Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 8
hita dagsins fram á kvöld. Beinvirk sólar- orka er notuð til þess að hita upp vatn til notkunar innanhúss. Finnskir massaofnar eru áður nefndir, en þeir nota sex kíló af brenni til þess að hita upp 150 fermetra hús á sólarhring. Þurrklósett eru notuð sem almenningssalerni í Torup. Eitt hið óvanalegasta á vistræna sviðinu er hitun lofts með jarðvarma. Þetta tengist jarðhúsinu í Torup, en það samanstendur af þremur steinsteyptum hvolfum, sem hvert um sig ber sex tonn af jarðvegi. Tæknin er bandarísk að uppruna ,og felst í því að færa hitastig neðanjarðar upp um 4-6 metra: Það er vitað að jarðvarminn er u.þ.b. 10°C á 12 metra dýpi. Með því að einangra og vatnsveija u.þ.b. 100 fermetra af jörð færist þessi hiti þar upp. Undir einangrun- ina ér komið fyrir loftrörum sem liggja uppávið frá loftinntakinu úti uns þau opn- ast inní íbúðina ofan við höfuðhæð. Loftið í rörunum hitnar nú sjálfkrafa og leitar upp, þ.e. inn í íbúðina. Nægt upphitað loft fæst með þessu móti inní íbúðina sumar jafnt sem vetur án rekstrarkostnaðar. Þetta er dæmi um sjálfberandi kerfi sem sóst er eftir í vistrænum lausnum. Staða Vistrænna Bygginga Nýverið birtist umsögn og fagurfræðileg gagnrýni um Vistþorðið í Torup í málgagni danska arkitektafélagsins, Arkitekten. Um- fjöllunin er sanngjöm og þrátt fyrir að fund- ið sé að ýmsu smálegu er meginniðurstaðan sú að þetta sé eina leiðin til þess að koma þeim breytingum af stað sem nauðsynlegar eru fyrir framtíðina. Framtíð vistrænnar viðmiðunar á öllum sviðum. Einstaklings- framtakið í formi skipulags og formlegra samtaka ryður ávallt brautina og kerfíð kemur svo á eftir. í sama blaði er fjallað um vistræna hönn- un í Danmörku og í leiðara blaðsins, undir fyrirsögninni Vistrænt tómarúm, er farið hörðum orðum um danska arkitekta, sem hafa viljað fría sig þátttökunni í afleiðingum vistkreppunnar. Þá eru einnig færð rök fyr- ir því að dönsku byggingarlögin séu þránd- ur í götu frekari þróunar á þessu sviði og þeim sé því rétt aið breyta. Á síðustu íjórum árum hafa ýmis sveitar- félög í Danmörku tekið upp þær vistrænu hugmyndir sem Vistþorpsfélagið hefur svo lengi barist fyrir og er það vel. Þar á með- al er skipulagt hverfí um 200 íbúða við Horsens á Jótlandi. Nú er komið í ljós að kerfíð reiknar alls ekki með slíkum fram- kvæmdum, síst í miklum mæli: Vistrænar byggingar eru dýrari í stofnkostnaði en hefðbundnar, en skila síðan peningunum fljótt aftur í spamaði við rekstrarkostnað. Á 30 ára tíma er því vistræna húsið 20-30% lægra í heildarkostnaði en hefðbundna hús- ið. En stofnkostnaðurinn er viðmiðunin inn- an félagslega kerfisins og þar sem Horsens- íbúðimar fara yfír 70 þúsund krónur á fer- metra í stofnkostnaði er ekki unnt að íjár- magna þær á þann hátt. Undanþáguumsókn hefur verið hafnað og því hafa þessi bygg- ingaráform stöðvast í bili. Þetta bendir til þess að þörf sé á miklum breytingum innan húsnæðiskerfisins á öllum Norðurlöndum, sem öll hafa a.m.k. í orði (utan ísland) sett vistrænar byggingar, bæði innan og utan borganna, á oddinn. Eins og oft hefur verið bent á áður þarf löggjafarvaldið að setja saman lög sem em vistrænt hvetjandi og lækka með því rekstr- arkostnað húsa um alla framtíð. Flatur nið- urskurður eða flatar grunnáætlanir eru ekki gerðar af lýðræðisást, þ.e. af því að allir eigi að vera jafnir, hann er fylgifískur slakra vinnubragða: Það kosta vissulega fyrirhöfn að komast til botns i samhengi hlutanna og velja síðan hagkvæmustu leiðirnar. Frumkvæði eins og í Torup í Danmörku getur haft mikil áhrif á hugsunarhátt fólks um það huernig er rétt að standa að bygg- ingum á tímum samdráttar og bágs vist- veruleika. Það er lítt mögulegt fyrir hinn almenna borgara að átta sig á því sem ein- ungis er sett á pappír sem hugmynd eða áætlun. En það er auðvelt að skoða og skilja eftir að búið er að byggja, þegar fram- kvæmdum hugmyndanna er lokið. Vistþorp- ið í Torup vísar veginn til sátta milli manns og jarðar. Höfundur er hönnuður. Skreyting á enda skíðastafs, myndir skornar í hreindýrshorn. Listiiega útskornir spænir úr horni frá Finnmörku. Hnífar - skreytt skefti og slíður frá Finnmörku. ‘ Listíðnaður Sama - ævafom skreytilist amar. Enn í dag hljómar þetta orð framandlega meðal margra íslendinga og fólk hváir þegar það heyrir það nefnt og skilur ekki hvað um er að ræða. Það var ekki fyrr en sagt er að það sé hið rétta nafn „Lappa“ sem vitað er hvað við Asamt með þjóðum eins og indíánum, Kúrdum, Inúkum og ótal hirðingjaþjóðum Afríku eiga Samar sína listhefð og hún birtist í gervöllu lífi þeirra. Það kemur ekki á óvart að þau tákn, sem ríkjandi eru í samískri list, eru hreindýrið og fjallið. Eftir GRÓU FINNSDÓTTUR er átt. Hina niðrandi nafngift „Lappar" hafa Samar hins vegar hlotið frá herraþjóð- um sínum í Skandinavíu og átti upphaflega að vera til marks um meintan tötraklæðnað þessa farandfólks (sbr. sænska orðið lapp sem þýðir bætur eða sneplar o.