Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1994, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1994, Page 5
og Museum of Modern Art í New York þekkja hugmyndina. Um tilgang safnsins segir Laursen að hann sé annars vegar að leggja rækt við sjálft safnið, þar sem áhersl- an sé lögð á myndlist eftir 1945 og hins vegar að halda sýningar, þar sem annars vegar sé lögð rækt við að kynna það nýj- asta nýja í myndlist og svo rætur samtíma- listar, bæði eldri listamenn eins og Frakkana PieiTe Bonnard og nú Claude Monet, en einnig frumstæða list, sem hafi haft mikil áhrifa á frumkvöðla í samtímalist. ANDI STAðARINS OG ÁHUGI Starfsfólksins Og í hverju liggur svo velgengni og vin- sældir Louisiana? Laursen dregur ekki und- an að sjálfur staðurinn hafi aðdráttarafl. „Staðurinn hefur einfaldlega alveg sérstakan anda, með samspili húsanna, garðsins, hafs- ins og útsýnisins. Þar við bætist að allt starfsfólkið leggur sitt að mörkum. Hér dugir ekki að ganga að vinnunni sem hverri annarri vinnu. Við leggjum okkur öll fram við að halda staðnum vel við, að láta hann ekki drabbast niður. Aðsóknin er svo mikil að staðurinn væri fljótur að láta á sjá ef við hefðum ekki öll augun hjá okkm- og beygðum okkur eftir sígarettustubbum og pappírsr- usli og við erum 210 sem vinnum hér, svo mörg augu fylgjast með.“ Æ Erfiöara Að Koma Upp Stórsýningum Undanfarin ár og áratugi hefur hver stór- sýningin rekið aðra, bæði á Louisiana en þó enn frekar á stóru söfnum í London, París og New York og aðsóknin hefur verið gífurleg. En nú bendir ýmislegt til að þeim fari að fækka. „Það verður æ erfiðara að skipuleggja stórsýningar. Það bætast hundr- að stór söfn við á ári í heiminum, svo eftir- spum eftir höfuðverkum í myndlist verður æ meiri. Þar sem um er að ræða takmarkað- an fjölda mynda, sem allir vilja sýna og sjá þá er álagið á myndirnar mikið. Eigendurn- h’ gerast æ sparsamari á þær, bæði til að hlífa þeim við stöðugum ferðalögum, en líka af því að verðmætið eykst og þá um leið kröfur til pökkunar og flutninga og trygging- arféð hækkar. Museum of Modern Art er einstakt og aðeins söfn í París og London jafnast á við það. Söfn sem eru jafnoka lána hvert öðru, en önnur komast síður að. Það verður með öðrum orðum erfiðara að fá lán- að, nema geta lagt fram eitthvað bitastætt í staðinn og þá á ég við verk þekktustu málaranna." Þegar Laursen heyrh- um áætlanir um safn fyrir utan Reykjavík segir hann að það sé erfitt að gefa góð ráð, því hann þekki ekki til lista- og menningarlífsins í Reykja- vík. Hann hefur aldrei verið á fslandi, en hefur lengi haft hug á að koma þar við. En reynslan af Louisiana bendh- til að staðsetn- ing utan við borgina geti einmitt verið kost- ur. „Gestirnir koma hingað til að dvelja hér daglangt, ekki til að líta bara við. Þeir skoða sýningarnar og safnið, njóta garðsins og koma við í kaffistofunni. En til að koma nýju safni vel af stað verður hugmyndin að vera gagnhugsuð og tilgangur þess vel mótaður. Þar við bætist að það er ómögu- legt að komast inn í safnasamstarf nema að hafa sambönd. Og samböndin byggjast á einstaklingum. Til að reka safn vel þurfa þeir sem standa fyrir því að ná samböndum við aðra í sömu grein út um allan heim og slíkt gerist