Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1992, Síða 5
Eftir ÞÓRHALL VILMUNDARSON Guðrún Kvaran/Sigurður Jónsson frá Arnarvatni: Nöfn íslendinga. Heimskringia. Há- skólaforlag Máls og menning- ar. Reykjavík 1991. Fyrir síðustu jól kom út bókin Nöfn íslendinga eft- ir þau Guðrúnu Kvaran orðabókarritstjóra og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni cand. mag. Hér er um að ræða stærstu mannanafnabók íslenzka, sem út hefur verið gefin, alls 613 blaðsíður að stærð, þar af eru á 520 blað- síðum stuttar greinar um íslenzk manna- nöfn í stafrófsröð, en í 78 blaðsíðna inn- gangi fjallar Guðrún Kvaran um heimildir um nöfn íslendinga, þróun nafnaforðans, viðskeyti og viðliði mannanafna, tvínefni, gælunöfn og viðumefni, breytingar á tíðni mannanafna á síðustu áraiugum og ís- lenzk nafnalög. Stakkur sniðinn í formála gera höfundamir svohljóðandi grein fyrir verkefni sínu: „Meginviðfangs- efni þessarar bókar er að draga saman á einn stað sem flest þeirra nafna sem borin hafa verið af íslendingum. Við söfnun þeirra var fyrst og fremst stuðst við útgef- in manntöl og þjóðskrá eins og hún var i árslok 1989 en til þess að ná til nafna fyrir daga manntala var stuðst við útgefin fombréf og skjöl. Reynt var að fylla í eyður milli manntala með öðram heimild- um. í bókinni era á fímmta þúsund nafna en þó hafa sjálfsagt einhver farið fram hjá okkur.“ (Bls. 5). Þessi greinargerð höfundanna um mark- miðið með útgáfunni er næsta óljós. Sá, sem les í formála stórrar bókar með heit- inu Nöfn íslendinga, að ætlun höfundanna hafi verið „að draga saman á einn stað sem flest (leturbr. hér) þeirra nafna sem borin hafa verið af íslendingum", hlýtur að ætla, að þar sé að finna allan þorra íslenzkra mannanafna, og sú skoðun virð- ist í rauninni fá stuðning af venjulegum hæverskuorðum höfunda: „þó hafa sjálf- sagt einhver farið fram hjá okkur“. Athug- ull lesandi formálans kemst samt ekki hjá því að staldra við þau orð höfunda, að „til þess að ná til nafna fyrir daga mann- tala var stuðst við útgefin fombréf og skjöl“. Sú spuming hlýtur hér að vakna, hvers vegna ekki era tilgreindar í formál- anum aðrar fomar heimildir, svo sem Landnámabók, íslendingasögur, Sturl- unga, biskupasögur, annálar og ártíða- skrár. í kafla um heimildir í inngangi bók- arinnar segir Guðrún Kvaran þó í neðan- málsgrein: „Við viljum þakka Eiríki Rögn- valdssyni og Örnólfi Thorssyni fyrir að hafa látið okkur í té nafnalista úr íslend- inga sögum, Landnámu og Sturlungu." (Bls. 10). Engin grein er þar gerð fyrir notkun þessara heimilda. Aftan á hlífð- arkápu bókarinnar getur hins vegar að líta eftirfarandi ummæli: „Þessi bók er jöfnum höndum fræðirit og uppflettirit um þau nöfn sem íslendingar hafa borið frá því manntal var fyrst tekið árið 1703 og allt fram til ársins 1990.“ Nú hugsar lesandinn: Er þetta rammi bókarinnar? Var þá ekki ætlunin að draga saman „sem flest þeirra nafna sem borin Þórhallur Vilmundarson. vMeð útgáfu NAFNA ISLENDINGA hefur svo slysalega tekizt til, að hið nýja háskólaforlag hefur riðið á vaðið með bók, sem er fjarri því að standast lágmarkskröfur, er gera verður til bóka, sem ,akademískt forlag’ gefur út. Forlagið stendur því hér frammi fyrir hörðum kosti, en óumflýjanlegum, ef það vill ekki kafna undir nafni: að innkalla bókina og sjá til þess, að verkið verði endurunnið frá grunni.