Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1994, Blaðsíða 2
Skýríngurmynd við altarísbríkina. Talið frá vinstri: (í nyrðri væng) 1) Heilagur Georg að drepa drekann. 2) Antoníus ábóti frá Egyptalandi. 3) Pétur postuli. 4) Jakob eldri postuli. 5) Andrés postuli. 6) Tómas postuli. 7) Mattheus postuli. 8) Filipus postuli. Miðbrík: 9) Katrín frá Alexandríu. 10) Margrét frá Antíokkíu. 11) Dóróthea frá Kappadókíu. 12) Heilög Barbara. 13) Ræninginn sem iðraðist. 14) Kristur á krossinum. 15) Ræninginn sem ekki iðraðist. 16, 17 og 18) Englar sem halda á bikurum. 19) Kona með barn. 20) Björn með barn. 21 og 22) Riddarar í marglitum klæðum. 23 og 24) Ríðandi hermenn. 25) María Magdalena. 26) María mey. 27) Jóhannes postuli. 28) Kona í gylltum klæðum. 29) Önnur kona. Kristján Eldjárn taldi þær vera konurnar frá Galíleu. 30) Menn í herklæðum. 31) Maður sem krýpur með reitt bjúgsverð. 32) Liggjandi maður. Syðri vængur: 33) Ágústínus biskup. 34) Sebastían píslarvottur. 35) Jóhannes postuli. 36) Bartólómeus postuli. 37) Matthías postuli. 38) Júdal Taddeus. 39) Jakob yngri. 40) Símon með bók. Teikning: Kristín Huld Sigurðardóttir. var opnaður þá opnaðist gluggi inn í þann heim sem kirkjan ein gat opnað: heim hins góða, fagra og fullkomna, heim Guðs með öðrum orðum. Það þarf ímyndunarafl fyrir tuttugustu aldar fólk til þess að gera sér í hugarlund kynngimagn altaristöflunnar á Hólum á sínum tíma. í kirkjuskipinu sat söfnuðurinn en við altarið opnaðist annar heimur. Sá heimur var aðeins sýnilegur í óljósri mynd og kringum þá mynd voru prestarnir og gættu hennar. Þessu má jafnvel líkja við sjónvarpið nú á tímum þar sem lítill kassi gerir fólki kleift að horfa inn í annan heim! Að baki er hugmynd um hlutverk myndar- innar og það hlutverk er ekki aðeins að vera eftirmynd veruleikans heldur að „gera hið ósýnilega sýniiegt" svo notuð séu orð listamannsins Pauls Klee um hlutverk list- arinnar. Sá heimur, sem birtist aftan á vængjun- um þegar töflunni er lokað, er heimur synd- arinnar, heimur baráttu við hið illa, heimur mótlætis og dauða þar sem Sebastían og Frans og aðrir dýrlingamir feta í fótspor hins krossfesta, gefast ekki upp þótt á móti blási og veita öðrum kjark til að halda áfram baráttunni með fordæmi sínu. Þrískiptar myndir eins ög Hólabríkin voru algengar í Norður-Evrópu á seinni hluta fjórtándu aldar og á fimmtándu öld og raunar fram á þá sextándu. Þær þróuð- ust út úr helgistyttum af Maríu mey og öðrum dýrlingum kirkjunnar. Á þessum tímum var trú manna á helgigripi býsna sterk, helgigripi svo sem flísar úr krossi Krists eða eitthvað úr fórum dýrlinga kirkj- unnar. Helgistyttunum fylgdu iðulega slíkir helgigripir. Af þeim sökum urðu helgigrip- irnir sem voru ofan við altari eða aftan við það (meðan messa stóð) iðulega tfiefni til eins konar skurðgoðadýrkunar sem er auð- vitað í andstöðu við biblíulega trú. Þessi dýrkun náði sér verulega á strik þegar stóru altarisbríkurnar komu til sögunnar. Kirkju- leg yfirvöld reyndu að stemma stigu við þessari þróun með ýmsum aðgerðum löngu áður en Lúther kom fram á sjónvarsviðið. Það er svo önnur saga að þrískipt vængjatöfluformið er allvel þekkt í nútíma- myndlist (dæmi: Francis Bacon, Max Beck- mann, Yves Klein, Otto Dix, Piet Mondr- ian, Emil Nolde o.fl.). Hvað sem myndefn- inu líður hverju sinni þá felur þetta form óneitanlega í sér ákveðna skírskotun til hefðarinnar; þar er skírskotun tii hulinnar návistar Guðs í veröld mannsins. Skírskot- un til þess að sá heimur sem maðurinn lifir í er lokaður heimur, þar sem aðgangur er bannaður að svörum við dýpstu spumingum um lífið. Bara að það væri hægt að opna gluggann og gera hið ósýnilega sýnilegt! Höfundur er sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós. Píslarvætti heil- ags Sebastians á bakhlið Hóla- bríkur. Ljósm. Lesbók/GS. „VORT LÍF, VORT LÍF...