Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 5
forngermanskra þjóðflokka. Snorri segir að efni hans sé sótt til fomra kvæða. Ljóðaformið virðist betur til þess fallið en laust mál að geyma sagnageymd lengi. Kviður Hómers geymdu foman sannleik, í þijú þúsund ár, að því marki sem sannað- ist seinna í uppgrefti fomminja Tróju. Kenningum Barða Guðmundssonar var hafnað af málsmetandi íslenskum sagnfræð- ingum og því var líkast sem hafí öllum pörtum hennar hafi verið kastað á glæ. Mig grunar að hér hafí verið farið ómaklega að. Athuganir Barða hefðu átt að verða byrjun á rannsóknum viðamikillar íslenskrar og germanskrar sagnfræði. Að Endingu Að hverju hafa verið leiddar líkur? Að sögn Snorra úr Heimskringlu sé ekki fab- úla, heldur eigi sér rætur í sögnum germ- anskra þjóðflokka aftan úr grárri forneskju. Sýnt hefur verið fram á að margt er líkt með þeirri sögn og sögu Herúlanna, þ.e. þess hluta þeirra sem hélt aftur norður til upphafsheimkynna sinna og lengra norður. Því er varpað fram til skoðunar, að þetta sé sama arfsögnin. Vitaskuld hefur ferðin til baka til norðvesturs tekið margar kyn- slóðir, en arfsögnin getur haft að megin- stefi sögu sigursælla konunga þeirra eða höfðingja, sem fara þessa leið. Hvaða birt- ingarform sem Óðinn undir því nafni kann að hafa haft meðal hinna ýmsu germönsku þjóðflokka á ýmsum tímum, er a.m.k. vitað um þjóðflokk með mjög líka sögu og þá er Snorri segir í Heimskringlu af Oðni og hof- goðum hans á hinni löngu ferð mót norð- vestri. Það þarf ekki að sanna neitt, að leið- in sé sú sama. Leiðin milli Svíþjóðar og Svartahafs varð seinna fjölfarin. Þessir hlut- ir kunna að segja til um að hún hafí verið orðin fjölfarin fyrr en ætlað hefur verið. En stofnun ríkja og viðdvöl á sömu stöðum, sami upphafs- og endastaður, samsvörun um margt varðandi trú, hernað og skáld- skap, leiðir verulegar líkur að því, að upp- runi norrænnar goðafræði sé ekki falinn myrkviði forneskjunnar eingöngu. Það eitt að til var á þessum tímum þjóðflokkur (a.m.k. einn) sem fer sömu leið með líkum tilburðum, er svo mikilvægt, að ekki ætti að gleyma því í norrænni sagnfræði. Geta verður þess að samræmi ferðasögu Heimskringlu og Herúlanna er ekki algert. Þeir skutu meðal annars upp kollinum við ósa Rínar í nágrenni Batava um tíma. Sagn- fræðiheimildir geta einnig um ákveðinn sið, ævafoman, sem sér líklega ekki staði í ritum Snorra: Eiginkonur Herúla gengu á bálköst mánna sinna, því að hver kona var eins manns, hve lengi sem hann lifði, og ekkju- standið var ekki eftirsóknavert, og e.t.v. skömm. Þó koma manni í hug viðbrögð Bergþóm við boði Flosa um útgöngu úr Njálsbrennu. (Innskot: Sá sem ekkert samræmi sæi á milli sagnfræði Snorra Sturlusonar og fornr- ar suðurevrópskrar sagnfræði ætti að staldra við ákveðið atriði, sem er eins hjá Tacitusi og Snorra, þótt ellefu hundruð ár líði á milli ritunarinnar. Það er um spásagn- araðferðir (Germana annarsvegar og Yngl- inga hins vegar). Tacitus lýsir allnákvæm- lega hvemig Germanir fleygðu kvistum, fyrir orustur og við önnur tækifæri, til að lesa úr því spá um hvemig færi fyrir þeim. Það sást af því hvemig kvistimir komu nið- ur. í Ynglinga sögu segir nákvæmlega sömu sögu af Granmari konungi: „Féll honum þá svo spánn, að hann myndi eigi lengi lifa.