Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 2
HINGAÐ OG KANNSKI LENGRA Grein o£ ljóðaþýðing: LÁRUS MAR B JÖRNSSON Um ljóðabálk Finnans Gösta Agren: Hér/Borgir/Hingað. Á V i Ð O G D R E 1 F „Alvarlega haldnir af gáfum66 Seint á sl. ári birtist grein í Nýjum menntamálum (4. tbl. 10. árg. 1992) um „hin mörgu andlit nýstefnunnar", sem er af höf- undi ætlað að vera — athugsemdir við grein eftir Helgu Sigurjónsdóttur — sem birtist í sama tímariti í haust sl. Grein þessi er ekkert svar við grein Helgu, en aftur á móti fjálgleg útmálun á boðskap „nýskólastefnunnar" eins og hún var iðkuð af fyrrverandi yfirvaldi skólakerfís lýðveldisins fram til síðustu stjórnar- skipta og er enn iðkuð af þeim innan skrifræðisins og skólakerfísins sem láta ógjaman af innrætingu sem þeir hafa innibyrgt úr hugmyndafræðum Marx- Leninismans með ívafí úr klisjum valmúakynslóðarinnar (’68-kynslóðar- innar). Samkvæmt skoðun höfundar eru ríkj- andi hugmyndir samfélagsins af hinu illa: „Einstaklingshyggja, sérhlífni, yfír- gangur og frekja í bland við ábyrgðar- leysi.“ Aftur á móti vinna „farsælir kenn- arar út frá femínisma, sósíalisma, um- hverfísverndarstefnu" og áfram „sósíal- istar eru fólkið sem þorir (ein af ídisjum alþýðubandalagsmanna fyrir síðustu kosningar) í veröld þar sem Sovétkom- múnismi er vonandi liðinn undir lok en fólk með kjark og sjálfstæðar skoðanir er börnum og unglingum mikilvægt for- dæmi. ..“ Höfundur nefnir „gömlu heimskulegu prófín og gömlu heimskulegu málfræð- ina“ sem hann álítur vera einkenni gam- aldags aðferða og „skóli á ekki að vera vemdaður vinnustaður fyrir þá sem era alvarlega haldnir af gáfum“ (þýðing á erlendu orðtæki)! eða klárastir að læra utan að. í þessum tilvitnunum í greininni krist- allast „nýskólastefnan“ í megin atriðum. Undirbúninginn hljóta kennarar með fræðslu um „ratleik og starfsleikninám" og he§a síðan leiðbeiningarstörf með „leitaraðferðinni eða uppgötvunamámi“ nemenda sinna innan ramma kennslu- bóka frá „Námsgagnastofnun“ og leið- beiningum sem hljóða svo: „Kennarinn á að geta kannað námsforsendur nem- andans í samræmi við skilgreind stig- þroska“ og starf leiðbeinandans (kenn- arans) „skal vera einskonar fagbundin siglingalist þar sem þekkingu á vits- munagerð einstaklinganna (nemend- anna) og lögmálunum sem hún lýtur er beitt til þess að efla þroska þeirra fyrir tilstilli greinar sem kennari kann til hlít- ar. Jafnframt því er hún sálfræðilega upplýst tækni til (þess) að koma fagleg- um markmiðum til skila“ (Wolfgang Edelstein). Uppeldismarkmiðið er að efla félags- legan þroska, félagsvitund og félags- hyggju, námið og kennslan er aukaat- riði. Síðan skal leiðbeinandinn (kennar- inn) úrskurða um vitsmunastig nemenda sinna án marktækra prófa. „Leiðinleg próf og málfræði“ skal út- lægt gert, „þeir sem eru alvarlega haldn- ir af gáfum“ og hugkvæmni eru vart hæfír til þess að njóta uppeldismarkmið- anna og era óæskilegir. Þegar þessu sleppir þá er hægt að einbeita sér að félagshyggju, hópefli og hinum eftir- sóknarverða jöfnuði, þar með hverfur allt misræmi og mannagrein og lágkúran mun ríkja ein. SlGLAUGUR BRYNLEIFSSON Nýlega barst mér í hend- ur nýjasta ljóðasafn fínnska skáldsins Gösta Ágren. Safn þetta, sem ber titilinn „Hid“ (Austurbotns- mállýska fyrir atviks- orðið „hit“, þ.e. „hing- að“) er jafnframt þriðji og síðasti hluti ljóðasafns þar sem skáldið rifjar upp, „end- urlifir" viðburðaríka ævi. Fyrsta bindið „Jár“, (Austurbotnsmállýska fyrir atviks- orðið „hár“, þ.e. „hérfyer eins konar ferða- lag um veröld bemskunnar, um spurningar og svör, um fátækt, allsleysi og auðlegð; arf, sem hvorki verður mældur í krónum, né auram og kannski aðeins skilinn í ljósi meira en hálfnaðar mannsævi. Sumt skilj- um við seint. Annað bindið „Stádren" (Austurbotns- mállýska fyrir fleirtölunafnorðið „stáder“, þ.e. „borgir") felur hins vegar í sér andrúm tilvistarandans, tvíbenta valkosti þess ný- fengna frelsis, sem er óhjákvæmilegt fylgi- fé fullorðinsáranna. Sögusviðið er Norður-Evrópa á áram kalda stríðsins. Meginþemað er kunnug- legt: Ungur maður á leið út í að mestu óþekkta veröld, með guðsgáfur sínar einar að vopni. Veröldin er grimm; umber ekki hjásetu. Þetta ferðalag æsku- og mann- dómsáranna er hraðferð. Engin hætta eins uggvænleg og sú að verða strandaglópur. í þriðja bindinu, því er hér verður fjallað um, gefur skáldið í skyn að áfanga sé náð. Nú, 56 ára að aldri, er hann aftur sestur að á bemskuslóðum þar sem hann, umkringdur kennileitum bemskunnar, rýn- ir í rúnir hins liðna og skyggnist um í ver- öld þess sem er: Núverannar. Verk Ágrens hefur, svo sem vænta mátti, fengið afburða viðtökur. Gagnrýnendur era einhuga um að safnið sé verðugur endahnútur verks sem „hiklaust heyrir til þess besta er ort hefur verið á sænska tungu, á Norðurlönd- unum og jafnvel í víðri veröld um langa gríð.“ (1) Gagnrýnendum ber saman um að verkið sé „þaulhugsað, þar gæti jafnvel fáránlegr- ar hnitmiðunar, sérhverri setningu er ætlað að gera skil algildum sannindum um tilvist okkar mannanna, enda þótt slík sannindi séu ... kannski ekki til.“ (2) Enn sem fyrr einkennast verk Ágrens af móthverfum. Slík nálgun er sannarlega ekki vandalaus, svo sem bent er á í grein undirritaðs um Ágren og skáldskap hans í Lesbók Morgunblaðsins 20. júlí 1991, en þar segir: „Notkun Ágrens á móthverfum í því skyni að setja fram sannindi um til- vist og tilvistarskilyrði okkar tvífætlinga snúast stundum í höndum hans og meint speki verður að markleysu." (3) Um þessa tilteknu nálgun segir áður- nefndur E.G. í ritdómi sínum: „Lygin er ekki móthverfa sannleikans, heldur hluti af honum." (4) Til dæmis um vel heppnaðar móthverfur í hinu nýja safni má benda á smáljóðið „Dýflissan“. Þar segir: „Svo lengi sem hann gafst/möguleikinn til að flýja/dvöldu allir um kyrrt/í dýflissunni./Möguleikinn til að flýja/var frelsi sem enginn/vildi glata." Sögusviðið og ytri veruleiki titilljóðsins „Hid“ er sigling á seglskútu frá borginni Vasa, norður í fínnska skerjagarðinn, þar sem fyrir skáldinu verða sker og eyjar, ýmist nafngreindar, eður ei. En þetta er aðeins hin ytri raunvera. Líkt og M.A. Bácksbacka bendir á í umsögn sinni er ljóðabálkurinn „Hingað“ drykkhlaðinn sk. „metapoesi“, þ.e. skáld- skap um skáldskap. (4) Listin að skrifa verður listin að lifa í einhveiju óskilgreindu flæði þar sem eineggja tvíburar að nafni Enginn og Ekkert ráða för. Ole Jakobsson bendir á í ritdómi (5) að breytingar frá „Hér“ (1988) til „Hingað“ (1992) séu, hvað varðar stíl, efnistök og myndmál, vart merkjanlegar. Þær breytingar sem merkjanlegar séu felist í lengra sjónarhorni en áður og traustari akkerissát í siðmenn- ingu aldanna. Áunnin stílbrögð og efnistök era að mati ritdómara með slíkum ágætum að ástæðulaust sé fyrir hinn haga höfund að munda stílvopnið til tvísýnna átaka. Kalevi Grankvist (6) bendir í umsögn sinni réttilega á að