Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1993, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1993, Blaðsíða 3
n @ m @ m w ía e i*j 1111 a ® ® Útgefandi: Hf. Án/akur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnars- son. Ritstjómarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Rit- stjóm: Kringlunni 1. Sími 691100. Erlingur Jónsson lærði flest af því sem hann kann um leyndardóma höggmyndalistar hjá Sigurjóni )lafssyni. Síðan fluttist Erlingur til Oslóar þar sem hann hefur búið í um tvo áratugi og kenn- ir myndlist við tvo framhaldsskóla og eirin á háskólastigi, en jafnframt starfar hann sem yndhöggvari og er í Norska myndhöggvarafé- laginu. Gísli Sigurðsson hitti Erling í Osló og átti við hann samtal. Siðferði og myndir, er heiti á grein eftir Sigurjón Bald- ur Hafsteinsson, mannfræðing. Hann segir þar m.a.: Það virðast gilda aðrar reglur um mynd- birtingu, ef myndin er komin langt að. Þá leyf- ist okkur að birta þær. Verði áiita hryllingur hér á landi, þá eru slíkar myndir ekki birtar í innlendum miðlum“. Vopn voru eitt af því í samfélagi forfeðra okkar, sem nauðsynlegt var að eiga og þessvegna var um- fangsmikil starfsemi að smíða, gera við og selja vopn. Hermann Pálsson, fyirv. prófessor við Edinborgarháskóla, skrifar um vopnasölu til foma og segir að það hafi þótt ljóður á mönnum ef þeir seldu vopn sín fyrir gull eða önnur gæði. ÓLAFUR JÓHANN SIGURÐSSON Athvarf ... Og bláhvít eldspjótin blakka flókana rista. Svo bergmála hamrar fjallsins þrumunnar raust. Og haglið bylur á syni sem sækir gegn éljum, særðum og vonsviknum draumóramanni á heimleið. Bylur á gesti sem enn kemur utan úr sorta, frá athvarfsleysi í borg og harðlæstum dyrum, þyrlast um fætur sem flýja heim til sín aftur, undir flugabjargi sem slöngvar þórdunu brott. En haglinu linnir, og línfólt tungl milli bólstra fær Ijósi sínu kastað á vatnið og fljótið, á engin og holtin, á lágreistan burstabæinn við brekkuskjólið, með týru logandi í glugga. Hann nemur staðar sem finni hann ylinn þar inni umfaðma sig og kærleikann til sín streyma, sem kenni hann öryggishlífa í iUskiftaveröld og upprunans friður Uði um hrakið brjóst. Minning, ó minning.. . Nú skelfur skammdegishiminn og skeyti stálguðsins splundrast án afláts í fjarska. En hvað er orðið um athvarf draumóramanns, lágreistan bæ með logandi týru í glugga, landinu samgróinn, sterkari öllum veðrum, — er hann brotinn, hruninn, horfinn um eilífð ímyrkur? Ólafur Jóhann Sigurðsson, 1918-1988, var frá Hlíð í Grafningi, en fluttist til Reykjavíkur og bjó þar. Hann telst einn helzti raunsæishöfundur okkar eftir síðari heimsstyrjöld. Fyrir Ijóðabækur sínar „Að brunnum“ og „Að lauf- ferjum" hlaut Ólafur Jóhann bókmenntaverðiaun Norðuriandaráðs 1976. i i Eyðum fyrst Hugsum svo! Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er hreint ekki svo lítið batterí, sem með hverjum fundi fer stækkandi. Það er varla hægt að gera þá kröfu til 1.300 til 1.600 manna fundar, stærsta stjómmálaflokks landsins, að allt það starf sem þar fer fram sé yfirvegað, skynsamlegt og vitsmunalegt. En það hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu til eins og sama fundarins að þær ályktanir sem samþykktar eru af fundarmönnum, séu orðaðar á þann veg að ein ályktun og orðalag hennar, gangi ekki í berhögg við aðra álykt- un og orðalag hennar. Þanhig sýnist mér sem sjálfstæðismönnum á landsfundi seint í októ- ber hafi heldur betur orðið á í messunni, er þeir samþykktu sérstaka ályktun um íþrótta- og tómstundamál. í ályktuninni samþykkir landsfundurinn, sem er, vel að merkja, æðsta stofnun Sjálf- stæðisflokksins, eftirfarandi: „Fjárframlög ríkisins til íþrótta- og æskulýðshreyfingar- innar verði aukin og metin til samræmis við gildi starfseminnar í landinu. Tryggt sé að getraunir og happdrætti á vegum íþrótta- hreyfíngarinnar verði ekki skattlögð og að íþróttastarfsemin í landinu sé ekki tekjulind fyrir ríkissjóð, hvorki með almennum skött- um né sérsköttum." ' í þessari ályktun vill landsfundurinn sem sagt auka útgjöld ríkissjóðs og notar sem rökstuðning fyrir þeim vilja að forvarnagildi íþrótta- og æskulýðsstarfsemi sé viðurkennt og að íþróttir og heilbrigt tómstundastarf sé sterkasta vopnið gegn notkun áfengis og tób- aks og annarra ávana- og fíkniefna. í stjórnmálaályktun 31. landsfundar Sjálf- stæðisflokksins segir á hinn bóginn: „Vand- inn í ríkisfjármálum er mikill um þessar mundir og hefur markmiðið um hallalausan ríkisbúskap því miður orðið að vikja um stundarsakir fyrir öðrum mikilvægum efna- hagsmarkmiðum. Ríkissjóður hefur þurft að færa fómir til að tryggja vinnufrið og sporna gegn vaxandi atvinnuleysi. Á næstunni er hins vegar brýnt að koma böndum á halla ríkissjóðs með því að draga úr útgjaldaþörf hans og lækka kostnað við opinbera þjón- ustu.