“, hafa verið af Islendingum", eins og segir í formálanum? Athugun leiðir fljótlega í ljós, að hvorag ummælin - í formála eða á hlífðarkápu - lýsa ramma bókarinnar réttilega. Hafi það verið meginviðfangsefni höfunda að draga saman „sem flest“ ís- lenzk mannanöfn, hefur þeim mistekizt ætlunarverkið illa, því að í bókina vantar yfirleitt karlanöfn, sem koma fyrir að fornu, en ekki á síðari öldum, t. d. Áli, Ármóður, Ásleifur, Ásröður, Dufgus, Hrifia, Lambi, Steinröður, Valþjófur, og mörg kvennanöfn, t. d. Fastný, Torfa, Þorljót. Bókin er hins vegar ekki einskorð- uð við nöfn íslendinga 1703-1990. Þar er t. d. að finna nokkra tugi kvennanafna, sem koma fyrir í Landnámu eða öðram fornum heimildum, en ekki á síðari öldum, t. d. Arnkatla, Ásleif, Kjölvör, Ljúfvina, Ormhildur, Þjóðgerður. Engin grein er gerð fyrir þessu undarlega nafnavali. Eins og áður segir, heitir bókin Nöfn íslendinga, og samkvæmt formálanum eiga þar að vera sem flest nöfn, „sem borin hafa verið af íslendingum". Ekki hefur þó betur tekizt til en svo, að í bók- inni era mörg mannanöfn, sem ekki er vitað til, að nokkra sinni hafi verið nöfn íslenzkra manna. Þannig hafa höfundar tekið upp gagnrýnislaust nöfn úr ættar- tölum Landnámabókar eða annarra fomra heimilda án þess að gæta að því, að um útlendinga er að ræða, og skal vísað til dæma um það hér á eftir. Aldur og saga nafnanna í formála segir: „Þá er þess getið frá hvaða tíma elstu heimildir okkar era um nafnið og tíðni þess rakin eins og hún birt- ist í manntölunum." (Bls. 5). í ljós kemur, að höfundar einskorða sig engan veginn við að greina frá elztu heimildum um hvert nafn, heldur rekja einatt feril þess eftir Landnámu og fomsögum, fornbréfum, nafnatali og manntölum. Leggja þeir reyndar .áherzlu á, að bókinni sé „ekki ætlað að vera leiðbeiningarrit um nafnaval heldur á hún að lýsa íslenskum nafnaforða eins og hann kemur fram í heimildum. Hún er hugsuð handa þeim sem áhuga hafa á sögu íslenskra nafngifta, aldri nafna, tíðni, upprana og merkingu." (Bls. 5). Þar sem ætlunin er „að lýsa íslenskum nafnaforða eins og hann kemur fram í heimildum", gefur auga leið, að á miklu ríður, að greinargerðin um aldur nafnanna og heimildir um þau sé sem traustúst, ekki aðeins að rétt sé frá skýrt, heldur einnig að frásögnin sé ekki svo handahófs- leg eða óljós, að upp sé dregin röng eða villandi mynd af sögu nafnsins. Hér vant- ar sannarlega mikið á. Látum dæmin tala: Röng heimild tilgreind Arngerður: „Nafnið kemur fyrir þegar í íslendinga sögum og Landnámu. Ein kona í ís. bar það árið 1703 en tvær konur í sömu sýslu 1801. Þrjár konur í Barð. hétu Amgerður 1845 og ein í sömu sýslu 1910. Nafnið hefur því einkum tíðkast á Vestfjörðum." (Bls. 113-14). — í íslend- ingasögum er engin Amgerður nefnd. í Sturlungu er aftur á móti getið Arngerðar í Sælingsdal í Dölum og Arngerðar á Sauðafelli í Dölum. Af fjórum konum með Arngerðar-nafni í Landnámu er ein sögð ættuð úr Skjalda-Bjarnarvík, hinar þrjár eru úr Kjós og Reykholtsdal, Biskupstung- um og Skíðadal í Eyjafírði. Arnviður: „Nafnið kemur fyrir í Land- námu sem heiti norrænna manna ... Mynd- in Arviður kemur fyrir í fombréfí frá 16. öld.“ (Bls. 117). - I Landnámu er enginn Amviður nefndur, en hins vegar tveir í Egils sögu og einn í Njálu. Myndin Arvið- ur kemur fyrir í fombréfum 1406 (DIIII, 713) og 1453 (s. r. V, 109 o. v.). í hinu mikla ritverki sínu um norsk-íslenzk mannanöfn á miðöldum, Norsk-islándska dopnamn I-II (1905-31), segir E. H. Lind nafnmyndina greinilega fengna frá Noregi (Dopnamn I, 57). Birna: „Bima í Birnunesi kemur fyrir í Egils sögu.