Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 2
Oddur heilsar uppá Kristján konung X á Alþingishátíðinni 1930. ing: „Þá klappaði hann mér á kollinn og sagði: „Bleddaður liddi kaddinn, bedd að gefa þér bening.“ Oddur var smámæltur og hafði skrýtinn tal- anda, lá hátt rómur eins og títt er um suma menn sem heyra illa. Hjartalag hans var gott og samstöðu sýndi hann með fátækum verka- mönnum og sjómönnum. Hann íýlgdist með baráttu þeirra fyrir betri kjörum og gekk sjálfur í Sjó- mannafélag Reykjavíkur og Alþýðu- flokkinn. Árið 1924 bjó Oddur Sigurgeirs- son í dimmu kjallaraherbergi á Spít- alastíg 7. Uppi á lofti þar bjó Hall- bjöm Halldórsson prentari, einn af leiðtogum Alþýðuflokksins, og þar var oft mannmargt, bæði af skáldum og áhugamönnum um stjómmál. Er nú ekki að orðlengja það að Oddur var dubbaður upp í það að gefa út blöð og hét annað þeirra Harðjaxl réttlætis og laga en hitt Endajaxl, tímarit gefið út af Harðjaxlsflokkn- um. Ungu róttæku mennimir uppi á lofti lögðu honum til efni en Oddur var titlaður ritstjóri og ábyrgðar- maður. Hefur þetta vafalaust verið gert í því skyni að Oddur hefði lífsviðurværi af blöðunum en þeir sem skrifuðu í þau gátu auðvitað ekki setið á sér að senda íhaldinu í bænum svæsnar pólitískar pillur undir nafnleynd. Fór nú brátt að hitna í kolunum. Haustið 1924 birtist leiðari í Morgunblaðinu sem hét Skúmaskotsmenn. Þar var veist harðlega að þessari aðferð og sagt: „En hið alvarlega við þetta er það að nokkrir menn skuli velja gamlan, fátækan og einstæðan mann, sem ekki mun heldur vera talinn með réttu ráði, til þess að skríða á bak við hann og kasta þaðan út til ýmsra manna óhróðri og klámi. Það er vafasamt hvort þessi leiksoppur ábyrgðarlausra manna veit nokkuð um það sem í blaði hans stendur. Hinum, þeim sem skrifa, stendur á sama um það. Það er markmið þeirra að fela sig. En heldur má það kallast lúaleg ritmennska að ota nafni andlega farlama manns fram fyrir sig og slengja á bak ein- stæðs gamalmennis [Oddur var þá 45 ára] þeirri skömm sem er að þeim skrifum sem í blaðinu eru. Þeir taka nafn óvitans undir það sem þeir skammast sín fyrir að gang- ast við sjálfir." Skömmu áður en leiðarinn birtist hafði Morgunblaðið það eftir Oddi sjálfum að meðal þeirra sem skrifuðu í blaðið væru Gestur Guðmundsson, Jón Þórðarson, Ólaf- ur Friðriksson, Hendrik J. Ottósson, Jens Sæmimdsson, Ágúst Jóhannsson, Ársæll Sigurðsson og Erlendur Erlendsson. Allt voru þetta kunnir sósíalistar en flestir þeirra gáfu út yfirlýsingu þar sem þeir neituðu að hafa skrifað staf í Harðjaxi. En skrif Morgunblaðsins urðu auðvitað til að hleypa auknu fjöri í útgáfuna og Harðj- axl kom út allt til 1927 og var mikið keyptur í bænum og oft sviptingasamt í kringum Odd sterka á þeim árum. Þorvaldur Guð- mundsson, síðar kenndur við Sfld og fisk, var einn af þeim sem seldu blaðið sem strák- ur og telur hann að Vilhjálmur S. Vilhjálms- son, blaðamaður og rithöfundur, hafi skrifað mest í blaðið. Svo er að sjá að Oddur hafi verið sviptur fjárræði vorið 1926 því að þá birtist eftirfar- andi tilkynning frá honum í Alþýðublaðinu: „Get ekki ákveðið næsta útkomudag Harðjaxls míns því ég