Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1994, Blaðsíða 3
E LESBOK llESIölESHEElBBEŒll]® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnars- son. Ritstjómarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Rit- stjóm: Kringlunni 1. Sími 691100. Hólabrík sem er altaristafla í Hóladómkirkju, var skorin í við og máluð og er mörg hundruð ára gömul. Taflan var þó ekki mynd í nútíðar skilningi, heldur var hún hluti af hinni heilögu messu, seg- ir greinarhöfundurinn, dr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum. Bríkin er líklega frá þeim landssvæðum þar sem Hansakaupmenn stunduðu verzlun, en þjóðsagan hefur eignað Jóni Arasyrn heiðurinn af því að kaupa hana og flytja til íslands. Lýdía Pálsdóttir, ekkja Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, réðist í það í fyrra, þá 82 ára, að fara uppá hábungu Mýrdalsjökuls, þangað sem þau Guðmundur fóru tvö ein árið 1937. Þá höfðu sárafáir hætt sér þangað upp og að líkindum enginn fyrr en 1874. Um þessa sögu, jökulinn og eldfjallið, skrifar Ari Trausti, sonur Guðmundar og Lýdíu. Þjóðarblóm Holtasóley er fagurt blóm og harðgert og þekkt fyrir að dafna í svölu og hreinu, norrænu lofts- lagi. Sturla Friðriksson, náttúrufræðingur, leggur til að í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins veljum við holtasóley sem þjóðarblóm okkar. STEIN MEHREN Bragil Sigurjónsson þýddi í görðunum Einmannaleikinn leitar sér verustaðar og fínnur hann kannske í andliti, sem aldrei hefír kennt ástar, eða andliti, sem hefír þráð ást svo lengi og árangurslaust, að enginn getur framar elskað það. Ellegar þá í andliti, sem hefír drukkið svo í sig einsemd horgarinnar sem lystigarður dregur að sér iðjuleysi og setur sig aðeins í spor þess, sem er á brott: auður bekkur, lesið blað, gleymdur leikur. Einmanaleikinn er götuljós, sem kviknai• með kveldi og logar yfír nótt, þegar enginn sér það. Það hverfur með morgni eins og stjörnurnar eða hugsun, sem enginn hugsar lengur. Eins og birtubrigði, sem við greinum varla, þegar sól bregðw sér bak við ský, svo skiljum vér dálítið efth' af oss á stöðum, þai' sem vér göngum hvert fí'am hjá öðru án þess að mætast. Stein Mehren er eitt fremsta skáld Norðmanna. Þýðandinn er fyrrverandi al- þingismaður og býr á Akureyri. Lok, lok og læs og enga f lóttamenn egar við vorum börn fórum við stundum í eltingaleik. Þegar ein- hver var alveg að nást þá sagði hann bara „lok, lok og læs og allt í stáli“. Það var eins og við manninn mælt: í þessum orðum bjó töfrakyngi. Sá hund- elti var í höfn, óhlutur fyrir þeim er sótti. Hann komst ekki í gegnum þennan ímynd- aða múr sem töfraformúlan reisti í barns- sinninu. Nú í seinni tíð hefur mér stundum kom- ið þessi barnaskapur í hug þegar athyglin beinist að samskiptum okkar Islendinga við útlendinga. Það er stundum eins og við kærum okkur ekkert um að vita af umheim- inum þegar það skapar hugsanleg óþægindi fyrir okkur. Það má helst enginn útlending- ur veiða úti fyrir okkar lögsögu, en nú er nýja stefnan okkar sú að veiða fyrir hvers manns dyrum. Útlendingai' mega helst ekk- ert eiga hér á landi en enginn segir neitt þótt Islendingar eigi í útlöndum. Og helst viljum við geta samið við Evrópusambandið um ótakmarkaðan aðgang að mörkuðum þeiiTa án þess svo mikið sem að setja ýsu- sporð í staðinn. Það sem við viljum að aðr- ar þjóðir geri fyrir okkur, það viljum við helst ekki gera fyrir þær. En það er ein hlið á þessari einangrun- arstefnu (því einangrunarstefna er þetta) sem að mér þykir sérstaklega vai'hugaverð. Og ekki bara varhugaverð heldur beinlínis ámælisverð. Þessi hlið málsins lýtur að komu framandi fólkstil landsins; litaðs fólks og fóttamanna. Eg veit það að margir íslendingar hugsa sem svo að okkur komi ekkert við vanda- mál úti í hinum stóra heimi. Af hverju