Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1993, Blaðsíða 7
Myndirnar hér með eru af hvolfbyggingum í Torup, í svokölluðum Dómhúsa-byggingarhóp. Þær eru hannaðar af greinar- höfundi ásamt sænskum sérfræðingum. í byggingunum fjórum eru alls sex íbúðir, fjórar fyrir einstaklinga og tvær fyrir barnlaus hjón. Stærri húsin eru 108 fermetrar að stærð í grunnfleti en þau minni eru 50 fermetrar. Hæsta húsið er alls 160 fermetrar á tveimur hæðum. Hin eru einnar hæðar, en 50 fermetra kjallari er undir öðru minna húsinu. Myndirnar eru teknar í október 1992. Vistþorpið í Torup á Norður-Sjálandi að var árið 1988, sem Vistþorpsfélagið í Torup eignaðist jörðina Dyssekildegaarden. Markmið félagsins var að reisa þar byggðarkjarna, sem tæki í meginatriðum tillit til vistrænna sjónar- miða. Jörðinni var skipt í tvennt í um það bil Fólkið í Torup var ekki bara að byggja saman hús. Allt eru það harðir vistsinnar og margir þar að auki „vinir jarðarinnar“, sem er öndverði póllinn við blinda neytendur. Margir eru grænmetisætur og reykingar eru ekki vel séðar. Húsin eru með 30 cm einangrun, flest þeirra safna sólarhita og þurrklósett eru notuð sem almeningssalerni. Eftir EINAR ÞORSTEIN ÁSGEIRSSON sex hektara helminga: Annar var skipulagð- ur fyrir 90 íbúða byggð, samsetta úr fimm byggingarhópum og atvinnusvæði, en hinn nýtist fyrir jarðrækt íbúanna, bæði fyrir sjálfa sig og utanaðkomandi. Bygging húsanna hófst vorið 1990 og haustið 1992 hafði verið flutt inní 25 íbúðir og 10 aðrar eru í byggingu. Enn rúmast því 55 íbúðir til viðbótar á svæðinu. Sitt hvorum megin við jörðina liggja umferðar- æðar og það svæði sem liggur beint að þeim er skipulagt fyrir atvinnustarfsemi. Það er óbyggt ennþá. Vistþorpsfélagið — Ökologisk Landsby- samfund K/S — var stofnað árið 1985 af rúmlega 100 félögum. Undanfari þess voru samtök hugsjónafólks og umræðuhópar, sem störfuðu allt frá 1982. Árið 1987 var félagsskapnum síðan breytt í hlutafélag og er hlutur hvers félaga í dag 150 þúsund ísl. krónur. Þegar fyrsta skóflustungan var tekin 1990, eða átta árum eftir að hugsjónafólkið kom fyrst saman, voru um 80 manns eftir í félaginu en enginn af þeim upphaflegu var enn með. Það er athyglisvert við sam- setningu hópsins nú miðað við þá, að hug- myndafræðingarnir höfðu ekki úthald til að byggja; það gerði nýtt fólk sem gekk í fé- lagsskapinn á síðustu fimm árum og dreif í framkvæmdum. Byggingarhóparnir fimm hafa einnig tek- ið stakkaskiptum á síðustu sjö árum. í skipu- laginu er frátekið svæði fyrir hvern hóp en aðeins ijórir þeirra eru komnir af stað með byggingar, sá fimmti er dottinn uppfyrir og óvíst hvernig svæði hans verður notað. Hóparnir fjórir eru: Tilraunahópurinn sem byggir margvísleg vistræn hús og eru þar margar nýjungar á ferðinni en líka hefðbundið útlítandi hús. Ýmsir hönnuðir standa að þessum húsum og sumir eigendanna byggja hér algerlega sjálfir og einn og einn hefur einnig hannað sitt hús. Þjóðarsólhúsin byggja á gamla danska bóndabænum, en bætt er við glerskála á suðurhliðinni. Ekki fékkst leyfi fyrir strá- þökum á þessum húsum eins og gert var ráð fyrir í upphafi, sökum brunahættu. Arkitekt er Flemming Abrahamsen. Dómhúsin eru kúluhús svipuð þeim sem byggð hafa verið hér á landi. Einangrun þeirra er þó heldur meiri, eða 30 cm. Arki- tektar: Einar Þorsteinn og Henrik Suhr. Verkfræðingur: Ole Vanggaard. Fjölbýlishúsin-, í þeim hópi eru leiguíbúð- irnar. Arkitektar: Mathies Jensen og Jens A. Jörgensen. Mjög er mismunandi hvernig að byggingu húsanna er staðið, allt frá heildarútboði, þar sem húseigandinn kemur ekki nálægt fram- kvæmdinni og til sjálfbyggjenda eins og áður er minnst á. Verð húsanna er því mjög breytilegt en um leið fer ákaflega mislangur tími í hverja byggingu. Engin kvöð er á fólki um að flýta byggingarframkvæmdum og ræður pyngjan oftast ferðinni. Fólk í byggðarkjarnanum sættir sig við að svæðið verði byggingarstaður næstu tíu árin og gleðst yfir hveijum nýjum byggjenda. Ef tekið er mið af húsnæðismarkaðnum í Danmörku haustið 1992 er ekki unnt að mæla með öðru en að fólk byggi sjálft. Næstu hús sem rísa