Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1994, Blaðsíða 4
að leita að sjálfum mér. En það voru ekki liðnar nema örfáar vikur þegar kveðjurnar í bréfunum breyttust úr elskan mín og ástin mín í heill og sæll. Heill og sæll! Hugsaðu þér annað eins. Ég flýtti mér heim til að athuga hvað væri á seyði. En ég kannaðist ekki lengur við konuna sem ég ætlaði að eyða ævinni með. Hún horfði á mig einsog Sara frænka. Sara frænka er í Hjálpræð- ishernum. Þú skilur, hún finnur til með öllum og vill þeim vel en veit að þeir fara allir til helvítis. Fannstu sjálfan þig á Indlandi? skaut ég inní. Þetta helvítis vesen varð auðvitað til þess að ég týndi því litla sem var ekki þegar týnt af sjálfum mér. Steinhætti að geta einbeitt mér að læknisfræðinni. Ég var kominn á fjórða ár. Svo þú hefur bara skellt þér í hundana. Það var ekkert annað að gera. Ég hef aldr- ei getað sætt mig við að glata þessari konu. Þú skilur, ég ætlaði að eyða með henni minnst sextíu árum og hún gat ekki beðið í nokkra mánuði. Það féllu nokkur stór tár oní bjórinn hans. Ég fékk sting í hjartað. Mér varð hugsað tii konunnar sem ég hafði skilið eftir í reiði- leysi uppá Islandi. A eftir að fara eins fyrir mér? Tilhugsunin ein dró tárin fram í augu mín. Og þarna sátum við og tárfelldum hvor oní sitt bjórglasið og þóttumst bara nokkuð góðir. Ástarsorg er æðst allra lista. Djöfullinn sjálfur, sagði hann loks og þam- baði tárum blandinn bjórinn. Nú þyrfti' ég að hitta hana Maríu. Eg hef ekki séð hana í viku. Þessar endurminningar setja horm- ónastarfsemina alla úr skorðum. Astarsorg er ólæknandi en það er hægt að halda ein- kennunum niðri. Komdu. Hvað með systur þína? spurði ég. Hún er löngu dáin. Þú hefðir hvort sem er ekki viljað kynnast henni. Hún dó úr ein- hverjum sjaldgæfum sjúkdómi. María virtist ekki vera alltof ánægð með að sjá elskhugann. Hún bauð okkur þó inn og við settumst inní eldhús þar sem hún lagði fyrir okkur kaffí og hollenska sandköku. Ég er með köggul, sagði elskhuginn og hélt langa ræðu um það hvemig hann hafði nælt í þetta eðalefni. María sýndi engin merki þess að hún hefði minnsta áhuga á málinu. Hins vegar lyftist á henni brúnin þegar ég fór að segja frá væntanlegri ferð minni til Balí. Hún spurði mig í þaula. Svo mikill var áhugi hennar að ég vissi ekki til fyrr en að hún var byrjuð að strjúka á mér lærið. Þó hún væri gáfulega vaxin þótti mér þetta frekar óviðkunnanlegt. Ég kærði mig ekki að vera notaður sem blaut tuska framan í útrunninn elskhuga. Hann bað hana að skreppa með sér afsíð- is rétt sem snöggvast. Og þó hún væri ekk- ert alltof áfjáð lét hún til leiðast. Þau fóru inní herbergið hennar en ég greip nærstadd- an gítar og sönglaði „Heartbreak hotel“. Elskendunum lá nokkuð hátt rómur. Ópin í Maríu fóru stigvaxandi og þó ég greindi ekki orðaskil heyrði ég að það sem hún sagði var allt í neikvæðari kantinum. Svo kom ógurleg- ur grátur og nokkrir dynkir. Þegar á þessu hafði gengið drykklanga stund kom elskhug- inn fram og var í framan einsog strákur sem sælgætinu hefur verið stolið frá. María grét inní herbergi. Komdu sagði hann. Við gengum út og inní bíl fyrir framan húsið. Ekki komum við á bíl, sagði ég. Ég fékk lánaðan bílinn hjá Maríu. Það heyrðist hvellt ískur og við vorum óðara komnir uppí 130 km hraða. Elskhuginn var þungt hugsi. Alls ekki með hugann við aksturinn. Bílinn sótti fast að komast útaf veginum. Bílstjórinn sokkinn í þunglyndi og stýrið tekið alfarið við stjórninni, snerist bara af handahófí. Þar sem ég var ekki tilbú- inn að mæta dauða minum ákvað ég að gera eitthvað í málinu. Var einhver hundur í henni Maríu? spurði ég- Þetta dugði. Hann rankaði við sér og tók stjórnina af stýrinu. Þetta er alveg stórundarlegt, sagði hann klökkur. Ég skil þessa konu hreinlega ekki. Hún lætur einsog ég sé hennar höfuðóvinur. Og fyrir hvað? Fyrir að elska hana. Hvernig á ég að geta skilið þetta? Dæmigerð ást, sagði ég hátíðlega. Eða einsog þær orðuðu það hérna um árið: Þeim var ég verst