Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 4
* Islandsbanki 90 ára síðari hluti Afdrifarík neitun um fyrirgreiðslu Alþingi 1917 var svo samþykkt þingsályktun þess efnis, að skorað var á landsstjórnina að leita samninga við íslandsbanka um það að hann léti af hendi seðlaútgáfurétt sinn allan gegn ákveðnu gjaldi, eða ef slíkt næðist ekki *£&£& í' % Hús Islandsbanka - síðar Útvegsbanka - á miðri myndinni, sem eftir bílunum að dæma gæti verið tekin seint á öðrum tugi aldarinnar. í lok janúar 1930 leitaði bankinn ásjár ríkisstjómar og Alþingis að þeir aðilar veittu bankanum takmarkaðar ábyrgðir fyrir lánum er gerði bankanum kleift að halda starfsemi sinni áfram. Því var synjað og átti bankinn ekki aðra úrkosti en þann að loka. Seðlar útgefnir af íslandsbanka 1904. Eftir ÓLAF BJÖRNSSON þá léti hann af hendi með ákveðnum skilyrð- um rétt sinn til þess að hindra seðlaútgáfu umfram það hámark sem lögin ákváðu bank- anum til handa. Á næsta þingi árið 1919 var svo lagt fram frumvarp á grundvelli samkomulags, sem náðst hafði við bankastjórn Islandsbankans um það að bankinn afsalaði sér einkarétti sínum til seðlaútgáfu, en þó þannig að bank- inn mætti áfram hafa í umferð það seðla- magn, er honum hafði verið heimilað með lögunum frá 1902, auk nokkuiTa annarra skilyrða, sem hér verða ekki rakin. Var jafnframt gert ráð fyrir því að seðlaútgáfu- rétturinn færðist að öðru leyti til Lands- bankans. Frumvarp þetta var þó fellt þar sem meiri hluti þingmanna taldi, að afsal seðlaútgáfuréttar íslandsbanka væri of lágu verði keypt fyrir Landsbankann, sem yfir- taka skyldi þau réttindi, sem íslandsbanki afsalaði sér. Á næsta þingi, 1921, voru hinsvegai’ sett lög sem gerðu Islandsbanka að hefja þegar inndrátt útistandandi seðla sinna þannig að inndrættinum skyldi lokið árið 1933, þegar einkaréttur bankans til seðlaútgáfu rann út. Bankanum var gert skylt að selja ríkinu guliforða sinn umfram það sem á hverjum tíma þurfti til tryggingar seðlanna á nafn- verði. Var það ákvæði mjög ósanngjamt, vegna þeirra miklu verðhækkana, sem orðið höfðu frá því gullið hafði verið lagt fram af bankanum til tryggingar seðlunum. Veruleg- ur dráttur varð á því að Alþingi afgreiddi lög um frambúðarskipan seðlaútgáfunnar. Á Alþingi 1925 var skipuð fimm manna milli- þinganefnd er gera skyldi tillögur um málið fyrir næsta þing. Skilaði nefndin ítarlegum tillögum ári síðar og hafði nefndin m.a. leit- að álits ýmissa erlendra séríræðinga, þar á meðal seðlabankastjóra allra hinna Norður- landanna. Meiri hluti nefndarinnar, eða fjór- ir af fimm, lögðu til að seðlaútgáfan yrði falin Landsbankanum, er að öðru leyti starf- aði áfram sem almennur viðskiptabanki. Einn nefndarmanna, Benedikt Sveinsson alþingisforseti, lagði hinsvegar til að komið yrði á fót sérstökum seðlabanka, eða sams- konar skipan þessara mál er tekin hafði verið upp í flestum Evrópulöndum. Hafði Björn Kristjánsson raunar á Alþingi 1925 lagt fram frumvarp þess efnis. Frumvarp um framtíðarskipan seðlaútg- áfunnar byggt á áliti meiri hluta nefndarinn- ar var svo lagt sem