eig- um við að vera að styrkja þjóðir í Afríku eða Asíu? Eigum við ekki nóg með okkar vandamál? Hvað er Rauði krossinn eða Hjálparstofnun krikjunnar að ana út um allan heim? Væri ekki nær að aðstoða þá sem eiga bágt hér heima? Svona spyrja því miður allt of margir og gera sér hvorki grein fyrir þeim gífurlega mun á lífskjörum sem er hér og þar, né heldur þeirri siðferð- islegu ábyrgð sem spyr hvorki um þjóðerni né landamæri. Fyrst tekur þó steininn úr þegar olnboga- börn heimsins leita ásjár hér á landi. Við þurfum ekki að rifja upp meðferð íslenskra stjórnvalda á landfótta gyðingum á árunum fyiir stríð, svo skammarleg er hún. Þótt ekki detti mér í hug að ætla neinum svo illt að endui-taka þá sögu, þá höfum við því miður enn dæmi um undarlega tregðu ís- lenskra stjórnvalda og embættismana að greiða götu þeirra sem hingað hrekur und- an vindum stríðs eða annarra hörmunga. Það þai-f ekki einu sinni stríðsflóttamenn til. Ekki alls fyrir löngu kom hingað í heim- sókn kirkjuleiðtogi frá Eþíópíu. Ekki komst hann alveg klakklaust inn í landið sökum tortryggni útlendingaeftii'litsins. Vai' það kannski vegna þess að maðurinn vai' hör- undsdökkur? Nú í vetur kom hingað flóttamaður frá Rrótaíu og leitaði ásjár kirkjunnar þar sem hann hafði ekki dvalrleyfi hérlendis. Fyrst í stað voru áhöld um að manninum yrði leyft að vera hér vegna þess að hann hafði ekki tilskilin leyfi og hafði auk þess komið um Sviðþjóð, en þar stóð til að reka hann úr landi. Maður gekk undir manns hönd og loks var gefið vilyrði um það á æðstu stöðum að þessi flóttamður fengi að vera hér með tímabundið landvistarleyfi. í fram- haldi af þessu ritaði utanríkisráðherra merkilega grein í Morgunblaðið um nauð- syn þess að taka á máli flóttamanna. Ef ég man rétt þá setti hann þar fram þá skoðun að íslendingar ættu að taka að sér vissan fjölda flóttamanna á ári og axla þann- ig þá ábyrgð sem við berum gangvart stríðs- hrjáðu fólki. Skynsöm og ábyrg stefna það. Það ráðuneyti sem málið heyrði undir (ekki utanríkisráðuneytið) dró að taka á máli hans og veita honum fonnelga tíma- bundið landvistarleyfi. Ástæðan vai' víst sú að málið var talið vandasamt, einkum og sér í lagi „vegna fordæmisins“ - að hingað kæmu ekki hópar flóttamanna, jafnvel á fölskum forsendum. Eg ætla ekki að gera lítið úr þeim vanda- málum sem upp geta komið varðandi flótta- menn. Þeir vita sem til þekkja að á Norður- löndum hafa skapast erfiðleikar af þessu tagi. A hinn bóginn veit ég ekki til þess að aðrir flóttamenn hafi fylgt í kjölfarið þótt þessi eini væri búin að vera hér í tæpt hálft ár. Auk heldur sem ávallt var rætt um tímabundið landvistai'leyfi, t.d. sex mánuði í einu. Þess vegna er nær að ætla að það sé illt fordæmi, nánast víti til varnað- ar í samfélagi siðmenntaðra þjóða sem vilja halda í heiðri mannúð, að ætla að humma fram af sér einn af fáum flóttamönnum frá stríðshrjáðum svæðum Júgóslavíu fyrrver- andi sem hingað sækja. Lyktii' þessa tiltekna máls urðu þær að Svíar (sem ætluðu upprunalega að reka manninn úr landi) veittu Króatanum land- vistarleyfi fimm mánuði eftir að hann kom hingað. Það þarf varla að geta þess að ís- lensk stjórnvöld voru þá enn að hugsa sig um. Hér hefur þetta þæmi verið rakið vegna þess að mér sýnist stjórnsýslan ekki hafa verið fær um að taka á þeirri siðferðislegu spurningu hvort og þá hvernig við Islend- ingai' bregðumst við flóttamannavandamáli heimsins. Hver á okkar skerfur að vera? Eða er kannski í raun verið að taka afstöðu í máli sem þessu með því að taka ekki af- stöðu? Og er afstaðan kannski sú að við eigum að skella öllu í lás fyrir framandi fólki sem neyðin hrekur hingað? Ég vona sannai'lega ekki. HALLDÓR reynisson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21.MAÍ1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.