Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1994, Blaðsíða 8
Lauk þar eftirmáli að Ólafur þótti hafa vaxið af því að hann lét þar með beini ganga er maklegast var, þar er þeiri voru Ósvífurssynir, en hlífði Bolla fyrir frænd- semis sakir. Ólafur þakkaði -mönnum vel liðveislu. Bolli hafði landkauþ í Tungu að ráði Ólafs. Ólafur fór í móti líki Kjartans. Hann sendi menn suður til Borgar að segja Þorsteini Egilssyni þessi tíðindi og það með að hann vildi hafa styrk af honum til eftirmáls. Ef stórmenni slægist í móti með Osvífurssonum þá kvaðst hann allt vildu eiga undir sér. Slík orð sendi hann norður í Viðidal til Guð- mundar mágs síns og þeirra Ásgeirssona og það með að hann hafði lýst vígi Kjartans á hendur öllum mönnum þeim er í tilför hefðu verið. Voru menn Ólafs við þetta hinir óðustu. Kálfur Ásgeirsson vildi að gengið yrði að Bolla og leitað Ósvífurssona þar til er þeir fyndust. En með því að Ólafur latti mjög að fara þá voru borin á milli sátt- mál og var það auðsótt við Bolla því að hann bað Ólaf einn ráða fyrir sína hönd en Ósvífur sá engi sín efni að mæla í móti því að honum kom ekki lið frá Snorra. Var þá lagður sættarfundur í Ljár- skógum. Komu öll mál óskorðuð undirólaf. Skyldi komafyrirvíg Kjartans svo sem Ólafi líkaði. Lík Kjartans stóð viku í Hjarðarholti. Þorsteinn Egilsson hafði gera látið kirkju að Borg. l-lann flutti lík Kjartans heim með sér ogvar Ólafur hafði lýst vígsök til Þórsnesþings. Leið nú að þingi. Voru þá mál til búin á hendur þeim Osvífurssonum og urðu þeir allir sekir. Eigi vildi Ólafur sækja Bolla og bað hann koma fé fyrir sig. Þetta líkaði sonum Ólafs stórilla. Ólafur kvað hlýða mundu meðan hann væri áfótum. Síðan sendi Ólafur iið það allt til Lauga og mælti svo: r Það er minn vilji að þér verjið Bolla, ef hann þarf eigi verr en þér fylgið mér því að nær er það minni ætlan að þeir þykist nokkuð eiga eftir sínum hlut að sjá við hann, utanhéraðsmennirnir, er nú munu brátt koma á hendur oss. Hrefna var mjög harmþrungin eftir víg Kjartans. En þó bar hún sig kurt- eislega því að hún var við hvern mann létt í máli. Engan tók Hrefna mann eftir Kjartan. Hún lifði litla hríð síðan og er það sögn manna að hún hafi sprungið af stríði. Það er sagt að Ólafur lifði þrjá vetur síðan Kjartan var veginn. En síðan er hann var allur skiptu þeir synir hans arfi eftir hann. Tók Halldór bústað í Hjarðarholti. Þorgerð- ur móðir þeirra var með Halldóri. Hún var mjög heiftarfengin til Bolla og þótti sár fósturlaunin. Sveininum varð að þessi ilia getið og fer í Hjarðarholt og segir til Halldóri og Þorgerði og bað þau viðtöku. Þorgerður bað hann vera í vist sinni til vetrar. Eigi hef ég þrótttil að vera þar lengur og mundir þú mig eigi biðja þessa ef þú vissir hversu mikla raun ég hefi af þessu. Það vor að Kjartan var vegin tók Þorgerður Egilsdóttir vist frænd- sveini sínum með Þorkatli að Hafr- atindum. Sveinninn gætti þarfjár um sumarið. Honum var Kjartan mjög harmdauði sem öðrum. Hann mátti aldrei tala til Kjartans svo að Þorkell væri hjá því að hann mælti jafnan illa til hans. Kjartan var hvítur maður og huglaus! Þá gekkst Þorgerði hugur við harmtölur hans og kvaðst mundu láta honum uppi vist fyrir sína hönd. Halldór segir: Lítils er sveinn verður, en Þorkatli hefir alls kostar illa farið þetta mál því að hann vissi fyrirsát Laugamanna fyrir Kjartani og vildi eigi segja honum en gerði sér af gaman og skemmtan af viðskiptum þeirra en hefur siðan lagt til mörg óvingjarnleg orð Gef ekki gaum sveini þessum því að hann er ómerkur. Hermdi hann oft eftir hvernig hann hafði við orðið áverkann. Fáum dögum síðar ríður Halldór heiman og þeir nokkurir menn saman. Hann fer til Hafratinda og tók hús á Þórkatli. Var Þorkell leiddur út og drepinn og varð hann ódrengilega við sitt líflát. . Mun yður fjarri fara bræðrum að þér munuð þar til hefnda leita sem ofurefli er fyrir er þér getið eigi iaunað sín tillög slíkum mannfýlum sem Þorkell er. Engu lét Halldór ræna og fór heimvið svo búið. Vel lét Þorgerður yfir þessu verki og þótti minning sjá betri en engi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.