Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1993, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1993, Blaðsíða 1
O R G U S to/nwð 19 25 L A Ð S 41. tbl. 20. NÓVEMBER 1993 — 68. árg. Eftir SIGURJON BALDUR HAFSTEINSSON Sorg og örvænting. Myndirnar sýnii syrgjandi íoreldra og helsærðan, óbreyttan borgara í hinni stríðshrjáðu borg Sarajevo, leita eftir hjálp. Við erum ekki óvön myndum af þessu tagi úr innlendum blöðum og fréttum sjónvarps. Það virðast gilda aðrar reglur um svona myndbirtingar ef myndin er komin langt að. Þá leyfist okkur að birta þær. Verði álíka hryllingur hér á landi, þá eru slíkar myndir ekki birtar í innlendum miðlum. Rökin með myndbirtingum frá átakasvæðum eru þau í heimi fréttamennskunnar, að svona sé heimurinn og það sé skylda fréttamanna að sýna hann eins og hann er. Við getum velt því fyrir okkur hversvegna sömu rökum er sjaldnast beitt þegar hroðalegir atburðir gerast í okkar eigin samfélagi. SIÐFERÐI OG MYNDIR I iðferðilegar spurningar í tengslum við ljósmynda- og kvikmyndatökur á íslandi hafa ekki farið hátt í opinberri umræðu. Það þýðir samt ekki að myndatökumenn og viðfangsefni þeirra, ásamt áhorfendum myndanna, séu rúnir vangaveltum Dæmi um notkun á gömlu myndefni sem hreyfir við siðferðilegum spurningum eru hinir umdeildu þættir Þjóð í hlekkjum hugarfarsins. I fyrsta þættinum eru notaðar gamlar kvikmyndir sem sýna fólk við heyskap og er í texta myndarinnar, í tengslum við myndefnið, verið að gera því skóna að kynmök milli manna og dýra á miðöldum hafi verið mun tíðari en annálar segja til um. um siðferðilegar hliðar þess sem þeir sjá. Þvert á móti. Islendingar eru vandir að virð- ingu sinni, þeim er misboðið og þeir láta sig varða þá mynd sem þeir sjá af sér og sín- um, lifandi eða dauðum. Um það vitna sam- töl mín við myndatökumenn, fyrirspumir um siðferði myndbii’tinga blaða og sjón- varps, og kærur þeim tengdar til Blaða- mannafélags Islands og ótal raddir í síma- tíma Rásar 2, Þjóðarsálinni. Hér á eftir mun ég ræða nokkln• atriði tengd siðferði myndefnis, bæði ljósmynda og kvikmynda, og taka nokkur dæmi sem varpa geta Ijósi á hvers eðlis siðferðiieg umræða um myndefni er. Eg mun fyrst aðeins ræða almennt um siðferði og mynd- efni og ræða síðan frekar siðferðilegar skyld- ur myndatökumannsins við viðfangsefni sín út frá hugtakinu um friðhelgi einkalífsins. II Það má skipta viðfangsefnum siðferðilegr- ar umræðu um myndefni niður í fjóra hluta og á sú skiptíng bæði við um tilbúning þeirra og notkun. I fyrsta lagi skyldur myndatöku- mannsins við sjálfan sig til að gera mynd eða myndir sem endurspegla ætlun hans eftir bestu getu. í öðru lagi ábyrgð mynda- tökumannsins tíl að halda fast við fagmann- leg viðmið og að uppfylla skuldbindingar sínar við stofnanir eða einstaklinga sem gera honum það fjárhagslega kleift að stunda sína iðju. í þriðja lagi skyldur myndatöku- mannsins gagnvart viðfangsefnum sínum. Og loks ábyrgð hans gagnvart þeim sem eiga að pjóta myndanna. Þegar rætt er um skyldur og ábyrgð í þessu samhengi þá er átt við siðferði sem tekur á sig ýmsar mynd- ir og erfitt getur verið að segja nákvæmlega til um hvaða siðferðilegu skyldur eða hvaða siðferðilega ábyrgð eigi við í hverju tilviki fyrir sig. Hvert dæmi verður því að ræða út af fyrir sig vegna þeirra mörgu mismun- andi tengsla og ólíkra siðferðilegu spurninga sem af þeim vakna. Við skulum skoða aðeins fjögur atriði tengd ákvæði laga um friðhelgi einkalífsins til að sýna fram á skyldur og ábyrgð myndatökumannsins við viðfangsefni sín. I almennum hegningarlögum er sérstak- lega vikið að friðhelgi einkalífsins. Akvæðin fela í sér vemd einstaklingsins tíl þess að fá að lifa í friði fyrir forvitni náungans eðá illkvittni. Þessi réttindi taka til einkalífs hans, einkamála, skapgerðareinkenna, skoð- ana hans og -friðhelgi heimilisins. Lögin vernda meðal annars friðhelgi einkalífs manns fyrir óviðkomandi átroðningi á svæði sem er í eign hans, þ.e. heimili, en lögin erti ekki eins skýr er kemur að almannafæri ojj hvaða vemd einstaklingurinn nýtur þar fyr- ir forvitni náungans eða illkvittni. Hér ef þá átt við um garða, lóðir eða húsnæði serií er opið almenningi. Myndatökumaður þarf augljóslega leyfi til að mynda inná heimili manns, en þegar komið er út á almannafæri þá virðist sem að myndatökumaðurinn þurfi ekki að biðja leyfis til að fá að mynda. Til samlíkingar má segja að almenningur og yfirvöld líti svo á að myndatökur á almanná- færi séu í engu frábmgðnar þvi að lýsa því sem fyrir augu ber í rituðu máli eða að sjást af öðm fólki. Málið er hins vegar ekki svö einfalt og er nærtækt að minnast á úrskurð Tölvunefndar um uppsetningu myndavéla við ljósastýrð gatnamót. Borgaryfirvöld höfðu áætlanir um að setja upp myndavélar á gatnamótum til nota við að stemma stigú við akstri yfir á rauðu ljósi. Tölvunefnd aft- ur á móti ályktaði um málið og telur aÖ borgaryfirvöldum sé ekki stætt á því að setja upp myndavélamar á gmndvelli laga urrji friðhelgi einkalífsins. Annað dæmi sem vert er að nefna í þessu samhengi er myndbirting

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.