er örþreyttur maður eftir sölu síðasta blaðs ... Sem stendur er ég bæði ritstjóri, prófarkalesari, afgreiðslu- maður, sölustjóri og hraðboði, þ.e. express eða fréttaritari. En ábyrgðarmaður má ég ekki vera samkvæmt auglýsingu í auglýs- ingablaði stjómarráðsins þar sem ég var sviptur skaðræði eftir beiðni moðhausanna og danska Mogga. Oddur Sigurgeirsson." Sjálfur var Oddur hrekklaus maður, nán- ast saklaus eins og bam og ekki var ör- grannt um að vinir hans léku sér dálítið með hann. Nokkm fyrir Alþingishátíðina 1930 gáfu þeir honum búning sem átti að vera eftirlíking af búningi landnámsmanna ásamt tilheyrandi vopnabúnaði. Oddi þótti mikið til koma og var tekin mynd af honum í búningnum ásamt Kristjáni konungi X. á Alþingishátíðinni. Síðan sýndi hann sig iðu- lega á götum Reykjavíkur í honum og bar þá tré-atgeir og skjöld, fldæddist rauðum kyrtli, var með rautt sítt herðaslá og hjálm, líklega úr blikki. Á ámnum í kringum 1930 og til 1934 bjó Oddur í litlum steinbæ sem Höfn nefndist og var þar sem hús Fiskifélagsins við Skúla- götu stendur nú. Þegar Höfn var rifin ákváðu vinir hans að reisa honum nýtt hús við flughöfnina inn við Klepp. Var húsið kaflað Oddshöfði og í því var ein stofa með eldavél. Þar hafði blaðamaður Alþýðublaðs- ins viðtal við hann haustið 1935. Oddur var þá spurður að því hvað honum þætti vænst um og fyndist mest gaman að. Svarið var dæmigert fyrir þennan hjartahreina ein- stæðing sem svo oft var hafður að háði og spotti: „Mér þykir vænst um öll lítil böm, eins þó að þau séu óhrein, og mömmumar mega ekki hræða böm með mér. Svo finnst mér líka vænt um um hestinn minn og hundinn. Hann sefur í stofunni hjá mér. Ég, hundur- inn og hesturinn emm alltaf saman og mér þykir mest gaman að því að vera með þeim í góðu veðri upp í sveit.“ Oddur tók miklu ástfóstri við Sjómanna- félag Reykjavíkur og mátti aldrei heyra á það hallað. Hug sinn til síns gamla félags sýndi hann árið 1947 er hann afhenti stjóm þess 40 þúsund krónur til sjóðsstofnunar er bæri nafn hans. En markmið sjóðsins átti að vera það að styrkja aldraða sjómenn til vistar á Dvalarheimili aldraðra sjó- manna. Þessum fjármunum hafði Oddi tek- ist að safna saman á löngu árabili og vom að mestu smágjafir er fjölmargir vinir hans og velunnarar höfðu rétt að honum. Síðasta árið sem Oddur sterki af Skag- anum lifði var hann á Elliheimilinu Gmnd og þar lést hann 7. maí 1953. Höfundur er sagnfræöingur. Hin nýja söguskoðun Eftir STEINAR PÁLSSON Talsvert hefur verið rætt um hina nýju söguskoðun nú um sinn. En hvað er ný söguskoðun? Ég tek dæmi: í ágætu uppflettiriti, þar sem hin nýja söguskoðun hefur læðst inn stendur: „Dönsk yfirvöld reyndu yfirleitt ekki að þvinga íslendinga til eins eða neins.“ Síðar í sama riti stendur: „Eignar- hald á jörðum 1550 til 1700: „Kirkjan átti 30 prósent jarða, konungur 20 prósent. Fimmtíu prósent vora í einkaeign.