Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1994, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1994, Blaðsíða 1
O R G U B L A Ð S Stofnuð 19 25 19.tbl. 21. MAÍ1994 — 69. árg. iir nlPi' •' >• f FJ l'j lÆm a I * ■jrsa ! 1 HmU Ifjp*: u AESÍfSrSI 1 * )- • | li 1 I * Altarisbríkin í Hóladómkirkju. Sjá skýringarteikningu á næstu síðu. Ljósm.-.Guðmundur Ingólfsson, ímynd. Hólabrík - skápur leyndardómanna Um altarisbríkina miklu á Hólum Fyrir um að bil fimm hundruð árum var velmeg- un á Hólum í Hjaltadal. Þá sátu staðinn dugm- iklir biskupar hver fram af öðrum, skip héldu uppi reglubundnum siglingum við meginlandið, einkum Noreg, og samskipti við útlönd voru Eftir GUNNAR KRISTJÁNSSON veruleg. Á þessum tíma var einn vegleg- asti kirkjugripur okkar Islendinga settm’ upp fyrir ofan altai’ið í dómkirkjunni á Hólum. Enginn veit þó hvenær hann kom né hvaðan. Þeim spurningum er enn ósvar- að. En freistandi er að velta þeim fyrii- sér. Ýmislegt bendh’ til að taflan sé frá þeim landsvæðum þar sem Hansakaupmenn í Þýskalandi stunduðu verslun. Bergen var meginbækistöð þeirra í Noregi og þaðan voru greiðai’ samgöngur við Þýskaland. í Bergen settu Hansakaupmenn upp þýska vængjatöflu í Maríukirkjunni sem var þeirra eigin kirkja. Sú tafla minnir um margt á vængjatöfluna á Hólum. Og þegar það er haft í huga að Gottskálk Nikulás- son, biskup á Hólum frá 1498-1520, var ættaður af áhrifafólki í Bergen dettur manni fyi’st í hug sá möguleiki að hann eigi heiðurinn af því að hafa keypt töfluna og komið henni á skipi sínu hingað til lands. Hins vegar segir þjóðsagan að efth’maður hans, Jón Arason, síðasti kaþólski biskupinn á Hólum, eigi þennan heiður. En um þetta verður ekki fullyrt enn sem komið er. Sagan segir að menn Danakonungs, sem komu lútherskum sið á hér á landi um miðja sextándu öld með talsverðum fyrir- gangi, hafi reynt að flytja töfluna til Dan- merkur en ekki tekist. Nú er vængjataflan ævinlega höfð opin og þá blassa við litríkai' útskornar myndh’ í mörgum litlum skápum. í miðjunni er stór krossfestingannynd þar sem margt er að gerast í senn og margar persónm’ koma við sögu. Næst krossfestingarmyndinni eru fjórai’ konm’ eins og rammi kringum aðal- myndina. Konm’nar fjórar eru helstu kven- dýrlingar kirkjunnar, kallaðar á latínu virgines capitales og þekkjast þær á ein- kennum sínum. Efstar eru Katarína frá Alexandríu vinstra megin en Dórótea hægra megin, neðar eru Margrét til vinstri og Barbara til hægri. Á vængjunum eru svo postularnir tólf og þá má einnig þekkja af sígilduiji einkennum. í litlu skápunum efst eru litlar myndfr, hægra megin gefur að líta dýrlinginn Sebastían og einnig skrýddan biskup en vinstra megin sjáum við heilagan Georg að vega drekann, þar er einnig heilagm’ Antóníus af Þebu. Þessi mikla vængjatafla var sjaldnast opin í kaþólskri tíð. Heimildir eru til um það erlendis frá að slíkar töflur hafi aðeins verið opnar á hátíðum og jafnvel aðeins sýnilegar prestunum sem voru innan kór- skila (þannig var það í Bergen). Óvíst er hvort þannig hafi verið háttað á Hólum. Þegai’ bríkinni er lokað koma í ljós tvö stór málverk. Hægra megin gefur að líta þjáningarfullan píslai-dauða heilags Sebast- íans en vinsti’a megin er Kristur upprisinn og María Magdalena. Kristur er klæddur grábrúnum munkskufli eins og fransiskana- munkur, með sár á höndum og fótum. Til þess að setja sig inn í aðstæður eins og þær voru þegar taflan kom í kirkjuna um aldamótin 1500 er rétt að hafa i huga að kirkjan, sem þá var á Hólum, var helm- ingi lengri en sú sem þar er nú. Þá var hún krosskirkja og þar að auki talsvert hærri. Sú kfrkja var reist af Pétri Nikulássyni biskupi (1391-1419); hún fauk árið 1624 og brotnaði í spón. Það vai- ekki af tæknilegum ástæðum sem töflurnar vora opnar við sum tækifæri en annars lokaðar. Það var af guðfræðilegum ástæðum. Þegar taflan vai’ opnuð þá opn- aði kfrkjan glugga inn í annan heim! Taflan var þvi ekki „mynd“ í nútímaskilningi orðs- ins. Hún var hluti af hinni heilögu messu. AUt frá því á fjórðu öld var messan í kirkj- unni túlkuð sem þátttaka í þeirri messu sem fram fer óaflátanlega á himni þar sem dýrl- ingar og aðrir hólpnfr menn lofa Guð. Ta- flan var eins konar gluggi inn í þennan dýi’ðai’innai’ heim. Þegar altarisskápurinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.