Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 6
Saxland er hj arta Þýzkalands Hvert sem maður ferðast hittir maður Saxlend- inga. Vegna hinnar „breiðu“ þýsku, mállýzku sinnar er oft gert gys að þeim. Þeir bera harða samhljóða fram sem lina, t.d. t-p-k. Þannig segja Saxlendingar ekki „Pálína“ Perla Saxlands og höfuðborg er Dresden, sem nefnd hefur verið Flórens við Saxelfi. Eftir að hún var lögð í rústir í stríðinu hefur verið reynt að endurreisa fyrri glæsibrag og má minna á Zwinger- höllina, Semper-óperuna og geysilega gott listasafn. Þeim sem ætla að ferðast um Þýskaland í sumar er sérstaklega bent á þetta fagra hérað. Eftir KARL HELMUT BRÚCKNER-KORTSSON heldur „Bálína“ og í stað þess að segja „Kon- ráð“ segja þeir „Gonráð" o.s.frv. Þar sem hvert þýzkt landsvæði hefur sína eigin mállýzku má telja það undrunarvert að háþýzkan, hið opinbera sameiginlega mál, sem allir Þjóðverjar skilja, var „fundin upp“ í Saxlandi. Háþýzka er kennd í öllum skólum. Dr. Marteinn Lúther valdi hið opin- bera mál fyrir Biblíuþýðingu sína, til þess að kristnir Þjóðveijai- gætu skilið Heilaga ritningu. Þekktasta skáld Þjóðveija, Johann Wolfgang von Goethe, var við háskólanám í Leipzig, meðal annars til þess að læra þar „veHdingjandi, fínlega háþýzku og nota í leikhúsverkum sínum. Saxlendingar fylgjast alltaf vel með, þeir eru alþýðlegir og aðlagast vel. Fyrst voru þeir góðir nasistar, síðan góðir kommúnistar og síðan 1990 eru þeir góðir lýðræðissinnar. Ymissa þjóða fólk á heima í Saxlandi. Á þjóðflutningatímbailinu, um 600 eftir Krist, settust margir þýzkir ættflokkar að við Sax- elfí, þótt þeir væru ekki „Saxlendingar“, en hin hrausta saxneska þjóð átti heima í Norð- ur-Þýzkalandi, þar sem Karl mikli (742-814) háði blóðuga bardaga við hana. Nú á dögum er ennþá sagt, að Saxlendingar séu hinir fótaveiku eftir þjóðflutningana. Samband Saxlendinga við slavneska frum- byggja milli fljótanna Saale, Saxelfar og Neisse hefur skilið eftir sig spor á menning- arsviðinu og einnig haft áhrif á tungumálið. Mörg saxnesk ömefni eru slavnesk að upp- runa. I austurhluta Saxlands, í Lausitz, er enn slavneskur minnihlutahópur, Sorbar (Vindur), sem í 1000 ár hafa varðveitt slav- neska tungu sína og siði. Sagt er að fjöllin Czomeboh og Bieleboh séu þeim heilög. Frá árinu 1068, þar til síðasti konungur Saxlendinga sagði af sér árið 1918, höfðu aðalsmenn af ætt Vettina verið við völd í 850 ár. Þegar byltingarmenn settu Friðrik Ágúst III. konung af sagði hann: „Mokið flórinn ykkar sjálfir.“ Árið 1409 flýðu prófessorar í Bæheimi ásamt stúdentum sínum frá Prag til Sax- lands og stofnuðu háskóla í Leipzig. Allt fram á þennan dag hafa ýmsir íslenzkir menntamenn stundað nám í Leipzig. í Leipz- ig störfuðu Johann Sebastian Bach, kantor við Tómasarkirkjuna, Johann Wolfang von Goethe (sjá í Faust I, senuna í Auerbachs- kjallar, sem enn er til), skáldið og tónsmiður- inn Richard Wagner, sem fæddist þar árið 1813, saxneska tónskáldið Robert Schum- ann, fulltrúi rómantísku stefnunnar. Islenzk- ir söngvarar flytja gjarna lög hans. Einnig saxneski heimspekingurinn