Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1993, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1993, Qupperneq 8
Á Jan Mayen - eða Svalbarða - er nyrsta eldfjalla heimsins, Beerenberg. Myndin er tekin 1970, þegar gaus þar síðast. Jan Mayen er Svalbarði hafði beitt hann rangindum en níðið ef lík- legra til að bera árangur líkt og níð Sigrún- ar vegna þess að Eiríkur hafði unnið eða var í þann mund að vinna níðingsverk. Níð- ingsverk sem Skalla-Grímur setti löngu áður á svið. Skalla-Grímur var enn lifandi þegar þetta gerðist en næst er sagt frá heimferð Egils og dauða Skalla-Gríms, síðan er sagt meira frá Eiríki: Eiríkur konungur réð einn vetur fyrir Noregi eftir andlát föður síns Haralds konungs áður Hákon Aðalsteinsfóstrí, annar son Haralds konungs, kom til Noregs vestan af Englandi og það sama sumar fór Egill Skalla-Grímsson til ís- lands. Hákon fór norður til Þrándheims. Var hann þar til konungs tekinn. Voru þeir Eiríkur um veturinn báðir konungar í Noregi. En eftir um vorið dró hvort- veggi her saman. Varð Hákon miklu fjöl- mennri. Sá Eiríkur þá engan sinn kost annan en flýja land. Fór hann þá á brott með Gunnhildi konu sína og börn þeirra. (Egils saga, 142-143) Veturinn sem Eiríkur var konungur í Noregi með Hákoni er veturinn sem öxin hékk á hurðásum í eldahúsi. Blóðöxin hafði misst bit sitt og núna réð hún ekki við einn- konung en áður felldi hún tvo í einu. Eirík- ur og Gunnhildur flúðu til Englands og tóku þar við ríki af Aðalsteini konungi. Þegar Egill gekk síðar á fund þeirra kom Gunn- hildur orðum að þessu bitleysi Eiríks: ... En Eiríkur konungur þarf nú ekki að dyljast í því að honum verða nú allir konungar ofreflismenn en fyrir skömmu mundi það þykja ekki líklegt, að Eiríkur konungur myndi eigi hafa til þess vilja og atferð að hefna harma sinna á hverjum manni slíkum sem EgiII er.“ (Egils saga, 150) V Mér þykir sem þessi útlegging mín á axarsögunni í Egilssögu komi vel heim og saman við söguna og að hún skýri margt sem áður var óljóst. Hún gæti t.d. gert efni Höfuðlausnar skiljanlegra. Arinbjörn sagði við Eirík að Egill gæti bætt fyrir níð sitt með lofsorðum sem allan aldur muni uppi vera (Egils saga, 147). í Höfuðlausn eru hins vegar fá lofsorð heldur lítið annað en rímað vopnaglamur: Þar er endurtekið hvað eftir annað að blóðöxin hafi bitið og verið hugrökk: „t.d. „hné fólk á fit við fleina hnit“ „beit bengrefill“ „frá eg að felli“ „brustu brandar" „rauð hilmir hjör“ „gramr sótti fram“ „beit fleinn floginn“ „bitu odd- ar“ „flugu unda bý“ „gall ýbogi". Hvergi er sagt að verið sé að lýsa tiltekinni orr- ustu og bit vopna og hugrekki Eiríks virð- ist aðalatriðið. Ég held að axarsagan svari þeirri spurn- ingu hvers vegna Eiríkur hrökklaðist frá Noregi. Það var vegna þess að hann vann voðaverk með því að drepa bræður sína og þar með sneri gæfan við honum baki. Sá siðaboðskapur er í sögunni að guðirnir láti níðingsverk ekki afskiptalaus. Sumum kann að mislíka sú Egils saga sem hér hefur verið lýst. Saga Noregskon- unga er sveipuð hjátrú og dulúð og það sem sýndist vera raunsæ frásögn af fyrri tíðar atburðum líkist nú meira goðsögu í anda eddu-hetjukvæða. En gildi Egils sögu þarf ekki að minnka við þetta. Þeir sem vilja halda því fram að allt sé þetta skáldskapur lærðs manns frá 13. öld geta sagt að sagan af öxinni sé stílbragð höfundar, ein af mörg- um hliðstæðum sögunnar þar sem atburðir endurtaka sig í breyttri mynd. Þeir geta síðan hælt höfundi fyrir að setja þessar hliðstæður í búning fornra trúarbragða líkt og hann beitir forspám og örlögum til að ná fram spennu í sögunni og að lokum gætu þeir lofað hina glæsilegu útleggingu höfundar á sögunni af Kain og Abel. Þeir sem enn vilja halda því fram að Egils saga sé sönn geta sagt að í henni sé hugarheimi 10. aldar heiðni rétt lýst þótt atburðarásin hafí e.t.v. verið öðruvísi og hafa þá hvorir- tveggja nokkuð að iðja. Heimildir: Berg(jót S. Kristjánsdóttir og Svanhildur Ósk- arsdóttir. 