Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1994, Blaðsíða 9
íslenzkir stúdentar töldu söguþjóðina eiga lítið sameiginlegt með frumstæðum veiðimannaþjóðum. Þessi mynd af daglegu lífi á Grænlandi var á sýningunni. Skr ælingj asýningin U ið Frúarpláss í Kaupmannahöfn er vegleg og háreist höll er Mínerva heitir. Þar á vísdóms- gyðjan víða og glæsta sali og þar á Bakkus konungur prýðilega bústaði. Er þar gott til vistar ungum sveinum, þeir er vilja lauga sig Engan skyldi undra að Islendingar risu upp á afturfætuma til að mótmæla þátttöku í heimilisiðnaðarsýningu frá nýlendum og hjálendum Dana árið 1905. Að setja ísland á sýningu með grænlenskum skrælingjum og blámönnum Vesturheims! Slíktvar óhugsandi. Eftir MARGRÉTI JÓNASDÓTTUR DANSK ] KOLONIUDSTILLINd IOK0NLAND OG DAN5K VESTINDIEN) SAMT UDSTILLINC I KA ISLAND OG±F/ TÍVOO 1905 lL.l.U»TKtiKI;l Vl’JL.IJONINU MBO 45 BIU.BOBK —---------------rwia ------------- Sýningarbæklingur nýlendusýningarinn- ar innihélt upplýsingar um löndin og munina sem voru til sýnis. í bánim Vínelfar eða vilja af miðinum dýra, er Bakkus konungur hinn voldugi veraldars- jóli, veitir hirð sinni. En við hirð hans hafa jafnan verið hinir bestu menn og mestu er heimurinn hefur alið og sögur herma.l Það tíðkaðist á fyrri öldum að ungir ís- lenskir kappar sigldu utan og dvöldust um tíma við hirð konungs. Islendingasögur segja frá mörgum þeirra sem sneru aftur til Is- lands eftir að hafa unnið hetjudáðir sem enn lifa með okkur. Bakkus konungur átti þá fjölda fylgismanna við hirðir konunga ef marka má frásagnir. Veislur voru tíðar hjá valdsmönnum og veitingar ekki skornar við nögl enda virðing höfðingja í veði. Eftir þvi sem aldir liðu fækkaði sögum um íslenskar hetjur og hreystimenni en aðdáun á hinum fomu köppum hélst og áfram sigldu ungir menn utan en í öði-um erindagjörðum. Saga íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn nær allt aftur til stofnunar Hafnarháskóla árið 1479. Ekki er fullvíst að íslenskir stúd- entar hafi setið skólann óslitið frá þeim tíma þó segja megi með nokkurri vissu að glopp- urnar hafi hvorki verið margar né stórar. Fæstir stúdentar gistu þó Danakonung á meðan á dvölinni stóð en flestir gengu til liðs við hirð Bakkusar í Höfn. Margir helg- uðu líf sitt Mínervu viskugyðjunni og sigldu heim með próf uppá vasann og þar með trygga stöðu við hirð konungs, sem opinber- ir embættismenn hans á Islandi. Nokkrir áttu ekki afturkvæmt frá hirð Bakkusar, sóru honum hollustueiða og dmkku lífsins bikar í botn. Ái'ið 1893 tóku nokkrir stúdentar í Kaup- mannahöfn sig saman og stofnuðu með sér félagsskap. Félagið átti að verða vettvangur baráttuglaðra íslenskra stúdenta til stjórn- málaumræðna enda sjálfstæðisbarátta ís- lendinga þá í algleymi. Þjóðernishyggja hafði farið eins og eldur í sinu um Evrópu og Is- lendingar ekki farið varhluta af henni. Þjóð- veldisöldin, öld hinna miklu kappa og sjálf- stæðis þjóðarinnar var hafin til skýjanna og mikið lagt upp úr sérstöðu Islands innan Danaveldis. Þjóðin hafði misst frelsi sitt til Noregskonungs með Gamla sáttmála árið 1262 og krafðist nú lausnar. Stúdentafélagið starfaði sem fræðafélag og vom mánaðarlega á dagskrá fróðleg er- indi og að þeim loknum fjömgar umræður. Félagsmenn vom jafnt nýstúdentar og eldri stúdentar búsettir í Höfn. Oft urðu á fundum hatrammar deilur og skipti þar engu hver átti í hlut. Þegar mælendaskrá var tæmd eða umræður komnar í óefni var iðulega borið fram rjúkandi púns og settust menn við drykkju, yfirleitt í mesta bróðerni. Það má því með sanni segja að viskugyðjan og vín- jpiðinn hafi verið blótuð á fundum. „SKRÆLINGJAFÉLAGIГ Einn er sá atburður í sögu stúdentafélags- ins sem hleypti af stað þeim mestu deilum sem finna má frásagnir af í fundargerðum Hafnarstúdenta. Hvorld fyrr né síðar vai- fundað