aðeins í gegnum persónulegan kunningsskap. Þessi sambönd gera það kleyft að skipuleggja verkefni í sameiningu, fá lánað og annað sem að gagni kemur. Louisiana hefur reglulegt samstarf við Mod- erna Museet í Stokkhólmi, við söfn í Nor- egi, Frakklandi, Þýskalandi og Sviss. Stórar sýningar verður að skipuleggja í samvinnu við aðra aðila, annars er það of stór biti. Reyndar er Monet-sýningin núna undan- tekning frá þessu, því hún er eingöngu skipu- lögð hér og fer ekkert annað, en það var hægt af því við fengum mikið að láni úr ein- um stað. En þetta ér undantekning. Verk- efnaskráin er hugsuð fimm ár fram í tím- ann, en verkefnin eru skipulögð þrjá ár fram í tímann. Það er erfitt að tiltaka nákvæmlega hvað þarf til að reka safn vel, en kannski má segja að í fyrsta lagi þurfi tryggan fjárhagsgrun- dvöll. Þar við bætist svo persónuleg sam- bönd vítt og breytt um listaheiminn. Svo þarf stai'fsfólkið að hafa dugnað og hug- myndaflug, vera eldhugar... og þá gengur dæmið kannski, en bara kannski upp. Nei, það er erfitt að festa hendur á hvað þarf til að reka gott safn, en líklega er það eitthvað í þessa áttina." Höfundur býr f Danmörku. Kvenréttindi og líkn- armál í einni sæng Ef við horfum yfir heiminn allan mega íslenskar konur una nokkuð vel við sinn hag miðað við stöðu kvenna í flestum löndum heims. Við eigum kost á menntun og njótum mannrétt- inda. Við getum valið um sambúðarform og íslenzk 19. aldar kona, Málfríður Sveins- dóttir í Reykjavík, íklædd faldbúningi með spaðafald á höfði. Hún var um þetta leyti frammistöðustúlka í Klúbbnum í Reykjavík. Það var þó hvorki hún né stallsystur hennar í höfuðstaðnum, sem fyrstar urðu til þess að mynda k\renfé- lag. Til þess urðu skagfirskar konur fyrstar. 100 ár eru liðin frá stofnun HINS ÍSLENSKA KVENFÉLAGS en kveikjan að stofnun þess var ekki síst synjun konungs um stofnun háskóla á íslandi. Eftir KRISTÍNU ÁSTGEIRSDÓTTUR ráðið því sjálfar hvort við eignumst börn og hve mörg. Barna- og mæðradauði er með því lægsta sem þekkist í heiminum og flestar konur eiga enn sem komið er kost á vinnu. Þótt heilsa kvenna fari versnandi hér eins og víðast hvar annars staðai' í heiminum ræður samfélag okkar yfir meðulum til að bæta þar úr, sé vilji til þess. Ef við horfum aftur til þess tíma er bar- átta kvenna fyrir frelsi og mannréttindum hófst hér á landi og hugsum til þeirra kjara og stöðu sem formæður okkar bjuggu við á síðari hluta 19. aldar má öllum ljóst vera að við höfum náð miklum árangri. Hver áfang- inn á fætur öðrum hefur náðst í baráttunni fyrir auknum réttindum og áhrifum á samfé- lag okkar. Réttur til menntunar, kosninga- réttur og kjörgengi, atvinnuréttindi og rétt- urinn til að stjórna eigin lífi, allt náðist þetta smátt og smátt. Margt er þó eftir enn og er þar helst að nefna slakan hlut kvenna í áhrifastöðum, hvort sem horft er á atvinnulíf- ið eða stjórnkerfið og þær ríkjandi áherslur sem af því leiða. Þá eru meðal brýnustu verk- efna okkar að búa börnum betra líf og að draga úr þeim óþolandi launamun kynjanna sem hér viðgengstög er orðinn svo alvarleg- ur að jaðrar við mannréttindabrot, að mati einnar af nefndum Sameinuðu þjóðanna. HIÐ ÍSLENSKA KVENFÉLAG Staða íslenskra kvenna er afrakstur langr- ar