1992. Formáli. Egils sagn, bls. vii-xliii. Mál og menning, Reykjavík. Egils saga. 1992. Bergljót S. Kristjánsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir önnuðust útgáfuna. Mál og menning. Keykjavik. Höfundur er íslenskufræðingur og verkfræð- ingur (BA, MS) og kennir íslensku og stærð- fræði við Menntaskólann á Laugarvatni. Iíslenskum annálum er frá því skýrt að Svalbarði hafi fundist árið 1194. Og í Landnámabók Sturlu Þórðarsonar segir að frá Langanesi á norðanverðu íslandi sé „fjögurra dægra haf norður til Svalbarða ...“. Þar er enn- fremur sagt að frá Stað (Stadt) í Noregi til Horns á austanverðu íslandi sé 7 dægra sigling í vestur. Nú er fjarlægðin frá Langanesi til Jan Mayen sem svarar tæplega ijórir sjöundu af fjarlægð milli Staðar og Homs. Sé tek- ið mark á þessum heimildum getur Sval- barði því ekki verið annað en Jan Mayen. Spitzbergen kemur ekki til greina því þang- að er fjarlægð frá Langanesi nærri ellefu sjöundu af fjarlægðinni frá Stað til Horns. Ékki getur heldur verið átt við Grænland, því að þá hefði fjarlægðin ekki verið talin frá Langanesi, miklu fremur frá Vestfjörð- um. Svalbarði hinn forni hlýtur því að vera Jan Mayen. Þær röksemdir sem hér hafa verið rakt- ar geri ég ráð fyrir að hafí vakað fyrir dr. Jóni Jóhannessyni prófessor (1909-1957) þegar hann kvað upp úr með það að Sval- barði sem fannst 1194 væri eyjan sem nú nefnist Jan Mayen. Þessi staðhæfing Jóns mun fyrst hafa komið fram á prenti í tíma- ritinu Sögu 1961 í greininni „Um haf inn- an“, en þá voru 4 ár síðan dr. Jón lést. En því miður hefur þessi skýring ekki hlotið náð fyrir augum Norðmanna. Þegar þeir börðust fyrir umráðarétti yfir Spitz- bergen héldu þeir því fram að líklega væri þetta landið sem sagt er frá í íslenskum annálum 1194 og hefði heitið Svalbard,' sem raunar er afbökun nafnsins Svalbarði. Ekki veit ég hvort þessi slæma söguskýring hefur verið liður í rökstuðningi Norðmanna fyrír landakröfum þeirra, en það væri fróð- legt að rannsaka. En fleira er tortryggilegt í réttlætingu Norðmanna á því að nefna Spitzbergen Svalbard. í grein í Encyclopedia Britannica heldur Anders Kristian Orvin, fyrrum for- stjóri Norsk Polarinstitutt, því fram að Svalbard sé gamalt norrænt nafn og þýði „köld strönd“. En ekki hef ég fundið í orða- bókum þá skýringu að orðið barð hafi ver- ið haft um strönd, enda var gamla heitið ekki Svalbarð heldur Svalbarði eða Sval- barður. Og þá verður líka auðveldara að skýra þetta heiti. Barði er örnefni á Vest- fjörðum, hálendur skagi sem endar í frem- ur bröttum núpi til hafsins. Forn merking orðsins barði er meðal annars skip með jámvörðu stefni, sem kallað var barð. Or- nefnið Barði er því vel valið um þennan skaga. Og þó að þetta bendi ekki til þess að nafnið Svalbarði eigi vel við Spitzbergen þá á það prýðilega við eyjuna Jan Mayen, skip með klakabrynju á stefni, í stað jám- brynju. Þverskurður af eyjunni endilangri minnir mjög á skip, jökli þakið Beerenberg í annan endann, lægð í miðju, en í fram- haldi af henni fjallgarður til suðvesturs. Reyndar er það skrítin tilviljun að nafnið Jan Mayen er einmitt dregið af nafni skips sem var frá Hollandi og hét Jan May skip- stjóri, eftir að fyrsti stýrimaðurinn Joris Carolus fékk því ekki framgengt árið 1614 að kalla eyjuna Joris Eylandt! En hveijar em elstu heimildir um Spitz- bergen? Jón