Friedrich Ni- etsche, höfundur bókarinnar Svo mælti Zaraþústra. Það mætti skrifa heila bók um allt frægt fólk, sem er upprunnið í og hefur starfað í Saxlandi. Ein ástæða þess, að svo margir andans menn hafa komið frá Sax- landi er eflaust blóðblöndun milli hinna ýmsu þjóðarbrota. Þekkt forlög, t.d. Brochaus, Duden, Liszt, Reclam o.fl., hafa látið prenta bækur sínar í Leipzig. Árið 1963 gaf austur-þýzka alþýðu- fyrirtækið Leipziger Druckhaus út íslenzk- þýzka orðabók éftir dr. Svein Bergsveinsson prófessor. Hún hefur að geyma 16.000 upp- sláttarorð, ágrip af íslenskri hljóðfræði og málfræði og er gott veganesti fyrir alla Þjóð- veija, sem hafa áhuga á íslenzkri tungu. Kurt Masur, stjórnandi Gewandhaus- hljómsveitarinnar í Leipzig og aðalstjóm- andi Fílharmóníusveitarinnar í New York, fékk viðurkenningu sem „tónlistarmaður ársins 1993“ í Bandaríkjunum. I Saxlandi er stundaður iðnaður og verzl- Lánsfjaðrir - en fagrar samt. Meðal margra dýrgripa á listasafninu í Dresden er „Sixtinska madonna“ Rafaels frægust (270x201sm, máluð 1512-13). Myndin var keypt til Dresden á 18. öld. kynntar tóbaksvörur, loðfeldir og pelsar, en einnig eru vefnaðarvörur settar á markað á vorin og haustin (meðal annars af fjölskyldu minni í móðurætt), sem og sýnishom af iðnaðarvörum, sem hægt er að panta, eftir að hafa kynnt sér þær. Ekki langt frá Leipzig er vefnaðai-borgin Chemnitz, þekkt fyrir pijónavömr og fín- gerðar sokkabuxur. í nálægu borgunum Zwickau og og Zschopau em vélknúin farar- tæki framleidd. Árið 1910 vom fyrstu prjóna- vélarnar framleiddar í vélaverksmiðjunni í PlauenWogtland (þar sem móðir mín, Jo- hanna, fæddist, þá með ættarnafnið Hell- ing). I fyrsta skipti í sögunni vom blúndur og gluggatjöld framleidd í vélum. Tjullvefnaður frá Plauen fer á markað út um allan heim og stuðlar að ríkidæmi borgai-- innar. Einnig var Vogtlenska vélaverksmiðj- an fyrst í heimi til að koma á markað rúllu- offsetvélum, sem dagblöð em prentuð í. Miðsvæðis í Saxlandi er borgin Freiberg, en hún hefur verið þekkt frá því á 12. öld sem miðstöð silfurvinnslu. Árið 1765 var hér stofnuð fyrsta námuvinnsluakademía í heimi. Eiginlega var lyfjasveinninn, Johann Friedrich Böttger (1682-1719), loddari, en hann hét saxneska kjörfustanum og konungi Póllands, Ágústi hinum sterka, því að búa til gull fyrir hann. Þess í stað fann hann upp í borginni Meissen við Saxelfí postulín, fyrst- ur manna í Evrópu, en í Kína hafði það Óperan í Dresden. Leipzig - lista og verzlunarborg í margar aldir. Myndin er tekin í skammdeginu þegar jólamarkaður stóð yfir. un. Náttúruauðlindir em brún- og steinkol, silfur, kóbalt, nikkel, wismut, kopar, tin og jám. Sjúklingar sækja til margra hress- ingarstaða með heilsulindum eins og Bad Elster. Saxland (16.992 ferkílómetrar, 6 milljónir íbúa) liggur nánast í hjarta Evrópu. Á mót- um verzlunarleiðanna „via regia“, sem lá frá Madrid til Kænugarðs, og „via imperia“, sem tengdi Róm við Skandinavíu, er stórverzlun- arborgin Leipzig, en kaupstefnur þar em heimsþekktar. Hér em fyrst og fremst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.