baráttu þar sem fjöldi kvenna og karla kemur við sögu. Hinn 26. janúar sl. voru 100 ár liðin frá því að Hið íslenska kvenfélag var stofnað en það var íyrsta kvenfélágið hér á lándi sem hafði kvenréttindi á stefnuskrá sinni. Þar voru að verki margar merkiskonur sem við nútímakonur eigum skuld að gjalda og vert er að minnast. Það er ei'fitt að tímasetja upphaf kvenfrels- isbaráttunnar því dæmin eru mörg frá öllum öldum um konur sem ekki sættu sig við hlut- skipti sitt og réttleysi og brugðust við því á einn eða annan hátt. Skipulögð kvennabai’- átta er rakin til fi'önsku stjórnarbyltingarinn- ar 1789 en skoðanasystur frönsku kvennanna var að finna bæði í Englandi og hinum ný- frjálsu ríkjum N-Ameríku. Franska kvenna- hreyfingin var barin niður með lögum og fallöxi óspart beitt á forystukonur. Umræðan um stöðu kvenna hélt þó áfam á fyrstu ára- tugum 19. aldarinnar en vai’ð á ný að skipu- lagðri hreyfingu í kjölfar ráðstefnu andstæð- inga þrælahalds í London 1840. Þar var kon- um meinaður aðgangur þótt þær væru með- al skeleggustu andstæðinga þrælahaldsins en fengu loks að sitja og hlusta á bak við tjald, þannig að þær sæust ekki. Þær banda- rísku konur sem þarna voru urðu svo reiðar að þær hétu þvi að hefja baráttu fyrir kven- réttindum er heim kæmi og stóðu við það. ÝMISLEGT LÁ í Loftinu Hreyfing kvenna barst yfir Atlantshafið til Englands, Þýskalands og Norðurlandanna þar sem íslendingar sem komnir vora á kaf í eigin frelsisbaráttu kynntust hugmyndum um kvenfrelsi upp úr miðri 19. öld og bára heim. Það tók þó nokkra áratugi að finna þeim farveg og hljómgrunn í bláfátæku sam- félagi bænda og fiskimanna. Einhverjar slík- ar hugmyndir vora þó á ferð þegar nokkrai’ konur tóku sig til og stofnuðu fyrsta kvenfé- lagið norður í Skagafirði 1869, að ekki sé minnst á stofnun Kvennaskólans í Reykjavík 1874, en menntun kvenna var alls staðar fyrsta baráttumál kvenfrelsiskvenna. Árið 1875 var Thorvaldsenfélagið stofnað en það merka félag kvenna lagði mikið af mörkum til betra þjóðfélags, ekki síst í heilbrigðismál- um sem snertu kjör kvenna á margvíslegan hátt t.d. hvað varðar aðstöðu fæðandi kvenna. Það lá því ýmislegt í loftinu áður en fyrsta kvenfélagið var stofnað sem setti kröfur um kvenréttindi beinlínis á blað, en það voru meira og minna sömu konurnar sem stóðu fyrir öllu félagsstarfi kvenna í Reykjavík- urbæ. Háskólamálið Var Kveikjan Þegar 8 konur boðuðu til fundar í janúar- lok 1894 vegna málefna íslensks háskóla bjuggu rúmlega 4000 manns í Reykjavík. I þessum litla bæ voru allir helstu embættis- menn landsins búsettir, þar voru stærstu verslanirnar, framhaldsskólarnir og sjávarút- vegur var ört vaxandi atvinnugrein sem kall- aði fólk til vinnu, alls staðar að af landinu. Sjálfstæðisbaráttan stóð sem hæst og var næsti áfangi hennar sá að ná framkvæmda- valdinu inn í landið með íslenskum ráðherra búsettum í Reykjavík eða Kaupmannahöfn, en um staðsetninguna var harðlega deilt. Á Alþingi átti kvenréttindabaráttan skelegga talsmenn í þeim Skúla Thoroddsen ritstjóra og Ólafi Ólafssyni fríkirkjupresti sem fluttu frumvörp þing eftir þing um ýmis réttindi konum til handa. Utan dyra þingsins fóra kraftmiklar konur með pilsaþyti um bæinn, en þær höfðu svo sem