ótímabært kunni að vera að rita umsögn um svo nýlesið verk. Það sem við lesum þurfí, líkt og ávextirnir sem við læsum tönnunum í, að ná þroska; í fyllingu tímans verði bragð og næring með ólíkum hætti en á þroskaskeiði. Grankvist bendir einnig á að í „Hingað“ tali þögnin. Sú djúpa þögn sem leynist milli orða og ljóðlína sé „ljóðið", ekki síður en hið ritaða orð. Við þessa athugsemd Grankvists má sem hægast bæta að vísast séu orðin, hið ritaða mál, aðeins staðgeng- ill fyrir þau „ljóð“ sem með okkur lifa í amstri daga og nátta; eilíflega ósögð, óort... Þrátt fyrir djúpa alvöra eru ljóð Ágrens aldrei leiðinleg; sjálfur nefnir hann, líkt og í skyndilegri, en þó varanlegri hugljómun: „eilífan morgun“. í ofurlitlu ljóði sem nefn- ist „í söfnuðinum" er staðhæft, spurt og svarað: „Hann kemur ekki. Hví bíðið þið? „Bið okkar er hans háttur að koma.“ Gáta? Má vera, en er mögulegt að komast nær kjamanum? Biðin er það sem er. Klukkan Hún sér. Að sjá án augna er að sjá af skerpu, hegnandi. Máttvana fálma vísarnir á tifandi heilanum. Hið djúpa rökkur vistarverunnar umbreytist ekki í tíma. Sekúndur og klukkustundir eru einungis hugarburður. Hlutskipti þeirra er að hughreysta, líkt og orðskraf hughreystir barn andspænis líkn svefnsins. Gösta Ágren Gagnrýnandinn Bror Rönnholm hittir naglann á höfuðið með þeirri lýsingu á skáldskap Ágrens að „aldrei hafí skáld- skapurinn um skáldskap haft jafn miðlæga þýðingu í verkum Ágrens og nú. Það þýð- ir ekki að skáldið smækki ljóð sín niður í þankabrot um sköpunarvanda listamanna. Nei, hið gagnstæða er sönnu nær; hann víkkar hugtakið ljóð, svo það minnir í margt og mörgu á tilveruna sjálfa og þá einkum hinn leyndardómsfulla kjama hennar, andlega vídd lífsins, veraleikann handan málsins, hið yfírskilvitlega." (7) í ljóðinu „Hingað", hvers ytri umgerð er skeijargarðsróðurinn, áðumefndi segir Ágren: „Sérhvert ljóð/er líkt og þetta, til- vísun/til þess ljóðs er verða skyldi/svo fremi sem það ekki/verði smækkað niður í orð.“ Leyfist manni að gruna að „hingað" geti leitt eitthvað annað. Kannski ennþá lengra. Heimildir: (1) Mary-Ann Bácksbacka: „Hemma i dikt- en, i sorgen." Vástra-Nyland, 1.9. 1992. (2) E.G.: „f existensens st,ormöga.“ Borgá- bladet, 1.9. 1992. (3) Lárus Már Bjömsson: „...svo djúpt getur enginn fugl dáið.“ - Lesbók Mbl. 20.7. 1991. (4) E.G. op. cit. (5) Ole Jakobsson: „Stor diktning i Lippjárv." Jakobsstads tidning, 30.8. 1992. (6) Kalevi Granqvist: „I Hid talar tystnad- en.“ Vasabladet, 30.8.1992. (7) Bror Rönnholm: „Ágren och begreppet dikt.“ Ábo Underráttelser, 5.9. 1992. Höfundur greinar og þýðandi Ijóöa, Lárus Már Björnsson, er þjóöfélagsfræðingur og rithöf- undur, búsettur í Keflavík. Eldurinn Eldurinn var saga sem aldrei var sögð. Holdi klæddar verur, óhagganleg ævintýr, vart greinanleg áður þau hurfu sjónum og býlið umhverfðist rökkri og vindurinn hrópaði úr framtíðinni. En framtíðin er hérað, þaðan liggur enginn vegur brott, nema sá sem liggur heim. Nú þegar allt er sagt, sit ég á ný við brennandi söguna. GÖSTA ÁGREN Um þetta Ljóð nokkurt hefst sem hér segir: Lífið er saga, burtflúin frá sögumanni sínum. Án markmiðs rekast mannsheilarnir um líffræðilegan skuggadal. Því lýkur með svofelldum hætti: Maðurinn fær ekki afborið frelsi þetta, þó svo hann nefni það guð. Við þörfnumst skugga, að þá beri á orðin, spora eftir fætur í sandi. Við þörfnumst ljóða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.