Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1994, Blaðsíða 6
VALDIMAR LÁRUSSON Við Álfa- borgir Ég reikaði eitt kvöldið hér upp að Álfaborgum, í yndislegu veðri, sjórinn spegilsléttur. Hugurinn svo frjáls og líkaminn svo léttur, langt í burt frá öllu dægurþrasi og sorgum. Mér dvaldist þarna um stund, þar var dásamlegt að vera í djúpri kyrrð og friði, sem ég þekkti varla áður, mér fannst eins og ég yrði þessu ákaflega háður, og ekki að fullu viss um hvað ég ætti að gera. Þá var eins og mér heyrðist að væri’ einhver að syngja, hann virtist koma úr berginu þessi fagri ómur og lét mér þarna í eyrum eins og helgihljómur. Svo heyrðist mér sem veríð væri klukknaspili að hríngja. Þarna sat ég heillaður og hafðist ekki að. Helgidóm sem tigna ber ég álít þennan stað. Höfundur er leikari. Ljóðið er úr Ijóðabók hans, „Laust og bundið", sem kom út á sl. ári. ANNA LEÓSDÓTTIR Leiftur Leiftrandi mynd úr afkima hugans frá öðrum tíma úr öðru lífi ég, sem man ekki augnablik gærdagsins. Eitt augnablik Maðurinn er einn ávallt einn aðeins í augnabliki nútíðar fínnur hann samhljóm annarrar sálar en aðeins eitt augnablik Frelsi Þú komst um nótt heitur, blíður, gefandi sviftir mig frelsinu fagnandi. Regnboginn Að elska þig er eins og að grípa regnbogann litskrúðugt fagurt en gegnsætt og hverfult. Höfundur er myndlistarmaður og kaupmaður ( Reykjavík. Vindur, hold og andi Örleikrit eftir KJARTAN ÁRNASON Asviðinu er maður bundinn við staur. Að baki honum er múr- veggur alsettur kúlnagötum. Inn frá hægrí kemur sveit grænklæddra hermanna; liðs- foríngi ásamt fímm óbreyttum mönnum vopnuðum rifflum. Þeir þramma í átt að staumum. Fanginn horfír á þá án þess að bregða svip. L: (við menn sína) Staðar nem! í hvíld- arstöðu! (Dregur pappíra úr pússi sínu, lít- ur til skiftis á pappírana ogfangann. Ávarp- ar fangann:) Ert þú Janko Narratic? F: Nei hann Janko er ekki við, hann þurfti að skreppa. Get ég tekið skilaboð? L: Enga aulafyndni! Viðurkennir þú að vera Janko Narratic óvinur ... (hann rýnir í pappírana, les:) Mannkyns? F: Já, ég er Janko, nei, ég er ekki óvin- ur mannkynsins, ég elska mennina, besti vinur minn er maður. L: Við viljum vera vissir um að við séum að skjóta réttan mann. F: Sá sem er skotinn er aldrei rétti mað- urinn. L: (við menn sína) Takið ykkur stöðu! (Þeir standa teinréttir.) Hlaðið! (Þeir hlaða riffla sína með snöggu handtaki). Miðið! (Þeir lyfta vopni og draga auga í pung. Rödd heyríst hrópa:) R: Andartak. Liðsforinginn snýr sér við. Inn frá vinstrí kemw sveit fímm gráklæddra hermanna ásamt sveitarforíngja sínum. Þeir stað- næmdust hjá grænklæddu sveitinni. Sveit- arforínginn talai- til fangans: S: Ert þú Janko Narratic? F: Nei ég er Greko vinur hans Sasja þarna (kinkar kolli í átt til liðsforíngjans), við erum að æfa aftökur. S: (við liðsforíngjann) Er þetta rétt? L: (hraðmæltw) Neineinei þetta er haugalygi. S: Er þessi maður þá ekkert á ykkar vegum? L: Neinei. Jú — jú auðvitað, við ætlum að skjóta hann. I raun og veru. S: Jæja? Fyrir hvað? L: Þetta er Janko Narratic óvinur... (les úr pappírunum:) Mannkyns. S: Nú? Hvaða mannkyns? L: Það stendur ekki. S: Jæja? A ég að segja þér nokkuð? Þessi maður er óvinur Allra Þjóða og við höfum hugsað okkur að skjóta hann ef þér væri sama! (Við menn sína:) Takið ykkur stöðu, hlaðið, miðið ... L: Augnablik! Við handtókum hann, við skjótum hann. Þannig eru reglurnar. S: Og hvenær tókuð þið hann fastan, með leyfi að spyrja? L: í gær. S: í gær já. Ég get sagt þér annað: við handtókum Janko Narratic óvin Allra Þjóða í fyrradag en í gær þegar átti að skjóta hann var hann á bak og burt. Kannski þið hafið skýringu á því? (Hann hvessir augun á liðsforíngjann.) F: (hi'ópar) Þeir rændu mér, drógu mig hingað nauðugan til að skjóta mig einsog hund! (Hann reynir að varpa sér grátandi til jarðar en er fastw við stawinn einsog áðw segir. Kjökrar tilgerðarlega:) Ég hef fyrir aldraðri móður að sjá. * S: Við eigum allir aldraðar mæðui’ sem syrgja okkm- þegar við erum dauðir. (Við liðsforíngjann:) Svo þið rænduð honum, það mátti svosem búast við því. L: Nei, það er haugalygi, við gómuðum hann heima hjá rnömmu hans. Hann var að borða. Það voru kartöflur og kál í mat- inn, ágætis kartöflur meiraðsegja .. . S: Nóg! Mér er sama hvað var í matinn. Þetta sannar bara að við handtókum hann