Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1993, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1993, Blaðsíða 5
Erlingur t.h. á tali við vin sinn og starfsbróður í listinni, norska myndhöggvarann Nils Aas. Myndin er tekin í vinnustofu hins síðarnefnda. ! til þess að það litla sem eftir mig liggur hafni heima á íslandi-. Á myndinni til hægri og hefur verið komið fyrir á háum stalli við framhaldsskóla í Osló. Um verkið segir ím ævarandi möguleika í alheimi. Himinninn yfir eyðimörkinni er ávallt heiður. Þar alda ógnar hita. Einmitt þar lifir kaktusinn á vatni. Hann er sem sé fullur af vatni. Istæðurnar virðast leita hver á aðra.“ Þrír ólíkir skúlptúrar eftir Erling. „Um það er í rauninni ekki hægt að segja. Heima á íslandi vann ég einungis í kyrr- þey; hélt ekki sýningar og stóð ekki í neinni samkeppni. Ég lít svo á, að ég hafi verið í námi hjá Sigurjóni árum saman og bar undir hann flest sem ég gerði. Að sjálf- sögðu hef ég hrifizt af fleiri stórmeisturum í höggmyndalist og get í því sambandi nefnt menn eins og Henri Moore, Ozip Zadkind, Brancusi, Henri Laurens, Marino Mai'ini og Nils Aas. En ég vil láta það koma fram hér einnig, að ég lít á Sigurjón sem einn af stærstu myndhöggvurum sinnar samtíð- ar - og þá á ég við heiminn allan.“ „Það er engin smá breyting sem orðið hcfur á skúlptúr á þessiwi öld; ekki sízt með tilliti til fjölbreyttari efnisnotkunar og Sigurjón nýtti sér það einmitt í ríkum mæli. Þessu fylgir visst frelsi, sem getur orðið til góðs, en sumir virðast misnota frelsið. Þá kemur þetta agaleysi, sem leiðir til sífellt slappari árangurs, eða hvað fínnst þér um það?“ „Menn eins og Sigurjón voru og eru for- dómalausir gagnvart efnum. En frelsið er ekki fólgið í því að mega asnast út í loftið, heldur verður frelsið að koma í kjölfar ögun- ar. Sá sem vald hefur á aðstæðunum, hefur heldur ekki þörf fyrir að slaka á ítrustu kröfum." „Sýnist þér að norskir og íslenzkir mynd- höggvarar séu að vinna á svipuðum nótum? „Já, að ýmsu leyti. En ég tek þó eftir þeim mun, að hér i Noregi eru myndhöggv- arar sem vinna alveg á klassískum nótum eins og ég vil kalla það og hafa næg verk- efni. Við vorum áðan í vinnustofunni hjá Per Ung og sáum verk, tvær kvenfígúrur í klassískum stíl, sem eiga að prýða nýtt hús dagblaðsins Verdens Gang. Pað verk- efni fékk hann eftir að hafa unnið í sam- keppni. Hann var einnig að vinna í höfuð- myndum leikskáldanna Evrípídesai’, Shea- kespeares og Ibsens. Þær eiga að fara í nýtt leikhús í Bergen. Menn eins og Per Ung og Nils Aas eru með slík verkefni svo þeir sjá ekki út úr þeim. Þetta finnst mér gleðilegur vottur þess, að ofsafrekir avantgardistar ráða ekki öllu í Noregi.“ Um mánaðamótin ágúst-september var Erlingur að kenna byrjendum myndlist við Bredtved-skólann í Osló. Hann kennir í vetur við annan framhaldsskóla og í þriðja lagi kennir hann á háskólastigi við Bislet Högskolesenter. Kennsluskyldan er tiltölu- lega fáir tímar á viku, en í skólunum býðst úrvals vinnuaðstaða, sem hann getur not- fært sér. Við fórum saman í Bredtved-skól- ann, þar sem skúlptúr eftir Erling stendur á stalli við innganginn. Annar stærri skúlpt- úr eftir hann stendur á enn hæn-i stalli við Hellerud framhaldsskólann í Osló. Verkstæði skólans er um leið vinnustofa Erlings. Auk þess á