Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1992, Page 4
Æ 1 s L E N S K S K —w— A L D S A G N A R I T U N 1 9 7 0 — 8 0 Hvað kom fyrir millikynslóðina? Samanborið við íslenska skáldsagnahöfunda af eldri kynslóðinni og þá af þeirri yngri er helst við hæfi að kenna okkur sem lentum milli kynslóða á áttunda áratugnum við vingl og ráðvillu. Á annan veg eru ósveigjanlegir þverhausar í minn „Ég get talið upp á annan tug skáldsagnahöfunda frá áttunda áratug aldarinnar sem hættu á því tímabili og fram á síðustu ár að senda frá sér skáldrit. Ástandið hlýtur að vera einsdæmi í þjóðarsögunni; að höfundar kveði sér hljóðs, sendi frá sér fleiri eða færri skáldverk á tiltölulega stuttum tíma, gerist því svo afhuga eftir útlitinu að dæma, að stunda þá iðju frekar.“ Eftir ÞORSTEIN ANTONSSON ingunni sem að vísu hafa stundað flest frek- ar en skáldsagnagerð seinni ár. Á hinn íþróttafólk á mál og kaupmennsku, borgara- legt fólk sem ekki stingur í stúf við aðra góðborgara, varfærnir rithöfundar þegar þeir komust til vits og ára, þessir af ’68-kyn- slóðinni, sem taka á efni sínu með silkihönsk- um, málfarið kliðmjúkt og sefandi. Þeir spyma ekki svo fast í svörðinn að risti upp viðkvæma gróðurþekjuna sem myndast hef- ur á síðustu árum eftir rótleysi í menningar- málum allt frá stríðslokum. Eg get talið upp á annan tug skáldsagna- höfunda frá áttunda áratug aldarinnar sem hættu á því tímabili og fram á síðustu ár að senda frá sér slík skáldrit. Ástandið hlýt- ur að vera einsdæmi í þjóðarsögunni; að höfundar kveði sér hljóðs, sendi frá sér fleiri eða færri skáldverk á tiltölulega stuttum tíma, gerist þvi svo afhuga, eftir útlitinu að dæma, að stunda þá iðju frekar. Vafalítið hafa menn haft sínar ástæður hver um sig og verður varla gerð tæmandi skil; en ekki verður um það deilt að skilyrðin til hinna tímafrekari ritstarfa voru ekki góð á áttunda áratugnum. Þá var mikil umbrota- og óigut- íð í þjóðlífinu og flest óuppgert af átakaefn- um stétta og annarra hagsmunahópa. Þá gekk á verkföllum, verð bólgnaði og skuldir hjöðnuðu af sjálfum sér. Heil kynslóð íslend- inga var þá komin til ára sinna sem sinnt hafði hinum veraldlegri málefnum af einsýni en hinum andlegri alls ekki. Önnur var í uppsiglingu sem sýndi þess öll merki að hún ætlaði að feta sömu slóð. Á þessum árum bar mikið á andófí yngra fólks hérlendis og annars staðar gegn þessum lifnaðarháttum, miklar breytingar á ytra borði á lífsstíl manna gengu yfir eins og alkunna er. Óvissu- ástand ríkti, í réttarfarsmálum, á vettvangi stjómmála, í miðlun upplýsinga hvort sem var skóla eða fréttastofnana. Þess var varla að vænta að yngri menn hefðu eirð í sér til að sinna svo tímafrekri iðju, sem skáldsögu- gerð, á þvílíkri umbrotatíð. Allmargt yngra fólk leitaði þó á skrifstof- ur bókaútgefenda með söguhandrit, en hvarf svo að öðrum metnaðarmálum eftir að hafa náð fram vilja sínum um útgáfu í eitt eða tvö skipti. Ástandið í bókmenntamálum var heldur ekki gott á þessu tímabili. Skáldsögu- gerð hafði gengið í gegnum kreppu í höndum kynslóðarinnar á undan, nærfellt frá því á miðri öldinni. Frá því á stríðsárunum og fram til þess að kröfur yngri kynslóðarinnar um óheft tjáningarfrelsi tóku að hljóma á götu- hornum hafði þessi kynslóð brotist í því með litlum árangri að finna nýjum skáldskapar- háttum hljómgrunn. Allir kannast við stíma- brakið með órímuðu ljóðin; þegar órofínni hefð frá frummönnum til nútíma-Islendings að láta rímnahætti hugsa fyrir sig var ögrað með tilfinningasamari hugarstjórn. Módern- ísk sögugerð hafði ekki heldur náð að skjóta rótum með þjóðinni, en aftur á móti tekið heima hjá þessari fyrstu kynslóð rithöfunda á