Jóhannesson prófessor getur þess í greininni í Sögu 1961, að í Historia Norvegica, sem samin er á latínu og talin einna helst frá síðasta þriðjungi 12. aldar, sé sagt að menn sem ætluðu frá íslandi til Noregs hafi lent í hafvillum og fundið land eða lönd milli Grænlands og Bjarma- lands (sem er austur af Norður-Noregi) en Grænland sé skilið frá þessum löndum af jökultindum. Ég fær ekki betur séð en að þessi frásögn eigi prýðilega við Spitz- bergen-eyjaklasann. Austari eyjarnar em yfirleitt mun flatari en Spitzbergen sem einkennist af jökultindum og liggur ein- mitt næst Grænlandi, enda merkir Spitz- bergen Tindafjöll. Staðháttalýsing getur ekki átt við Jan Mayen enda lægi þá beinna við að segja að landið væri milli Græn- lands og Noregs en milli Grænlands og Bjarmalands. Nú er að sjálfsögðu ekki hægt að banna Norðmönnum að láta nafnið Svalbard ná yfir eyjaklasann þar sem Spitzbergen er vestasta eyjan. Én enginn getur heldur skyldað okkur íslendinga til að viðurkenna skilyrðislaust þá sögulegu rangfærslu sem í því felst. Á íslensku landabréfi má svo sem hafa í svigum afbakaða samheitið Svalbard á eyjunum Spitzbergen, Nord- austlandet, Egdeöy o.s.frv., þó að óþarft sé. en við getum þá líka með góðum rökum haft forna heitið Svalbarði í svigum á eftir nafninu á Jan Mayen. Ekki er ég þó með þessu/ endilega að styðja kröfur okkar til hins foma Svalbarða, Jan Mayen, því að vel má una því að Norðmenn beri þann mikla kostnað sem af því hlýst að halda þar uppi ágætum veðurathugunum, sem við höfum líklega meira gagn af en nokkur önnur þjóð. Þessi grein er skrifuð til að minna á kenningu dr. Jóns Jóhannessonar, en hon- um entist ekki aldur til að fylgja henni eftir. PÁLL BERGÞÓRSSON BÖÐVAR GUÐLAUGSSON í sjúkrahúsi Utan við gluggans gler er glaumur og dægurkæti. Heilbrigða fólkið fer fagnandi um torg og stræti. Inn í hálfrökkrið hér háværar raddir berast. Augu vor spyrja: Er eitthvað markvert að gerast? Hinsvegar höfum vér héðan þá frétt að segja: Innan við gluggann er ungur maður að deyja. Örlög sem engin flýr og enginn máttur fær þokað. Þreytir oss götunnar gnýr. Hví er glugganum ekki lokað? Höfundur er kennari, búsettur í Kópavogi og hefur gefið út nokkrar Ijóðabækur. EINAR INGVI MAGNÚSSON Barn Sólarylur á freðið land og regn á þurra jörð, er bros þitt mér í tilverunni hér litla barn. Augu þín eru sem perlur í svörtum sandi, hjal þitt, tær lækur við bakkann græna. Bros þitt og þín stuttu skref létta byrði af bijósti mér og svipta myrku tjaldi frá augum, þegar ég horfi á þig leika í snjónum með rauða húfu og vettlingana smáu. Elsku barn, á meðan jurt æsku þinnar blómstrar á meðan sunna græðir fold og regnið vökvar þurran jarðarsvörðinn. Brostu þá og skríktu áður en lífið fer að meiða áður en þú, litla barn, ferð að stinga þig í litla fmgur þína á hvössum þyrnum lífsins og blóð þitt fer að dijúpa á þyrsta jörð. Höfundur er Reykvíkingur og gaf út fyrstu Ijóðabók sína á sl. ári. ÞÓRÐUR G. HALLDÓRSSON Rís upp Rís upp, þótt bresti vonabrýrnar og bylgjur þungar, rísi þér í mót. Rís upp, og byggðu brýr að nýju, þvi brostnar vonir fyrnast furðu skjótt. Og þótt vort líf sé leyndardómsins vefur og lítt við vitum um, hver annan grefur, er ljóst, vor löngun er sú sama, að lifa og fínna til. Rís upp, og láttu Ijós þitt skína til líknar þeim, sem eiga um sárt að binda. Rís upp, og treystu á mátt og megin, en miklast ei, þótt gangi í sólarátt. En vel skal gæta, þess sem Guð oss gefur og ganga af hógværð um hans veittu mund Látum, - því vinir, störf vor stefna til styrktar bræðrum vorum, þá þrautalaust við þorum að þiggja drottins fund.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.