Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1993, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1993, Page 9
Þegar yfirstéttin snýst gegn eigin samfélagi Frjáls verslun, alþjóðahyggja og aukin áhersla á útflutning eru lykilatriði í efnalegum framförum í mörgum iðnríkjum. Arthur Dunkel og GATT vilja leysa efnahagserfiðleika heimsins með opnara hagkerfl, en hæfir þetta öllum löndum? Gagnast frelsi hinna sterku einnig hinum veikburða? Er það sem er rétt í Þýskalandi og Frakklandi einnig rétt í löndum sem eru úti á jaðri umsvifanna í verslun og viðskiptum í heiminum? Hér getur verið fróðlegt að kanna stöðu þróunarlandanna. Eftir að hafa verið sjálf- stæð í 20-30 ár eru þau fátæk sem fyrr. Bág staða þeirra á að hluta rætur sínar að rekja til þeirrar hagstjórnar sem þau hafa beitt, — hagstjómar sem e.t.v. hefur leitt þau inn í vítahring vanþróunar. Er hliðstæður þessa að finna í því sem nú er að gerast í Austur-Evrópu, og e.t.v. í okk- ar eigin jaðarbyggðum? „10%-ÞJÓÐFÉLAGIГ Veigamikil ástæða þess hve þróunarlöndin eru skammt á veg komin er að yfirstéttina skortir nægilega góð tengsl við dreifbýlið í landi sínu, þar sem meirihluti þjóðarinnar býr. Oft hafa leiðtogar landanna nýtt sér áfram skipulag nýlenduherranna, og beint athyglinni meira að hinum ríka hluta heims- ins en að ástandi mála í eigin landi. Öflun sterks erlends gjaldeyris hefur verið lykillinn að lífsgæðum fámennrar yfirstéttar í borgunum á sama tíma og efnalegar framf- arir þjóðarinnar í heild hafa verið vanræktar. Mikið af uppbyggingu efnahagslífsins í þessum löndum sl. 20-30 ár hefur hvílt á veikum grunni. „Nútímalegar" atvinnugrein- ar, þar sem yfirstétt og miðstétt borganna hefur gegnt aðalhlutverki, og öflun erlends gjaldeyris hefur notið forgangs. Lögð hefur verið áhersla á iðnað, landbúnað sem fram- leitt hefur v.örur til útflutnings, þjónustu við ferðamenn og uppbyggingu alltof stórs skrif- stofubákns á vegum hins opinbera. „Nútím- inn“ hefur hins vegar aðeins náð til lítils hluta fólksins, að jafnaði minna en 10%. Afríka Sunnan Sahara Ef athuguð eru ýmis fátækustu löndin sem er að finna í Afríku sunnan Sahara kemur í ljós að þróun þeirra hefur verið á ólíka vegu. Þó eru þar mörg sameiginleg einkenni. Eftir að þau hlutu sjálfstæði var megin- áherslan lögð á uppbyggingu iðnaðar og það að gera löndin nútímaleg. Iðnvæðingin var e.t.v. ekki mjög kröftug en miðað við fjárhag og getu, tæknistig og innri uppbyggingu þjóð- félaganna, var uppbyggingin alltof einhæf og bjartsýn. Dreifbýlið og einyrkjubúskapur bænda var álitinn gamaldags og lítið í anda framtíðarinnar og þar af leiðandi vanræktur í mörgum þessara landa. Það var eingöngu hvað varðaði jarðargróða sem unnt var að selja fyrir beinharða peninga og afla með hins töfrafulla erlenda gjaldeyris, sem dreif- býlið var áhugavert. „Viðleitni yfirstéttarinnar í þróunarlöndunurn hefur verið sú að taka uþp hætti ríku landanna og of lítill kunnugleiki hennar á högum eigin landsmanna hefur leitt til rangra ákvarðana með skelfilegum afleiðingum.“ Eftir TRYGVE REFSDAL Einn sá verstí af mörgum í Afríku: Forseti Zaire, Mobutu Sese Seko, meðal líf- varða og stuðningsmanna. Síðan, árið 1973, margfaldaðist kornverðið á nokkrum mánuðum, gjaldeyrissjóðimir voru tómir í mörgum löndum og uppbyggingar- veislunni lauk með timburmönnum. MlKIL LÁNTAKA - SKAMM- VINN GLEÐI Árin 1973-1974 skall á fyrsta oh'ukrepp- an. Til olíuframleiðslulandanna flæddu doll- arar fyrir olíuna og framboð á lánsfé jókst mjög í mörgum alþjóðlegum bönkum. Fátæk- um löndum var lánað stórfé óg þar áttu einka- bankar mikinn hlut að máli. Slík lán voru með mun hærri vöxtum en lán til öruggari viðskiptavina. Lántökur jukust hratt, en verulegur hluti fjárins var fluttur jafnóðum aftur út úr þró- unarlöndum, sem höfðu tekið þessi lán. Að líkindum voru 30-40% lánsfjárins endurfj- árfest í hinum ríka hluta heims, í Flórída, New York, London og víðar. Skýringin á því var fjármálastarfsemi í