Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1993, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1993, Blaðsíða 6
Vopnasala að fornu Eftir HERMANN PÁLSSON I Meðan víg voru enn í tísku hérlendis og vopnfærum drengjum var ráð- ið að eiga sér sverð, öxi eða spjót, þóttá býsna mikill ljóður á þeim mönnum sem seldu vopn sitt fyrir gull og önnur gæði. Margir áttu hendur sínar og eignir að verja; liðs- menn höfðingja voru skuldbundnir að vemda fjör hans og ríki, enda var vamar- skylda mikilvægt atriði með flestum þjóðum á vfldndaöld. Garpur sem eignaðist vildar- vopn á ungum aldri lét sér það aldrei ganga hendi firr, eins og segir um Bolla og sverð- ið Fótbít í Laxdælu. Sumar hetjur voru svo vopnfimar að sverð eða atgeir í höndum þeirra var rétt eins og hluti af þeim sjálf- um. Einstaka vopni fylgdi mfldl gæfa, en hætt var við að hún þyrri ef eigandi lógaði því. II Fræg er sagan af Frey Njarðarsyni, björtu goði af Vana-ættum, sem lét sverð sitt af hendi svo að hann gæti eignast Gerði Gymisdóttur, þá mey sem honum lék einna mest hugur á, enda stafaði svo mikilli birtu af þessari konu að armar hennar lýstu bæði loft og lög. Gerður átti heima norður í Gymisgörðum þar sem jötnar byggðu í goðsögnum, en Norðmenn kölluðu Sama- slóðir einnig Jötunheima, enda voru Samar stundum nefndir jötnar eða tröll. Þangað vildi Freyr ekki hætta sjálfum sér, ef nokk- urt mark er takandi á þeim fornu skrám Brotið sverð gert upp. Norsk tréskurð- armynd sem sýnir atburð úr sögu Sigurð- ar Fáfnisbana. sem rekja hugsóttir hins bjarta goðs. Skím- ir sem var skósveinn Freys er beðinn að fara á vit meyjarinnar í því skyni að telja hana á að ganga með Frey, en Skímir neit- ar að takast slíkt á hendur nema hann fái góðan reiðskjóta „og það sverð er sjálft vegist við jötna ætt“. Þetta mim vera fyrsta skiptið í hemaðarsögu Norðurlanda að tal- að er um sjálfvirkt vopn. Freyr fékk brúði sína fyrir atbeina Skím- is og átti þó löngum eftir að iðrast þeirra skipta, þótt konan væri bjartari yfirlitum en tíðkaðist í Jötunheimum og öðrum byggðum Finnmerkur hinnar fomu. Jafn- vel Gangleri sem lét sér fátt fyrir bijósti brenna getur ekki orða bundist: „Undur mikið er þvflfloir höfðingi sem Freyr er vildi gefa sverð svo að hann átti eigi annað jafn gott,“ enda hefði sverðið reynst honum betur í Ragnarökum en Gerður Gymisdótt- ir: „Freyr berst móti Surti og verður harð- ur samgangur áður Freyr fellur. Það verð- ur hans bani er hann missir þess hins góða sverðs er hann gaf Skími.“ Vopnalát Freys varð ekki einungis hon- um sjálfúm til miska, heldur urðu öll goðin að gjalda þeirrar heimsku hans að fóma sverði sínu í því skyni að eignast hið ljósa man. Sú var skylda hans rétt eins og ann- arra goða og Einherja að veija Asgarð í Ragnarökum; beijast þar snarplega með ömggu vopni við jötna og aðra ramma and- stæðinga. Þegar Loki, eridóvinur goða og góðra manna, finnur Ásum og Vönum allt það til foráttu sem honum þykir verst í fari þeirra, brigslar hann Frey um að hafa keypt Gerði með gulli og selt þá sverð sitt um leið: „En er Músspells synir ríða Myr- kvið