Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1993, Blaðsíða 2
„Hinir ófrægu“ hafa verið viðfangsefni Ijósmyndarans Mary Ellen Marks í tæplega þrjátíu ár; þ. á m. eiturlyfjaneytendur;
geðsjúkir, vændiskonur og heimilislausir. FeriII hcnnar vekur upp siðferðilegar spurningar um það hvort hún hafi rétt til þess
að Ijósmynda svokallað utangarðsfólk, þrátt fyrir samþykki þess, og geti réttlætt myndatökurnar sem umbótastefnu þegar
aðstæður fólksins haldast óhreyttar.
Pressunnar síðastliðið sumar, af dæmdum
nauðgara. Myndin er tekin fyrir utan vinnu-
stað hans, sem augljóslega telst almanna-
færi, en í gegnum glugga og inn á vinnustað
mannsins.
Hvort hér sé um friðarbrot að ræða skai
ósagt látið, en myndir sem teknar eru á
þennan hátt hafa oft erlendis endað fyrir
dómstólum, með kæru um friðarbrot og þá
á grundvelli þess að myndin varði ekki al-
menning. Oftar en ekki hafa slíkar kærur
byggst á vandræðalegum andartökum og er
vel þekkt úr heimi íyrirfólks eða stór-
stjama. íslendingar þekkja ekki slíkar
myndatökur héðan, af persónulegum stund-
um forsetans eða rokkstjama frá Suðumesj-
unum. Hvað þá málarekstur fyrir dómstól-
um. Við setningu Alþingis 10. október 1984
efndi BSRB til útifundar fyrir framan Al-
þingishúsið sem liður í verkfallsbaráttu sam-
takanna. Voru þar samankomin fimm til tíu
þúsund manns og reyndu ljósmyndarar að
afla sér mynda meðal annars með því að
koma sér fyrir á efri hæðum Hótel Borgar.
Asamt myndum af samkomunni náðist mynd
af Hannesi H. Gissurarsyni, þá fréttastjóri
svokallaðs Valhallarútvarps og helsta tal-
manni frjálshyggju hér á landi. Myndin birt-
ist síðan meðal annars í BSRB-tíðindum og
var á þeim bæ kölluð Mynd ársins. Þessi
myndbirting hleypti af stað mikilli ljóða-
gerð, eins og segir í bók þeirra Baldurs
Kristjánssonar og Jóns G. Kristjánssonar,
Verkfallsátök og fjölmiðlafár (1984), ljóða-
gerð sem virðist þjóna þeim eina tilgangi
að gera lítið úr Hannesi, eins og þetta er-
indi ber með sér:
Það gustar um Hannes H. Gissurarson
á gægjum við homið að snapa eftir fréttum.
í svip hans er spuming og veikburða von
um Valhallarsigur á Béserrbé-stéttum.
Hann leynist í skugga, hann vokir, hann veit
það er vissast að taka ekki áhættu neina
svo fjarri öllum vinum í frj álshyggjusveit,
þeim Friedman og Hayek og Davíð og Steina.
Hið sama verður sagt um þá ákvörðun
að taka myndina og síðar að birta hana. í
þessu tilviki er Hannes berskjaldaður fyrir
því að teknar eru af honum myndir, á stað
þar sem hann getur allt eins átt von á því
að teknar séu af honum myndir. Við getum
hins vegar velt því fyrir okkur hvort að
myndbirtingin þjóni öðrum tilgangi en að
rægja manninn og sé þar með röskun á friði
hans til að lifa óáreittur fyrir forvitni og ill-
kvittni náungans.
Þriðja atriðið sem ég vil nefna í tengslum
við friðhelgi einkalífsins og myndbirtingar
eru ásakanir viðfangsefna ljósmyndara og
kvikmyndagerðarmanna um að þeir afbaki
sannleikann í myndum sínum og gefi ranga
mynd af viðkomandi persónu eða hegðun.