fyrst. Þarafleiðandi skjótum við hann fyrst. L: Hann er okkar fangi núna. S: Hann var okkar fangi áðuren hann ... (með tilgerð) hvarf. L: Þið verðið að passa betuf uppá fang- ana ykkar. S: Hann er óvinur Allra Þjóða. L: Hann er óvinur (lítw snöggt í pappír- ana) Mannkyns. S: Við skjótum hann fyrst. L: Nei við skjótum hann fyrst. (Verður alltíeinu kumpánlegw:) Heyrðu, ég er með tillögu: við skjótum hann saman, ég tel í og allir skjóta, hvað segirðu um það? S: (tortrygginn) Ég tel í og allir skjóta. L: Nei ég tel. S: Ég tel. L: Nei, heyrðu mig nú, við komum hing- að fyrst, ég tel. S: Hann var okkar fangi fyrst, ég tel. L: Nei! Ég tel! F: Herrar mínir, herrar mínir! Þið ætlið þó ekki að láta svona smá ágreining eyði- leggja fyrir ykkur annars ágæta aftöku? (Foríngjarnir horfa á hann með spwnar- svip.) Einföldum vandamálum hæfa einfald- ar lausnir, einfaldleikinn er dygð og á alls- staðar við, einfaldleikinn . . . S: Nóg! Þú hefur blaðrað nóg fyrir lifs- tíð. Þessvegna ertu hér. F: Ég er með tillögu að lausn á þessu deilumáli ykkar. L: Við höfum nógar lausnir sjálfir. (Þríf- ur byssu úr belti sínu og hleypir af uppí loftið.) Þetta er okkar lausn! F: Svonasvona, mætti ég minna á að þið ætluðuð að skjóta mig en ekki hverjir aðra. Neinei, mín lausn er miklu betri, mín lausn býr einmitt yfir þessum nauðsynlega ein- faldleika sem allar góðar lausnir. .. L: Út með það! F: Ég tel. Foringjamir líta hvor á annan. S: (lyftir brúnum) Auðvitað látum við hann telja, þetta er nú einusinni hans af- taka! L: Gott og vel, óvinur (lítw snöggt í pappírana) Mannkyns telur í og allir skjóta. Ágætt. S: (við fangann) Eitthvað að lokum? L: Já mætti bjóða hr. fanganum að láta nokkur ódauðleg andlátsorð falla? (Þeir hlæja dátt góða stund.) Fanginn horfír þegjandi á foríngjana skemmta sér uns þeir hætta og taka að tvístíga vandræðalega. S: Jæja? F: Það væri þá helst þetta: Ég er einsog vindurinn, enginn veit hvaðan hann kemur eða hvert hann fer. En þið verðið mín varir í hvert sinn sem ég strýk vanga ykkar. Það sem fætt er af holdi mun deyja sem hold en það sem fætt er af anda lifa að eilífu. (Þangar andartak) Takk fyrir. (Hermenn- imir klappa, nokkrír hrópa) Húrra! Bravó! (Fanginn hneigii• höfuðið. Verður þvínæst sti’angui* á svip, skipar:) Takið ykkur stöðu! (Hermenn beggja sveita standa teinréttir.) Hlaðið! (Þeir hlaða.) Miðið! (Þeir miða. Kráka gargar í fjarska. Skyndilega myrkv- ast sviðið, fáein andartök ríkir ógnþmngin þögn. Síðan rödd fangans:) Skjótið! (Hávær skothvellur kveður við.) Fyrirgangur heyríst á sviðinu. Foríngj- arnir æpa óskiljanlegar skipanir. Tramp í hermannaklossum. L: (hrópar) Er hann dauður? S: (óðamála) Hvar er hann, hvar er helvít- is maðurinn? L: Hér er hann. Er það ekki? Hraðw vængjasláttur heyríst fara yfír salinn. Vindsveipw strýkst yfír bekkjar- aðirnar. Ljósin í salnum blikka. Tjaldið. ÓLÖF JÓNSDÓTTIR Heilsu- brestur Þegar húmskuggar hverfulleikans hylja gleðina í geðinu syngur sortinn í sálinni og hiistir veraldar vafstrið vandlega upp í huganum — þá hvín í heilsunni. Þegar húmskuggar hverfulleikans hylja sortann í sálinni syngur gleðin í geðinu og kastar veraldar vafstrinu varlega burt úr huganum — þá hlakkar í heilsunni. Vorkoma Þyngsli íbrjóstinu burðast með, breyting ekki’ í vændum nema, að andinn og allt mitt geð eigi það hjá bændum, að krafsa í kærri fósturjörð, kúaskít og gróðri. En þannig var ég af Guði gjörð; — gleymdi lífs í róðri. Þyngslin í brjóstinu bráðna senn, bráðum kemst ég norður. Heimkynnin faðma og fer þá enn fasið í réttar skorður. Og mig hefur vorið vanið á; verða einsog lækur líðandi, skoppandi — skrifa þá skáldsögur í bækur. Höfundur er frá Akureyri en býr i Reykjavík. JÓN THORODDSEN Þagnarklisja Þögnin er þrungin ómi, þyrpast að dulin mögn. Fjölmargt sem fyrr ei heyrðist framkallar týnda sögn. í árdaga íslenskrar heiðni við ómælisdjúpa þögn, svo máttu seggir merkja samkennd við heilög rögn. Samband við hæstan Heimdall er heyrði frjósemismögn. Því ymurinn allrar grósku aðeins heyrist í þögn. Miðnætursól Sólin gljái■ gullbaugum glitbólgin und augum, litþöndum ljóstaugum logar í náttlaugum. Vökunótt virðist mér vera sem ami þér, sumarstai’f seint hvíld lér, svefn með sér vetui• ber. Höfundur er verkamaður og hefur lagt stund á heimspeki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.