“ (Bls. 152). - Það er skakkt. Hún er nefnd í Svarfdæla sögu. Hafþóra: „Nafnið kemur fyrir ... í Há- varðar sögu ísfirðings.“ (Bls. 273). - Hið rétta er Bárðar sögu Snæfellsáss. Mjöll: „MjöII Snæsdóttir kemur fyrir í Reykdæla sögu.“ (Bls. 415). - Hún er ekki nefnd þar, hins vegar í Bárðar sögu. Snær: „Snær hinn gamli er nefndur í Heiðarvíga sögu ...“ (bls. 503). - Það er rangt, hins vegar er hann nefndur í Bárð- ar sögu Snæfellsáss, Flateyjarbók og Heimskringlu (þar Snjár). „VIRÐIST EKKI KOMA FYRIR“ Áskell: „Nafnið kemur fyrir í Landnámu en virðist síðan ekki koma fyrir fyrr en í nafnatali séra Odds á Reynivöllum frá 1646.“ (Bls. 131). - Einn íslenzkur Áskell er nefndur í Kristni sögu um 1000, Þórður Áskelsson í annálum á 12. öld og tveir Áskatlar í Sturlungu á 13.. öld. Gaukur: „Nafnið kemur fyrir í Njálu en þar er nefndur Gaukur Trandilsson og hans er einnig getið í Landnámu. Nafnið kemur einnig fyrir í bæjamafninu Gauks- staðir. Það virðist ekki tekið upp hér að nýju fyrr en á þessari öld.“ (Bls. 240). - í Skálholtsannál 1261 segir: „Víg Andrés- ar L[opts]sonar og Gauks J.sonar" (Isl. Ann. (1888), 193). Hrafnkell: „Nafnið kemur fyrir í Land- námu og íslendinga sögum. Þekktasti nafnberi er Hrafnkell Freysgoði. Nafnið kemur ekki fyrir í Sturlungu og virðist ekki notað aftur fyrr en að tveir karlar í N.-Múl. og Rvík bára það samkvæmt manntali 1910.“ (Bls. 309). - Hrafnkell Skeggjason er nefndur í Guðmundar sögu hinni elztu í lok 12. aldar (Bisk. s. I, 442) og Eiríkur Hrafnkelsson í Hrafns sögu 1213 (s. r. I, 671). Jóra: „Nafnið kemur fyrir í Landnámu og Jóra er nefnd í Bárðar sögu Snæfells- áss. Nafnið virðist ekkert notað sem skímamafn öldum saman en ein kona var skráð með þessu nafni í þjóðskrá 1989.“ (Bls. 347). — Bagalegt er, að hér er þess ekki getið, að tvær konur með Jóra-nafni era þekktar á 12. öld. Önnur er hin kunna Jóra, dóttir Klængs biskups, kona Þorvalds Gissurarsonar (d. 1196), sem nefnd er í Sturlungu, Guðmundar sögu hinni elztu og annálum, hin Jóra Þorgeirsdóttir, Halla- sonar, sem getið er í Guðmundar sögu hinni elztu. Oddkatla: „Nafnið kemur fyrir í Land- námu og Oddkatla Oddkelsdóttir er nefnd í Víga-Glúms sögu. Síðan virðist það ekki notað.“ (Bls. 429). - í viðbæti við Guð- mundar sögu góða er nefnd Oddkatla, trú- lega á 13. öld (Bisk. s. I, 611). „Kemur annars ekki FYRIR“ Lína: „Kona með þessu nafni er nefnd í Landnámu en það kemur annars ekki fyrir í fornbókmenntum." (Bls. 386). - í Sturlungu er nefndur Víðkunnur „Galmans son ok Stutt-Línu“ (ív. r. (1946) I, 69), einnig nefndur „Línuson" (s. r. I, 71). Hugsanlegt er, að Lína í Landnámu og Sturlungu sé sama persónan (sjá Dopnamn I, 738). „HEFUR líklegast tíðkast SÍÐAN“ Eirný: „Nafnið kemur fyrir í Landnámu á Eirnýju Þiðrandadóttur og hefur líkleg- ast tíðkast siðan.“ (Bls. 197). - Tvær konur með Eirnýjar-nafni eru nefndar í Sturlungu á 12. og 13. öld, ein er nefnd í fombréfi 1392 (DIIII, 478) og ein í vitn- isburði 1570 (ísl. ártíðaskrár I, 252). Eyvör: „Nafnið kemur fyrir í Fljótsdæla LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. NÓVEMBER1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.