eftirstríðsárunum sem margir höfðu dvalið í heimsmenningunni í París í lengri eða skemmri tíma. Almenningi var yfirleitt ekki Ijóst hvers vegna þörf var á því að hrófla við aðferðum söguþjóðarinnar við að segja sögur og gekk ekki saman með höfundum og væntanlegum lesendum um þetta atriði. Margt fleira í félagslegum efnum var á huldu á þessum árum og vingl og ráðvilla algengt ástand með fólki þegar að þeim efnum kom. LÝST EFTIR HÖFUNDUM Af tilgreindum ástæðum lentu nýir höf- undar, sem beinlínis gáfu sig að sagnagerð af innri þörf á áttunda áratugnum, í stríð- ari átökum við form sagna sinna en fyrri Islendingar á sömu braut — og í átökum við formgerðir menningarmála yfírleitt. Þannig braust Þráinn Bertelsson í því að skrifa skáldsögur á framanverðum áttunda áratugnum, og skiptist í tvö horn með efni hverrar sögu, annaðhvort Var það allt of lít- ið eða of mikið miðað við byggingu hvers verks. Skáldsöguhlutinn Paradísarvíti, út- gefínn 1975, var það síðasta sem frá Þráni kom af þessu tagi, sagan Iíkist helst ferða- tösku með ótrúlega mörgum og Iitskrúðug- um límmiðum sem vísa hver í sitt heims- horn. Framhald sögunnar, sem boðað var á titilsíðu, kom aldrei, því miður, því vera kann að botn hefði þá fengist i flókna goða- fræðilega skýringu skáldsögunnar á hinu illa í velferðarþjóðfélaginu. A þessu tímabili var slíkrar skýringar þörf. Þráinn hafði árin næstu á undan sent frá sér þijár skáldsögur og virtist eftir sögunum öllum að dæma velkjast í miklum vafa um hvort illvirki og mannleg niðurlæging stöf- uðu fremur af tilviljunum eða djúpstæðum Iögmálum. Með fyrstu sögu sinni, Sunnu- degi, skrifaði hann um lífsleiða sem maður einn drepur á dreif með dagdraumi um morð. Sú næsta, Stefnumót í Dublin, fjallar um ástarsamband sém verður endasleppt fyrir tilviljun. Sú þriðja, Kópamaros, fjallar um bamalega tilraun til að koma af stað þjóðfélagsbyltingu. Svartsýni og kaldhæðni einkennir allar þessar sögur Þráins; vanmátt- artilfinning frammi fýrir óskýrgreinanlegri tæringu hinna heilbrigðari, hefðbundnari lifnaðarhátta. Fleira skáldsögukyns kom ekki frá Þráni í rúman áratug. Nýir höfundar brugðust með ýmsu móti við kreppuástandi þessa tíma í skáldsagna- gerð. Almenningur vildi ekki sleppa tökum af íslensku raunsæishefðinni né hleypa að öðrum frásagnaraðferðum. En þrátt fyrir nokkurn velking á kreppuárunum mælti raunsæishefðin íslenska enn svo fyrir að höfundar skrifuðu harmsögur og átakaverk og kynnu sér ekki hóf gagnvart óblíðum til- vistarkjömm eins og gilt hefur um sanna íslendinga frá alda öðli. Vésteinn Lúðvíksson hvarf með fyrstu skáldsögu sinni aftur til hefðbundins raunsæisstíls. Sagan heitir Gunnar og Kjartan og kom út í tveimur bind- um á árunum 1971-72, langt mál um lítið efni, en vel skrifuð. Stíllinn einfaldur. Sagan ber með sér að vera andóf gegn stór- mennskubrölti eldri höfunda: Nú átti að taka upp þráðinn frá því á ámm áður, skrifa létt fyrir alþýðuna. En form og efni gengu ekki betur saman en svo að Vésteinn þurfti þrjú hundruð síður til að ljúka síðara bindi sögu sinnar án þess að efni hennar allrar -gefi tilefni til nema brots af þeirri lengd. Helsti gagnrýnandi dagblaðanna á þessum ámm og löngum fyrr, Ólafur Jónsson, pakkaði söguefni Vésteins kyrfilega inn í form- hyggju sína, en til siðs var á þessum ámm að gagnrýnendur væru bókaormar og viður- kenndu ekki annan veruleika en bókanna. Ólafur hrósaði Vésteini fyrir söguna; taldi Véstein hafa búið til þjóðfélagsgerðina sem af var sagt í skáldsögunni og ekki látið sér duga minna. Það mátti höfundur auðvitað, ritaði Ólafur. En Vésteinn var frá sjónar- miði minna lesinna manna að senda borgara- skapnum breiðsíðu með bindunum