Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1993, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1993, Side 3
l-EgRt-g @ ® !S @ 05] [1® B ® 1] ® E1] Si Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Kringlunni 1. Sími 691100. María drottning styður og stýrir, segir í Milsku, íslenzku Maríukvæði frá því um 1400, sem varðveitt er í þremur handritum, en má heita ókunnugt. Nú hefur Ivar Orgland þýtt kvæðið á norsku og Sol- um forlag gefíð það veglega út. Milska bendir til Maríudýrkunar á íslandi á þessum tíma og er í flokki með Lilju og Rósu, öðrum betur þekktum Maríukvæðum frá miðöldum. Afríkulönd sem eiga að heita nýfijáls og sjálfstæð, búa mörg við botnlausa fátækt og vanþróun, vegna þess að yfirstéttin hefur snúizt gegn eigin samfélagi og farið að lifa á vestræna vísu og látið fýlla verzlan- ir í borgunum af vestrænni iðnaðarvöru í stað þess að stuðla að iðnaði heima fyrir. Um þetta skrifar Norðmaðurinn Tryggve Refsdal. Forsídan Lesbókin hefur verið á Hólum í Hjaltadal og grein um menningarminjar þar birtist síðar. Á forsíðu- myndinni er gamall bær ofarlega á staðnum, sem í raun er ekki gamall, því hann var byggður seint á 6. tug síðustu aldar, kallaður „Nýi bær“ og var búið í honum til 1945. Á neðri myndinni sést Hóladómkirkja, hlaðin úr rauðum steini úr Hóla- byrðu. Hann var málaður hvítur, en nú hefur hvítan verið hreinsuð af hluta kirkjunnar. Utan um kirkjugarðinn er einstaklega fallega hlaðinn gijótgarður. Ljósm.Lesbók/GS. Montana er eitt af síðustu vígjum gamla vestursins, sem óðum er að hverfa. Ellen Gunnarsdóttir hefur verið á ferðinni í þessu sérstæða fjallafylki, þar sem enn eru víðáttumiklar óbyggðir og fólk metur frelsi, útilíf og veiðar meira en önnur veraldleg gæði. ELIZABETH BISHOP Fiskurinn Sverrir Hólmarsson þýddi Ég veiddi risavaxinn fisk og hélt honum við bátinn hálfum upp úr vatninu, öngull- inn fastur í munnviki hans. Hann streittist ekki á móti, hafði alls ekki streist á móti. Hann hékk þarna rymjandi þungur illa farinn og virðulegur og ófríður. Hér og þar hékk brúnt roðið í ræmum eins og gamalt veggfóður, og dökkbrúnt mynstrið var eins og veggfóður: form eins og útsprungnar rósir blettóttar og máðar af elli. Hann var blettaður hrúðurkörl- um, fíngerðum kalkrósettum, og morandi í örsmáum hvítum lúsum, og undir honum löfðu slitur af grænum slýgróðri. Meðan tálknin önduðu að sér skelfilegu súrefninu — þessi ógnvekjandi tálkn fersk og stökk af blóði sem geta skorið svo illilega — hugsaði ég um gróft hvítt hold- ið, innpakkað eins og fjaðrir, stór bein og smá bein, rauðar og svartar andstæður í glansandi innyflunum, og bleikan sundmaga líkan stórri bóndarós. Ég horfði í augu hans sem voru miklu stærri en mín en grynnri og gulnuð, lithimnan umkringd möttum álpappír sem sást gegnum linsur úr gömlu rispuðu maríugleri. Þau hreyfðust örlítið, en ekki til að horfa á móti. — ÖIIu heldur eins og hlutur hallaði sér að birtunni. Ég dáðist að durtslegu andlit- inu útbúnaði skoltanna og síðan sá ég að úr neðrivörinni — ef hægt var að kalla það vör sem var hörð, vot, líkust vopni, löfðu fimm gamlir færisbútar eða fjórir og vírtaumur sem sigurnaglinn sat enn fastur á, og allir önglarnir stóru vaxnir þétt inn í munninn. Græn lína, trosnuð á endanum þar sem hann sleit hana, tvær sverar Iínur og grannur svartur taumur ennþá boginn af álagi og bresti þegar hann slitnaði og fiskur- inn slapp. Eins og orður með borða sína blaktandi og trosnaða, lafði fimmhára skegg viskunn- ar úr aumum skolti hans. Ég starði og starði og sigurinn fyllti litla leigða bátinn, frá kjalsoginu þar sem olían breiddi regnboga kringum ryðgaðan mótor að ryðguðu austurstrogi og sólskinssprungnum þóftum þollum flestum með snærum og lunningunni — þar til allt var regnbogi, regnbogi, regn- bogi! Og ég sleppti fiskinum. Höfundur er bandarísk skáldkona. Sjá grein um hana og annað þýtt Ijóð á bls 2. Þýðandinn býr í Danmörku. Af bratt-göngu- jafn-vægi og pólitísku siðferði að var einhvern tímann á blaða- mennskuárum mínum að ég átti viðtal við dr. Gunnar Thor- oddsen þáverandi forsætisráð- herra. Talið barst að efnahags- málum en verðbólgan var þá talin í tugum prósenta. Gunnar sagði að í efnahagsmálum landsmanna ríkti brattgöngujafnvægi. Já, bratt-göngu-jafnvægi. Þetta undarlega og marg samsetta orð hafði sá ágæti maður Bjarni Bragi Jónsson þáverandi hagfræðingur Seðlabankans og núverandi aðstoðarbankastjóri fundið upp. Orðið var tæknilegt hugtak til að lýsa því þegar verðbólgan fer bratt upp