Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 12
4- A R K 1 T E K T 7 U R & Calatrava samtvinnar tækni og fagurfræði Mörgum er í fersku minni Heims- sýningin í Sevilla sumarið 1992 og myndir sem þá birtust af frumlegum sýningarskálum. Kannski er mest af því gleymt, en menn muna þó líklega eftir einstæðri og glæsi- legri brú yfir fljótið Guadalquivir sem fellur framhjá sýningai-svæðinu. Ein tiltölulega grönn, hallandi súla heldur þessari 250 m. löngu hengibrú uppi. Þessvegna lítur svo út sem súlan spyrni við fæti og út frá henni gengur fjöldi stálstrengja sem halda brúnni uppi. Með henni var ekki verið að tjalda til einnar nætur; hún verður þarna áfi-am og þegar orð- in einkennismynd eða tákn borgarinn- ar. Fljótt á litið minnir mannvirkið á risavaxið strengja- hljóðfæri og kemur ekki á óvart þegar arkitektinn, Spán- verjinn Santiago Calatrava, kveðst einmitt hafa tekið mið af hörpu. Reyndar átti hann annað eftirminnilegt verk á heimssýning- unni: Sjónvarpst- urninn, sem er í rauninni fullgildur skúlptúr. Þessi 43 ára gamli Spánverji hefur komið eins og spútnik uppá himininn síð- asta áratuginn. Hann er frá Barcelona og ætlaði að hefja myndlistamám í París 1968. En hann kom að lokuðum kofunum og allri kennslu í molum eftir stúdentaóeirðirnar. Hann sneri heim aftur; fór þá í arkitektúr í heimaborg sinni og lauk framhaldsnámi frá arkitektaskólanum í Zúrich í Sviss. Að námi loknu settist hann að í Zurich og hef- ur starfrækt arkitektastofu þar, en aðra í París og þar starfa aðallega ungir arkitekt- ar undir handleiðsu hans. Það er óhætt að slá því föstu að Cal- atrava er eins alþjóðlegur og menn geta orðið í þessum bransa; hann hefur allan heiminn undir. Meðal þess sem er á teikni- borðinu hjá honum og hans fólki um þessar mundir er ný flughöfn í Bilbao á Spáni, konsertsalur á Tenerife, og þverálma í St. Johns dómkirkjuna í New York. En Calatrava er að sjálfsögðu kunnastur fyrir þau mannvirki sem lokið hefur verið við. Olíkt því sem gerst hefur um flesta alþjóðlega frægðarmenn í arkitektúr, hefur hann tekið sérstöku ástfóstri við brýr. Hann tók á sínum tíma verkfræði sem aukagrein og hefur yndi af verkfræðilegum og fagur- fræðilegum kúnstum, sem njóta sín til fulls í brúarsmíði. Fyrir utan brúna í Sevilla hefur hann teiknað brú á fljótið Rio Gua- diana, sem einnig er hengibrú en þar snúa burðarvíramir lóðrétt niður frá fagurlega formuðum stál- og steinboga. Og það er ekki tilviljun að boginn lítur svona út. Þetta er að sögn Calatrava sjónræn útfærsla á fiðlusóló í fyrsta þætti Simfóníu koncert- ante eftir Mozart. Ugglaust þætti flestum nærtækara að líta eingöngu á stórbrú út frá verkfræði- og notagildissjónarmiði. En Calatrava sýnir og sannar að list fæðist af list og að skapandi listamaður finnui' sér hvatningu og hugmyndir úr ólíklegustu átt- um. I þýzka listatímaritinu Art, sem nýlega fjallaði um þennan fjöllistamann, segir svo: „Calatrava ist Baumeister, Plasiker und Ingenieur in einer Person“, (Calatrava er byggingameistai-i, myndhöggvari og verk- fræðingur í einni persónu). Það verk Calatrava sem hvað mesta at- hygli hefur vakið er „Mollið“ (The Mall) í Toronto í Kanada. Ekki er það verzlana- samsteypa á bandaríska vísu, heldur vildu borgarfeður í Toronto gæða lífi 106m. langa götu, sem þótti heldur óspennandi. Hún liggur milli ólíkra 5 hæða húsa, að hluta frá síðustu öld, en yfir gnæfa tveir 50 hæða skrifstofutumar eftir Mies van der Rohe. Efnt vai' til samkeppni sem Calatrava vann. Hann kom með djarflega tillögu, sem nú hefur verið framkvæmd og þykir stór- kostleg lausn: A burðarvirki úr stáli, sem ýmist nær niður á þakbrúnir húsanna eða alveg niður á götuna, setti hann glerþak en rimlar og bogadregin burðarvirkin veita sólarljósinu niður á óbeinan hátt. Það er því líkast að risavaxnir, hvitir pálmar breiði krónur sínar yfír götuna í 27 metra hæð. Hugmyndin er að sjálfsögu ekki ný af nálinni; brautryðjandaverkið var La Gall- eria í Milanó, gata sem var yfirbyggð á síðustu öld og stendui' enn. Þar var einfald- lega sett þak á búðagötu, en Calatrava vinn- ur með jjósið og nær fram stórfenglegri, sjónrænni upplifun. En auk þess er vetur- inn oftast afar kaldur í Toronto og gatan sú arna var fræg fyrir vindstreng. Marg- sinnis hefur verið bent á að lausnir þessu líkar þurfi að"gera í borgum á norðurhjaran- um til að gera þær hlýlegri íverustaði að vetrarlagi. í því efni hefur Toronto tekið forystuna og ennþá einu sinni hefur sann- ast að stórkostlegar hugmyndir verða ekki til í ráðum og nefndum, heldur hjá skap- andi einstaklingum eins og Santiago Cal- atrava. Gísli Sigurðsson. Arkitektinn Santiago Calatrava. Brúin sem Calatrava teiknaði og byggð var yfir ána Guadalquivir er einstæð í þá veru að burðarstrengirnir eru allir strengdir í eina súlu. Þar sem hinn napri kanadíski vetrarvindur æddi áður, geta Torontobúar nú spókað sig undir glerþaki Calatrava. r ti r 12 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.