hann greiðan aðgang að málmsteypuverkstæðum skammt frá. Þarna stóðu verkin hans í röðum og á mis- munandi vinnslustigum, allt frá grófunnum steini til svo fínunninna verka að þau voru eins og gler viðkomu. Hann sýndi mér meitlana sína; meitla í tugatali, suma tennta, suma odhvassa, og hann sýndi mér hvemig hann beitir þeim. Þarna var marm- ari og annað eðalgijót eins og hann þarf með, brennsluofn fyrir keramik og sérstakt verkstæði iyrir steinhögg. En þarna var einnig annað sem hann grípur í: Fiðlan hans. Hún er ný, listilega vel smíðuð og kostaði mikið fé. Erhngur strauk boganum um strengina af augsýni- legri væntumþykju; spilaði „Sofnar lóa“ eftir Sigfús Einai-sson af sömu fínlegu næmninni og hann hafði áður handfjatlað meitlana sína. Svo fór hann með fiðluna fram á gang, stillti sér upp og sagði: „Hing- að fer ég með fiðluna mína og horfi þarna út í hornið til að finna lóðréttu línuna hans Sigurjóns“ Við ræddum í framhaldi af þessu um sjálft handverkið sem þátt í myndlist; hvort ekki sé um of litið niður á það sem ein- hvern óþarfa, sem væri hægt að spara sér að læra. Erlingur sagði: „í því sambandi kemur mér í hug stang- arstökkvari, til dæmis Sergei Bubka. Hann er eins og flestir vita heimsmethafi í þeirri grein. Mér finnst oft að myndhöggvari beiti efni og handverki hliðstætt því sem stangar- stökkvarinn beitir stönginni. Það má nærri geta hvort Bubka reynir ekki að verða sér úti um stöng í hæsta gæðaflokki.“ „En í höggmyndalist - eru tímar hamars, meitils og handverkfæra liðnh-?“ „Alls ekki. En það verður að teljast ákaf- lega einstaklingsbundið meðal myndhöggv- ara hvaða tæknilega leið þeir fara. Ég get verið sammála þeim sem álíta rétt að nota vélar og hverskyns hjálpartæki. Sjálfum finnst mér hinsvegar öruggast að þreifa og jafnvel að hlusta eftir því sem í efninu býr- og þá með handverkfærum. Tónninn getur sagt manni heilmikið um það sem í steinin- um býr, til dæmis hvernig í honum hggm', hver þéttleikinn er og hvort í honum leyn- ast sprungur. Ég nota stundum vélræn hjálpartæki, en varlega. Aftur á móti á ég handverkfæri fyrir tré og stein sem skipta hundruðum. Fyrir marmara eru ítölsku meitlai’nir þeh- beztu sem ég á, en sænskir og þýzkir meitlar hafa reynzt bezt á gran- ít. Mikilvægt er að herzla meitlanna hæfi hörku steinsins. Tilfinningin fyrir efninu skiptir miklu máli. Það má ekki strjúka steininum öfugt fremur en kettinum. Ég hegg myndir úi' marmara og gi’aníti, en einnig úr serpentínsteini, sandsteini, klebersteini, gneis, gabbrói, norsku síóníti og íslenzkum grásteini. Hann er gallaður í þá veru að hann veðrast illa. Líparítið þol- ir aftur á móti veðrun betur. Það fer að sjálfsögðu eftir eðli verkanna hvaða steintegund myndhöggvari velur. Sérhver skúlptúrhugmynd leitar að sínu efni.“ „Það er ljóst að þrívíð myndsköpun hefur vissa yfírburði yfír málverk til dæmis, sem er á einum fíeti og verður þá að beita blekk- ingu til að svo virðist sem myndin hafí fjaivídd og dýpt. Er samt eitthvað sem erfíðara er að túlka með höggmyndalist en á máluðum fleti?“ .