á við en þegar fjallgöngumaður heldur jafnvægi þótt hann gangi upp snarbratta fjallshlíð. Þetta síðasta misserið hefur mér stundum komið í hug þetta skringilega orð úr vopna- búri hagfræðinnar. Hvorki vegna 'þess að nú ríki sérstaklega mikið jafnvægi né að gangan sé brött upp á við eins og í verð- bólgubáli síðasta áratugar, heldur miklu frekar vegna þess að í afkomu og efnahags- lífí virðist bratt niður á við og ekki ljóst hvenær botninum verður náð. Einhvem hagspekinginn heyrði ég nýlega halda því fram að ráðstöfunartekjur hafí minnkað um fullan fjórðung frá árinu 1987. Hvort sem sú tala er rétt eða ekki þá vita allir að það hallar undan ffeeti í efnahagsmálum íslend- inga nú um stundir. Á sama hátt og það er mikilvægt fyrir fjallgöngumanninn að halda jafnvægi þegar á brattann er að sækja þá er það engu að síður mikilvægt þegar hallar undan fæti. Og þótt nú sé verðbólgunni ekki fyrír að fara og við íslendingar nánast á jafnsléttu í þeim efnum, þá er mikilvægt að ákveðið jafnvægi haldist þegar lífskjör hafa verið á svo hraðri niðurleið eins og raun ber vitni. Það hefur nefnilega gerst áður og getur gerst aftur nú að hinir ríku verði ríkari og hinir fátækari enn fátækari þegar samdrátt- ur ríkir og kreppa. Fyrirtæki fara á hausinn og einstaklingar missa fótanna í fjármálum sínum. Þeir fáu sem eiga reiðufé undir slík- um kringumstæðum geta oft komist yfír miklar eignir fyrir lítinn pening. Markaðs- verð eigna er lágt því eftirspum er lítil. Við þannig aðstæður getur þurft að laga leik- reglur samfélagsins að þeim breyttu aðstæð- um svo halda megi bratt-göngu-jafn-vægi niður á við. Ég er í raun að tala um pólitík og sið- ferði. Ekki um pólitískt siðferði eftir á á borð við það hvort utanríkisráðherrafrúin hafí flutt inn hráa skinku, eða forsætisráð- herra hafí stundað einkavinavæðingu (en slík „tilvikafræði" hefur einkennt umræðu um pólitískt siðferði á íslandi), heldur póli- tíska stefnumótun sem hefur siðfræðilega hugsun að forsendu. Brand Blanshard en hann var heimspekipró- fessor við Yaleháskóla hélt því fram að öll viðfangsefni stjórnmálanna væm siðferðileg þegar grannt væri skoðað. í pólitík væri alltaf verið að gera upp á milli mismunandi gilda, hvort sem þau héldu frelsi, jafnrétti, eða eitthvað annað. Slíkt uppgjör á milli gilda væri siðferðilegt í eðli sínu. Samkvæmt skoðun Blanshards er það því í hæsta máta siðferðilegt vandamál ekkert síður en pólitísk ákvörðun hvernig verðmæt- um þjóðfélagsins sé skipt upp á milli þegn- anna — það fer nefnilega að miklu leyti eftir þeim leikreglum sem stjórnmálamenn ákveða að gilda eigi. Samkvæmt hefðbundn- um kokkabókum vilja hægrimenn leggja áherslu á frelsi einstaklingsins, en það get- ur leitt til þess að þeir hæfustu verða mold- ríkir á meðan skussarnir lifa við sult og seyru. Vinstri menn aftur á móti leggja áherslu á áð allir hafí það sem jafnast „vinni 'eftir getu en uppskeri í samræmi við þarf- ir“ svo vitnað sé í Marx gamla. Það leiddi eins og kunnugt er til þess í Austur-Evrópu kommúnismans að enginn vann meira en hann komst upp með og allt framtak var drepið i dróma. Kannski meintu þeir Bjami Bragi og Gunnar Thoroddsen að bratt-göngu-jafn- vægi væri ekki einvörðungu tæknilegt hug- tak (það að halda ákveðnu jafnvægi í efna- hagskerfínu með endalausum vísitölubind- ingum). Kannski var falið í þessu stirðbusa- lega hugtaki sú siðferðilega hugsun að koma í veg fyrir gríðarlega eignatilfærslu í óða- verðbólgu, eins og gerðist á heimsstyijaldar- ámnum fyrri og á áttunda áratugnum, þeg- ar skuldarar stórgræddu en sparifjáreigend- ur stórtöpuðu (hver man ekki eftir spari- merkjunum sem við vomm látin kaupa í barnaskóla sjöunda áratugarins, en voru svo fullkomlega verðlaus þegar við máttum leysa þau út). Nú hefur staðan snúist við; skuldarar stórtapa og sparifjáreigendur stórgræða, a.m.k. meðan vextir haldast jafnháir og þeir eru nú. í niðursveiflu eins og þeirri sem nú ríkir í efnahagslífí íslendinga þarf að ríkja bratt- göngu-jafn-vægi ekkert síður en á tímum óðaverðbólgu. Að öðram kosti getum við átt það á hættu að eignir færist sífeilt á færri og færri hendur. Þá verður að áhríns- orðum það sem Jesús frá Nasaret mælti í 13. kafla Matteusaguðspjalls (þó af öðru tilefni): „Þeim sem hefur mun gefíð verða og hann mun hafa gnægð, en frá þeim sem eigi hefur mun tekið verða, jafnvel það sem hann hefur“. HALLDÓR REYNISSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. ÁGÚST1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.