er ég unni mest. Þá heyrðist sírenuvæl fyrir aftan okkur. Vinurinn lét sig hafa það að stoppa og var dreginn útúr bílnum af tveimur laganna vörð- um í stæðilegri kantinum, skelltu á hann handjámum. Þeir virtust þekkja hann frá gamalli tíð. Þú ert nú meiri labbakúturinn, sagði ann- ar þeirra. Ég er ansi hræddur um að þú sleppir ekki við dóm að þessu sinni. Glanna- akstur, bílþjófnaður og nauðgun. s Islendíngur í Amsterdam Eftir GUÐMUND BJÖRGVINSSON insog gengur var ég búinn að fá hundleið á Islandi, Islendingum, sjálfum mér, veðurstof- unni og Gvendarbrunnavatninu hreina og tæra. Eg þráði ekkert heitara en stórborgar- spillingu, viðbjóð og hressandi djöfulgang sem íslendingar hafa aldrei náð viðunandi tökum á. Og það skipti engum togum, ég skellti mér á heimshornaflakk. Ég kvaddi konur, börn, vini og vandamenn og flaug til Amst- erdam þar sem allar almennilegar heimsreis- ur byrja. Fyrsta kvöldið kynnti ég mér nýjustu straumana í úrkynjun og saurlifnaði. Skoðaði í búðarglugga þar sem misjafnlega illa á sig komnar konur buðu hold sitt til uppörvunar. Engin var við minn smekk. Nú að sjálfsögðu leit maður inní nokkrar búllur og athugaði vaminginn. Það hafði engin þróun orðið síðan vinkona mín dró mig inní svona búllur á int- erail-ferðalagi fimmtán árum áður. Þegar ég var rétt kominn á skrið í þessum rannsóknarstörfum vindur sér að mér kyn- blendingur með sólgleraugu og býður mér hassköggul. Nei takk, sagði ég. Ég reyki ekki. Reykir ekki, sagði sölumaðurinn. Drekkur kannski ekki heldur? Nei. Reykir ekki, drekkur ekki. Hvað gerirðu eiginlega? Serðiru? Heyrðu væni, ertu félagsráðgjafi eða hvað? Þetta kunni hann að meta. Ha, ha, ha! Hei, ég þarf að kynna þig fyr- ir henni systur minni. Er hún sæmilega vel gefin? 1 Hún er mjög gáfulega vaxin. Komdu. Ég fylgdi honum inní mjóa götu þar sem mannlífið hafði vikið fyrir öskutunnum. Eins- og nærri má geta leið ekki á löngu þar til hann dró upp hníf, brá honum um hálsinn á „Ég sá ekki nema eina leið til að ná sambandi við konuna: Hjóla á hana. Þegar við nálguðumst næsta rauða ljós renndi ég mér lymskulega utaní hana og við féllum saman í götuna, ég ofaná. Viðbrögð konunnar voru þveröfug við það sem ég hafði reiknað með.“ mér og bauð mér að láta af hendi seðlavesk- ið. Ég varð við þessari ósk hans og hann hljóp í burtu. Skömmu seinna kom hann til baka og var arfareiður. Það hafði andskotann ekkert verið í veskinu. (Ég var svo séður að skilja alla fjármuni eftir á hótelherberginu.) Ég kann ekki við svona hótfyndni, sagði hann og kýldi mig í magann. Þá setti hann hnefann óvarlega í vinstra eyrað á mér og reyndi loks að mölva úr mér tennurnar. Ef æðri máttarvöld hefðu ekki komið mér til hjálpar á þessu augnabliki hefði hann sjálf- sagt haldið áfram barsmíðum og hent líkinu í síkið. En sem sagt, fyrir einhverja óverð- skuldaða velvild guðlegra afla sagði ég: Láttu ekki svona maður! Það var engu líkara en að ég hefði farið með töfraþulu því hann snarhætti valdbeit- ingunni þegar hann heyrði orðin. Það er ekki hægt að berja svona menn, sagði hann og dæsti. Komdu. Ég býð þér uppá bjór. Við héldum inná næstu krá og hann sagði mér frá ótrúlega nánu sambandi sínu við mömmu sína. Það er engin kona einsog mamma, sagði hann og það kom móða innan á sólgleraug- un. Hún elskar mig nákvæmlega einsog ég er, með göllum og öllu saman. Hún bregst aldrei. Hún er ekki einsog þessar ástkonur manns sem byrja að sleikja næsta mann ef maður lítur af þeim. Það vantar alla festu í þetta unga kvenfólk. Hann varð fjarrænn til sólgleraugnanna. Einu sinni var ég ástfanginn. Sko, ástfang- inn með stórum staf. Hefurðu verið ástfang- inn með stórum staf? Ég er það núna. Vonandi ekki af mér, ha, ha, ha. Nei. Ég skil. Við skulum ekki spauga með ástina. Ég ætlaði mér að giftast þessari konu, eyða lífinu með henni, skilurðu, búa til böm, eign- ast húsgögn og þessháttar. Nema ég þurfti að skreppa í nokkra mánuði til Indlands til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.