Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 10
Sex bandarísk ljóðskáld V Hausinn er ekki í lagi Robert Lowell fæddist árið 1917 í Boston, kom- inn af einhverjum alfínustu ættum þar í borg. Á bernsku- og fyrstu unglingsárum sýndi hann l lítil merki þess sem síðar varð úr honum. Hann var stór og sterkur og hinn mesti rusti, ROBERT LOWELL lézt árið 1977. Ljóðhans þykja merkilegt framlag til ljóðhefðar enskrar tungu, en skáldið var illa haldið af tvílyndi, fékk reglubundið maníukast árlega á tímabili og varð þá gjarnan ástfanginn af ungri stúlku og ákveðinn í að byrja nýtt líf. Grein Og Ljóðaþýðing Eftir SVERRI HÓLMARSSON sífellt í áflogum og lítt gefínn fyrir bók- ina. í menntaskóla fékk hann gælunafnið Cal, sem festist við hann og hann hélt sjálfur fram að væri stytting úr Caligula, en var upphaflega Caliban (dýrslega per- sónan í ofviðri Shakespeares). Það var ekki fyrr en síðustu tvö árin í mennta- skóla að hann fór að líta á sjálfan sig sem upprennandi vitsmunaveru og leggja stund á skáldskap. Hann hóf háskólanám við Harvard og las klassísk fræði en flutti sig eftir eitt ár til Kenyon College, Ohio, þar sem hann naut leiðsagnar skáldsins og gagnrýnandans John Crowe Ransom, sem var einn af helstu boðberum nýrýninnar. Lowell var nú tekinn að yrkja fyrir alvöru og fékk birt ljóð í háskólatímaritinu. Hann útskrifaðist árið 1940 og giftist sama árið rithöfundinum Jean Stafford. Þau stunduðu bæði ritstörf næstu árin og lifðu á tekjum sem hann hafði af fjöl- skyldusjóði og hún af fyrirframgreiðslum fyrir skáldsögu sína Boston Adventure, sem kom út 1945 og naut mikilla vin- sælda. Lowell birti Ijóð í tímaritum. Hann var nú orðinn kaþólskari en páfinn og gerði það upp við sig að hann gæti ekki tekið þátt í styijöld landa sinna gegn Þjóð- veijum og Japönum. Hann skrifaði því Roosevelt forseta bréf árið 1943 þar sem hann mótmælti loftárásum á óbreytta borgara og neitaði að gegna herþjónustu. Fyrir það var hann dæmdur í eins árs fangelsi. Fyrsta ljóðabók hans kom út 1944 en það var með Lord Weary’s Castle, 1946, að hann sló í gegn, fékk ótæpilegt lof, verðlaun og styrki. Ljóðin í þeirri bók eru flókin og formlega háþróuð, byggja mjög á trúarlegum myndum og hugsun, fjalla um rýrnum fornra verðmæta, þau eru hefðbundin en um leið nýstárleg og sérkennileg, þóttu þá og þykja enn merki- legt framlag til ljóðhefðar enskrar tungu. En nú seig a ógæfuhlið, hjónabandið leystist upp, Lowell gekk af kaþólskri trú og 1949 var hann lagður inn á geðdeild illa haldinn af tvílyndi (maníódepressívu). Þegar bráð var af honum giftist hann rit- höfundinum Elizabeth Hardwick. Hann kenndi við háskólann í Iowa, síðan dvöld- ust þau í Evrópu um alllangt skeið. Low- ell gaf út aðra ljóðabók sína, The Mills of the Kavanaughs, 1952, og var hún í svipuðum stíl og sú fyrri, nema hvað hún þótti enn tyrfnari og titilljóðið, gríðarlöng sálfræðistúdía um hjónaband, torskilið með afbrigðum. Lowell fékk á þessum árum reglubundið maníukast einu sinni á ári og varð þá gjarnan ástfanginn af ungri stúlku og ákveðinn í að byija nýtt líf, en köstun- um lauk ævinlega á sjúkrahúsi. Til að ná sér upp úr þunglyndinu sem fylgdi í kjölfar- ið tók Lowell að skrifa endurminningar sínar og grafa ofan í bernsku sína. Um leið tók hann að gera tilraunir með nýjan ljóðstíl, hann langaði til að einfalda stíl sinn, gera hann aðgengilegri og um leið persónulegri. Honum fannst að hann og fleiri akademísk skáld, afsprengi nýrýninn- ar, hefðu oit flókin ljóð hlaðin táknum og torræðri merkingu, sem væru ljómandi kennsluefni en innihéldu ekki neina djúpa reynslu. Hann hafði byijað að yrkja mörg ljóðin í Life Studies, 1959, á hefðbundnu formi en fannst það hamla einlægni tilfinn- inganna. í þeirri bók yrkir Lowell á mun einfaldara formi og setur sjálfan sig í miðju margra ljóðanna. Þetta braut ger- samlega í bága við þær grundvallarreglur sem tíðkuðust í þeim skáldaskóla sem Lowell tilheyrði og var upphafið að nýrri stefnu, því sem kallað var játningaskáld- skapur. Lowell var hér undir áhrifum úr ýmsum áttum, frá William Carlos Williams sem orti á mjög einföldu formi, frá Allen Ginsberg sem orti mjög bert og persónu- lega, frá Theodore Roethke sem leitaði aftur til bemskunnar, frá Philip Larkin og Elizabeth Bishop sem ortu um hvers- dagslega hluti og eigin tilfinningar. Low- ell hafði síðan áhrif á skáld svo sem Sylv- iu Plath, Anne Sexton, Adrienne Rich og fleiri. Á sjöunda áratugnum tók