““ Alkunn- ugt var hvað kirkjan var gráðug og gekk hart fram í að eignast jarðirnar. Með ein- hverjum hætti tókst kónginum þó að eignast sín 20 prósent. Þessar jarðir kirkju og kóngs munu yfirleitt ekki hafa verið lakari jarðirn- ar. Hér kemur smá dæmi um afskipti kóngs- ins af málum íslendinga á seytjándu öld. Torfi frá Keldum var skipstjóri í Hollandi. Kom hann þaðan til Þorlákshafnar 1668 og verslaði í óleyfi lítið eitt við bændur. Þeim var refsað en Torfi slapp. Aftur kom hann á Akranes 1671 og seldi þá tóbaksrúllur, Jóni Vigfússyni sýslumanni, er íyrir það missti sýslu sína, en varð þó síðar biskup á Hólum (heimild, Keldur eftir Vigfús Guðmundsson). I fyrrnefndu riti má sjá mynd af tveim mönn- um, annar er með sátu á herðum. Undir myndinni stendur: „Tveir fátæklegir búand- karlar í Skagafirði á nítjándu öld bera heyj- ið á sjálfum sér, líf bændafólks á íslandi hefir sennilega oftar verið þessu líkt en hinni glæsilegu mynd Eggerts Ólafssonar." (Sem er neðar á síðunni.) Einhvers staðar hér á milli mun nú sannleikurinn liggja. Ég er fæddur á fyrsta áratugi tuttugustu aldar og ólst upp við vinnubrögð sem höfðu tíðkast frá landnámstíð. Aldrei hafði ég þó spumir af þeim búskaparháttum sem lýst er á þess- ari mynd. Sannleikurinn er að án hestsins hefðu hinar breiðu byggðir íslands verið óbyggilegar. Nú skilst mér, eftir hinni nýju söguskoð- un, að vegna ofrflds bændanna hafi ekki myndast bæir hér á landi. Hvergi á byggðu bóli mun nokkur mannlegur máttur hafa getað hindrað að bæir mynduðust þar sem skilyrði urðu til þess. Ætli það hafi ekki vald- ið nokkm, að höfuðborgin var hinumegin við sollinn sæ. Þrátt fyrir þetta „ofurveldi bænd- anna“ tókst kirkju og kóngi að sölsa undir sig helming jarða í landinu. Ég held að hinn stórkostlegi skortur á byggingarefni hafi hamlað framfóram hér á landi meira en nokk- uð annað. Þegar Gamli sáttmáli var gerður má glöggt sjá að menn höfðu þungar áhyggj- ur af skorti á efni til skipasmíða. Ur hinum mikla efnisskorti rættist fyrst með gufuskip- unum. Þá fyrst var hægt að byggja bryggjur þar sem hafnarskilyrði vom góð. Það þættu stirðar samgöngur nú á dögum að fara á seglskipi til Kaupmannahafnar og vera ef til vill nokkra mánuði á leiðinni. Það tók vart minna en eitt ár að leita á fund æðstu yfir- valda. í sjónvarpsþáttum sem sagðir em teknir samkvæmt hinni nýju söguskoðun er íslenskum bændum lýst sem sérstaklega grimmum og menningarsnauðum. Þannig er farið með efnið að ætla mætti að hér væri rætt um einhvern sérstakan þjóðflokk. Það stríðir mjög gegn þessari nýju söguskoðun sem við vitum um íslensku landnemana í Ameríku. Þessir menn sem okkur er sagt að hafi verið bæði grimmir og menningar- lausir áttu góð samskipti við indíánana. Þar skám þeir sig mjög úr öðram innflytjendum. Ég held að í Ijósi hinnar nýju söguskoðunar verði öll okkar saga óskiljanleg; bæti ritun sagnanna á Sturlungaöld, en því næst að þjóðinni skyldi takast að varðveita þessar bókmenntir í mörg hundmð ár, þrátt fyrir ömurlega fátækt. Það má heita mikið lán að á mörg hundmð ára tímabili skyldi ekki koma fram einhver ný söguskoðun, sem teldi hin fomu rit einskis verð. Nú hefur komið upp sú skoðun að starf bókasafnara, sem fluttu handritin úr landi á átjándu öldinni, hafi verið björgun frá glötun. Engin rök hafa þeir fært fyrir sinni skoðun, sem því halda fram, en hitt er staðreynd að þá var enn verið að afrita gamlar bækur. Það sýnir best hvort þá