Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Qupperneq 2
sérstaklega vegna þessa. En til þess að hafa lýsinguna sannferðuga reyndi ég að lesa um atburðina annarstaðar, hvar sem heimildir var að hafa.“ Tindastóll, Glóðafeykir og önnur nafn- kunn fjöll mynda umgjörð utanum staðina þar sem Jóhannes Geir sviðsetur atburðina. Hann velur þann kost að sjá þá flesta úr allnokkurri fjarlægð. Málarinn staðsetur sig ekki inni í miðri hringiðu mannvíganna. Hvergi er um að ræða dramatísk átök í forgrunni; hvergi flýtur blóð. Þegar ég innti Jóhannes Geir eftir þessu sagði hann: „Það er rétt. Ég lít á þetta tilsýndar, sýni aðallega hreyfingu, en hvergi mann drepinn og það er ekkert blóð út um allt. Stíllinn útheimtir það ekki. En fallnir menn sjást á nokkrum stöðum. Vinnsluferlið er þannig hjá mér, að frumgerðirnar vinn ég með pastellitum á pappír; stundum fleiri en eina og fleiri en tvær.“ VÍÐINESBARDAGI Guðmundur Arason er biskup á Hólum; einhver sérkennilegasti maður sem setið hefur á biskupsstóli. I aðra röndina sem helgur maður, að hinu leytinu bam síns tíma. Hann á í útistöðum við höfðingjann Kolbein Tumason, sem hefur 1000 manna lið, en biskupinn með þrefalt færri í heldur óálitlegum her. Hann reið frá staðnum með 300 manns, „Þar var ok margt röskra manna ok sumt strákar ok stafkarlar ok göngukon- ur.“ í íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar segir m.a.svo: Kolbeinn bað menn taka hesta sína, - lézt eigi þola mega, at biskup ríði brott með skógarmenn hans. Hann ríðr fyiir á veg- inn við fjögur hundruð manna ok fylkir liði sínu. Biskup víkr þá af veginum ok vildi ríða fram annars staðar. Þeir Kolbeinn snúa þar í mót. Ok er flokkarnir mætast, þá lýstr í bardaga. Biskup sat á hesti ok með honum ábótai- ok nökkrir prestar og kallaði, at eigi skyldi berjast. At því gáfu engir gaum.“ Orrustan fékk óvæntan endi þegar Kol- beinn Tumason fékk stein í ennið og var höggið banvænt. I mynd Jóhannesar Geirs um Víðinesbardaga horfír hann til vesturs; Tindastóll er í bakgrunni, en nær á mynd- fletinum fellur Hjaltadalsáin. Víðines er næsti bær við Hóla. Guðmundur góði situr á hesti sínum, ekki herklæddur en með reið- hatt. Lið Kolbeins er á leiðinni framfyrir hann og bardaginn er rétt að byrja HAUGSNESFUNDUR Orrustan kennd við Haugsnes, skammt frá Miðgrund og Djúpadalsá, er venjulega nefnt Haugsnesfundur og sýnir að að þetta orð, fundur, gat haft aðra merkinu en nú. Þessi fundur er mannskæðasta orrusta Is- landssögunnar og munu 100-150 manns hafa látið þar lífið. A Haugsnesi laust saman liði Þórðar kakala, sem kom norður eftir Blönduhlíðinni og liði Brands Kolbeinsson- ar, frænda Gissurar Þorvaldssonar og hafði það komið að vestan frá Víðimýri og voru sumir í því liði vígir ver en skyldi því slík sótt hafði herjað á liðið að „þar féllu í óvit nær þrír tigir manna“. Á skriðunni sunnan við Djúpadalsá fylktu Skagflrðingar „á sétta hundraði manna“. Þórður hafði nær fimm hundruð manna lið, vel búið. „Þórður var í miðrí sinni fylkingu ok þó fremstr. En í inn nyrðra arminn váru Svarfdælir ok norðanmenn. En Eyfirð- ingar váru í inn syrða arminn, ok fórst þeim hvárum tveggja heldr seinna um grafirnar (mógrafir sem urðu á milli lið- anna, innsk GS). Þar váru þeir Brandur fyrir ok fylgdarmenn hans. Þórður réð þegar á, er þeir mættust. Varð fyrst grjóthríð, en þá gengu spjótalög, ok tók þá skjótt að losna fylking Skagfirðinga, sem klambrarveggr væri í rekinn.