Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1993, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1993, Síða 8
\ ana eru hinar árlegu þriggja daga „réttir“ á vísunda-vemdarsvæðinu. Dýrin eru rekin í eina rétt, vigtuð, bólusett og sum seld. Frægustu kúrekar fylkisins safnast þá sam- an til að leika listir sínar og fólk streymir að hvaðanæva til að fylgjast með. Það er sannarlega stórfengleg sjón að sjá örfáa menn reka risastóra hjörðina og fínna jörð- ina titra undir fótum sér. Önnur arfleifð Villta vestursins er hve vinsælt það er að fara á veiðar. Mikið er um silungsveiði í hinum frægu ám fylkisins og enn er ódýrt að stunda þær. Ársleyfi til að veiða í flestum ám fylkisins kostar t.d. aðeins 800 kr. fyrir íbúa fylkisins. Dádýr, elgir, fasanar og kalkúnar em veidd á haust- in og fólk keppist við að fylla frystinn fyrir veturinn. Menn, konur og böm virðast hafa jafnmikla ánægju af veiðunum, og sú að- ferð að draga í búið upp á gamla mátann — úr náttúrunni frekar en matvöruverslun- inni — virðist greinilega vera ríkjandi. Þrátt fyrir miklar veiðar hefur dýralíf eflst mjög síðustu áratugi og er það þakkað geysi- miklu átaki og peningum sem hafa farið í að friðlýsa stór svæði. Hér heldur fólk fast í þá skoðun að amer- ískt sé best. Montanabúar virðast ekki kæra sig mikið um innfluttan vaming. Þeir aka yfirleitt á amerískum jeppum og pallbílum en japanskir bílar hafa ekki mtt sér rúms. Er höfundur kom til Montana á Nissan Pathfinder með skráningarplötu frá Kali- fomíu var hún gjaman litin homauga. Þeg- ar búið var að skipta á japönsku glæsikerr- unni fyrir bandarískan Bronco ’79 með Montananúmeri og fjárfesta í kúrekahatti á bílstjórann, fór höfundi loks að líða eins og innfæddri. Veitingahúsaeigendur kæra sig einnig kollótta um innflutta tísku í matargerð. Heilsuæðið sem er að leggja B^ndaríkin undir sig og hræðslan við kólesteról og kjöt virðast enn ekki hafa barið að dymm hjá meirihluta íbúanna. Veitingamenn bera stoltir fyrir mann steik sem vegur heilt kfló og dygði til að metta heila íjölskyldu. Við þjóðveginn hefur verið reist stórt skilti sem á stendur: „Við hér í Montana borðum kjöt. Baráttumenn fyrír réttindum dýra til að lifa em ekki velkomnir hér.“ SÉRSTAKT GlLDISMAT í samanburði við auðugri og nútímalegri hluta Bandaríkjanna virðist Montanafylkið mjög gamaldags, jafnvel afturhaldssamt. En það er einmitt þessi afturhaldssemi sem gerir það hrífandi og áhugavert. í Montana em heldur ekki fyrir hendi þau efnislegu gæði sem lögðu granninn að ríkjandi efnis- hyggju og samkeppni víðast hvar í Banda- ríkjunum. Fátæktin er auðvitað niðurdrepandi. Erf- itt er að horfa upp á ungt fólk sem á nán- ast enga möguleika á framhaldsnámi og er dæmt til að strita alla ævina til að koma sínum bömum á legg. En stöðnunin í hinni efnahagslegu þróun hefur einnig haft það í för með sér að menningin heldur fast í rætur sínar. Af þeim ástæðum er eðlilegt að Mont- anabúar nútímans, margir hvetjir afkom- endur „íjallamanna" og kúreka, trúi því af hjartans einlægni að sveitalíf og veiðar séu forréttindi fremur en nauðsyn og að verald- legar eignir skipti ekki höfuðmáli. Húsin hér em fremur bágborin, oft tjaslað saman úr ýmsu skrani, og bílarnir em gamlir, en fólk virðist kæra sig kollótt. Ummæli miðaldra Montanabúa, sem höf- undur hitti hjá vinafólki, lýsa e.t.v. best hinu sígilda gildismati þessa fólks. Hann var atvinnulaus, illa farinn af viskídrykkju og bjó einn í litlu hjólhýsi í garðinum hjá bróður sínum. Flestir mundu álíta hann fremur ógæfusaman mann. En hann var ekki á því. „Ég er svo heppinn að vera fæddur hér í þessu dásamlega fylki þar sem ég get farið upp á fjöll á hverjum degi og veitt silung. Það em engir eins heppnir og við Montanabúar.