsljósi h versdagsleikans. Eintal svarðskrið- ans Smám saman deyrðu frá öllu sem þú áður varst. Skilur fánýti hlutanna, tilgangsleysið, tómið. Þú vilt fæðast aftur verða miðja alheimsins - skamma stund. Höfundur er Ijóðskáld og býr í Reykjavík. GUÐBERGUR AÐAL- STEINSSON Lestarferð Það var vor eða sumar minnir mig ég sat í lest sem þaut inní gapandi gin grátandi fjalls þú sast gegnt mér undir fljótandi rafmagnsljósi með kaffi í grænum bolla litli fingur settlegur útí loftið hvít ávöl hné þín umkomulaus hrædd líkt og sköllóttir tvíburar upp á eigin spýtur lagði hönd mín í ferðalag og sólin skáskaut sítrónugulum augum hinum megin við fjallið drakk í sig heitan svitann af björtu enni þínu og mjóum hálsi á meðan kaffið kólnaði í bollanum Höfundur er rithöfundur. Leiðrétting Mér hnykkti nokkuð við, þegar ég fletti síðustu Lesbók (27. tbl.) og sá breytinguna, sem orðin var á heiti kvæðis míns. Eg nefndi það Þrífíöllin góðu, en ekki Þrífjöllin mín. Þrátt fyrir dálæti mitt á umræddum fjöllum vil ég ekki eigna mér þau umfram aðra, sem hafa kynnzt þeim og líta þau líkum augum og ég. Leikur nokkur vafí á því, að fögur fjöll geti verið góð á borð við t.d. gott útsýni, góða liti, góðan byr og góða vegi? Orðabæk- ur tilgreina ýmsar merkingar orða, og þar segir að góður þýði stundum mikilsvirtur, og í íslenskri orðsifjabók er sagt að upphaf- leg merking orðsins sé: sem hæfir vel, fellur vel. Ég bið vinsamlegast um leiðréttingu á hinni óvenjulegu prentvillu með birtingu þessarar klausu. Þakkað get ég jafnframt að um hinar „venjulegu“ er ekki að ræða. 17. ágúst 1992. Baldur Pálmason. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. SEPTEMBER 1992 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.