“ Og ennfremur: „Ok er löng hríð hafði svá gengit, þá riðlaðist sveitin Brands, ok urðu þá manndrápin.....Gekk Kolbeinn grön þar til, sem Brandr var handtekinn, ok margir menn með honum. Sigurðr hjó til Brands með öxi, en Brandr skaut yfir sig buklara. Kolbeinn snaraði af honum buklarann. Þá hjó Sigurðr um þvert höfuð Brandi ok klauf höfuðit ofan at eyrum. Lét Brandr þar líf sitt... ...Þar féll fjöldi manna af hvárum Aðför að Oddi Þórarinssyni í Geldingaholti. Oddur, til hægri á myndinni, verst, en „hefting at fótum hans“. Víðinesbardagi. Þessi orrusta fékk afar óvænt úrslit þegar annar foringinn, Kol- beinn Tumason, fékk stein í höfuðið og lézt. Guðmundur biskup góði situr hér á hesti sínum og hefur reiðhatt á höfði. tveggja, ok fjöldi varð sárr. Ok hinh• beztu bændur fellu ór Eyjafirði..." „Ég reyndi að túlka þennan fjölda, þennan þunga mikils hers“, segir Jóhannes Geir. „En það er gefíð til kynna fremur en að ég sýni það nákvæmlega." Á málverkinu af Haugsnesfundi eru liðin ekki runnin saman til fullra átaka. Það er horft mót norðri með Eylendið og Tindastól í baksýn og Þórðarmenn eru að ríða yfir ársprænu en handan hennar er lið Brands; tveir úr liðinu kasta steinum og einn liggur þegar óvígur á eyrinni. En allt er þetta smágert og látið renna saman við landslagið. KOLBEINN UNGILEGGUR FRÁ LANDI Flóabardagi, eina sjóorrustan á Sturlunga- öld, var háð vestur á Húnaflóa og því utan við það svið sem myndröð Jóhannesar Geirs nær yfir. Þar áttust við lið Þórðar kakala, sem kom frá Reykjanesi og Trékyllisvík á Ströndum. Kolbeinn ungi hafði aftur á móti „dregið saman öll stórskip í Norðlendinga- fjórðungi" og ekkert farið nánar út í það, en nærri má geta að það hefur verið gert með þvingunum og ofbeldi. „Þessi skip lét hann öll verða saman dregin til Skagafjarð- ar, ok bjóst hann í höfn þeiri, er Selvík heitir." I Þórðar sögu kakala segir svo frá því þegar Kolbeinn leggur upp í þessa ein- stæðu siglingu: „Þat var Jónsmessukveld, at Kolbeinn sigldi út fyrir Skaga ok svá vestr á Flóa. Hafði hann þá tuttugu skip og nær ell- efu tigum ins fjórða hundraðs manna. (Stórt hundrað var 12o. Innsk.GS) Kol- beinn sjáifr stýrði því skipi, er nær vai• haffæranda ok var þrennum bitum útbit- at. Þar var ok kastali á við siglu... ..Mátti svá at kveða, at öll skip Kol- beins væri alskjölduð framan til siglu Höfðu engirmenn sét á váru landi þvílík- an herbúnað á skipum. Sigldi Kolbeinn svá útleið vestr á Flóa ok ætlaði eigi fyrr við land at koma en fyrir vestan Hom. “ Á málverki Jóhannesar Geirs sjást skipin ýta úr vör í Selvík í Jónsmessubirtunni. Á stærsta skipinu er drekahöfuð í stíl víkinga- aldar. „Ég setti það þarna að gamni mínu, en „kastalinn“ á skipinu sem nefndur er í Þórðar sögu er upphækkaður pallur við mastrið; bæði til útsýnis og þaðan var gott að verjast. Onnur minni skip hafði ég venju- legri og þar er tjaldað yfir miðskips. Þetta