“ Það er á slíkum stundum sem aðkomu- mönnum, sem margir hveijir em vanir borg- arlífinu, finnst þeir hafa nálgast hjarta gamla vestursins. Hér glittir í upphafið, þ.e. lífsskoðanir og lífsmáta sem lögðu gmndvöllinn að útþenslu bandarísks þjóðfé- lags til vesturs. Það er óskandi að Montana komist ekki of mikið í tísku. Ella er hætt við að fylkið missi sitt sígilda yfírbragð. íbúamir gera sér grein fyrir þeirri staðreynd og segjast tilbúnir að beijast gegn innrás aðkomumanna og vemda þau forréttindi sem þeir telja fólgin í því að vera fæddur og uppalinn Montanabúi. Heimildir: Montana: A History of Two Centuries. Michael P. Malone and Richard B. Roeder. Univ. of Washington Press, Seattle and London, 1976. The Missoulian. Newsweek. Samtöl við fðlk hér og þar f Montana. Hugmyndasagan og aldarlokin Eftir ÞÓRUNNIVALDEMARSDÓTTUR Langhundur sá sem hér fer á eftir í fjóram hlutum er erindi sem ég flutti í Nýlistasafninu seint á góu. Útvarpsmaður Kviksjár spurði mig hvort þetta væri svona erindi, líkt og haldin vora í Reykjavík á síðustu öld? Já þetta er þannig er- indi, formið er seigt, það felst mikið öi-yggi í því. Mér finnst hálfgerð sögufölsun að breyta erindinu og gera það ópersónulegra fyrir Lesbók- ina, gera það kalt og útreiknað, því það var hugsað þannig að það hyrfi í hvíta loftið og í eyru þess fólks sem sækir fundi Nýlista- safnsins. Erindið fær því að birtast hér jafn glannalegt og það vildi vera þegar það var skrifað. Það er því talað mál sem hér fer á eftir. Þegar ég hugsaði um það að standa héma skammaðist ég mín að vera orðin svona fígúra, en það er predikunarmenntun sem ég hef og predikarahlutverk sem ég hef komið mér í með því að skrifa, ég hef notið opinberra styrkja og verð eiginlega að vera tilbúin þegar kallað er á fígúmna og þjóðfélagið vill hafa hana til sýnis. Eg ætlaði fyrst að tala um myndir, af því þetta er myndlistafé- lagsskapur, var frá því í nóvember búin að safna einhveijum lista- sögupunktum, las eðli mitt út frá því hvemig myndir ég teikna, var að hugsa um að segja frá því þegar ég lenti í því að teikna punktamyndir í fmmskógi í níu vikur fyrir fomleifastofnun ríkisins í Mexíkó, datt í hug að reyna að lýsa því hvemig sagnfræðiflipp það er að ganga um E1 prado, eða tala um hvemig myndlist birtist í texta, hvemig myndir Kristínar Ómarsdóttur sjást í textanum hennar, en - hér er ég að flytja fijálst erindi svo ég ákvað að gera sjálfri mér gott og reyna frekar að leysa tilvistarhnút útmán- aða í þessu erindi, með því að velta fyrir mér tilvistarhnút sam- tímans, sem er minn eigin hnútur og okkar allra. Að semja erindi gefur manni tækifæri til að taka sjálfan sig alvarlega, ég notaði það til að reyna að henda reiður á útmenguðum hugmyndagrautn- um í hausnum á mér, tók mér í hendur yfirlitsrit um hugmynda- sögu til að þreifa á stóm grindinni sem allt hangir á. SkrýtnirTímar Það em skrýtnir tímar, gamlar byltingar í endurvinnslu, vestræn menning í endurvinnslu, gler og plast og pappír í eridurvinnslu og listamenn fá