svo oft og með svo stuttu millibili og aldrei var hitinn í málflutningi manna meiri þó oft hafi verið heitt í kolunum. Þessi atburð- ur er einstakur í sögu Hafnarstúdenta því hann sýnir hina sterku þjóðemisvitund stúd- enta sem þá voru í Höfn og viðhorf þeirra til stöðu íslendinga í Danaveldi. Upphaf þessa máls alls var fyrirlestur sem Finnur Jónsson, prófessor í norrænum fræð- um við Hafnarháskóla, hélt í stúdentafélaginu árið 1903. Finnur sagði þar frá félagi einu sem hann var meðlimur í og kallaðist „Det danske Atlantshavsoers Selskab“ eða eins og stúdentar kölluðu það, „Skrælingjafélag- ið“. Félagsskapurinn var stofnaður til hjálpar svertingjum á Vesturhafseyjum, esldmóum á Grænlandi, Færeyingum og Islendingum. Það sem aðallega fór fyrir brjóstið á íslensk- um stúdentum var að ísland var þarna köll- uð dönsk eyja. Það, að Finnur skyldi vera meðlimur í slíku félagi, var eitur í beinum Hafnarstúdenta og töldu þeir þetta landráð af Finns hálfu. Eftir að Finnur hafði lokið máli sínu hóf- ust umræður. Æsingur var þvílíkur að fund- armenn kölluðu hver fram í fyrir öðram svo varla var íundaifært og voru stundum þrír í pontu í einu. Síðan skráði fundarritari: Einn er sá kappi, er enn hefir eigi verið getið ... Kom á hann berserksgangur, svo mikill, að hann eirði engu. Rótaðist hann um ákaflega, óð jörðina að hnjám upp og hafði blóðugar hendur upp til axla. Æddi hann í gegnum fylkingar þeirra Finns með ópi og óhljóðum, hjó bæði hart og títt og af mikilli grimmd, því að nú var hann reiður mjög. Mátti engin skepna standast högg hans - og vissu þeir Finn- ur eigi hver fjandi sá væri, er ynni þeim ógagn ... Brast nú og flóttinn í liði þeirra innan skamms. Þessi lýsing er skemmtilega færð í stílinn en á henni sést að Skrælingjafélagið átti ekki upp á pallborðið hjá stúdentum og særði þjóðerniskennd þeirra. Fundargerðin er skráð í fornsögustíl og kæmi ekki á óvart ef „vínandagift" hafi haft eitthvað með það að gera. En þegar kom að umræðum um hina svokölluðu „Skrælingjasýningu" má sjá að stúdentum var full alvara með þessum mótmælum. „SKRÆLINGJASÝNINGIN“ Tildrög sýningarinnar vora þau að árið 1904 vildi etasráð H. Andersen efna til sýn- ingar á heimilisiðnaðarvöram frá dönsku Vesturheimseyjunum í samvinnu við danska heimilisiðnaðarfélagið. Svipuð sýning hafði verið haldin skömmu áður sem ekki þótti ástæða tii að endurtaka svo ákveðið var að efna í staðinn til enn stærri sýningar sem einnig næði til nýlendunnar Grænlands og hjálendnanna Færeyja og íslands. Sýningin átti að vera í Tívolí og átti að nota hagnað af henni til að kenna heimilisiðnað ókeypis í sýningarlöndunum. Forsprakki sýningar- innar auk etasráðsins var flotaforingjafrú og rithöfundur að nafni Emma Gad. Hún fékk til liðs við sig einn fulltrúa hvers lands og vai- Thor E. Thulinius stórkaupmaður full- trái Islands. Hann var einnig félagi í Skrælin- gjafélaginu áðurnefnda. Auk hans voru í ís- landsnefndinni Finnur Jónsson prófessor, dr. Valtýi- Guðmundsson dósent, Hannes Haf- stein ráðhen-a, frú Helga Vídalín, frá Thor- berg fyrrverandi landshöfðingjafrá og loks Daniel Bruun yfirmaður í danska hernum.2 íslendingai- litu alltaf á sig sem sjálfstæða þjóð innan Danaveldis og töldu sig hafa sér- stöðu þegar kom að nýlendum og hjálendum Dana. Það skal þvi engan undra að þeir skyldu rísa upp á afturfæturna til að mót- mæla þessari fyi-irhuguðu sýningu. Að setja Island á sýningu með grænlenskum skræl- ingjum og blámönnum Vesturheims! Slíkt var óhugsandi. „YÉR MÓTMÆLUM ALLIR!“ í stúdentafélaginu var fyrst boðað til fund- ar 3. des. 1904 til að ræða um sýninguna og þátttöku Islands í henni. Halldór Hermanns- son, síðar bókavörður í íþöku, hóf umræðu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. JÚLÍ1994 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.