var litið á þær sem einskis vert drasl. Mér skilst að samkvæmt hinni nýju sögu- skoðun séu íslendingasögumar að mestu skáldsögur. Hér villir það mönnum sýn að þeir sem um þær fjölluðu, bæði í munnlegri frásögn og síðan rithöfundamir, hafa verið einstakir frásagnarsnillingar. En þegar um er að ræða munnlega geymd sagnanna má nokkuð sjá hvað best hefur varðveist. Það em fyrst og fremst frásagnir um ormstur og mannvíg og ættfræði. Það Skagfirskur bóndi með heybagga á bak- inu. Samkvæmt hinni nýju söguskoðun var íslenskur landbúnaður í þessu formi um aldir. er mjög líklegt að ættartölumar séu það sem fyrst hefur verið ritað hér á landi. Réttarfar- ið byggðist á því að ættir stæðu saman. Sá sem ekki átti einhverja öfluga frændur gat verið illa staddur. Hitt er ekki nema eðlilegt að sagnir sem ganga mann fram af manni, kynslóð eftir kynslóð, verði dálítið skraut- legri, eftir því sem fleiri sögumenn fjafla um þær. Þegar Sturla Þórðarson sagði söguna af Huld drottningu, kemur það Ijóst fram að menn þekktu söguna, en samt sagði Sturla söguna þannig að allir heifluðust af frásögn- inni. Þetta var aðeins ein af þeim skemmti- sögum, sem ekld nutu mikillar virðingar. Þrátt fyrir þann viðhafnarbúning sem Sturla hefur vafalaust fært söguna í, þegar hann sagði hana í áheym Noregsdrottningar, er ekki vitað til að hann hafi talið hana þess virði að skrásetja hana. Þrátt fyrir hinn mikla hæfileika til að bregða upp ógleymanlegum myndum af fólki í ritum sínum, hefur Sturla fyrst og fremst litið á sig sem fræðimann. Nú er það eitt mesta áhugamál hinnar nýju söguskoðunar að sanna að sagnir geti ekki varðveist í munnlegri geymd nema mjög skamman tíma. Ari er talinn hafa skrifað íslendingabók á áranum 1122 til 1133; þá em aðeins 125 ár frá kristnitöku. Þetta finnst mér ekki langur tími þegar ég hef lifað vel fjóra fimmtu aldar. Þó skilst mér að sumir dragi jafnvel í efa að mikið sé að marka frá- sögn Ara um kristnitökuna. Að sjálfsögðu hefst ritöld hér á landi ekki með ritun íslend- ingabókar. í fyrstu hefur verið ritað á lat- ínu, hér sem annars staðar. Islendingabók hefur naumast verið rituð fyrr en eftir langvarandi tilraunir, sem em týndar. Vegna hins mikla áhuga Islendinga á sögu og ættfræði, er líklegt að í fyrstu hafi slíkt verið ritað á latínu. En tfl að mögu- legt væri að rita ættartölu, varð að finna upp íslenska stafsetningu. Nú segja gárungamir að ekki sé hægt að rita sögu þjóðarinnar, þar sem nútíma sagn- fræðingar haldi að Islendingasögumar séu aðeins skáldsögur, jafnvel íslendingabók og Landnáma. Þetta er fremur gróft grín. A íslendingabók og Landnámu má þó sjá glöggt fingraför snjallra vísindamanna. Eg held að þeir sem aðhyllast hina nýju sögu- skoðun þurfi að rannsaka ýmsa hluti betur áður en þeir verða færir um að rita sögu þjóðarinnar. Höfundur býr [ Hlíð f Gnúpveijahreppi. Gagnasafn Morgunblaðsins Aflt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varð- veitt í upplýsingasafni þess. Morgun- blaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með end- urbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar telj- ast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.