stjómarfrumvarp fyrir Alþingi 1926 og afgreitt sem lög árið eftir, eða 1927. Seðlaútgáfurétturinn var svo færð- ur til Landsbankans, svo sem nefndin hafði lagt til og skyldi sérstök deild í bankanum sjá um hana. En hvaða áhrif hafði þessi löggjöf og að- dragandi hennar á afkomu og aðstæður ís- landsbanka? Á stríðsárunum hafði afkoma bankans verið mjög góð. Frá árinu 1916, þegar af- skriftum vegna gjaldþrots Miljónafélagsins var iokið og til árins 1919 var arðurinn í prósentum af hlutafé 25-49%. Náðist há- markið árið 1919, eða 49%. Arðsúthlutun til hluthafa var 8% árið 1916, 10% árin 1917-18 og 12% árið 1919. Þó að þessi úthlutun megi teljast mjög hófleg miðað við hina góðu afkomu bankans, hafa margir íslenskir stjómmálamenn vafalaust litið það óhýru auga, að sh'kur arður væri greiddur erlend- um hluthöfum af bankastarfsemi hér á landi. En á áranum 1920-21 gjörbreyttist afkoma bankans til hins verra. Mestu mun þai’ hafa valdið um mikið verðfall sem varð á íslensk- um sjávarafurðum frá og með árinu 1920. Var nú mikið verðfall á hlutabréfum i bank- anum á kaupþingi Kaupmannahafnar. Geng- ið hafði komist í 170 í október 1918, eða 70% yfir nafnverði. En í október 1920 hafði það lækkað í 109 og í 56 í nóvember 1921. Nokkuð rættist að vísu úr um afkomu bankans næstu ár á eftir, en brátt seig aftur á ógæfuhlið og síðustu fjögur árin sem Is- landsbanki starfaði undir því nafni, var eng- inn arðui’ greiddur. En frá stofnun bankans árið 1904 og fram til ársins 1924 hafði arð- greiðsla aldrei farið niður fyrir 5% að einu ári undanskildu. En hverjar voru ástæður þessarar óhagstæðu þróunar í rekstri ís- landsbanka sem leiddi til lokunar hans í febr- úar 1930? Þar kom fleira en eitt til, en mestu máli skiptu þau óhagstæðu skilyrði, sem bankanum vora sköpuð allt frá upphafi þess ferils sem hófst 1921, þegar bankinn var skyldaður til þess að hefja inndrátt seðla sinna, en þau náðu hámarki með setningu bankalöggjafarinnar 1927-28, en sú löggjöf var Islandsbanka mjög óhagstæð. Þegar Islandsbanka var gert árið 1921 að selja rík- inu gullforða sinn á nafnverði, sem var að- eins lítið brot af raunvirði gullsins á þeim tíma, var í rauninni um eignaupptöku að ræða, sem kom á einkar óheppilegum tíma fyrir bankann vegna erfiðleika þeirra sem hann átti við að etja vegna verðfalls sjávaraf- urða eftir lok íyrri heimsstyrjaldar. En tólf- unum kastaði þó fyrst efth’ setningu banka- löggjafarinnar 1927-28, sem varð þannig í framkvæmd, að staða íslandsbanka í sam- keppni við Landsbankann hlaut að verða þvi sem næst vonlaus. Má þar einkum nefna tvö atriði, sem skiptu sköpum í þessu sam- bandi. Annað atriðið var það, að í lögunum frá 1927, sem veittu Landsbankanum einka- rétt á seðlaútgáfunni vora ákvæði um gull- tryggingu seðlanna, svipuð þeim sem á sín- um tíma giltu fyrir Islandsbanka. En þó að til slíks væri engin heimild í lögum, þá var ávæðunum um gulltryggingu aldrei fram- fylgt. Það voru að vísu í lögunum ákvæði um seðlatryggingu þess efnis að ef um seð- laútgáfu væri að ræða umfram gulltrygg- ingu, þá skyldi hún tryggð með „vissri og auðseljanlegri eign“. En slíkt ákvæði setti seðlaútgáfunni engar hömlur þannig að í raun hafði Landsbankinn ótakmarkaðan seðlaútgáfurétt. Þessi réttur skapaði bank- anum auðvitað yfirburðastöðu gagnvart við- skiptabanka, sem engan seðlaútgáfurétt hafði. Hitt þessarra atriða var það að með lögum sem sett voru 1928, eða ári eftir afgreiðslu fyrmefndrar bankalöggjafar, var veitt ríkis- ábyrgð á öllum innstæðum Landsbankans. En auðsætt, hversu mjög það styrkti stöðu þess banka í samkeppninni við íslandsbanka um spariféð. Aðdragandinn að lokun bankans í ársbyrj- un 1930 verður annars ekki nánar rakinn hér. I október 1929 lenti bankinn í greiðslu- erfiðleikum m.a. vegna þess að Landsbank- inn neitaði að endurkaupa víxla af Islands- banka vegna inndráttar seðlanna, en banka- löggjöfin frá 1927 hafði gert ráð fyrir því að slíkir víxlar yrðu keyptir til þess að greiða fyrir innlausn seðlanna. Fjárhæð sú, sem um var að ræða nam um 600 þúsundum króna og taldi bankastjórn íslandsbanka, að hefði sú fyrirgreiðsla fengist hefði aldrei þurft að koma til lokunar bankans. Lands- bankinn taldi sér hinsvegar ekki skylt að veita íslandsbanka þetta lán, því að bankinn skuldaði þegar álíka upphæð. Má vera, að þetta hafi verið rétt frá lögfræðilegu sjón- armiði en hitt er annað mál, að með tilliti til hinnar miklu röskunar á efnahagslífi þjóð- arinnar sem lokun íslandsbanka hlaut að hafa í fór með sér, mátti telja þessa afstöðu vafasama af hálfu stofnunar, sem gegndi skyldu seðlabanka. Greiðsluvandræði bankans fóra nú vax- andi og í lok janúar 1930 leitaði bankinn ásjár ríkisstjómar og Alþingis að þeir aðilar veittu bankanum takmarkaðar ábyrgðir fyi-- ir lánum er gerði bankanum kleift að halda starfsemi sinni áfram. Því var synjað og átti bankinn því ekki aðra úrkosti en þann að loka. Á þeim tíma fór Framsóknarflokk- urinn með völd í landinu með hlutleysi Al- þýðuflokksins. Ágreiningur varð um það inn- an Framsóknarflokksins hvernig taka bæri á því vandamáli sem skapaðist við lokun bankans. Vildu sumir sennilega undir for- ystu Jónasar Jónssonar frá Hriflu taka bank- ann til gjaldþrotaskipta og fluttu tveir þing- menn flokksins frumvaip á Alþingi þess efn- is. Aðrir, undir forystu Tryggva Þórhallsson- ar forsætisráðherra, töldu nauðsynlegt að þess yrði freistað að endurreisa bankann undir nýju nafni til þess að draga úr þeirri röskun sem gjaldþrot myndi leiða til í ís- lensku efnahagslífi og þeim álitshnekki, sem af því myndi leiða á erlendum vettvangi. Vai’ sú leið farin. Var sá kostur ólíkt skárri en gjaldþrotaleiðin og má segja að með því að velja hann hafi því verið bjargað sem bjargað varð eins og málum var þá komið. Komið var nú á fót samkvæmt 1. nr. 7 frá 11. mars 1930 nýjum banka er hlaut nafnið Útvegsbanki íslands hf. og yfírtók hann eignir íslandsbanka og skuldir, sem ekki vora afskrifaðar. Opnaði nýi bankinn 12. apríl 1930. / / Starfsemi Utvegsbanka Is- lands 1930-90 Hér verður aðeins í stærstu dráttum rak- in saga Islandsbankans á því 60 ára tíma-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.