Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 9
Laura, skip Sameinaða gufuskipafélagsins, í höfninni í Stykkishólmi. Ljósm.: Magnús Ólafsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar. ísfiskur og póst- ur til Englands Bréfaskriftirnar héldu áfram. Drechsel skrifaði Tryggva 26. febrúar 1895. Hann segir það gleðja sig að byrjað sé að búa í haginn fyrir fiskveiðarnar eftir þeim óskum sem hann hafí borið fram í Reykjavík síðastliðið sumar. I fyrstu grein um þetta efni var greint frá upphafi bréfaskipta Tryggva Gunnarssonar og C.F. Drechsels, sjóliðsforingja, hjá fiskveiðifélaginu Dan í Kaupmannahöfn. Eftir HAUK SIGURÐSSON Erfitt hafi reynst að fá keypt skip sem hæfilegt væri til að flytja frystivörur en þó voni hann allt hið besta. Gangi það eftir muni skipið sigla strax til Önundarfjarðar. Skipin Cimbria og Dania muni sigla þegar í mars og í byrjun apríl muni Cimbria geta farið sína aðra ferð. Skipið komi þá við í Reykjavík á leiðinni til íslands. Skipið muni flytja fisk fyrir gufuskip, skútur o.fl. auk þess að taka fisk í Reykjavík. Skipið fái af söluverði fyrir flutninginn þegar kostnaður- inn við söluna hafi verið dreginn frá. Það sé því lægra verð en Tryggvi geti um í bréfi sínu. Ríkisstjórn Dana sendi fiskifulltrúa til Englands og muni hann fylgjast með fisksöl- unni. Það eigi að skapa öryggi sem ekki sé á fisksölumörkuðunum. Tryggva biður hann að láta Bagger skipstjóra vita í hvaða ferð- um skipið eigi að koma til Reykjavíkur. Mikill styrkur yrði að því ef félagið fengi nokkur þúsund krónur fyrir póstinn því að byrjunin yrði erfið og tap fyrstu árin. Drec- hsel segist munu ganga á fund ráðherra íslandsmála, eins og Tryggvi hafi lagt til. Honum þyki gott að heyra að vatnið úr Tjörninni hafi reynst hreint. Ekki segist hann geta fullyrt hve mikið menn vilji borga fyrir ísinn en gerir ráð fyrir að það verði 7-8 kr. tonnið, kominn um borð í skip. Heppilegt sé ef Cimbria geti fengið nokkurn ís í tilraunaskyni. Drechsel líst vel á hug- mynd Tryggva að skipið flytji vörur auk íssins, þótt plássið geti orðið lítið þar sem hillur og frystiklefar séu í skipinu. Einnig að skipið taki vörur í Reykjavík ef tími verði nægur. Hvernig á Að Verja FISKINN? Drechsel segist nú leita bæði að Christ- ensen og Steen, en Tryggvi hafði í bréfinu frá 2. febrúar beðið hann að leita upplýs- inga um fiskflutningana hjá Christensen konsúli sem var í stjórn ísfélagsins. Drechsel telur ágætt að verja ís með hálmi. Norðmaður sem þekki til þessara mála hafi sagt sér að sag einangri ágætlega. Þegar nota eigi ísinn sé nóg að sprauta því af. Túnþökur séu líka heppilegar efst. Nú sé allt í góðum undirbúningi, en koma þurfi í veg fyrir að samkeppni verði um ísinn og fiskflutningana. Félagið hafi ekki ráð á að láta Cimbriu sigla með ónógan fisk. Þess vegna hafi félagið samið við þrjú ensk gufu- skip sem flytji fyrir það fisk á erlendan markað. Landshöfðingi hafi leyft þetta. í bréfi hans segi að erlend skip sem veiði á íslandsmiðum megi koma fiskinum á flutn- ingaskip. Samkeppnin Hræðir Drechsel segir að ekki sé hægt að veiða á Islandsmiðum nema að hafa slíkt leyfi frá stjórnvöldum. Hér muni ýmis skip fá leyfi til að veiða. Hætta sé á því að erlend félög fái danskt félag til að kaupa skip með frysti- klefum, því verði lagt á einhverjum fjarð- anna og keppi við fiskveiðafélag Drechsels. Eða að erlent félag fái einhvern kaupmann til að koma upp ísgeymslu. Hann spyr síðan hvort ekki sé ástæða til að setja lög sem banni útlendingum öðrum en Dönum að flytja veiði sína inn fyrir landhelgismörk Islands til að salta fiskinn, leggja hann í ís, umskipa honum eða færa hann til með öðr- um hætti. Með slíkum lögum sé hægt að bjarga þessu máli danska fyrirtækisins. I raun segist Drechsel ekki óttast að útlend- ingar komi á fót veiðistöðvum á íslandi. Hann vill beina því til Tryggva Gunnars- sonar að hann tali við yfirvöld í Reykjavík um þetta mál. Ekki sé nauðsynlegt að leggja fram lagafrumvarp fyrr en Ijóst sé næsta sumar hvort fyrirtækið beri sig eða ekki.1 Hvernig FÁ Skal Leyfi Til AðFlytjaPóst Nokkrum dögum síðar skrifaði Drechsel Tryggva enn þar sem póstskipið Laura var þá enn ófarið frá Höfn. Vildi hann segja Tryggva hvað hefði gerst í þessu fiskflutn- ingamáli frá því að hann skrifaði