“ Merking þessara orða er skýr og óumdeilan- leg.) Vitaskuld em ekki öll þjóðabrot Evrópu þekkt frá þessum tíma. Skýringa sagna Snorra gæti verið að leita í öðmm þjóðflokk- um gleymdum að eilífu. Það hlýtur að skipta máli hve ríkt samræmi er á milli Snorra um tilurð Ása og fornrar suðurevrópskrar sagnfræði um örlög eins ákveðins forngerm- ansks þjóðflokks. Einu mikilvægu má ekki gleyma: Snorri Sturluson lifði í samfélagi sem verið hafði kristið lengi. Rómversk menning hefur ver- ið hér á vegum kristninnar. Snorri var (vafa- lítið) læs á latínu. Þau sagnarit latnesk sem vitnað er í þegar talað er um sögu Húna, Gota, Herúla og annarra þjóðflokka þess tíma vom til mörg hver a.m.k. Spurningin er aðeins hvar, og hvar hafðj þekking þeirra breiðst út? Snorri nefnir heimildarmenn í upphafí Heimskringlu, og eingöngu norr- æna. Hann nefnir til söguljóð sem Heims- kringla sé rituð eftir. Hafði hann einhveija ástæðu til að þegja fremur yfír latneskum heimildum en norrænum? Enn er það fyrir hendi, að Snorra hafí borist einhver fróðleikur þess sem seinna varð fornþýskur kveðskapur og fróðleikur (Niflungaljóð o.fl.). Vitað er að hann var á Norðurlöndum. 011 lýsing staðhátta og landafræði hans er furðu rétt hvað varðar Norðurlönd. Sagnageymd sem brenglast með ámnum varðveitir betur heildarmyndir en einstaka atburði. Ég leyfí mér að fullyrða að sagn- fræðiþekking um germanska þjóðflokka fyrri alda leiði líkur að því að Snorri hafi haft fyrir sér sagnir með rætur í forsögu ákveðinna forngermanskra þjóðflokka, — þjóða sem eiga sér a.m.k. líka sögu og Herúlar (hafi það ekki verið Herúlarnir sjálf- ir), er hann reit Heimskringlu. Höfundur þakkar þeim Valgarði Egilssyni og Kaj Hörby fyrir örvandi umræður. Helstu heimildir: 1) Heimskringla Snorra Sturlusonar, í útgáfu Páls Eggerts Ólafssonar frá 1946. 2) Cornelius Tacitus: Germania. Islensk þýðing Páls Sveinssonar. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík 1928. Sama rit í sænskri þýðingu Alf Önnefors, ásamt skýringum og viðauka eftir sama. Ritröðin Natur och Kultur. Stokkhólmur 1960. 3) Barði Guðmundsson: Uppruni Islendinga. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1959. 4) Jón Helgason: Kviður af Gotum og Húnum. Mál og menning. Reykjavík. 1967. 5) Hvað snertir sagnfræði er eingöngu sótt til Encyclopædia Britannica, sem er rituð af færustu mönnum hverrar greinar, og endurspeglar ríkjandi vísindaskoðun hvers tlma. EUGEN HÖFLING - Ó stúdentsára draumadýrð O alte Burschenherrlichkeit Ólafur Tryggvason þýddi Ó stúdentsára draumadýrð, hvar dylst þú sjónum mínum? Ég veit þú aldrei aftur snýrð, með ærslatöfrum þínum. En þótt þú horfin sért mér sýn, ég sakna enn og leita þín. 0 jerum, jerum, jerum, o qúæ mutatio rerum! Á hattinn fína fellur ryk og flosið dýra slitnar, en sverðið, ryði roðið prik, um rætur frægar vitnar, og sporaglamm ei greinist meir, hinn glaði félagssöngur deyr. 0 jerum, jerum, jerum, o quæ mutatio rerum! Hvar dvelja nú þeir dándismenn, sem drottna jarðar léku við drykkju, glens og sult í senn af sinni braut ei véku? Þeir hurfu inn á annað svið með oddborgarans sjónarmið. 