fátæku löndunum þar sem ríkt fólk gat skipt á verðlitlum peningum heimalandsins fyrir traustan gjaldeyri, oft á óeðlilega háu gengi. Fátæka landið sat síðan uppi með botnlausar skuldir. EFTIR 1975: NÝTT SKEIÐ AUK- ins Útflutnin gsiðn að ar Hinn skammvinni tími ríkisdæmis leiddi til þess að aftur var lagt út í stórframkvæmdir. I fáein ár var verð á hráefni hátt og bjart- sýni og trú á hraða aukningu gjaldeyristekna var mikil. Trúin á að þróun og framfarir hæfust ofan frá fékk nýjan byr og framleiðsl- an beindist á alltof einhæfan hátt að útfiutn- ingi. Allir þeir sem bjuggu yfir lágmarks innsæi í hagfræði máttu vita að þessi draumsýn hlyti að hrynjá. Með vaxandi skuldir á bakinu leit- uðust öll þróunarlönd við af öllum kröftum að auka útflutning til að geta greitt vexti og afborganir af lánum sínum. Afleiðingin varð sem vænta mátti, að verð á hrá'efnumn hrap- aði á 9. áratugnum. Verðið hefur haldið áfram að lækka og árið 1991 varð verðið lægra en nokkru sinni fyrr. Tölur tala hér sínu máli. Frá 1970 og fram til 1989 nítjánfölduðust langtímalán þjóða Afríku. Tekjur Afríkubúa jukust á mann á tímabilinu 1961-’72, stóðu í stað 1973-’80 en drógust saman á tímabilinu 1981 og fram á þennan dag. Hér er það þó athyglisvert að í þróun Afr- íkuríkja hefur verið stigsmunur síðustu ára- tugi. Þannig sýnir úrtak sem Alþjóðabankinn hefur látið gera að vöxtur þjóðartekna í sex litlum ríkjum hefur verið 2,7% á ári síðustu kynslóð á sama tíma og árlegur hagvöxtur sex stórra ríkja var aðeins 0,7%. Getum er að því leitt að í litlu ríkjunum sé styttra milli höfuðborganna og dreifbýlisins heldur en í stóru ríkjunum og stjórnvöld hafí þar betri yfirsýn yfír gang mála. HÖFUM VIÐ LÆRT ElTTHVAÐ? Viðleitni yfírstéttarinnar í þróunarlöndun- um að taka upp hætti ríku landanna og oft lítill kunnungleiki hennar á högum sinna eig- Óörugg framtíð, eða alls engin framtíð? Nóg er gróskan og mikið væri hægt að framleiða, en skipulag og vilja vantar og búðirnar í borgunum eru frekar fylltar með háþróuðum neyzluvörum frá Evrópu og Ameríku. Ekki dropi úr lofti mánuðum saman, jörðin skrælnuð og búpeningurinn fallinn. Þetta er sá veruleiki sem alltof stór hluti Afríku býr við. í stað þess að Ieggja áherslu á öryggi í matvælaöflun var flutt inn ódýrt hveiti og hrísgijón á heimsmarkaðsverði til að sjá iðn- verkafólki og millistétt borganna fyrir mat, en það voru einu þjóðfélaghóparnir sem gátu haft tök á að koma óánægju sinni á fram- færi við stjómvöld. Innflutningur var einfald- ari og ódýrari en að leggja áherslu á innlenda matvælaframleiðslu, innri styrkingu þjóðfé- lagsins og dreifingarkerfi. Einkum átti þetta við um stórborgir nærri sjó, þar sem unnt var að flytja inn kom í lausri vigt sjóleiðis. Þetta gekk vel meðan verð kornsins hélst lágt. og gjaldeyrissjóðimir voru nægilegir. Hinn „nútímalegi” rekstur reyndist í stómm dráttum óhagkvæmur, einkum þar sem þáttur ríkisins var mikill, og gjaldeyrisöflun fyrir þennan rekstur reyndist miklu minni en vænst var, já, jafnvel neikvæður í ýmsum rekstri. in landsmanna leiddi til rangra ákvarðana í atvinnuuppbyggingu. Þetta gerðist í tveimur áföngum, fyrst eftir að löndin öðluðust sjálf- stæði og síðar eftir lántökumar eftir olíu- kreppuna á miðjum 8. áratugnum. Meðal hagfræðinga er nú sem betur fer vaxandi skilningur á því að þróunarlönd verði að leggja meiri áherslu á alhliða þróun. Við slíka uppbyggingu verða framkvæmdamenn á heimaslóðum og bændur, með minni og stærri bú, að eiga stóran hlut að máli. Alþjóða- bankinn, sein er mikið bákn, styður fræðilega þessa stefnu, en í reynd hagar bankinn sér gjarnan á gagnstæða vegu. Það er jákvætt að núorðið fjölgar þvi fólki í þróunarlöndunum sem hefur lært af reynsl- unni og er gagnrýnið á þá stefnu að fram- leiða einhliða fyrir hinn duttlungafulla heims- markað. Hér í Noregi er lítinn skilning að LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14.ÁGÚST1993 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.