þ.l.). Búning- ur þeirra var þó einungis frábrugðinn því sem tíðkaðist og oftast miklu mun fallegri og ríkulegar skreyttur en klæðnaður Skand- inava þeirra tíma. Mikið hefur verið ritað og rætt um Sama undanfarin ár, einkum vegna þess að þeir hafa oft á tíðum þurft að heyja hatramma baráttu fyrir tilverurétti sínum sem þjóð þegar gengið hefur verið nærri náttúruauð- lindum þeirra, eða þegar hreindýrastofni þeirra hefur verið í hættu stefnt. í því sam- bandi muna menn enn glöggt eftir þeirri hættu sem vofði yfír hreindýrunum í kjölfar kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl í Úkraínu. Samar hafa þó oftar en ekki talað fyrir daufum eyrum herraþjóða sinna þegar þeir hafa reynt að ná fram réttindum sínum. Þessir „indíánar norðursins“ eiga því margt skylt með indíánum Ameríkanna tveggja sem og öðrum þjóðum sem eiga sér engin viðurkennd landamæri en leitast engu að síður við að viðhalda menningu sinni og sérkennum við erfið skilyrði. Nægir að nefna þar til viðbótar þjóðir eins og Kúrda, Baska og Inúka ásamt ótal hirðingjaþjóðum Afríku. Eitt af því sem einkennir menningu slíkra þjóða er sterk tilfinning fyrir öllu því sem nútímamaðurinn kallar list og birtist í gjör- völlu lífí þeirra. List og listiðnaður Sama er þar hið ágætasta dæmi og varla hreyfa þeir hönd til verks án þess að þar birtist ekki fádæma sterkt næmi fyrir fegurð og samræmi hluta, fyrir formi og innri gerð. Slíkir eiginleikar eiga sér rætur í samruna manns og náttúru þar sem tíminn skiptir harla litlu og allt dregur dám af jafnvægi Forn teikning af samískri fjölskyldu á ferð. Takið eftir barninu, sem hangir í „ vöggunni“ á hreindýrinu. (Johannes Scheffer: Historie de la Laponie, París 1678.) Beltissylgjur skomar úr beini. - harmóníu - náttúrunnar. Það er því óhætt að segja að list sú sem allt handverk Sam- anna ber með sér endurspegli hvað best menningarsögu þeirra frá upphafi og er því hver listmunur einnig dýrmæt heimild sögu- legrar þróunar, þróunar sem sumir fræði- menn telja að eigi upphafi sitt á seinni hlut síðustu ísaldar. Sagnir aftan úr grárri forn- eskju koma þannjg lifandi fram í handverki þeirra, jafnvel meðal ungs fólks. Sagt er að þau tákn sem eru ríkjandi í allri samískri list séu hreindýrið og fjallið. Það er heldur ekki að undra, því þetta tvennt er það afl sem er og hefur verið hvað sterk- ast í lífi Sama og gildir þá einu hvert hráefn- ið er sem notað er til listsköpunar, því flest efni náttúrunnar hefur Sömum tekist að hagnýta sér á þessu sviði. Allt frá ómunat- íð hafa þeir þó fyrst og síðast gert fagra hluti úr skinnum, beinum og hornum hrein- dýranna. Þegar tímar liðu og samgöngur og verslun við nágranna í austri og suðri jukust, komu einnig til sögunnar tin, silfur og jafnvel gull. Þeir Samar sem stunduðu kvikfjárrækt (norskir Sjósamar og Austur- samar) nýttu ullina af fénu, og ennfremur höfðu Samar meðferð næfra, tága og tijá- viðar fullkomlega á valdi sínu. Samar not- uðu skinnbáta til veiða allt fram á 18. öld, en uppfrá því virðist sem smíði trébáta hafi verið almenn. Þessi bátasmíði, ásamt auk- inni ræktun húsdýra, gerði það að verkum að á vissum stöðum, einkum við sjávarsíð- una, mynduðust samískir þéttbýliskjarnar. Þetta varð enn frekar til að miðla straumum á sviði lista og menningar, sem þó breytti í engu hinum fornu sérsamísku einkennum. Samt var þessi list Sama fyrst og fremst nytjalist - heimilisiðnaður - þar sem nota- gildið sat ætíð í fyrirrúmi. Meðan Samar stunduðu hirðingjalíf var það skinnið sem mesta notagildi hafði. Úr því voru tjöld Samanna gerð, það var haft sem ábreiður, í fatnað, skó, báta og sleða, og úr því voru einnig gerðir ýmiss konar burðarsekkir og pyngjur, jafnvel hálsmen og armbönd. Þjóðbúningar margra Sama- hópa eru einnig gerðir úr hreindýraskinnum. Vetrarbúningar eru yfirleitt úr órökuðu skinni, en sumarbúningar úr verkuðu skinni, ásamt vaðmáli. Þeir eru fagurlega skreyttir 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.