í Torup eru öll á þeim nótum. Þeir sem hafa átt húseign fyrir og orðið að selja til þess að flytja til Torup hafa allir tapað stórfé. Nú fást milli 30 og 40 þúsund krónur á fermetra fyrir notaðar íbúðir en það við byggingu nýrra húsa kost- ar sama eining 70-90 þúsund krónur. Þess vegna ráða nú fáir við að skipta um hús- næði í Danmörku. Félagarnir í Vistþorpsfélaginu eiga landið sameiginlega, en þó er grunnurinn undir húsi hvers og eins í einkaeign eins og flest húsin. Þeir borga nú um 8.000 krónur fyrir hvern fermetra grunnsins og er þá allt inni- falið í verðinu, eins og skolp, rafmagn og götur. Samfélagið En fólkið í Torup er ekki bara að byggja saman hús. Allt er það harðir vistsinnar og margir þar að auki „vinir jarðarinnar", sem er öndverði póllinn við blinda neytendur. Margir eru grænmetisætur og reykingar eru ekki vel séðar. Þó hafa Torupbúar þurft að slaka nokkuð á þeim mikiu hugsjónum sem upphaflega voru í farteskinu. Uppfyrir datt t.d. stærsta sólarorkustöð Danmerkur og þurrklósett, eina umhverfisrétta salernið, hafa fáir. Á hinn bóginn er skolpinu úr byggðarkjarnanum dælt í hreinsistöð með plönturótarhreinsun á staðnum, og er það tilraun undir eftirliti heilbrigðisfulltrúa svæðisins. Vindmyllugarðurinn er kominn á ís, sem framtíðarorkustöð svæðisins, en á hinn bóginn er búið að leyfa á ný brennslu á eldiviði innanhúss, vegna þess að uppgötv- aðir voru finnskir ofnar úr hlöðnum múr- steini, sem hafa þá riáttúru að reykja ekki og eru vistvænir. Einnig er unnið sameigin- lega að fleiri málum, svo sem eins og Mið- stöð þorpsins. Að henni standa Vistþorpsfé- lagið, félag íbúa Torup og landeigendafélag staðarins. Þorpsmiðstöðin hefur aðsetur í bóndabæ Dyssekildejarðarinnar ásamt skrifstofum, kaffistofu, barnaheimili, mat- stofu o.fl. Hún hefur fengið styrki frá Evr- ópubandalaginu til verkefna á sviði kennslu og atvinnustarfsemi einstaklinga. Þar að auki hefur Vistþorpsfélagið fengið marga styrki til sameiginlegra nota bæði frá ýms- um ráðuneytum og sveitarfélaginu með'að- setur í Hundested. Mörgum hindrunum hefur verið velt úr vegi á þeirri löngu leið, sem félagarnir í Vistþorpinu hafa gengið. Stjómmálamenn misvitrir hafa þurft að taka sönsum, íbúar „gömlu“ Torup óttuðust um tíma nýja Kristjaníu og síðast en ekki síst hafa fjár- málin verið þungur baggi, þar sem svo fáir byggjendur em enn að svo mörgum lóðum. Samt hefur þetta allt blessast og má þar kannske einna helst þakka þrákelkni þeirra, sem í forystunni vöru á erfiðustu tímunum, þ.e. þegar alvara byggingarframkvæmd- anna blasti við eftir áralangar vangaveltur. Án þess að vilja gera lítið úr neinum má í þessu samhengi nefna nafn Klaus Krause, sem nýverið hefur látið af formennsku í félaginu. Kynningartímabil En nú hefur Vistþorpið hlotið verðskuld- aða athygli á Norðurlöndunum. Og margir vilju Lilju kveðið hafa, m.a. sveitarfélagið í Stenlöse sem hafnaði bygg- ingarframkvæmdum vistsinna árið 1986 þar. í dag koma 150-200 manns í hverri viku alls staðar frá Norðurlöndunum í heim- sókn á staðinn og fá leiðsögn (tveir þorpsbú- ar lifa eingöngu af því). Dönsk blöð hafa keppst við að skrifa um staðinn og allar danskar sjónvarpsstöðvar hafa fjallað um Torup og nú nýverið ein sænsk. Öll þessi ásókn hefur reyndar skapað mismunandi stemmningu í þorpinu. Sumir vilja reisa nýtt veitingahús fyrir gestina, en aðrir vilja ekki sjá meira af þeim. í deigl- unni eru tvær bækur um sögu Vistþorpsfé- lagsins. Á eftir byggingartímanum kemur nú kunningartímabil. Hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir frekari bygginarfram- kvæmdir og aðra starfsemi á staðnum skal engu um spáð, en fróðlegt verður að fylgj- ast með því. VISTRÆNAR LAUSNIR Fyrir þá, sem hafa áhuga á tæknilegum útfærslum visthugsunar á sviði húsbygg- inga, skal hér nefnt hið helsta, sem notast er við í þorpinu: 30 cm einangrun er á öllum húsunum; flest þeirra safna sólarhita, t.d. með glerveggjum á suðurhlið, en á bak við þá eru þykkir múrveggir inni, sem geyma LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17.APRÍL 1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.