Lowell virkan þátt í baráttunni gegn stríðinu í Víetnam og gaf út tvær framúrskarandi ljóðabæk- ur, For the Union Dead, 1964, og Near the Ocean, 1967, þar sem hann snýr sum- part aftur til fastara forms. Með Notebo- ok, 1969, breytti hann aftur um stíl og orti nú órímaðar sonnettur, einskonar hug- leiðingar eða minnispunkta um líf sitt, en textinn er mjög harðsnúinn, þéttur og víða torskilinn. Hann hélt áfram að yrkja í þessum stfl það sem eftir var í bókunum History, 1973, For Lizzie and Harriet, 1973, The Dolphin, 1973, og Day by Day, 1977, og fjallaði þar bæði um stórmenni sögunnar og atburði í eigin lífí, m.a. við- skilnaðinn við Elizabeth Hardwick og dótt- ur þeirra og nýtt hjónaband með enskri konu, Caroline Blackwood, sem fæddi hon- um son. Robert Lowell lést árið 1977. Nokkur orð um þau ljóð sem hér birtast í þýðingu. „Skúnkatími" er úr Life Studi- es. Staðurinn er smábærinn Castine í Maine þar sem Lowell átti sumarbústað. L.L. Bean er þekkt póstvöruverslun í Ma- ine. Ljóðið lýsir hnignun og hrörnun, bæði í samfélaginu og í huga skáldsins. Skúnk- arnir eru hins vegar öfundsverðir í hugsun- arleysi sínu og eðlislægum þokka. „Til þeirra sem féllu fyrir Norðurríkin“ er titilljóðið í For the Union Dead. Shaw ofursti er kunn hetja úr borgarastyijöld- inni sem stjórnaði herfylki blökkumanna og féll í South Carolina. Latneska tilvitnun- in er áritun á minnisvarða Shaws í Boston og þýðir: „Þeir fómuðu öllu til að þjóna lýðveldinu". Lowell ber saman þau verð- mæti sem Shaw barðist fyrir og ástand lýðveldisins hundrað árum síðar og niður- staðan er harður áfellisdómur yfir undir- gefni og efnishyggju nútímans. Þeim sem vilja fræðast meira um Rob- ert Lowell skal bent á ágæta ævisögu eft- ir Iam Hamilton (Vintage Books) og prýði- legt úrval Ijóða hans með inngangi og skýringum eftir Jonathan Raban (Faber). Til þeirra sem féllu fyrir Norðurríkin „Relinquunt Omnia Servare Rem Publicam. “ Nú stendur gamla Fiskasafnið í Boston mitt í snjóauðn. Neglt fyrír brotna gtugga. Koparþorskveðurvitinn hálfafhreistraður. Loftfyllt búrín þurr. Eitt sinn sniglaðist nef mitt eftir gleri; fingur klæjaði í að sprengja loftbólur sem stigu úr nösum bældra, þægra fiska. Hönd mín hörfar. Enn þrái ég oft þetta myrka, drukknandi rólyndisríki fiska og skriðdýra. Morgun einn í mars ýtti ég á nýja galvaníseraða gaddavirs- girðingu á Boston Common. Inni í búrínu rumdu gular rísaeðluskurðgröfur og ruddu upp tonnum af grasi og mold til að grafa sér bílageymslu í undirheimum. Bílastæðin blómstra í hjarta Boston líkt og þegnlegir sandkassar. Lífstykki rauðgulra stoða ver glamrandi ráðhús falli, sem hrístist af uppgreftrí, horfir á Shaw ofursta og svarta hermenn hans með bústnar kinnar á titrandi lágmynd St. Gaudens úr borgarastríðinu, sem plankaflís ver gegn bílageymslujarðskjálfta. Tveim mánuðum eftir gönguna gegnum Boston var hálft herfylkið fallið; við afhjúpunina munaði minnstu að William James heyrði blakka bronsmenn anda. Minnisvarðinn fastur eins og fiskbein I koki borgarínnar. Ofurstinn er jafn mjór og áttavitanil. Árvakur eins og reiður músarrindill þaninn og mildur eins og mjóhundur; það er eins og hann kveinki sér við gleði og kafni af einveruskorti. Nú er hann stikkfrí, og hann fagnar fógru og frábæru valdi manna til að velja líf og deyja - á leið með svarta hermenn s'ma í dauðann getur hann ekki beygt bak sitt. A þúsund smábæjatorgum Nýja Englands halda gamlar hvítar kirkjur uppi merki flaumrar, einlægrar uppreisnar; trosnuð flögg þekja legstaði Lýðveldishersins mikla. Steinstyttur táknrænna Norðurríkjahermanna grennast og yngjast með ári hverju - með vespumitti dotta þær fram á byssur og tauta gegnum bartana... Faðir Shaws vildi engan minnisvarða nema skurðinn sem líki sonar hans var kastað í og týndist með „negrum“ hans. Skurðurínn er nær. Hér minna engar styttur á seinasta stríð; í Boylstonstræti er auglýsingamynd afHiroshima að krauma yfir Moslerpeningaskáp, „Kletti aldanna “ sem stóð af sér sprengjuna. Geimurínn er nær. Ég beygi mig að sjónvarpinu og tómleg andlit svartra skðlabarna stíga upp eins og blöðrur. Shaw ofursti situr loftbólu sína, og bíður efíir blessunarlegum bresti. Fiskasafnið er horfið. Út um allt pota rísabílar með ugga sér fram eins og fiskar; villimannsleg þjónslund rennur hjá á smurfeiti. Höfundur vinnur við þýðingar og býrí Danmörku. Sjá ennfremur Ijóð eftir Lowell á bls. 3. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.