hef ég séð í ýmsum heimildum. Þetta eru ekki víkingaskip, heldur hafa þau líklega einnig verið notuð til sjóróðra og flutninga og smíðuð úr rekaviði. Þeir notuðu grjót í kjölfestu og sama grjótið nýttist síðan sem vopn og var óspart notað í Flóabardaga." AÐFÖR AÐ ODDIÞÓRAR- INSSYNI Þessi mynd kemst næst því að lýsa víga- ferlum beint. Oddur Þórarinsson í Geldinga- holti er einn af höfðingjum í Skagafírði og Gissur setti hann yfir umdæmi sitt þar nyrðra en var sjálfur úti í Noregi við hirð konungs að meðtaka jarlstignina yfir ís- Illugi svartakollur býr sig undir að gera landi, skipunarbréf og önnur gögn. Það voru Eyjólfur ofsi og Hrafn Oddsson sem stóðu fyrir aðförinni. Þótt þeir væru margir sam- an ætlaði að ganga erfiðlega að vinna Odd; svo vel varðist hann, enda talinn með allra fræknustu mönnum. „Nú er Oddi veitt atsókn af mörgum önnum, ok kómu þeir lítt sárum á hann, meðan hann stóð upp. Hlífði hann sér með skildinum, en vá með sverðinu eða sveiflaði því um sik. Hann varðist svá fi-æknliga, að varla fínnast dæmi til á þeim tímum, at einn maðr hafí beti• var- izt svá lengi á rúmlendi fyrir jafnmargra manna atsókn úti á víðum velli. Eyjólfur Þorsteinsson var uppi á húsunum og sá vörn Odds. Hann eggjaði mjök sína menn og segir þeim skömm mikla í því, at þeir sóttu einn mann svá margir, - “ Það réði úrslitum að Illugi svartakollur „lagðist til fóta Oddi ok gerði hefting at fótum hans, ok þá féll Oddr“. Jóhannes Geir bregður einmitt upp mynd af þessu atviki; þessu lúmska bragði Illuga. „Ég hafði málað Odd í grænum kirtli“, segir Jóhannes Geir, „en sá svo í lýsingu á Þverár- bardaga að Þorvarður Þórarinsson hafði verið í brynju þeirri „er Oddur hafði þá er hann var veginn í Geldingaholti. Ég breytti myndinni af Oddi eftir þessu; málaði hann í brynjunni innanundir kirtlinum.“ FLUGUMÝRARBRENNA Bærinn á Flugumýri skíðlogar og rauðg- ulum bjarma slær á völlinn í forgrunni og lýsir upp sviðið; þetta var um miðja nótt í hörkufrosti. Varðmaðurinn Fótar-Orn situr á hesti sínum. Maður sést dreginn á húð áleiðis til kirkju. Það er Hallur, sonur Giss- urar Þorvaldssonar, kornungur og þarna lét hann lífið. Þetta var þriðju nóttina eftir brúðkaup hans og Ingibjargar, dóttur Sturlu Þórðarsonar. Veizlan hafði staðið í 2-3 daga og margir að líkindum illa búnir undir átök. Þótt Gissur bjargaði sér í sýru- kerinu varð þetta harmþrunginn atburður fyrir hann. Gró konu hans var hrint inn í eldinn og hún fórst og þrír synir þeirra. Brúðinni Ingibjörgu var þyrmt; hún var borin út í kirkju þar sem hún horfði á hinn unga eiginmann sinn deyja. Eins og tilefni er til er þessi mynd Jóhannesar Geirs einna dramatískust í þessari myndröð. Annað málverk í myndröðinni nefnir hann „Herför“ án þess að það sé tengt sérstökum atburði. Herflokkur ríður austur yfir Skaga- fjörð, en ríðandi menn til hliðar við flokkinn til að gæta þess að engir laumuðust á brott. Þeir sem létu lífið í orrustum Sturlungaald- ar voru bændur og búalið. Þessir menn voru reknir í liðin til að berjast; þeir áttu ekkert val. Ef þeir hefðu neitað er eins víst að þeir hefðu ekki kembt hærurnar. Gísli Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.