Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1994, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1994, Síða 6
Ólafía Jóhannesdóttir til hægri og fóstra hennar, Þorbjörg Sveinsdóttir. Þorbjörg var ræðumaður á 200 kvenna fundi 26. janúar, 1894 og ræddi þá um háskóla. I kjölfar fundarins var Hið íslenska kven- félag stofnað. stæðisbaráttunnar. Ólafía Jóhannsdóttir sem að dómi undirritaðrar er ein allra merkasta kvenréttindakona okkar mætti til fundarins og var henni ætlað að ræða fjögur mál: kven- réttindamálið, háskólamálið, stjórnarskrár- málið og bindindismálið. Það tvennt sem verður þó að teljast merkast í starfi Hins íslenska kvenfélags séð út frá þróun kvenna- baráttunnar var annars vegar útgáfustarf- semi þess og hins vegar þátttakan í framboðs- hreyfingu kvenna á tímabilinu 1908-1916. KÚGUN KVENNA OG Framboðsmál í upphafi var ákveðið að félagið gæfí út ársrit og kom það út í fjögur ár. í því er að fínna bæði þýddar og frumsamdar greinar sem tengja saman kvenfrelsis- og þjóðfrelsis- baráttu þessa tíma auk annars efnis. Þama eru á ferð merkileg skrif vegna þess að ver- ið var að kynna hugmyndaheim kvennabar- áttunnar og ekki síður vegna þess að i ritun- um er að finna nokkrar af þeim örfáu grein- um sem tii eru eftir konur um þjóðfrelsisbar- áttu íslendinga. Þá er ekki síður merkiiegt að árið 1900 stóð félagið fyrir útgáfu á einni helstu biblíu kvenréttindahreyfingarinnar, „Kúgun kvenna“ eftir John Stuart Mill (The Subjection of Women, sem fyrst kom út í Bretlandi 1869). í byrjun árs 1908 stóðu mál þannig að lög gengu í gildi sem veittu giftum konum kjós- enda í Reykjavík og Hafnarfírði rétt til að bjóða sig fram og kjósa til bæjarstjórnar. Einn stærsti áfanginn í baráttu kvenna var þá eftir en það var kosningaréttur og kjör- gengi til Alþingis. Framundan voru bæjar- stjómarkosningar og konur sáu að nú var tækifæri til að sýna og sanna að þær ættu erindi í pólitík, að þær viidu aukin réttindi og myndu nýta þau. Þegar hér var komið sögu var mikill skriður kominn á kvenrétt- indabaráttuna. Kvenréttindafélag Islands hafði verið stofnað 1907 sem kosningaréttar- félag í tengslum við alþjóðahreyfingu kvenna, en konurnar i Hinu íslenska kvenfélagi vildu ekki breyta sínu félagi, leggja líknarstörfín á hilluna og snúa sér eingöngu að réttinda- málum kvenna. Það breytti þó ekki því að félagið var til í kosningaslaginn og tók for- maður félagsins Katrín Magnússon sæti efst á kvennalistanum sem vann frækilegan sigur í kosningunum 1908, er fjórar konur settust fyrstar kvenna i bæjarstjóm Reykjavíkur. KVENFÉLAGASAMBAND YerðurTil A næstu ámm var baráttan fyrir kosninga- rétti og kjörgengi til Alþingis efst á baugi, en er hann náðist 1915 áttu kvenfélagskonur drjúgan þátt í þeirri ákvörðun að minnast kosningarréttarins með því að reisa landspít- ala og söfnuðu fé til hans. Næstu áratugina sinnti félagið ýmis konar félagsmálum, beitti sér fyrir húsmæðrafræðslu og húsmæðra- skólum og loks var þáverandi formaður fé- lagsins Ragnhildur Pétursdóttir fremst í flokki þeirra sem vildi sameina öll kvenfélög ' landsins í eitt kvenfélagasamband, sem varð að veruleika 1930. Hugmynd Ragnhildar og fleiri kvenna var sú að skapa vettvang sem gæfí konum kost á að hafa áhrif á ákvarð- anir um málefni heimilanna og fjölskyldn- anna í landinu m.a. með því að Kvenfélaga- sambandið yrði viðurkenndur umsagnaraðili um lagafrumvörp, líkt og Búnaðarfélagið um málefni bænda. Forystukonur kvenfélaganna vildu fá húsmóðurstarfið viðurkennt sem starf sem krefðist menntunar og því var eitt helsta baráttumál þeirra að komið yrði á skipulagðri húsmæðrafræðslu. Húsmæðra- skólar risu um allt land en