Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 12
HÖFUNDUR: ÓÞEKKTUR MYNDASAGA: BÚI KRISTJÁNSSON Um daginn eftir var þar skipt til leiks. Kjartan sat þá hjá leik og sá á. Þuríður systir hans gekk til máls við hann og mælti svo: Þætti oss það ráðlegast að þú kvongaðist eftir því sem þú mætir í fyrra sumar þótt þér sé eigi þar með öllu jafnræði sem Hrefna er því að þú mátt eigi það finna innanlands. Ásgeir faðir hennar er göfugur maðurog stórættaður. Hann skortir og eigi fé að friða þetta ráð. Er og önnur dóttir hans gift ríkum manni. Þú hefirog mér sagt að Kálfur Ásgeirsson sé hinn röskvasti maður. Er þeirra ráðahagur hinn skörulegasti. Það er minn vilji að þu takir tal við Hrefnu og væntir mig að þér þyki þar fara vit eftir vænleik. Það er mér sagt frændi að þú sért heldur hljóður veturiangt. Tala menn það að þér muni vera eftirsjá að um Guðrúnu. Færa menn það til þessa að engi blíða veruð á með ykkur Bolla frændum, svo mikið ástríki sem með ykkur hefir verið ailar stundir. Ger sv'o vel og hæfilega að þú lát þér ekki að þessu þykja og unn frænda þínum góðs ráðs. Kjartan tók vel undir þetta og kvað hana vel mála leita. Eftir þetta er komið saman tali þeirra Hrefnu. Tala þau um daginn. Um kveldið spurði Þuríður Kjartan hversu honum hefði virst orðtak Hrefnu. Læt ég vel yfir, þykir mér hún vera hin skörulegasta að öllu því er ég mátti sjá af. Um morguninn eftir voru menn sendirtil Ásgeirs og boðið honum í Ásbjamames. Tókst nú umræða um mál þeirra og biður Kjartan nú Hrefnu dóttur Ásgeirs. Hann tekur því máli líklega því að hann var vitur maður og kunni að sjá hversu sæmilega þeim er boðið. Kálfur er þessa máls mjög flýtandi: Hrefna veitti og eigi afsvörfyrir sína hönd og bað hún föður sinn ráða. Er nú þessu máli á leið snúið og vottum bundið. Ekki lætur Kjartan sérannað líka en brullaup sé í Hjarðarholti. ÞeirÁsgeir og Kálfur mæla ekki þessu í mót: Skal þá vera brullaupsstefna í Hjarðarholti þá er fimm vikureruaf sumri. Vil ég ekki láta til spara. Eftir það reið Kjartan heim með stórar gjafir. Óiafur lét vel yfir þessum tíðindum því að Kjartan var miklu Kátari en áður hann fór heiman. Kjartan fastaði þurrt langaföstu og gerði það að engies manns dæmum hér á landi því að það er sögn manna að hann hafi fyrstur manna fastað þurrt hér innanlands. Eftir það láta þeir Kjartan og Ólafur stof na til veislu mikillar. Koma þeir norðan, Ásgeir og Kálfur, að á kveðinni stefnu og Guðmundur og Hallur og höfðu þeir allir saman sex tigu manna. þeir kjaran höfðu og mikið fjölmenni fyrir. Var sú veisla ágæt því að viku var að boðinu setið. Kjartan gaf Hrefnu að línfé moturinn og varsú gjöf allfræg því að því að engi var þar svo vitur eða stórauðigur að slíka gersemi hefði séð eða átt. Enn það er hygginna manna frásögn að átta aurum gulls væri ofið í moturinn. Kjartan var og svo kátur að boðinu að hann skemmti þar hverjum um það vert hversu mikil efni þar voru til seld því að hann hafði lengi þjónað hinum ágætasta höðingja, Ólafi konungi Tryggvasyni. En þá er boðinu var slitið valdi Kjartan góðar gjafir Guðmundi og Halli og öðru stórmenni. Svo þótt: mönnum það undariegur hluturað Kjartan lifði svo lengi matlaus að menn fóru langar leiðir að sjá hann. Með slíku móti voru aðrir hættir Kjartans umfram aðra menn. Síðan gengu af páskamir. Fengu þeir feðgar mikinn orðstír af þessari veislu. Tókust góðarástir með þeim Kjartani og Hrefnu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.