óskiljanleg skilaboð í loftnetið sitt um tímana sem em að koma. Risastór nýuppsett loftnet í Vesturheimi bíða eftir skilaboðum frá lífvemm í geimnum og sérfræðingar segja þau berist fyrir aldamót. Eins gott, því leiðindin em að drepa marga, menn lifa enn við sömu tísku og fyrir tuttugu, þijátíu ámm því geimaldarbúningamir láta á sér standa. Predikarahlutverkið er svo víða, einkaleyfið til að predika er löngu farið frá prestastétt. Fyrir miðja síðustu öld tóku ungir náms- menn í Kaupmannahöfn sér þau réttindi upp úr þurm, án umboðs frá kóngi eða biskupi, að predika fyrir þjóð sinni, það voru Fjölnis- menn, Jón Sigurðsson og fleiri, þeir boðuðu lýðnum sjálfum að hugsa sjálfstætt og vakna, lýðurinn ætti að fá löggjafarvald, lýður- inn ætti að fá að menntast, lýðurinn ætti sjálfur að hugsa. Þama var foma vestræna kerfið, sem stýrt var af kirkju og kóngi að byrja að riðlast, og það skein í tuttugustu aldar þömmerinn, það að þurfa að hugsa sjálfur, finna sér hlutverk og tilgang í heimi sem er fullur af illsku og mgli. Á sama tíma og hugsýn sjálfstæðis- hetjanna um fijálsan Islandslýð sem fengi að afráða sjálfur um sín mál var að mótast sigldi Darwin á skipinu Beagle, Beagle er „Maður er lítill sjálfur en þó allur heimurinn. “ Mynd: Erró. smávaxinn lágfættur veiðihundur og þefaði sjálfa lífssöguna uppi. Þar með fóru rökin fyrir að vald kóngs og kirkju kæmi frá guði endanlega út um gluggann, og fomar bókstaflegar kennisetningar Biblíunnar sem heimsmyndin byggðist á leystust upp. 1 ljós kom að allir menn em jafn fínir, enginn siður í eðli sínu öðmm betri. Eftir að okkur var kastað út úr hinni lokuðu og öruggu vest- rænu veraldarmynd inn í rótleysi nútímans, þarf hver einstakling- ur að bögglast við að byggja upp sína eigin hugmynda-tilvist eða tilvistar-hugmynd. Maður er lítill sjálfur en þó allur heimurinn. Maður er pródúkt hugmynda sem maður grípur einhversstaðar, endurtekur og þykist eiga sjálfur. Þetta er tilvistarmódel tuttug- ustu aldar, þetta var niðurstaða existensíalistanna, maður verður að henda öllu gamla hugmyndadraslinu og byggja sér heim sjálfur kringum ekkertið í miðjunni í sér, kringum svartholið. Maður fær hugljómanir og þykist vera að hugsa eitthvað á heimsmælikvarða í sínum litla heimi. Svo les maður hugmyndasögu og sér að maður liggur í gamalli heyhrúgu að tyggja gamalt strá. Því er svo mikil- vægt að hafa smá grind úr hugmyndasögunni að styðja sig við, þekkja í meginatriðum þetta tré með greinar sem liggja frá einum hugsuði til næsta, til að vita hvort maður sé fastur í gömlum tíma, sé í raunvemlegri uppgötvunarvímu í samtímanum að skynja lok tuttugustu aldar, eða að hugsa eitthvað fúlt og gamalt. Margir tímar í Gangi Það em margir tímar í gangi, það sést vel í Austur-Evrópu. Þar eru lönd og landshlutar föst í 19. öldinni og Júgóslavía föst í seinni heimsstyijöldinni, sum lönd í aldamótastíl, önnur í þessum sér austurevrópska stfl með blöndu af tísku fyrri áratuga, að beijast við að fá sér gallabuxur. Eins er fólk í okkar samfélagi statt á mismunandi tímum í hugsun sinni, sumir með 19. aldar hugmynd- ir, aðrir með hugsjónir sósíalista í kollinum frá því snemma á öld- inni, menn sem halda ennþá að þeir séu ferskir og róttækir af því hugmyndimar sem þeir ganga með í kollinum vom einhvemtíma róttækar. Fjölnismenn og Jón Sigurðsson kölluðu íhaldsmenn, þá sem lifðu í gömlum tíma, rojalista, það