Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 10
líklegt að þingið myndi veita 8.000 kr. styrk. Lúðuveiðamar séu enn svo litlar að varla sé hægt að nefna það sem sent hafi verið annað en tilraunasendingu. Þessi sending til Englands hafi ekki vakið bjartsýni. Tap- ið hafi orðið um 2.000 kr. fyrir utan vinnu- laun. Hann spyr Drechsel síðan hvort Lond- on eða Hamborg muni ekki vera heppilegri söluborgir en Hull. Næsta sumar megi vona að hið danska veiðifélag geti fengið allan ís sinn hjá ísfé- laginu. Is verði settur í þann fisk sem Isfé- lagið muni flytja á erlendan markað næsta sumar og venjuleg flutningslaun verði borg- uð, sem voru þriðjungur af söluverði eins og getið hefur verið áður. En of mikið verði fyrir félagið að borga þriðjung af dýrari fisk- tegundum eins og laxi. Hann segist vera sannfærður um að fisk- urinn verði betri ef hann er fluttur frosinn en ekki lagður í ís. En þá verði frystiklefi að vera í skipinu og þar sem vörunni verði skipað upp. Síðan verði að koma fiskinum í vatn áður en hann seljist. Þá bragðist hann eins og nýr fiskur, margir hafi reynt það hér. Þannig sé fiskur fluttur langar leið- ir með jámbrautum í Ameríku.6 Af þessum orðum greinum við að Tryggva og Drechsel var vel ljóst að stilla þurfti saman nokkra strengi svo að þetta hags- munamál mættí ná fram að ganga. Fiskinn varð að flytja á markað á skipi hins erlenda fiskveiðafélags þar sem Islendingar áttu ekkert millilandaskip. Fiskmagnið sem flutt yrði í fyrstu ferðunum væri það lítið að þær gætu ekki borið sig. Þess vegna þyrftí að leita samvinnu við kaupmenn um flutning á vörum frá Englandi og þangað. Þá þyrfti Alþingi að samþykkja ný lög sem heimiluðu flutning á pósti frá ákveðnum landshlutum. Tilvísanir 1 Bréf Drechsels til Tryggva Gunnarssonar 26. febrúar 1895. Bréfasafn Tryggva Gunnarssonar 4,60,2. Skjalasafn Seðlabanka íslands. 2 Bréf Drechsels til Tryggva Gunnarssonar 4. mars 1895. Bréfasafn Tryggva Gunnarssonar 4,60,2. 3 Bréf Tryggva Gunnarssonar til stjórnarformanns Dan- félagsins 13. mars 1895. Bréfabók Tryggva Gunnarssonar 1894-97, 753-4. Skjalasafn Seðlabanka íslands. 4 Bréf Tryggva Gunnarssonar til Drechsels 30. mars 1895. Bréfabók Tryggva Gunnarssonar 1894-97, 424-5. 5 Bréf Drechsels til Tryggva Gunnarssonar 2. júlí 1895. Bréfasafn Tryggva Gunnarssonar 4, 60, 2. 6 Bréf Tryggva Gunnarssonar til Drechsels 23. júlí 1895. Bréfabók Tryggva Gunnarssonar 1894-7, 480-1. Höfundur er sagnfræðingur og kennari. VILHJÁLMUR H. GÍSLASON Allsherjar- goðinn kvadldur Lýður lúti ljóð skal kveða ráðvald ramman með rími kveðja guðstrú gamla úr götu reisti deildi dróttum dýrum arfí. Fregnir fíutti fornra sagna hugsun helgra Hávamála dvergur dáður í di'ætti kvæða vinur Vakurs og vopnabróðir. Læti ljúfri ljóðin fíutti blítt sem blærinn bylgjar engið dagfars dyggða drengur gætti vinur vina þá veðrin stærði. Syrgir seggur sá er kynntist Fjölnis frænda og fræðaþuli fagnar fold fræknum býður náttstað nánum notalegan Höfundur er heilbrigðisfulltrúi í Hafnarfirði. Ógöngur - brot úr hugmyndasögu VÉLIN MAÐUR A17. öld mótaðist nýtt við- horf til náttúnmnar. Þetta viðhorf er stund- um kennt við vélhyggju og einkennist af þeirri skoðun að heimurinn sé eins konar vél og að gangverki þessarar vél- ar sé hægt að lýsa með stærðfræðilegum aðferðum. Frægustu talsmenn vélhyggju á 17. öld eru líklega Italinn Galileó Galilei (1564-1642), Frakkinn René Descartes (1596-1650) og Englendingurinn Thomas Hobbes (1588-1679). Hugmyndir þessara manna og annarra sem hugsuðu líkt og þeir urðu grundvöllur að mestu framfórum sem orðið hafa í náttúru- og mannvísindum síðan á gullöld Grikkja á 5. og 4. öld f.Kr. A sínum tíma þótti mörgum sem vélhyggj- an gengi þvert gegn heilbrigðri skynsemi. Einkum þóttí mönnum vitlaus sú skoðun Descartes að dýr eins og hundar og