Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1993, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1993, Page 4
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON i Jördin Jörðin er bygggulur bylgjupappi í blóðhlaupnu auga dagsins sem almúgur hefur með ofurkappi erjað og pælt frá árla morguns til síðasta geisla sólarlagsins Jörðin er mýrlendi, klungur og mold matjörð og eyðisandur móðir í voru munaðarleysi mið í voru tilgangsleysi móðir, móðir ísafold! Jörðin er dröfnóttur dregill dúkur á borði geimsins tvöfaldur töfraspegill tálsýn og raun hraun hraun jörðin er hraun Jörðin er skjálfandi sköp í skugglausu miðnætti tómsins serð henni sigð! sval hennar frygð! fullnægðu orðum dómsins! Jörðin er hjóm i hjarta vanfærra kvenna hugsmíð í lofttæmdu stundaglasi afskræmdur draumur afburða- menna atburður, útburður JJrður illkynja metastasi Jörðin er lárétt lína sem liggur frá A til Bés í þríhyrning umhverfís ásjónu mína utan seilingar, utan sjóndeildar án heildar eins og brot úr mölvuðum spegli eins og spádómur heilags vés og samt er hún allt sem ég á samt er hún nú og þá samt er hún jörð. Jörðin er jörð jóð í tímans frjóa kviði og þögul girnd mín er gjörð gagaga-ginningagjörð sem gengur andspænis sólu á gatslitnum þófum andartaksins frá síðla kvölds til hins fyrsta geisla morgundags- ins. Höfundur er blaöamaður við Rogalands Avisen í Noregi. Maríumynd úr bókinni. Hér er byggt á hinni frægu „Svörtu Madonnu“ frá Póllandi. María og postularnir. Maríumynd byggð á danskri fyrir- mynd frá um 1500. „María drottning styður og stýriru Flestir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, hafa að minnsta kosti heyrt um Lilju, þá er „allir vildu kveðið hafa“ - kaþólskt helgi- kvæði eftir Eystein munk, sem talinn er hafa látizt árið 1361. Enda þótt í Lilju sé sögð sag- íslenzkt Maríukvæði, sem fáir hérlendir menn þekkja, hefur verið gefíð út á norsku með glæsibrag í þýðingu Ivars Orglands. Eftir GÍSLA SIGURÐSON an af pínu og dauða Jesú er kvæðið um- fram allt helgað Maríu guðsmóður. Það er ekki trúarlegur strangleiki og guðsótti sem þar er útmálaður, heldur mildin og hin mjúku gildi. María er lilja, hún er „mektarblóm og full af sóma“, og „María, vertu mér í hjarta/ mildin sjálf...“ Mun minna þekkt er Rósa, annað Maríu- kvæði frá síðmiðöldum og talið vera eftir Sigurð blind, sem lítið er vitað um annað en það, að hvorki var hann klerkur né munkur, en að öllum líkindum hefur hann verið lærður maður. Rósa er lengri bálkur en Lilja, alls 133 erindi, sem nú eru varð- veitt. Óhætt er hinsvegar að segja að fáir hafa nokkru sinni heyrt um Milsku, hlið- stætt Maríukvæði í 90 erindum eftir óþekktan 15. aldar höfund. Við teljum okkur sinna menningararfinum sómasam- lega og að við þekkjum hann bærilega. En svo gerist það að Milska er gefið út í myndskreyttri viðhafnarútgáfu í Noregi og í norskri þýðingu Ivars Orglands, og þá fór mér að minnsta kosti svo, að ég hafði aldrei heyrt á þetta kvæði minnst og hef þó haft gaman af að kíkja á ýmsan 14. og 15. aldar kveðskap. Ivar Orgland þekkja íslendingar vel sem fýrrverandi sendikennara hér og ötulan þýðanda íslenzkra ljóða á norsku. Reyndar heitir það „omdikting“ á norsku og kemst Ivar Orgland - mikilvirkur þýðandi fornra og nýrra íslenzkra Ijóða á norsku og hefur nú dustað rykið af hinu lítt kunna Maríukvæði, Milsku. Ljósm.Mbl.Æinar Falur. 4 -J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.