áður segir ekki enn fundið kvenfrelsisbaráttunni farveg í félögum og blöðum. Árið 1893 samþykkti Alþingi frv. Bene- dikts Sveinssonar um stofnun háskóla á Is- landi. Þegar málið kom fyi-ir konung var framvarpinu hafnað og vakti það mikla reiði ákafra þjóðemissinna sem vildu ná menntun embættismanna endanlega inn í landið og stofna háskóla. I Reykjavík var starfandi presta- og læknaskóli, en menntun lögfræð- inga og annarra háskólaborgara fór fram í Kaupmannahöfn. Sem svar við synjun kon- ungs var stofnaður sjóður til styrktar Há- skóla íslands. í hópi hinna reiðu var Þor- björg Sveinsdóttir ijósmóðir systir Benedikts en hún ásamt fleiri konum ákvað að taka til sinna ráða, kalla saman fund kvenna og hefja fjársöfnun í háskólasjóðinn. Þetta vai' sjálf- stæðismál, en líka kvennamál. Peningunum sem konumar öfluðu með hlutaveltu skyldi vai'ið til að styrkja stúlkur til náms í væntan- legum háskóla. Þetta var róttæk yfírlýsing, því konur höfðu ekki einu sinni fengið rétt til að setjast á skólabekk í Lærða skólanum við hlið pilta, en máttu þó lesa utan skóla til stúdentsprófs. Þarna var á ferð krafa um möguleika til aukinnar menntunar kvenna. Það gefur auga leið að konurnar litu svo á að það yrði mun auðveldara fyrir konur að stunda háskólanám hér heima sökum efnale- ysis en að halda utan, enda kom í ljós þegar Laufey Valdimarsdóttir hóf nám við Kaup- mannahafnarháskóla 1910 að hún hafði ekki aðgang að því styrkjakerfi sem bauðst öllum íslenskum karlstúdentum. Þar var ekki gert ráð fyrir konum! ÁSKORANIR OG Undirskriftir Kvennafundurinn var haldinn 26. janúai' 1894 í Goodtemplarahúsinu við Tjörnina. Þangað mættu um 200 konur og hlýddu á ræður Þorvaldar Thoroddsen náttúrafræð- ings og Þorbjargar Sveinsdóttur um háskóla. I kjölfai- þessa fundar var Hið íslenska kven- félag stofnað. Þótt háskólamálið hafi hleypt því af stað urðu málefni kvenna í allra víð- asta skilningi verkefni félagsins meðan það lifði. Félagið skipti sér af bindindismálum en um þau voru afar heitai’ deilur sem lykt- aði með því að áfengisbann var samþykkt 1909 en skyldi komið á í áfóngum. Kvenfé- lagskonurnar ræddu jafnrétti kynjanna og fjármál giftra kvenna en konur réðu litlu um þau þar til ný lög vora samþykkt árið 1900. Skipulögð var keyrsla á þvotti inn í laugar og í bæinn aftur, en það var gríðarlega erfitt verk fyrir húsmæður og vinnukonur að bera blautan þvott á. bakinu frá laugunum og nið- ur í bæ. Þekkt var dæmið um vinnukonuna sem datt í læk og drukknaði um 1880 vegna þess að hún gat ekki reist sig upp undan þungri byrði. 1895 var safnað undirskriftum undir áskorun um að konur fengju að njóta kennslu í Latínuskólanum (MR), skorað var á Alþingi að endurskoða hjúskaparlöggjöfina og þess krafist að konur fengju kosningarétt og kjörgengi. Undir þessa áskoran skrifuðu 2.384 konur alls staðar að af landinu. Félag- ið stofnaði Sjúkrasjóð íslands til styrktar sjúklingum og einnig sjóð til styrktar gömlu uppgefnu kvenfólki sem varðist sveit. Það sýnir áhei-slurnar í félagsstarfinu að ákveðið var að senda fulltrúa á Þingvallafund 1895 en þeir fundir fjölluðu um stöðu sjálf- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12.MARZ1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.