“ - að gefnu tilefni- Ég var ungur að árum þegar ég kynnt- ist Jóni Pálssyni frá Hlíð og þeira kynna naut ég í ríkum mæli á meðan Jón lifði. Einnig var ég í nokkur skipti með þeim Jóni og Steini Steinari, þar sem þeir rökræddu um margskonar málefni. Þá varð mér þegar ljóst að þessir tveir menn voru svo ólíkir að þeir áttu enga samleið. Þegar þeir deildu tók Steinn jafnan mikið upp í sig, en Jón var alltaf hógvær og því fullkomin andstæða Steins. Fráfall Jóns frá Hlíð fékk mjög á vini hans og óhætt að segja, að hans var saknað í ríkum mæli. Upphaf minningarljóðs Steins Steinars er eins og kunnugt er á þessa leið: „Vort líf, vort líf Jón Pálsson/ er líkt og nóta fölsk“. Vinir Jóns urðu miður sín þegar ljóðið birtist, enda fólst í því harkaleg- ur dómur. Aftur á móti má geta þess, að þrjú önnur skáld ortu minningarljóð um Jón frá Hlíð: Grétar Fells, Tómas Guðmundsson og Guðmundur Böð- varsson. Til þess að gefa hugmynd um þessi Ijóð skulu birt síðustu erindin úr hverju þessara ljóða. Fyrst er loka- erindið úr Ijóði Grétars Fells, sem birt- ist í Vísi 27. janúar, 1938: Jón Pálsson frá Hlíð -in memoriam- Svo hefégþig til flugs, til aðhreinsa þín sár oghisminu fánýtu burtu að slöngva, ogseiði þig eilífðar himinninn hár tilhærri drauma ogfegurri söngva. Lokaerindið úr ljóði Tómasar Guðmundssonar: Bæn til dauðans Ei spyr égneins, hver urðu ykkar kynni, eröndhans, dauði, viðjar sínarbraut, ogþú veist einn, hvaðsál hans hinsta sinni þann sigur dýru verðigjalda hlaut. En bregstu þá eiþeim, ergöngumóður og þjáðri sál til fundar við þig býst. 0, dauði, vertu vini mínum góður og vek hann ekki framar en þérlíst. Jón Pálsson Lokaerindið úr ljóði Guðmundar Böðvarssonar: Ekki má ek blóð sjá Svo ríkti aftur hljóðlátt húm um haf og svefnþungt land og aðfallsbáran hrundi hægt við hvítan skeljasand, söngmessu sína um djúpsins dýrð svo dul ogmóðurblíð, ogsagði engum, engum neitt um andlát Jóns frá Hlíð. Til að bregða örlitlu ljósi á ljóðagerð Jóns Pálssonar frá Hlíð er hér eitt lít- ið ljóð eftir hann. Þetta ljóð og lagið við það, sem Jón samdi einnig, var flutt við jarðarför hans, sem fram fór í Fríkirkjunni. Hérvil ég lifa og hér vil ég deyja Hér vil ég lifa og hér vil ég deyja, hér vil égfínna hinn eilífa frið, hér vil égglaður í þögninni þreyja, þai' til éghverfinn á dáinna svið. Háreistir jöklar íheiðríkju skína, heilög er jörðin ogiðjagræn. Lyngperlur glitra um lautina mína, líta til himins íþögulli bæn. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka Helga Hálfdanarsyni fyrir skil- merkilegar greinar hans í Morgunblað- inu 19. apríl og 27. apríl síðastliðinn. GUÐJÓN HALLDÓRSSON EINAR INGVI MAGNÚSSON Fyllingar beðið Stjörnur renna hjóðlaust um himinbrautir þar sem þögnin ríkir þarna úti. En hér berst umferðarniður mér til eyi-na í einmana vistarverum mínum sem staðsettar eru í borg sem iðar af mannlífi. Hljótt er mitt nánasta umhverfí nema lítið tif í klukku og dyhkh' míns innri manns. Tungl á þrjú kvöld í fyllingu en ég þarf lengi'i biðtíma. I fyllingu tímans nálgast fylling okkar beggja já, okkai- allra hér í vistarveru arkitekts alheimsins. Höfundur er rithöfundur í Reykjavík. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.