breyttir þjóðfé- lagshættir kipptu grundvellinum undan þeim er konur tóku að streyma út á vinnumarkað- inn og afla sér ýmis konar starfsmenntunar upp úr 1960. Það má segja að með þróun Kvenfélagasambandsins, þjóðfélagsbreyting- um og nýjum félögum af ýmsu tagi hafi saga Hins íslenska kvenfélags verið öll. FOR Y STUKONUR Hið íslenska kvenfélag var fjölmennt félag framan af og þar störfuðu konur sem létu til sína taka með einum og öðrum hætti í bæjarlífinu. Hér er aðeins ráðrúm til að nefna formennina en fleiri ættu vissulega skilið umfjöllun. Fyrsti formaður Hins íslenska kvenfélags var Sigþrúður Friðriksdóttir úr Akureyjum, en um merkileg hjónabandsmál hennar og systra hennar má lesa í grein eftir Lúðvík Kristjánsson (Vestræna 1981). Sigþrúður giftist Jóni Péturssyni háyfirdómara og kom hún viða við félags- og skólamál kvenna á síðasta fjórðungi 19. aldar. Þorbjörg Sveins- dóttir tók fljótlega við formennskunni og undir hennar stjórn var sú merka útgáfa sem áður er getið. Þorbjörg var afar merkileg kona og eru til af henni margar sögur. Hún þótti mjög pólitísk, hélt ræður á opinberum fundum sem var harla fátítt um konur á hennar tíð. Hún var hatrammur andstæðing- ur Valtýskunnar sem gekk út á það að þegar íslenskur ráðherra fengist yrði hann staðsett- ur í Kaupmannahöfn. Það sjónarmið taldi Þorbjörg og fleiri jaðra við landráð. í ævi- sögu Árna prófasts Þórarinssonar er að finna sögu af Þorbjörgu sem höfð er eftir Þuríði systur séra Ama. Þuríður átti leið um Skóla- vörðustíginn þar sem Þorbjörg bjó og sá hvar ljósmóðirin var úti við hlaðinn grjót- garðinn umhverfis húsið og grýtti steinum út á stíginn. Við nánari athugun kom í Ijós að Þorbjörg var svo reið -vegna umræðna á Alþingi að hún skeytti skapi sínu á veggnum þar sem annað betra bauðst ekki. Hún hafði hvorki kosningarétt né kjörgengi þar sem landsmálin áttu i hlut og hefur eflaust sviðið sárt undan því. Eftir dauða Þorbjargar 1903 tók Katrín Skúladóttir Magnússon við formennsku og gegndi henni til ársins 1924. Katrín var eigin- kona hins virta læknis Guðmundar Magnús- sonar og var um árabil eins konar yfirhjúkr- unarkona og aðstoðarlæknir hans þótt hún hefði ekki menntun til þess, auk þess að sitja í bæjarstjórn, neftidum bæjarins og sinna félgasstörfum. Síðasti formaður Hins ís- lenska kvenfélags var Ragnhildur Péturs- dóttir úr Engey. Hún var hússtjórnarkenn- ari um skeið og mjög virk í félagslífi kvenna. Hún var í framboði á kvennalista í Reykja- vík 1912 og 1916. Ragnhildur skrifaði m.a. bækling gegn Ingibjörgu H. Bjarnason þegar Ingibjörg sem fyrst íslenskra kvenna tók sæti á Alþingi (kjörin af kvennalista 1922) gekk í Ihaldsflokkinn við stofnun hans, en það taldi Ragnhildur svik við málstað kvenna. Ragnhildur varð fyrsti formaður Kvenfélaga- sambands íslands, jafnframt formennsku í Hinu íslenska kvenfélagi. Eftir dauða Ragn- hildar í byrjun árs 1961 lognaðist þetta merka félag út af, enda tímarnir breyttir og þess skammt að bíða að konur risu upp undir öðrum formerkjum en kvenréttindakonurnar gömlu. Það er mikið vatn runnið til sjávar frá því að synjun konungs á frumvarpi um stofnun háskóla á Islandi kveikti þann eld sem varð til þess að fyrsta kvenréttindafélagið var stofnað sem um leið var líknarfélag. Af félag- inu og þeim konum sem þar störfuðu er mikil og merkileg saga sem enn er óskráð. Sú saga minnir okkur á að kvennabarátta nútímans á sér rætur og að við eigum öllum þessum konum mikið að þakka. Það minnsta sem við getum gert er að halda minningu þeirra á lofti og kynna verk þeirra þeim kynslóðum íslendinga sem eiga eftir að vaxa úr grasi. Sagan er til þess að læra af henni og til að gefa okkur viðmið, þannig