yfir“ þá veistu ekki vesalingur þinn hvemig þú vegur. Surtur, biksvört and- stæða hins bjarta Freys, var suðrænn negri að uppruna og leiðtogi Músspells sona eins og aíkunnugt er af fomum letrum. III Nú vflcur sögunni til Noregs, en þar var löngum brýnt fyrir góðum dreng að vera rakkur að vopnum, enda brá hirðmönnum Haralds harðráða heldur í brún þegar þang- að kemur Fljótamaður nokkur sem Sneglu- Halli hét og kunni lítt tfl þarlenskra siða, hótar jafnvel að selja vopn sín fyrir snæð- ing. Einn af forfeðrum hins harðráða kon- ungs var kallaður „hinn mildi og hinn mat- arilli"; um hann segir „að hann gaf þér í mála-mönnum sínum jafn marga gullpen- inga sem aðrir konungar silfurpeninga, en hann svelti menn að mat“. Nú var Harald- ur konungur furðu sínkur á silfur, en Halli kvartar svo undan matnísku konungs: Selja mun eg við sufli svert mitt, konungur, verða og [...] rauðan skjöld við brauði. Hungrar hilmis drengi, heldur göngum vér svangir. Mér dregur hrygg að hvoru — Haraldur sveltir mig — belti, segir matkrákur, og verður naumast sagt að Halli hefði neinn veislumat í huga; fyrir sverðið ætlar hann að fá suíl, „viðbit" til að hafa með brauðinu, andvirði skjaldar. Vitaskuld var skáldinu skylt, rétt eins og öðrum hirðmönnum, að verja konung og rfld hans, enda þykir þá skjóta skökku við þegar skáld norðan íír Fljótum vfll selja sverð sitt og skjöld tfl að geta kýlt vömb sína að vild, jafnvel þótt konungur tími ekki að gefa honum nægju sína að eta. IV í fomri skrá er þess getið að Haraldur blátonn Danakonungur (d. um 986) „heit- aðist að fara út til Islands að heija og hefna níðs þess er allir landsmenn höfðu gert um Vopn fornmanna. Skreyting eftir Tryggva Magnússon á spilum, þar sem mannspilin sýndu sögupersónur úr ís- lendingasögum. konunginn Harald fyrir rán það er Byrgir bryti hafði tekið fé íslenskra manna að ólög- um, en konungurinn vfldi eigi rétta ránið, þá er hann var þess beðinn“. Málin ultu þó á þá lund að kommgur hætti við að hefna níðs með því að slátra íslendingum, enda hafði hann boðið fjölkunnugum manni að fara hamforum í njósna skyni til íslands. Galdrakarl fór í hvalslfld, kom að Austfjörð- um og skreið þaðan vestur fyrir norðan land, síðan suður um Reykjanes og austur með Suðurlandi; á móti honum komu fjórar landvættir svo rammar að hann réð Blátönn frá herfor hingað. Einn af leiðtogum Islendinga um þessar mundir, Eyjólfur Valgerðarson, birtist galdramanni í lfld fugls sem var svo rnikill „að vængimir tóku út fjöllin tveggja vegna“ í Eyjafirði, og minnir slíkt á þá mynd sem brugðið er upp í Víga-Glúms sögu. Glúm frænda Eyjólfs dreymdi konu eina sem gekk út eftir héraði, „en hún var svo mikil að axlimar tóku út fjöllin tveggja vegna“. En þessi kona var raunar ættarfylgja Glúms og hafði áður verið hamingja afa hans sem nú var nýlátinn. Frá afa sínum fékk Glúmur einnig þrjá einkagripi, feld, spjót og sverð sem forfeður hans höfðu haft átrúnað á, og við þá var bundin virðing Glúms, en eftir að hann gefur vinum sínum feldinn og spjótið, þverra virðing hans og hamingja; hann hrökklast frá Þverá og þokar þá