er ágætt orð, þeir sem em fastir í dauðri og illa lyktandi hugsun og halda í fúinn kvist eru konungssinnar, orðið minnir okkur á hvemig tíminn gerir stöðugt gys að hugmyndum okkar. DARWIN Sprengir Hugmyndakerfið Darwin, samtímamaður okkar heittelskuðu róttæklinga á síðustu öld, skrifaði að flestra dómi um síðustu aldamót og að flestra dómi enn, merkilegasta rit síðustu aldar. Bók hans um uppmna tegund- anna er ef til vill merkasta rit í heimi. Menn fengu svo mikið sjokk við þá nýju heimsmynd sem Darwin dró upp að við emm varla búin að ná okkur enn. Meira að segja George Bemard Shaw gat ekki kyngt þessu, þótt hann væri töff, og sagði um þróunarkenning- una: „Samkvæmt þessu eru aðeins fífl og ruddar á lífi.“ Nefnilega - við eram miklu nær því að geta kyngt þessu núna, „ég er að miklu leyti fífl og ruddi". En Darwin sá ekki alla myndina, það er ekki bara náttúmúrval sem kastar burt fúnum kvistum svo hin- ir vaxa og nýir skapast, hann vissi ekki að í lífverum er erfðafræði- legt kerfí í gangi, með flippgen sem búa til nýjungar. Darwin sjálfur gekk eins og kristnir menn síðan í gegnum hug- myndafræðilega atómsprengingu vegna þeirrar nýju sýnar sem hann fékk á þróun og eðli lífsins. Hann sá of mikla tilviljun og of mikla illsku í heimi náttúrannar til að hann gæti trúað, eins og kristnin kennir, á velviljaða guðlega tilvistaráætlun. Hann varð agnostic, þeirrar skoðunar að ekki væri hægt að þekkja guð. Með Darwin rann sálin inn í líkamann og guð úr hæðum niður í frnrn- skóginn. Darwin sá að í heiminum ríkir algjör óreiða og óvissa, miðað við það sem vestrænt hugmyndakerfi hafði haldið fram um aldir. Erfítt var að melta lífssýn sem sýndi að hinn stolti vestræni maður, sem taldi sig einan af lífsgangverkinu skapaðan í guðslíki, er bara efni sem óx úr amöbu. Erfitt var að kyngja í einum bita kenningu sem dró okkur niður til dýranna. Upp til dýranna segja rnenh frekar núna, eftir að við höfum jafnað okkur á öðm fallinu, fallinu aftur inn í Éden. Maðurinn sem taldi dýrin siðlaus og heimsk er síðan að átta sig á að lýsingin á frekar við hann sjálfan. Hinn siðmenntaði Evrópubúi rankaði við sér í upphafi þessarar aldar fastur í ógeðslegu viktoríönsku neti afskræmandi mannasiða sem gerði konur ýmist að kynlausum veiklulegum eiginkonum eða hór- um sem þóttu ógeðslegar. Síðan hafa ýmsir dýrslegir eiginleikar mannsins smám saman verið teknir í sátt. VlÐBRÖGÐ VlÐ ÞRÓUNARKENNINGUNNI Kaþólikkar þoldu þróunarkenninguna betur en mótmælendur, því táknmyndir em í þeirra trúarheimi ennþá lifandi, þeir em ekki eins bundnir við bókstafinn og við. En flestir hálfmeítu kenningu Darwins fyrst eftir að hún kom fram, menn tengdu hana við trúna á endalausar framfarir, lífheimurinn þróast og verður stöðugt full- komnari, þá hlýtur mannfélagið líka að vera á framfarabraut. Svo komu heimsstyijaldimar tvær og trúin á stöðuga framþróun og sigurgöngu vísindanna var tekin frá mönnum líka. Efinn settist að. Ein niðurstaðan sem menn komust að út frá kenningu Darw- ins er sú að þar sem menn séu hluti af náttúmnni séu þeir tæp- ast dómbærir á hana. Menn sáu að mannkindin er ótrúlega ill og takmörkuð og hvatirnar geta leitt menn út í ægilegustu ógöngur, sem í samfélaginu framkalla heimsstyijaldir. Svarthölið opnaðist mönnum áður en það fannst úti í geimi. Framhald í næstu Lesbók.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.