hestar, apar og ánamaðkar, séu í raun og veru vélar sem lúta algerlega lögmálum eðlis- og efna- fræði. Á sínum tíma var þetta líka byltingar- kennd hugmynd og það tók líffræðinga meira en 250 ár að sætta sig við hana, því á seinni hluta síðustu aldar töldu margir þeirra enn að lífið væri á einhvem dularfullan hátt haf- ið yfir þau lögmál sem gilda um dautt efni. Nú tii dags er kenning Descartes orðin að viðteknum sannindum og allir líffræðingar gera ráð íyrir því að á endanum sé hægt að skýra líkamsstarfsemi og hegðun dýra með tilvísun til þeirra náttúrulögmála sem gilda um dautt efhi. En þótt Descartes hafi haldið fram vél- hyggju um dýrin taldi hann allt annað eiga við um mennina. Hann taldi að dýrin væru algerlega af heimi efnisins en mennirnir hefðu sál sem væri ekki lík neinni vél. Descartes gerir víða grein fyrir þessari skoðun sinni m.a. í bókinni Orðræða um að- ferð (Discours de la méthode) sem kom út árið 1637 og Hið íslenska bókmenntafélag gaf út í þýðingu Magnúsar G. Jónssonar árið 1991. í 5. kafla þeirrar bókar segir Descartes: Þá er hér var komið gerði ég mér sér- stakt far um að leiða í ljós, að væru til vélar, sem hefðu líffæri og ytri gerð apa eða einhverrar annarrar skynlausrar skepnu, þá væri mönnum alls ókleift að átta sig á, að þær væru ekki að öllu leyti sama eðlis og þau dýr eru. Væru á hinn bóginn til vélar sem líkar væru mannslík- ama og líktu eftír athöfnum manna, eftir því sem hagleikur leyfði, hefðu menn samt alltaf tvö óbrigðul ráð til að átta sig á, að þær væru alls ekki menn. (Bls. 126.) Descartes heldur því sem sagt fram að ekkert í fari apa bendi til að þeir hafi sál eða séu eitthvað annað og meira en vélar en tvennt sé það í fari manna sem sýni og sanni að þeir séu hafnir yfir lögmál efhisheimsins. Og hvað skyldi þetta tvennt nú vera? Annað er hæfileikinn tíl að nota mál og hitt er sú fjölhæfni sem einkennir mennina. Hvort tveggja telur Descartes byggjast á skynsemi sem ekki á rót sína í vélgengum hræringum efnisins. „Því að skynsemin er til allra hluta nytsam- leg og dugir hvemig sem á stendur, en líffæri þessi þurfa sérstakrar skipanar við til hverrar einstakrar athafnar. Af þessu leiðir, að í raun er óhugsandi, að nógu mörg ólík líffæri fyrirfinnist í einni vél, til að hún geti í öllum aðstæðum lífsins komið fram á sama hátt og skynsemin lætur menn gera. Við skulum staldra aðeins við þessi rök Descartes. Ef mannshugurinn (eða skynsem- in) er vél þá geta vélarhlutarnir væntanlega hreyfst til eða breytt stillingum sínum eða innbyrðis afstöðu á nokkuð marga vegu en þó ekki á óteljandi vegu. Fyrir hverja nýja hugsun, hverja nýja setningu eða ný við- brögð við óvæntum aðstæðum hlýtur að þurfa nýja stillingu, nýja skipan vélarinnar eða nýja afstöðu eins vélarhluta til annarra. En „skynsemin ... dugir hvemig sem á stend- ur“. Hún getur brugðist við á óteljandi vegu og menn geta sagt óteljandi nýjar setningar og hugsað óteljandi mismunandi hugsanir, eða er það ekki? Ef mannshugurinn getur gert óteljandi mismunandi hluti en engin vél getur gert óteljandi mismunandi hluti þá er Eftir ATLA HARÐARSON oo o ■ oc mbr “i i oooo ráKÍr'iPíiá mannshugurinn ekki vél. Eitthvað þessu líkt hefur Descartes líklega verið að hugsa. En hann gekk lengra og hélt því líka fram að allur efnisheimurinn sé vélgengur en mannshugurinn ekki og því sé mannshug- urinn ekki partur af efnisheiminum. Þessi kenning um aðgreiningu hugar og efnis, eða líkama og sálar, er kölluð tví- hyggja. Descartes færði ýmis fleiri rök fyrir henni en tíunduð eru hér. Þau rök sannfærðu Eftir að Turing hafði sýnt fram á að hægt sé að smíða vélar sem geta unnið eftír hvaða reglu eða formúlu sem hægt er að setja fram af fullri nákvæmni var góð ástæða til að efast um þá kenningu Descartes að engin vél geti unnið óteljandi mismunandi verk. Þetta er