Ákaflega margt. Málverk er miklu nær bókmenntum, nær því frásagnarlega, eða getur að minnsta kosti verið það. Margt sem hægt er að túlká’ í málverki verður ótækt í höggmynd. Svo dæmi sé tekið: „Sól- in sló rauðleitum bjarma á hafflötinn og húsin í bænum“. - Mér virðist borin von að þessa hugmynd eða stemmningu væri hægt að túlka í höggmynd. Aftur á móti er það auðvelt í málverki. Mér finnst það þó alls ekki óskostur, að litterer, eða bók- menntaleg yrkisefni eigi ekki við í skúlpt- úr. Það er bara allt annar miðill. Málari fangar ljósið og litinn í mynd sem lifir sjálf- stæðu lífi innan rammans og myndin breyt- ist lítið, hvaðan sem birtan skín á hana. Höggmyndin er hinsvegar sífelldum breyt- ingum undirorpin, allt efth’ því hvaðan ljós- ið kemur. Málarinn velur sitt sjónarhorn, sem verður ekki breytilegt en það er áhorf- andanum í sjálfsvald sett hvernig hann hreyfir sig í kringum höggmynd; hann vel- ur sjónarhornið sjálfur. „Þú nefndir að höggmyndalist hentaði síður að vera frásagnarleg eins og málverk getur orðið. Það er samt greinilegt að ílista- sögu liðinna alda er krökkt af dæmum sem sýna hið gagnstæða. Þar má nefna urmul verka með minnum úr grísku goðafræð- inni. En það er rétt að á þessarí öld hefur sú breyting orðið að mikill meiríhluti mynd- höggvara er fyrst og fremst að vinna með formið - og kannski efnið - en inntakið er alveg óhlutbundið og þá vitaskult ekkert frásagnarlegt á ferðinni. En er formræn stúdía fullnægjandi? Þarf ekki að vera eitt-__ hvert andlegt inntak, eða á góður skúlptúr fyrst og fremst að byggjast á forminu?“ „Það er bæði og. Skúlptúr getur verið epískur; hann getur verið lýrískur, en fyrir mig er afar þýðingarmikið að hann sé ekki „statískur“, það er kyrrstæður. Innri kraft- ur og átök verða að vera með; annars erfið- ar myndhöggvarinn til einskis. Og hér vil ég minna á það sem Sigurjón sagði við mig: -Það er hlutverk myndhöggvarans að brjóta symmetríuna (það samhverfa) og mynda og magna spennu-“. „Tekurðu þátt í sýningum í Noregi og hefurðu þá selt verk þín hér?“ „Já, ég hef gert það nokkrum sinnum og eitthvað hef ég selt. En þó ég sé félagi í myndhöggvarafélaginu, er ekki htið á mig sem Norðmann þar. Ég er íslendingurinn í þeim hópi og verð ekki annað. Samskiptin við íslenzka listamenn eru alveg í lágmarki og þekking norskra listamanna á íslenzkri list er ugglaust jafn lítil og þekkmgin heima á Islandi á norskri list. Ég kann aðeins að nefna eina örlitla, en ánægjulega, undan- tekningu. Þá var smalað saman hópi mynd- höggvara frá Norðurlöndum, sem unnu sameiginlega að skúlptúrverkefni á stað sem er um 150 km. frá Osló. Þetta verk var skýrt „Tóftin“ enda minnir það sum- part á fornar tóftarhleðslur, en einnig á fyrubæri eins Stonehenge í Englandi. Þetta tókst afar vel og íslendingar áttu einstak- lega góðan fulltrúa í þessum hópi, Gest Þorgrímsson. Þau Gestur og Rúna voru þarna raunar bæði og vora til sóma eins og vita mátti.“ „Er ekki kominn tími á að þú haldir veg- lega sýningu heima?“ „JE, ég veit það ekki. Ég er ekki með neitt sýningarhald í bígerð. Heima á Is- landi er Bh-gh’ Guðnason í Keflavík umboðs- maður minn. Hann er með nokkur verk eftir mig og annast varðveizlu á þeim, eða sölu ef svo ber undir. Ég geri allt sem ég get til þess að það litla sem eftir mig ligg- m- hafni heima á íslandi." „En þú ætlar að búa áfram í Noregi?" „Eitthvað um tíma. En ég er alltaf á leið- inni heim.“ GÍSLISIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. NÓVEMBER1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.