tveimur að hefðbundnum hætti jafnaðarmanns, hug- myndir hans um borgaralegt þjóðfélag vom bara svona gamaldags að þær áttu fremur heima í bók en daglegu lífi landans. Vésteinn Lúðvíksson samdi því næst harmsögu um konu og kvennamál, Eftir- þanka Jóhönnu, útgefín 1975. Sagan er hetjusaga konu, nýstárleg að formi en ívið of hátíðlegur andi yfír öllu saman, formi og efni. — Sögur úr borg heitir smásagnasafn eftir Véstein frá þessum tíma; í furðusagn- Þráinn Bertelsson. astíl. Vésteinn er framúrskarandi snyrtilegur höfundur. Af blaðaskrifum hans og viðtölum kom skýrt fram að hann stóð föstum rótum í marxískri hugsun og þoldi ekki borgaraleg- um lifnaðarháttum rökleysurnar. Svo kú- venti Vésteinn yfir í fjarstæður Zen-búddis- mans, gerðist dulspekingur af þvílíkum skóla og hefur sent frá sér tvö boðskaparrit þeirr- ar tegundar, annað ekki. Úlfar Þormóðsson hóf feril sinn 1966 með skáldsögu um spilltan guðfræðinema og óþokkalegt borgarlíf, Sódóma/Gómorra heit- ir sagan. Grunnfærin um efni og heldur illa skrifuð og stirð í forminu. Önnur eftir sama höfund kom út 1969, Sambönd eða blómið sem grær yfír dauðann, afbragðsgóð, um trúnaðinn við sjálfan sig og samfélagskröfur sem vísa í gagnstæða átt. Ákæran kom út 1972, skondin saga. Árið 1977 gerði Úlfar merka formtilraun, Átt þú heima hér, þorps- saga sem einkum er um það að skálda sögu. Svo hætti Úlfar að senda frá sér skáldsögur fram á síðustu ár. Á þessum árum voru sögur að breytast úr einu í annað í miðju kafi. Sumar duttu hérumbil í sundur í höndum lesandans. Ern- ir Snorrason skrifaði skáldsögu um íslenska námsmenn í París, Óttar heitir sagan, útgef- in 1975, snyrtilegt og skýrt lesmál en týnir sér í ferðasögulýsingu þegar á líður svo að minnir á túristabækling. Sagan bar með sér að Ernir gæti skrifað víðtækar þjóðfélags- greiningar ef til kastanna kæmi, en fleiri urðu sögur þessa höfundar ekki. Halldór Sigurðsson sendi frá sér góða skáldsögu, Á heitu sumri, 1970, og fleiri urðu sögur hans ekki. Þorvarður Helgason skrifaði tvær skáldsögur sem gerðust erlendis, Eftirleit, 1971. Nafnið vísar til gamalla menningar- verðmæta, jafnt hins hefðbundna sögusniðs og trúarbragða. Eftirleit er vel skrifuð, drungaleg og talsvert yfirlætisleg hugvekja. Nýlendusaga Þorvarðar frá 1975 er allt öðru vísi sniðin og nýstárlegri; glæpasaga sem gerist á stúdentagarði erlendis og stendur fyrir sínu. Meira kom ekki frá Þorvarði skáld- sögukyns fyrr en síðustu ár að hann hefur aftur tekið að senda frá sér skáldsögur. Nýlendusaga er merk formtilraun og áreið- anlega besta skáldsaga Þorvarðar til þessa. Frá Gunnari Gunnarssyni (yngra) kom sagan Beta gengur laus, 1973, i gamansömum dúr. Strax þá bar Gunnar með sér að vera þjakaður af alvöru bókmenntaarfsins og vissi ekki alveg í hvorn fótinn hann átti að stíga í þeim efnum. Beta er beggja blands og því hvorki fullgóð sem skemmtisaga né alvöru- saga. Gunnar fór enn verr út úr því með þeirri næstu, Jakob og ég, 1977, næst lagi að segja að höfundur hafí ekki fundið sig gagnvart efni sínu sem svo sannarlega gilti um fleiri íslenska nýliða á þessum árum. Sagan afneitar sjálfri sér í lokin; höfundur afhjúpar hugarsmíð sína, að Jakob er fram- lenging af honum sjálfum, hugarburður hans. Gunnar tók svo að semja sakamálasög- ur, reyndi að komast áfram sem spennu- sagnahöfundur og þar með sneiða hjá þrúg- andi bókmenntahefðinni. Eftir Sigurð Á. Friðþjófsson er skáldsagan Þjóðleg reisn, útgefin 1975. Segir þar af byltingu ungliða- hreyfingar í borginni sem stíflar klóakrör með þessum árangri; sagan er látlaus í stíln- um og allgóð og miklu betri en sú næsta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.