fyrir Einari Eyjólfssyni frænda sínum, syni þess manns sem landvættur Norðlendinga táknaði. Saga herriiir að húskarl hefði selt öxi sína og tekið í móti gráan feld. Þetta er rétt um það leyti sem Islendingum stóð sem mestur stuggur af fyrirætlað Haralds kon- ungs Gormssonar. Eyjólfur yrldr þá erindi um hættuna sem stafaði af kóngi og hvetur landa sína til vama. Fyrsta vísuorðið ræðm- manni að selja ekki vopn sitt fyrir and- virði: „Seli-t [selji ekki] maður vopn við verði.“ Hitt er þó engan veginn óhugsan- legt að hér sé um orðaleik að eiga; orðtak- ið við verði gæti verið tvírætt og merkt einnig „fyrir snásðing, mat“, enda var ósam- setta orðið verður (sbr. dagverður, kveld- verður) miklu algengara fyrr á öldum en nú. Vísa Eyjólfs Valgarðssonar má teljast elsta ættjarðarhvöt sem til er á móðurmáli okkar. Hún virðist vera ort í tflefni af því að þjóðin í hefld hafði eignast hættulegan óvin og af þeim sökum gat hún þurft að grípa til vopna. Vísuna í heild má endur- segja á þessa lund: „Maður skyldi ekki selja vopn sitt fyrir andvirði. Verði sverða dynur ef má. Vér verðum að herða hljóð Óðins (= auka orrustuna), eigum að rjóða slög (= hervopn). Vér skulum bíða Gorms- sonar af gömlu þokulandi Gandvíkur (= Noregi). Von er að verði hörð vopnhríð." Þeir Eyjólfur Valgerðarson og Glúmur frændi hans voru báðir Óðinsdýrkendur, enda leynir slíkur átrúnaður sér ekki í kveð- skap beggja. Hinn mikli fugl sem kom á móti hamfara á Eyjafirði mun hafa verið öm, fugl Óðins. Um salarkynni Óðins, hina gúllbjörtu Valhöllu, segir í fomu kvæði: Vargur hangir fyr vestan dyr og drúpir öm yfir. ÞORSTEINN EGGERTSSON Nóvember Trylltur litadans haustsins hefur að engu orðið. Millibilsástand árstíðaskiptanna liggur í loftinu. Höfuðskepnumar hafa sæst á að blanda alla liti með bleiku ofan í blágrátt. Andlit fölleitra stúlkna verða angurvær um alla borg í ljósaskiptunum. Astin minnir á sig vegna sjálfrar sín. Meðan veturinn sniglast norðan við strendur landsins hreiðrar friðsæll grámi hversdagsleikans um sig á götum. Gul stofuljós birtast eitt af öðru á stangli út um alvarlega húsveggi til að vingast við þögnina. Sumarið er vart meira en endurminning um draum eins og allur sá tími sem er horfínn en rúmast þó í hugtakinu gær. Morgundeginum liggur ekkert á. Hann er bróðir eilífðarinnar. Höfundur er textahöfundur, blaðamaður og rithöfundur. BRYNJÓLFUR INGVARSSON Við sjón- varpið Svartur skuggi sækir á, söngva burtu hrekur. Þegar viska víkur frá, völdin heimska tekur. Siðmenningin situr hjá Satan vopnin skekur. Vígatólin tryllingsleg tala skýru máli. Allt fer hratt á Heljarveg nú hæðast menn að Njáli. Heimi stjómar herra Ég með höfuð gjört úr káli. Dýrt er þetta dagskrárpuð um dauðasveit í önnum, um morð og annan ófógnuð, um afskræmd lík í hrönnum. Ertu kannski, góður guð, að gefast upp á mönnum? Höfundur er læknir fýrir norðan og yrkir f fff- stundum. KRISTINN GÍSLI MAGNÚSSON Drauma landið Þögn grýttrar fjallshlíðar hreyfir ekki stein við eyra Það nægir mér til svefns Höfundur er fym/erandi prentari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.