Ásakanir af þessu tagi eru algengar hjá fólki
og lýsa sér ágætlega í umfjölluninni sem
orðið hefur um heimildarmynd Magnúsar
Guðmundssonar, Lífsbjörg í Norðurhöfum.
Þessi umræða er ágætt dæmi um hvers eðl-
is ágreiningurinn er, þó ekki sé um einstakl-
ing að ræða sem Magnús er sakaður um að
gefa ranga mynd af. I myndinni gerir Magn-
„Mynd ársins“ var þessi mynd umsvifa-
laust nefnd þegar hún birtist í BSRB-tíð-
indum. Hún sýnir Hannes H. Gissurar-
son, fréttastjóra Frjáls útvarps, kíkja
fyrir Dómkirkjuhornið á útifund BSRB
við Alþingishúsið. Þeirri spurningu er
velt upp í greininni hvort taka myndar-
innar og síðar birting hafi verið gerð
meðþað eitt íhuga að klekkja á Hannesi.
ús því skóna að grænfriðungar séu vísvit-
andi að falsa myndir til þess að fá fólk á
sitt band í baráttunni gegn selveiðum. Græn-
friðungar, aftur á móti, hafna þessum ásök-
unum og bera Magnús í raun sömu sökum,
telja að hann gefi fólki alranga mynd af starf-
semi samtakanna og afbaki þar með sann-
leikann.
Með vaxandi vitund fólks erlendis um það
hvers megnug ljósmyndin og kvikmyndin er
í því að hafa áhrif á það hvemig almenning-
ur sér og hugsar um persónur á rnynd, þá
hefur það gerst í kjölfarið að myndatöku-
menn, á dagblöðum og sjónvarpsstöðvum,
hafa verið kærðir fyrir dómstólum um brot
á friðhelgi einkalífsins með myndatökum.
Viðbrögð myndatökumanna dagblaða og
sjónvarpsstöðva við þessu hafa svo aftur á
móti verið þau að sett hafa verið á svið per-
sónur sem augljóslega byggja á ákveðnum
fyrirmyndum úr raunveruleikanum. I
Bandaríkjunum hafa verið kveðnir upp dóm-
ar um notkun slíkra fyrirmynda, fyrirmynd-
unum í hag. Leikkonan breska, Elizabeth
Taylor, fór til dæmis í mál við ABC-sjón-
varpsstöðina bandarísku í þeim tilgangi að
stöðva framleiðslu á kvikmynd sem byggði
á ævi hennar. Hún vann málið. Hið sama
gerði Jacquline Kennedy Onassis, en hún
stefndi tískuhúsinu Christian Dior fyrir að
hafa notað sig sem fyrirmynd að auglýs-
ingu. Dómarnir þeim í vil voru báðir grund-
vallaðir á því að stefndu hefðu brotið frið-
helgi einkalífs þeirra.
III
Ef við gerum ráð fyrir því-að það sé nauð-
synlegt að fá fullt samþykki fólks til þess
að taka þátt í gerð Ijósmynda eða kvik-
mynda, þá er það ekki skýrt, í ljósi reynsl-
unnar, hvað fullt samþykki þýðir og hvort
að það sé nægjanlegt til að myndasmiðurinn
öðlist það vald yfir myndgerðinni, að hann
ráði alfarið gerð og notkun hennar. Hér
snýst siðferðilega spurningin um það hvort
að nokkur geti gefið fullt samþykki á grund-
velli skilnings á viðfangsefninu. Kvikmynda-
gerðarmenn halda því stundum fram að að-
eins þeir skiiji eðli miðilsins vegna þess að
þeir vinna með hann. Getur þá nokkur leik-
maður gert sér grein fyrir afleiðingum
þátttökunnar? Hvað ef viðfangsefnið er geð-
veikur maður eða kona, geta þau gert sér
grein fyrir því hvað þau eru að samþykkja?
