Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1993, Qupperneq 7
þeirra urðu oft þau að eyða ævinni í hóru-
húsum.
Það var ekki fyrr en 1841 að fyrsti byggð-
arkjaminn tók að myndast í Montana. Stuttu
seinna fannst gull, kopar og silfur víðsvegar
um fylkið. Fundurinn dró að sér enn fleiri
ævintýramenn og námubæir spruttu upp.
Milli 1870 og 1890 streymdu nautgripa-
bændur til fylkisins í von um skjótan arð,
því ríkisstjórnin í Washington gerði hið víð-
áttumikla flatlendi í austurhluta fylkisins
að fijálsu svæði þar sem hver sem vildi gat
hleypt nautgripum sínum á beit. Að lokum,
í byrjun tuttugustu aldarinnar, raddi hefð-
bundinn búskapur sér til rúms undir merkj-
um smábænda. Um 40% alls lands í Mont-
ana hafa nú verið lögð undir hefðbundinn
búskap.
Nútíminn Endurspeglar
Fortíðina
Montana nútímans er afsprengi þessarar
margháttuðu þjóðfélagsþróunar. Námu-
gröftur er enn stór þáttur atvinnulífsins,
búgarðar og bóndabæir þekja slétturnar.
Tvær atvinnugreinar sem hafa orðið til á
tuttugustu öldinni, skógarhögg og ferða-
mannaiðnaður, eiga nú stóran þátt í lífsaf-
komu íbúanna.
Einna áhugaverðast við Montana er
hversu mikið eimir eftir af fortíðinni. Það
eru ekki nema rúm hundrað ár síðan Villta
vestrið var upp á sitt besta hér. Kúrekinn
frægi Buffalo Bill skaut sér oft leið um
Montana og hershöfðinginn George Custer
var drepinn hér í orrastunni við Little Big
Horn árið 1876. Andstæðingar hans í þeirri
orrastu voru einhveijir frægustu indíána-
höfðingjar vestursins, Sitting Bull og Crazy
Horse. Frægustu „fjallamenn" Bandaríkj-
anna höfðu aðsetur í Montana, s.s. Jeremiah
Johnson sem gerður var ódauðlegur er Rob-
ert Redford lék hann í samnefndri kvik-
mynd. Johnson er hvað þekktastur fyrir
gælunafnið „Sá sem borðar lifur“ sem vísar
til Qölmargra morða hans á indíánum og
þeirrar einkennilegu hegðunar að borða lifr-
ina úr fórnarlömbum sínum. Sjálfur leit
hann á þetta sem hefnd fyrir dráp indíána
á konu sinni og börnum.
Montanafylkið fékk þannig stóran skerf
af þeim mannlegu sviptingum sem fylgdu
í kjölfar Villta vestursins. Nú virðist lífið
hér að mörgu leyti endurspeglun fortíðarinn-
ar: kúrekar, indíánar og náttúran eru enn
aðalviðfangsefni listamanna auk þess sem
staðarheiti og nöfn verslana og veitingahúsa
eiga mörg hver rætur að rekja til frægra
persóna eða viðburða Villta vestursins. Þeir
sem búa inni á indíánasvæðunum sjá marg-
ir daglega þær hörmulegu afleiðingar sem
innrás hvíta mannsins hefur haft fyrir upp-
ranalega íbúa fylkisins.
Tengslin við fortíðina eru því sterk. Nú-
tíminn hefur auðvitað rutt sér til rúms með
öllum tilheyrandi tækninýjungum. Hinsveg-
ar virðist lífsskoðun fólks lítið hafa breyst.
Undanfama áratugi hefur lítið verið um
innflytjendur því að fylkið hefur verið i
/ Klettafjöllum Montana. Hér á gróður í harðvítugri baráttu við náttúruöflin. Þessi myndarlegu tré hafa orðið að lúta í
lægra haldi.
Sveitakrá í Montana. Ennþá er eitthvað eftir af gamla, villta vestrinu.
Vetrarríki í Montana. Þarna er verið að fóðra nautpening á heyböggum úti á
hjarninu.
hálfgerðri efnahagslegri stöðnun síðan á
kreppuáram fjórða áratugarins. Fólkið sem
býr hér er að mestu leyti innfætt. Forfeður
þess vora margir verkamenn sem fluttu
hingað með ekkert á milli handanna annað
en hest og vagn, á flótta undan fátækt og
þjóðfélagsmisrétti Evrópu og austurstrand-
arinnar. Afkomendur þessa fólks virðast
byggja á sömu lífsskoðun; að halda sjálf-
stæði sínu á hveiju sem gengur. Flestir
þeirra er höfundur tók tali sögðust frekar
vilja vinna margvísleg lausastörf en að vera
í fastri vinnu þar sem þeir gætu ekki ráðið
tíma sínum sjálfir. Mikilvægi þess fyrir
fyrstu innflytjendafjölskyldurnar að eiga
sitt eigið land virðist enn ráðandi. Hér sjást
varla blokkir því fólk á yfirleitt sína eigin
landspildu, hversu fátækleg sem hún er.
Sú skoðun að hinir smáu verði að standa
upp í hárinu á þeim stóra er mjög einkenn-
andi fyrir samfélagið hér. Öldruð bóndakona
sagði höfundi að í þijátíu ár hefði hún barist
í kulda, uppskeru- og búfjármissi við að
halda bænum sínum. Hún bar stórbönkun-
um ekki vel söguna, sagði þá hafa verið
tilbúna við hvert tækifæri að taka bæinn
sinn. Stundum hefði hún þurft að halda
ræður yfir ungu jakkafataklæddu skrif-
finnskupúkunum til að fræða þá um raun-
verulegan tilgang lífsins; að lifa af landinu
og koma börnum sínum á legg. En þá þögn-
uðu þeir líka allir, sagði hún. Þess vegna
hefði hún kosið Clinton, hann væri „maður
almúgans".
Eiginmaður hennar brosti kankvíslega og
sagði að þegar hann væri ekki að leika aldr-
aðan mann á eftirlaunum væri hann í raun
og vera kúreki. Kúrekinn er sprelllifandi
hér. Einkennisbúningur karlmanna í smá-
bæjum og til sveita er kúrekahattur, köflótt
skógarhöggsmannaskyrta, gallabuxur og
kúrekastígvél. Flestir kunna að sitja hest
og mikið er um svokallað „rodeo“. Höfund-
ur varð ekki lítið hissa þegar hún kom til
Montana í fyrsta sinn og við henni blöstu
tveir kúrekar að leysa hesta sína frá staur
fyrir framan hverfísbarinn, „The Saloon".
Flestir bæir í Montana halda enn sinni
upprunalegu mynd. Þeir eru byggðir í kring-
um „Main Street“, aðalgötuna þar sem flest-
ar verslanir, bari, veitingastaði, banka og
hársnyrtistofur er að fínna. Smábæir Mont-
ana era líka einu staðimir í Bandaríkjunum
þar sem höfundur hefur séð fólk heilsa öðr-
um hveijum manni sem gengur niður aðal-
götuna, og barstofurnar eru eins og félags-
samkomur þar sem fólk situr í hnapp í kring-
um barborðið og virðist hafa þekkt hvert
annað frá ómunatíð.
Einhveijar vinsælustu samkomur í Mont-
LESBÖK MORQUNBLAÐSINS 14.ÁGÚST1993 7