0 jerum, jerum, jerum, o quæ mutatio rerum! Þar situr einn við samningsgerð, þar sinnir annar dómi um list, og þar er þriðji á ferð, sem þrumar hörðum rómi um losta, synd og lastafans, einn lagar sálarkytru manns. 0 jerum, jerum, jerum, o quæ mutatio rerum! Hinn sanni stúdentsandi einn mun yli 'fornum halda, í þraut sem leik mun hugur hreinn til hlítar málum valda. Nú hýðið gamla hrörnað er, vor hugur ennþá kjamann ber, sem árin áfram streyma, þann auð vér skulum geyma! Því tengjum vinir hönd við hönd, það handtak endurnýi vor fornu helgu félagsbönd og fornra tryggða vígi. Nú klingjum staupum státnir menn, vor stúdentshugur ræður enn, svo lengi er lifa byggðir, svo lifa fornar tryggðir! 0 alte Burschenherrlichkeit, wohin bist du verschwunden? Nie kehrst du wieder, goldne Zeit, so froh und ungebunden! Vergebens spáhe ich umher, ich finde deine Spuhr nicht mehr, o jerum, jerum, jerum, o quae mutatio rerum! Den Burschenhut bedeckt der Staub, es sank der Flaus in Trummer, der Huber ward des Rostes Raub, erblichen in sein Schimmer, verklungen der Kommersgesang, verhallt Rapier- und Sporenklang. 0 jerum, jerum, jerum, 0 quae mutatio rerum! Wo sind sie, die vom breiten Stein nicht wankten und nicht wichen, die ohne Moos bei Scherz und Wein den Herrn der Erde glichen? Sie zogen mit gesenktem Blick in das Philisterland zuruck. 0 jerum, jerum, jerum, o quae mutatio rerum! Da schreibt mit finsterm Amtsg- esicht der eine Relationén, der andere seufzt beim Unterricht und der macht Rezensionen; der schilt die sund’ge Seele aus und der flickt ihr verfallnes Haus. 0 jerum, jerum, jerum, o quae mutatio rerum! Allein das rechte Burschenherz, kann nimmermehr erkalten, im Ernste wird, wie hier im scherz, der rechte Sinn stets walten. Die alte Schale nur ist fern, geblieben ist uns doch der Kern: Und den laSt fest uns halten! Drum, Freunde! reichet euch die Hand, damit es sich erneue, der alten Freundschaft heil’ges Band, das alte Band der Treue. Klingt an und hebt die Gláser hoch: Die alten Burschen leben noch, noch lebt die alte Treue! Úr "Der ewige Brunnen,, útg. 1955. Höfundur þessa þekkta stúdentasöngs var þýzkt skáld, f. 1825. Þýðandi er læknir í Reykjavík. SIGFÚS ÞORSTEINSSON Tíminn og ég Eitt sinn fmnst mér svo undarlegt sem ekki skeði fyrr, hvað tíminn stundum staður er, stendur nánast kyrr, gengur eins og gamalmenni með gigt í hverjum lið, eins og hann mjakist einna helst út á hlið! Hann áður jafnan flýtti för og fór svo ógnar hratt, æddi bara á undan mér ef ég hnaut og datt, þá sá ég oft í iljar hans er hann hljóp sinn veg. Er það hann sem er að þreytast eða ég? . Sonur sjómannsins Hann var fæddur við íjöru og sjó og fjaran varð leikvöllur hans, við fjöruna faðir hans dó og við fjöruna komst hann til manns. Hann man enn þann myrkvaða dag er móðir hans hljóðlega grét, er sjórinn kvað sorgarlag og í sandfjöru kransana lét. Þó yndi hann aðeins við sjó bjó alltaf í vitund hans minning um manninn sem dó á mörkum sjávar og lands. Höfundur býr á Hauganesi við Eyjafjörð. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17.APRIL1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.