einmitt það sem tölva getur. Ekki er þó svo að skiija að nein tölva geti í raun og veru tek- . s ið á sig óteljandi still- ingar. Sé minni hennar af fastri stærð er að- eins hægt að raða í það forritum og gögnum á endanlega marga mis- munandi vegu. En það eru engin fóst efri mörk á minnis- stærð tölvu svo það er ekki hægt að benda á neina endanlega tölu og segja að tölva geti unnið svona mörg mismunandi verk og ekki fleiri — því skyldi hún ekki geta skrúf- að í sig fleiri diska eða raðað í sig nokkrum minniskubbum til viðbótar ef hún þarf á því ■ ■ ■ ■ suma, en ekki alla. Einn þeirra sem ekki lét sannfærast var samtímamaður Descartes, Thomas Hobbes, sem aðhylltist hreinræktaða efnishyggju. Annar heimspekingur sem neit- aði að fallast á tvíhyggju Descartes var landi hans La Mettrie sem uppi var öld seinna (1709-1751). í bók sinni Vélin maður (L’Homme Mac- hiné), sem kom út 1747, hélt La Mettrie ffarn svipaðri vélhyggju um manninn og Descartes hafði áður haldið fram um dýrin. En það var ekki nóg með að La Mettrie setti manninn á bekk með dýrum heldur skrifaði hann líka bók um hamingjuna (Discours sur le bonhe- ur) þar sem hann dásamar meðal annars þá ánægju sem hafa má af kynlífi. Fyrir vikið varð La Mettrie einhver óvinsælasti heim- spekingur allra tíma. En þótt klerkar, siða- postular og rithöfundar hafi keppst við, allan seinni hluta 18. aldar, að úthúða La Mettrie tókst þeim ekki að kveða niður hugmyndina um manninn sem vél þótt.ef til vill hafi þeim tekist að draga eitthvað úr ánægju fólks af kynlífi. Vélhyggja um manninn gekk aftur í ótal myndum á 19. öld. Margir kannast við eina útgáfu hennar úr sögu Mary Shelley (1797- 1851) um vísindamanninn Frankenstein. Hann bjó til mann sem bæði gat hugsað og fundið til. Á 4. áratug þessarar aldar las Alan Turing (191211954) söguna um Frankenstein. Um svipað leyti lagði hann grundvöllinn að tölvu- fræðum og gervigreindarfræðum nútímans og hóf tilraunir til að smíða hugsandi verur. Eftirmenn hans halda þeim tilraunum áffarn enn þann dag í dag. Ekki reyna þeir þó að smíða menn af holdi og blóði heldur rafknún- ar vitsmunaverur úr rökrásum. að halda? í ritgerðinni „Computing Machines and Intelligence" sem Turing birti árið 1950 tók hann Descartes á orðinu, ef svo má segja. Descartes hafði haldið því fram að hæfileik- inn til að tala sýni að menn hafa skynsemi til að bera og séu því eitthvað annað og meira en vélar. Turing hélt því hins vegar fram að takist að smíða vél sem hefur fullt vald á máli og getur talað um alla heima og geima þá hljótum við að ætla þeirri vél skyn- semi og andlega hæfileika eins og menn hafa. Hann trúði því að fyrr eða síðar tækist að búa til forrit sem gæddu tölvur máli og gerðu þeim kleift að tala saman um hugðarefni sín bæði hver við aðra og við fólk. Eftirvþað gæti ekkert nema fordómar og heimska kom- ið í veg fyrir að menn litu á vélar sem hugs- andi verur og hví skyldu þeir þá ekki líta á sjálfa sig sem vélar. Turing stakk upp á því að nota próf til þess að skera úr um hvort tölva getí hugsað eins og maður. Þetta próf er kallað ,Turing- próf og fer þannig fram að prófdómarar skrifast á við mann og tölvu og reyna að komast að því hvor er maðurinn og hvor er tölvan. Takist prófdómurunum það þá getur tölvan ekki líkt fullkomlega eftir mannlegum vitsmunum. Taldst þeim það hins vegar ekki þá hafa þeir enga ástæðu til að ætla tölv- unni minna vit en manninum. Þess má geta að lokum að enn hefur ekki tekist að búa til forrit sem standast Turing- próf og ekkert bendir til að það takist á næstu árum. En hvort sem okkur tekst nú nokkru sinni að smíða menn eftir vorri mynd, líka oss, eins og Elóhím hér forðum daga, þá er vélhyggjan trúlega orðin naglfóst í hugarheimi okkar og menningu. 10 iROM 'ik-i S.-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.