Agæt dæmi um þetta eru ljósmyndatökur
Mary Ellen Marks á geðveikrahæli og ekki
síst heimildarkvikmynd Bandaríkjamanns-
ins Frederick Wisemans, Titicut Follies, sem
hann tók á geðveikrahæli fyrir afbrotamenn.
Mynd Wisemans lýsir dapurlegri aðstöðu
fanganna. Fangelsisyfirvöld stefndu Wise-
man eftir að hafa séð myndina á þeim grund-
velli að hann hafi brotið munnlegan samning
milli sín og fangelsisyfirvalda, um nauðsyn
þess að leita eftir samþykki um þátttöku
allra þeirra fanga sem birtust í myndinni.
Stefnandi vann málið og lagt var bann við
sýningu myndarinnar, sem hélst þar til fyr-
ir nokkrum árum. I aðstöðu sem þessari
getur myndasmiðurinn borið fyrir sig þau
siðferðilegu rök að það sé tilgangur myndar-
innar að knýja fram endurbætur. Réttlæting
af þessu tagi er mjög útbreidd og þekkist
vel úr heimi fréttanna. Það er aftur á móti
álitamál hvort að slíkar hugmyndir um
menningarlegar, félagslegar eða efnahags-
legar umbætur geti réttlætt myndagerð sem
oftar en ekki hefur ekki neinar merkjanleg-
ar breytingar í fór með sér fyrir þá sem
sjást á myndunum. Hið sama verður ekki
sagt um þá sem hafa af því atvinnu að taka
þær. Agætt dæmi um þetta er bandaríski
ljósmyndarinn Mary Ellen Marks, sem hélt
sýningu á verkum sínum á Kjarvalsstöðum
síðastliðið sumar. Hún hefur farið víða um
heím og sóst eftir myndum af fólki sem býr
við bágbomar aðstæður. Fyrir þessar mynd-
ir hefur hún öðlast heimsfrægð, en það fara
litlar sögur af því fólki sem hún hefur mynd-
að og aðstæðum þess.
Höfundur er mannfræðingur.
ANNA S.
SNORRADÓTTIR
Áslóð
innrásar
Skuggar og rósir
sólarupprás
húm
og ósýnileg bgllettmær
dansar á Hötinni
einhver hefír leitt mig
alla þessa löngu leið
til Normandí
ég anda að mér grasi
hafíi
hoifí á blómsveiga
rölta kringum minnismerki
gamalt fólk
með vasaklúta
berhöfðað
samt er dagminn bjartur
barnafætur kunna sér
ekki læti
í heitum sandi
bláskel á borðum
en handan augna minna
strandlengja...
minning um gamalt
sorgarljóð sem flýtur
út á blóði drifíð haf..
Ljóðið er úr nýútkominni Ijóðabók Önnu, sem
ber heitið „Bak við auga“, og er önnur ijóða-
bók höfundarins.
ÞÓRA BJÖRK
BENEDIKTSDÓTTIR
íris
Augun þín
eru djúp
sem himinn,
svo fógur og hrein.
Hárið bjart sem sólin.
Sál þín sem ilmsmyrsl
sem amma teygar að sér.
Höfundur er nuddkona.
ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR
Fyrirheitna
landið
Laufblöðin fjúka
móti mér.
Betlarar
sýna umkomuleysi sitt
státa af vansköpuðum
líkama
eða litlum fallegum börnum
sem bíða þess
að verða að fullu seld.
Stigamenn á hverju horni
fínna lykt af blóði
komumanns
dimm augu glampa
af girnd
og vissu þess
er þekkir leikreglurnar
og veit að hann getur sigrað.
Þar sem eitt mannslíf
er jafnvirði fölnaðar rósar
sem treðst undan
fótum fjöldans
í fyrírheitnu landi.
Höfundurinn er kennari og Ijóðskáld. Ljóðin
eru úr nýrri Ijóðabók Önnu, sem ber heitið
„Skilurðu steinhjartað" og kemur út siðast í
mánuðinum.