síðasta bréf. Þar segir hann að félagið Dan hafi keypt seglskip, sem beri nafnið Roma, frá Noregi fyrir 15.000 kr. Skipið verði sent til Önundarfjarðar með 750 tonn af ís. Skip félagsins muni koma til Islands undir lok mars. Þennan dag, 4. mars, segist Drechsel hafa gengið á fund íslandsráðherra og leit- að eftir því að félagið fengi áðumefnda póst- flutninga um Vestfirði og póstþjónustu við Austfírði að haustinu. Ráðherra hafi talið vai-hugavert að koma þessum liðum inn í fjárlagafrumvarpið. Alþingi geti þá fundið ástæðu til að hafna þeim. Heppilegra sé að beiðni komi frá samtökum verslunarmanna í Reykjavík og almennum borgurum. Málið komist síðan í hendm- landshöfðingja sem muni mæla með málinu við stjórnina. Drec- hsel segir að það fari eftir því hve mikið fáist af vörum hvort skipið sigli til Reykja- víkur. Póstflutningarnir eigi að vera fjár- hagstrygging ef tap verði á fiskflutningun- um. Heimdallur sé gott flutningaskip og eigi nú að koma í stað Diönu.2 íslandsráðherra hefur áttað sig vel á þvi að á Alþingi var rótgróin tortryggni í garð Dana og því mikilvægt að beiðnin kæmi frá íslendingum eða mönnum sem hagsmuni hefðu á Islandi ef málið ætti að ná fram að ganga. Frá okkar sjónarhóli virðist þetta einnig vera lýðræðislegri leið, en eflaust hefur það sjónarmið ekki verið efst i huga hins danska ráðherra. ILLT AÐ TAPA í TVÖ ÁR I bréfi 13. mars til stjórnarformanns Danfélagsins spyr Tryggvi hvort félagið vilji kaupa af ísfélaginu flyðru og rauðsprettu næsta sumar ef félagið geti tryggt að hið danska félag fái vörur vikulega. Hann seg- ist geta boðið 8-9 aura pundið af heilagfiski og rauðsprettupundið á 5 aura. Ef fiskveiði- félagið sé ekki ánægt með þetta verð þurfi að semja um nýtt verð í Reykjavík. Tryggvi segist reiðubúinn að þola eitt- hvert tap á fisksölunni eins og varð síðastlið- ið ár þegai' skip fiskveiðafélagsins fluttu fiskinn á markað í Englandi. En félagsmenn ísfélagsins séu ekki reiðubúnir að taka á sig annað tap, mestallur höfuðstóllinn hafi farið í fyrra. Hann segist þó vilja gera allt sem hann geti til þess að aftur verði selt á erlendum markaði. Þó að ísfélagið muni ekki þéna mikið á því þá muni fátækir sjó- menn hafa sitt lífsviðurværi af þessu.3 í marslok þetta ár 1895 skrifaði Tryggvi Drechsel enn bréf. Þar segir hann að vet- urinn hafi verið óvenjumildur og ísskortur hrjái félagið. Þetta ár geti ísfélagið ekki selt Dan nægan ís. En næsta ár reyni hann að tryggja nægan ís. Laura stansi svo stutt í höfn að ekki gef- ist tími til að ræða við kaupmennina. En hann muni beita áhrifum sínum á Alþingi í sumar sem best hann geti. Dan muni fá sömu þóknun fyrir fiskflutninginn eins og veiðiskipin hafi borgað. En magnið verði lítið, hér séu menn áhugalausir og sumir á móti málinu.' FlSKSALAN VERÐUR AÐ Borga SIG Þessu bréfi Tryggva svarai' Drechsel svo 2. júlí. Þar segir að formaður Danfélagsins sendi nú til Reykjavíkur beiðni um framlag til póstflutninga af Vestm-landi til Hull á Englandi. Þetta sé talsverður póstm-. Það hafi glatt sig mjög að Cimbria hafi flutt mikinn fisk frá Reykjavík. En mark- aðurinn hafi því miður verið óhagstæður en hann voni að fyrirtækið verði samt báðum aðilum til góðs. Ef frystur fiskur verði flutt- ur verði að koma fyrir frystiklefa í Cimbr- iu. En hann vilji þó fyrst reyna hvernig gangi að flytja ísaðan fisk á markað í Hull, þai' sé hann í góðu verði. Ef rætt verði á Alþingi að fiskveiðifélagið sé í samvinnu við Englendinga þá sé það aðeins svo að varan sé seld á enskum mark- aði, bæði fiskur og ís. Þetta sé talið nauðsyn- legt því að sala á fiski með Cimbriu borgi ekki kostnað. En hugmynd hans sé að Cimbria fái allan sinn fisk frá dönskum veiðiskipum verði þau nógu mörg á ís- landsmiðum.5 ÍSFÉLAGIÐTAPARÁ Lúðusölu á Englandi Þegar Ti'yggvi svarar Drechsel 23. júlí segist hann hafa séð tilboð Carls stjórnar- formanns Danfélagsins til Alþingis um póst- flutningana frá Vesturlandinu til Hull. Hann segir Drechsel að hann sé formaður fjár- hagsnefndar Alþingis og hafi mælt með því við nefndarmenn sína að félagið fái 5.000 ki'. styrk vegna póstflutninganna. Ef skipið komi til Reykjavíkur vikulega telur Tryggvi LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. MARZ 1994 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.