að við áttum okkur á því hvar við stöndum og hvert við stefnum. Höfundur er alþingismaöur. Heimildir: Bríet Héðinsdóttir: Strá ( hreiðrið, Reykjavík 1988. Gísli Jónsson: Konur og kosningar, Reykjavík 1977. Kristín Ástgeirsdóttir: Félagsstörf kvenna á ís- landi, Húsfreyjan 1. tbl. 1990. Lúðvík Kristjánsson: Heimasæturnar í Akureyjum, grein í Vestrænu, Reykjavik 1981. Ragnhildur Pétursdóttir: Fimmtíu ára minning Hins íslenska kvenfélags, Nýtt kvennablað 1944. Sigríður Th. Erlendsdóttir: Saga Kvenréttinda- félags ísiands 1907-1992, ReyKjavík 1993. Sigríður Thorlacius: Margar hlýjar hendur, Reykjavík 1981. Þórbergur Þórðarson: Ævisaga Árna prófasts Þór- arinssonar I. Mál og menning 1982. HELEN H ALLDÓ RS DÓTTIR Hendur Hendur sem strjúka blítt yfír fjöll og dali líkamans. Þær rata oft í ævintýr, á leiðinni. Stundum hitta þær líka fyrir aðrar hendur, hendur sem meina þeim áframhaldandi ferðalag um torfærur líkamans. 1988 Tveggja manna tal um nótt, í hljóði. Það' berst um húsið, nær til eyrna smárra. Þau hlusta, hlusta og hugsa sitt. Reyna að ráða í orðin, ná ekki alveg samhenginu. En hugsa þó sitt. Höfundur býr í Lundi í Svíþjóð og leggur stund á fræði sem tengjast þróunarlönd- unum. UNNUR SÓLRÚN BRAGADÓTTIR Sarajevo í hlátri myrkurs fólvi kinnar grætur auga þrútið undir fæti blautur, klesstur leir í logni fýkur lauf í þínu hægra hjartahólfí þungur straumur blóðs í æðum bjarkar enginn vöxtur kalt er þetta haust. Hrossagaukur með sínu hvella hneggi horfínn þér og sálin þögnuð sviplaus lengra haldið óvisst hvort er með lognið eða fanginn stormur svo hátt hlær myrkrið þetta kalda haust með eftirmála næstu öld í barni. Ó þú litli þröstur með höfuð undir væng sem vart gast fíogið borinn ofurliði af þungu fótataki sprengju og þú lást í valnum allt um kring var kondórsbiðin eftir blóði og rústir einar borgin Sarajevo þetta grimma haust sem aldrei leið af gráti fyllt og ótta þessi hjörtu. Og löngu síðar þegar drukkinn svefninn rifar augu er engin borg bara vakin martröð allt um krin- g■ Höfundurinn býr í Reykjavík og hefur nýlega gefið út Ijóðabókina Maríutásur f banda- skóm. ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR Strákarnir sjö Strákastelpan var skotin í mörgum strákum á sama tíma. Einn hafði svo fallega rödd að hana langaði að sofa hjá honum, annar hafði axlir sem hún þráði að renna fíngrunum eftir, þriðji lék svo vel á leiksviði að hún fékk trú á lífíð, fjórði dýrkaði hana og dáði svo hún fór að skoða sig í spegli, fímmti hafði augu eins og stjörnur svo hana langaði í róður með honum, sjötti var miklu yngri en hún og þá breyttist tíminn í laginu en sá sjöundi var bestur, því hún réði ekki neitt við neitt, fann bara alla strengi hljóma í hjartanu og svo fossaði hún fram af bjargbrúninni. Og ef hún reyndi að hringja í hann kviknaði alltaf í símanum. Stelpa sem faðmaði tré Einu sinni var stelpa sem var alltaf að faðma tré. Enginn vissi hvaða tilgangi það þjónaði en allir vissu að hún faðm- aði aldrei fólk. Hún sást í görðum á kvöldin þar sem hún faðmaði trén ákaft að sér, lagði vangann við hrjúfan börkinn ogbærði varirnar. Hún klappaði þeim íkveðjuskyni ogskaust yfír í næsta garð eða götuhom. Kvöld eitt teygði tré grein- ar sínar utan um stelpuna, það hefur ekki tekist að losa hana þaðan enn og hún er á svipinn eins og hún hafí sigrað heiminn. Þetta tré stendur á homi Suðurgötu og Vonarstræt- is og búið er að friða þetta tré. Höfundur er skáld i Reykjavík. Það sem hér birtist er úr nýrri bók Elísabetar, sem heitir „Galdrabók Eilu Stínu" og Bókaútgáfan Vitimenn hefur gefiö út. I bókinni eru 62 „hjartasögur''.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.