“ Hvernig geta þessar tvær ályktanir farið saman? A kannski að mati höfunda fyrri ályktunarinnar að fjármagna aukin ríkis- útgjöld til íþrótta- og tómstundastarfs með því að skera enn frekar niður velferðarkerf- ið? Á að draga enn úr heilbrigðisþjónustu og fá þá sem hennar njóta til þess að greiða hærri þjónustugjöld, til þess að hægt sé að auka útgjöld til íþrótta? Á kannski að taka eins og eitt erlent lán til þess að að auka ríkisstyrki til íþróttahreyfingarinnar? Hvað meina þeir sem á annað borð vilja draga úr halla rödssjóðs með því að leggja til útgjalda- aukningu ríkissjóðs til þessa málaflokks, á sama tima og þjóðfélagið í heild verður að horfast í augu við minnkandi tekjur, aukið atvinnuleysi, viðvarandi aflabrest, að minnsta kosti enn um hríð, niðurskurð í velferðarkerf- inu og samdrátt á velflestum sviðum þjóðlífs- ins? Er eitthvert vit í því að stærsti stjóm- málaflokkur landsins, sem fer með forsætið í ríkisstjóm og fjármál ríkiskassans, álykti í þessa vem? Ekki sýnist mér það. Nú læðist sá gmnur ugglaust að einhverj- um lesendum Rabbsins að ég sé einhver and- stæðingur íþrótta en svo er ekki. Síður en svo. Ég er fyrrverandi keppnismanneskja í handbolta og meira að segja var ég eitt sinn iþróttakennari og lærði á sínum tima til þeirra verka. Þar að auki á ég tvö böm sem em áhugasamir íþróttaiðkendur, svo ekki mótast þessi gangrýni mín af því að mér sé persónu- lega í nöp við íþróttahreyfinguna sem ég veit að vinnur miiáð og gott starf sem hefur geysilegt uppeldislegt gildi. Gagnrýni mín beinist miklu fremur að þeim óvönduðu vinnubrögðum sem augljóslega búa að baki því að ályktun um kostnaðarauka ríkissjóðs sem þennan skuli bara renna þegj- andi og hljóðalaust í gegnum atkvæða- greiðslu heils landsfundar og að vart skuli nokkur rísa upp og gagnrýna þá þversögn sem í henni er fólgin, þegar hún er borin saman við stjórnmálaályktun sama lands- fundar. Samkvæmt því sem ég þekki til þá fær íþróttahreyfingin allnokkurt framlag frá rík- issjóði og sveitarfélögum og heldur með slík- um styrkjum og félagsgjöldum og æfinga- gjöldum, sem eru hreint ekki svo lág, uppi merkilegu starfi. Ekki er ég að kvarta undan því að félagsgjöld og æfingagjöld séu hreint ekki svo lág. Heldur færir sú staðhæfing mín mig að því sem ég ætlaði að hafa kjama míns máls: Mér finnst sem íþróttaiðkendur eigi einfaldlega að greiða fyrir sína íþrótta- iðkun sjálfir, en að þeir eigi ekki að stunda hana á kostnað ríkissjóðs. Vissulega er enn í fullu gildi orðtakið: Heilbrigð sál í hraustum líkama. En má ekki alveg eins segja að út frá því sjónarmiði eigi svo margir aðrir tilkall til ríkisstyrkja, að nú ekki sé talað um aukinna ríkisstyrkja. Hvað með Heimspekiskólann? Það er afskap- lega þroskavænlegt fyrir börn að sækja nám- skeið í þeim skóla, þjálfa með sér rökhugs- un, kynnast heimspekilegum kenningum og vangaveltum og svo framvegis. En þau börn sem sýna slíku námi áhuga, sækja það í frí- stundum sínum, á kostnað foreldra sinna sem sjá ekki eftir krónu af slíkri fjárfestingu, samkvæmt því sem ég þekki til. Tónlistarnám er einnig afar þroskandi og nýtist börnum á margan hátt, þótt síðar verði á lífsleiðinni. Það er ugglaust hægt að nefna mýmörg dæmi um frjálst starf sem ekki ætti síður rétt á auknum eða einhverjum ríkisstyrkjum en íþróttahreyfingin. En í flestum tilvikum greiða þeir sem kennslu, leiðbeiningar eða þjónustu njóta fyrir slíkt, aðrir ekki. Ég hallast að því að.á meðan enn harðnar á þjóð- arbúsdalnum, eigum við að forgangsraða þeim verkefnum sem ríkissjóður á að fjár- magna, af enn meiri hörku og einbeitingu en gert hefur verið. Við eigum og verðum að standa vörð um velferðarkerfið - heil- brigðisþj ónustu og menntakerfi, en láta auk- in ríkisútgjöld í gæluverkefni eins og íþróttir og tómstundir lönd og leið, eða alla vega í salt, þar til betri tíð og blóm í haga blasa við á ný. ÁGNESI BRAGADÓTTUR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. NÓVEMBER 1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.