Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 6
RínarguIIið, 1. atriði. Alberich finnur Rínardætur. Bayreuth 1991. Uppfærsla Harry Kupfers. Leisergeislar mynda Rín. Niflungahringurinn og íslenskar fornbókmenntir !}»r« tn«5i íTOjj»i|j?l*rSpij| tóígö bbttMwrntNn MttiS (tlBnth* f.,,r tm wrw»»•>«m wS&a W M jW 5krkaíjMw,, j &. fl* Jt»» •Mf-.'í « Twsjm*. <í) Mtœ, 3 tm tsnif f liM Vf.‘«aH»V3 ftattea tcfogm ,iu» ttri ks \ ijytt. w«ctm >t.^j. m vb«j lai t>tisro( itiir««t terpetr. S,t fe jæ ííjps pttttjí, fc.t))5.t * n»rWwKW!. ife ptcl tywrwaígjM mte mýhtíjcttjftj.^sí sœjc TO vtrrJi. Avðrjtr if tápni nsn>«i}>cj^íí» jiwjwttnf 1 t ):u <141 vmté ■oítflt TtMmrtttUi !)x-t 1 r ir 1 ik iti3 Jtwtmít yrirhugað er að setja upp sýningu á völdum köflum úr Niflungahringnum eftir Richard Wagner á næstu Listahátíð 1994. Ein helsta ástæða þess að einmitt þessi ópera varð fyrir valinu er hinn íslenski grunnur sem verkið Þetta risavaxna verk Wagners er í rauníjórar óperur og tengist íslandi sérstaklega á þann hátt, að efnið er sótt að hluta til í Sæmundar Eddu, Snorra Eddu og Völsungasögu. Fyrirhugað er að setja upp valda kafla á Listahátíðl994 Eftir ÁRNATÓMAS RAGNARSSON byggist að mikluleyti á. í tengslum við uppfærslu verksins verður vænt- anlega haldið málþing um tengsl Niflungahringsins og íslenskra fornbókmennta. Hér á eftir verður leitast við að kynna efni verksins og benda á þær íslenskar rætur þess, sem mestu máli skipta. Niflunga- HRINGURINN Verkið allt er gríðarstórt, stærsta tónverk og sviðsverk sög- unnar. Það er í rauninni fjórar óper- ur; Rínargullið, Valkyrjan, Siegfried og Ragnarök. Hver þeirra er um og yfir fjögurra klukkustunda löng, nema sú fyrsta sem er um( tvær og hálf klukkustund. Samtals er Niflunga- hringurinn því rúmar fimmtán klukku- stundir í flutningi! Sú útgáfa sem hér verð- ur sýnd á næsta ári mun hins vegar verða um þriggja og hálfrar klukkustundar löng og er því augljóst að stiklað verður á stóru. Það er ekki auðvelt að lýsa svo risav- öxnu verki í stuttu máli. Ekki bætir úr skák að Niflungáhringinn má túlka út frá mörgum og mismunandi sjónarhornum og hefur verkið því verið óþrjótandi upp- spretta nýstárlegra leiksviðstúlkana um langan aldur. Ég hef valið þann kost að segja stuttlega frá söguþræði Niflunga- hringsins út frá þeirri persónu verksins, sem ég hef litið á sem aðalpersónu hans, en það er sjálfur Alfaðirinn, Óðinn, sem Wagner kallar Wotan í verki sínu. Frásögn Wagners af Óðni er um leið saga alls heimsins og endaloka hans og er að mörgu leyti hliðstæða frásagnar Völuspár um sköpun heimsins, sögu hans og endalok með Ragnarökum. Handrit Konungsbókar Eddukvæða (Sæmundar Edda). Úr Völuspá. RÍNARGULLIÐ Ar var alda það er ekki var var-a sandur né sær né svalar unnir Við erum stödd í árdögum heimsins. Óðinn hefur ákveðið byggingu Valhallar og fengið jötnana Fáfni og Fasolt til verks- Richard Wagner ins. Vandi Óðins er þó sá að hann getur ekki greitt jötnunum verklaun, en hefur sett Freyju að veði. Nú er komið að skulda- dögum, Valhöll tilbúin, jötnarnir mættir með reikninginn, en Oðinn getur ekki borg- að. Þá gengu regin öll á rökstóla ginnheilög goð og um það gættust hverjir hefðu loft allt lævi blandið eða ætt jötuns Óðs mey gefna Óðinn lofar jötnunum greiðslu innan tíð- ar, en þeir taka Freyju með sér í pant. Óðinn kallar á Loka, sem alltaf hefur ráð undir rifi hveiju. Hann segir Óðni frá því að á ferðum sínum hafi hann frétt af miklu gulli í eigu svartálfsins. Alberichs, sem hann hafi stolið frá dætrum Rínar. Loki segir að þar sem Alberich hafi fengið gull- ið á óheiðarlegan hátt sé ekkert því til fyrirstöðu að stela því frá honum og nota það til að greiða jötnunum laun sín. Þeir Óðinn og Loki halda saman niður til Niflheima, en þar búa svartálfarnir Alberich og Mímir bróðir hans .ásamt öðrum Niflungum. Óðni og Loka tekst að véla gullið af Alberich ásamt hring þeim og huliðshjálmi, sem úr gullinu höfðu verið smíðaðir. I lok þeirra ; viðskipta nær Alberich að leggja þá bölvun á hringinn að allir sem hann eignist skuli verða fyrir mik- illi ógæfu. Verðmæti þessa hrings | fólust hins vegar í því að eigandi hans öðlast vald til að ráða yfir heiminum. Áætlanir Loka standast í öllum megindráttum, jötnarnir fá gullið og Öðni þvert um geð fá þeir líka hringinn. Þeir bræður, Fáfnir og Fasolt, hafa þó ekki fyrr fengið gullið afhent en þeir hefja deilur um það. Fara leikar svo að Fáfnir drepur Fasolt og hverfur síðan á braut (inn í djúpan skóg þar sem hann breytir sér í dreka og leggst á gullið sbr. „að liggja á einhveiju eins og ormur á gulli“). Æsir láta sér fátt um finnast og ganga í Val- höll til að fagna vígslu hennar. Úti fyrir stendur Loki og bendir á að einn glæpur réttlæti ekki annan og kveinstafir Rínard- ætra undirstrika það óréttlæti sem sjálfur Alfaðir hefur nú stuðlað að. Þetta er forsaga verksins sem á eftir kemur. Eiginlega á hún sér ekki aðeins hliðstæðu í frásögn Völuspár, heldur einn- ig í sögu Biblíunnar um erfðasyndina og einnig hér snýst allt sem á eftir fer um vonlausa baráttu við að leiðrétta unnar misgjörðir; að skila gullinu aftur í hendur réttra eigenda, Rínardætra. Áður en næsta ópera hefst hefur Óðinn leitað ráða til að koma fram leiðréttingu mála. Hann bindur nú mestar vonir við að sonur hans, völs- ungurinn Siegmund, sem hann héfur getið með mennskri konu, geti náð gullinu frá drekanum Fáfni. Valkyrjan Óperan Valkyijan hefst á því að Sieg- mund kemur örþreyttur og sár úr orustu inn í hús Hundings og finnur þar húsfreyj- una Sieglinde. Hún veitir hetjunni aðhlynn- ingu, en er húsbóndinn birtist kemur í ljós að hann er einn fjandmanna Siegmunds. Hunding býður Siegmund þó að sofa þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.